Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 10

Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði á Alþingi í gær að með frumvarpi sínu um línuívilnun væri ekki verið að draga úr mögu- leikanum á að styrkja byggðir með byggðakvóta. „Þvert á móti verða þeir möguleikar meiri en þeir voru áður og markvissari,“ sagði hann. Árni mælti fyrir frumvarpinu á Al- þingi í gær, en þar er lagt til að tekin verði upp línuívilnun fyrir dagróðra- báta, enda sé lína beitt í landi. „Þá er lagt til að aukin verði heimild til að koma byggðarlögum til aðstoðar með úthlutun sérstakra aflaheimilda standi þau höllum fæti vegna al- menns samdráttar í sjávarúvegi eða vegna skerðingar aflaheimilda til skipa sem þaðan hafa verið gerð út og landað afla,“ segir ennfremur í at- hugasemdum frumvarpsins. Fram kom í umræðum á Alþingi í gær að mörgum þingmönnum þótti frumvarpið óljóst. Til að mynda sagði Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, að ekki væri ljóst hvort verið væri að skerða byggðakvóta með frumvarp- inu eða ekki. Sagði hann að af þeim sökum hefðu framsóknarmenn sett fyrirvara við þann hluta frumvarps- ins sem varðaði byggðakvóta. Þau mál yrðu skoðuð betur í sjávarút- vegsmálanefnd þingsins. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fullyrti hins vegar að með frumvarpinu væri verið að skerða byggðakvóta. Hann kvaðst ekki skilja hvernig sjávarútvegsráðherra ætlaði að komast í gegnum um- ræðuna um þetta frumvarp með því að halda öðru fram. „Kannski gleyp- ir Framsókn við svona einföldum málflutningi. Það á eftir að koma í ljós.“ Allbærilegt samkomulag Einar K. Guðfinnsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, sagð- ist vonast til þess að allbærilegt samkomulag myndi nást um frum- varpið á þingi en Steinunn K. Pét- ursdóttir, varaþingmaður Frjáls- lynda flokksins, sagði frumvarpið ómögulegt hvernig sem á það væri litið. Lúðvík Bergvinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði að veruleikinn í þessu máli væri fyrst og fremst sá að ríkisstjórnin hefði ekki lengur tök á þingmeirihlutan- um. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði ekki þolað þá pressu sem upp hefði komið vegna umræð- unnar um línuívilnun og „þess vegna varð ríkisstjórnin að fylgja því sem nokkrir hátt- virtir þingmenn kröfð- ust, þ.e. að færa afla- heimildir til Vestfjarða,“ sagði hann. „Og það kannski segir meira um stöðu ríkisstjórnarinnar en nokkuð annað.“ Hann sagði það fásinnu að verið væri að bjarga einhverjum byggðar- lögum með frumvarpinu. Það kæmi aðeins nokkrum byggðarlögum til góða. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylking- arinnar, sagði frum- varpið heldur ekki merkilegt. „Þetta frum- varp er svo sem ekki merkilegt í röð enda- lausra breytinga sem hafa verið gerðar í gegnum tíðina á þessu fiskveiðistjórnunar- kerfi. Þær eru gerðar vegna þess að stefnan er byggð á óréttlæti og mismunun. Henni hefur verið þröngvað fram undir fölskum formerkj- um og henni er stöðugt mótmælt.“ Hann sagði að samþykkt frumvarpsins myndi ekki leysa deil- una um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir frumvarpi um línuívilnun á Alþingi í gær Áhöld um hvort frumvarpið skerði byggðakvóta eða ekki Morgunblaðið/Ásdís Þingmennirnir Einar Oddur Kristjánsson, Bjarni Benediktsson og Gunnar Birgisson fylgjast með umræðum. Árni M. Mathiesen FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H. Haarde, lagði fram á Alþingi í gærkvöld frumvarp um að sjó- mannaafsláttur yrði felldur niður. Lagt er til að hann verði felldur niður í jöfnum áföngum á tíma- bilinu frá 1. janúar 2005 til 1. jan- úar 2008. Miðast frumvarpið við að sjómannaafslátturinn lækki um 25% á hverju ári frá 2005 og falli niður frá og með 2008. Í greinargerð frumvarpsins seg- ir að sjómannaafslátturinn þyki ekki í takt við tímann eða ríkjandi viðhorf í skattamálum. „Eðlilegt er að um kjör sjómanna sé samið í frjálsum samningum milli þeirra og viðsemjenda þeirra. Er frum- varpið lagt fram í aðdraganda kjarasamninga sjómanna en samn- ingar fyrir stóra hópa þeirra renna út í ársbyrjun 2004. Ríkisstjórnin telur rétt að af hennar hálfu liggi fyrir á Alþingi mörkuð stefna varðandi afnám sjómannaafsláttar- ins þannig að samningsaðilar geti haft hana til hliðsjónar í viðræðum sínum.“ Hefur minnkað að raungildi Í greinargerð segir einnig að upphaf sjómannaafsláttarins megi rekja allt aftur til ársins 1954 þeg- ar lögfestur var annars vegar svo- nefndur hlífðarfatafrádráttur og hins vegar fæðisfrádráttur. Ákvæði laganna hafi síðan tekið töluverðum breytingum í áranna rás. „Sakir þess hve þetta fyr- irkomulag hefur lengi tíðkast þyk- ir eðlilegt að afnám sjómannaaf- sláttar eigi sér stað í nokkrum áföngum eins og fram kemur í frumvarpinu.