Morgunblaðið - 11.12.2003, Page 25
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 25
Hafnarfjörður | Fjárhagsáætlun
Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2004
var tekin til fyrri umræðu í bæjar-
stjórn á þriðjudag. Þar kemur fram
að liðlega 700 milljónum verði varið
til nýbygginga á árinu.
Stærstur hluti fjárins, 400 milljón-
ir, fer í nýbyggingu Víðistaðaskóla,
og 200 milljónir í nýjan átta deilda
leikskóla í Áslandi, en það verður
stærsti leikskóli sem byggður hefur
verið hérlendis. Einnig verður fé var-
ið til stækkunar Flensborgarskóla og
til að hefja undirbúning að stækkun
Hvaleyrarskóla. Einnig hefst undir-
búningur að byggingu 50 fermetra
yfirbyggðrar sundlaugar á Ásvöllum.
Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ
vegna umræðu um fjárhagsáætl-
unina kemur fram að sveitarfélög búi
yfir höfuð við þrönga stöðu, og skýrt
hafi komið fram að ástæður þessa séu
að tekjuskipting milli ríkis og sveitar-
félaga sé „á engan hátt í samræmi við
þær sífellt auknu kröfur og skuld-
bindingar sem settar eru á herðar
sveitarfélaganna, hvort heldur eru í
menntamálum, skipulags- og um-
hverfismálum, eða velferðarmálum
yfir höfuð“.
Nefnt er að breytt fyrirkomulag í
skattkerfi vegna einkahlutafélaga
hafi skert tekjur sveitarfélaganna um
að minnsta kosti 1 milljarð, auknar
álögur og skuldbindingar í þjónustu-
verkum hafi kostað sveitarfélögin
mörg hundruð milljónir án þess að
nokkrar tekjur hafi komið á móti
þessum nýju útgjöldum. „Við þetta
verður ekki lengur unað,“ segir í til-
kynningunni.
Langtímaskuldir lækka
um 200 milljónir
Fjárhagsætlunin gerir ráð fyrir að
rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði í
samstæðureikningi bæjarins verði
jákvæð upp á nærri 301 milljón króna
sem er ríflega tvöfalt betri afkoma en
gert er ráð fyrir á yfirstandandi ári.
Gert er ráð fyrir að tekjur samstæð-
unnar aukist um 509 milljónir, eða
um 7,5% á milli áranna 2003 og 2004
og að