“ Þá segir að sjó- mannaafslátturinn hafi minnkað að raungildi undanfarin ár vegna fækkunar sjómanna og er áætlað að hann nemi um 1,1 milljarði króna árið 2004. Frumvarp um afnám sjómannaafsláttar lagt fram Verði felldur niður í áföngum til 2008  Úreltur/12 EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Alþingis leggur til að samþykkt verði lagafrumvarp um að virð- isaukaskattur af hljóðbókum verði lækkaður úr 24,5% í 14%. Í áliti nefndarinnar segir að sanngirn- isrök styðji þá breytingu. Með henni verður skatthlutfallið á hljóðbókum hið sama og á bókum almennt. Hljóðbækur eru lesið efni, sem gefið er út á diskum, tón- snældum eða öðrum þeim miðli sem nýtist til hlustunar. Þeir sem nota hljóðbækur eru einkum aldr- aðir, sjóndaprir og blindir sem og lesblindir. Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi fyrr í vetur. Efnahags- og við- skiptanefnd leggur til að frum- varpið verði samþykkt, eins og áð- ur segir, og að lögin öðlist gildi 1. janúar 2004. Virðisaukaskattur af hljóðbókum lækki STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að beita beinum styrkjum eða sértækum að- gerðum til að halda uppi milli- landaflugi frá Akureyri. Kom þetta fram í svari hans við fyrir- spurn Hlyns Hallssonar, vara- þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Spurði Hlynur ráðherra m.a. að því hvort stjórnöld hygðust kanna leiðir til að stuðla að beinu millilandaflugi frá Akureyri í ljósi þess að flugfélagið Grænlands- flug hefði hætt slíku flugi. Sturla sagði að millilandaflug yrði ekki stundað nema fyrir því væru rekstrarlegar forsendur. „Svar mitt er því að stjórnvöld hafa ekki í hyggju að beita beinum styrkjum eða sértækum aðgerðum til að millilandaflug verði stundað frá Akureyri,“ sagði hann. „Telji flugfélag, hvaða nafn sem það ber, markaðslegar forsendur fyrir milli- landaflugi frá Akureyri munu stjórnvöld fagna því og greiða götu þess félags sem mest má vera, sam- anber fyrirgreiðsluna við Græn- landsflug, en það félag fékk öll þau leyfi og undanþágur sem það ósk- aði.“ Styrkja ekki millilanda- flug frá Akureyri Sturla Böðvarsson ÖNUNDUR S. Björnsson, varaþingmaður Samfylkingar- innar, hefur lagt fram á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um úttekt á stöðu kornræktar á Íslandi. Meginefni tillögunn- ar er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela landbúnaðar- ráðherra að skipa fimm manna nefnd til að kanna með hvaða hætti megi stórauka kornrækt til fóðurgerðar á Íslandi, þann- ig að hún verði samkeppnisfær við niðurgreitt innflutt korn. Nefndin geri tillögur um hve mikið korn sé raunhæft að rækta innanlands og hvað þurfi til svo að hægt sé að stunda kornrækt sem aðalbúgrein. Þá leggi nefndin mat á hag- kvæmni þess að rækta fóður- korn á íslandi og gildi þess fyr- ir atvinnulífið.“ Hefur alla burði til að vera sjálfstæð búgrein Í greinargerð segir m.a. að kornrækt hafi verið stunduð í áratugi á Íslandi. Þar segir að miklir vaxtarmöguleikar séu í fóðurkornsframleiðslu og að greinin hafi alla burði til þess að vera sjálfstæð búgrein. En til þess þurfi hún að verða sam- keppnisfær við innflutta fram- leiðslu. Ennfremur er bent á að hún njóti lítils stuðnings hér á landi. „Efling greinarinnar er þjóðfélagslega hagkvæm bæði þegar litið er til gjaldeyris- sparnaðar og landnýtingar. Hún eykur fjölbreytni atvinnu- lífs í byggðum landsins og at- vinnumöguleika bænda að sama skapi. Um leið eru færð störf til íslenskra bænda,“ seg- ir í greinargerðinni. Gerð verði úttekt á stöðu korn- ræktar í landinu EFNAHAGS- og viðskipta- nefnd Alþingis hefur ákveðið að vaxtabætur verði skertar um 10% á næsta ári. Upp- haflega átti þakið á vöxtum, sem miðaðist við 7% af skuld- um, að lækka í 5,5% og var reiknað með að það myndi hafa áhrif á bætur um fjögur þúsund manns. Eftir að frumvarp þessa efnis hafði verið lagt fram og í kjölfar dóms Hæstaréttar var talið að þetta kynni að brjóta gegn eignarréttar- ákvæðum stjórnarskráinnar. Efnahags- og viðskiptanefnd fékk því lögfræðing til að fara yfir málið og niðurstaða nefndarinnar varð að ákveðin var flöt skerðing eða 10% á næsta ári. Hins vegar tekur uppruna- lega breytingin gildi frá og með árinu 2005 en markmiðið með breytingunni var einkum það að vinna gegn skulda- hvetjandi áhrifum bótanna, ekki síst gagnvart tekjuháum einstaklingum eða fjölskyld- um. Flöt 10% skerðing vaxtabóta næsta ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.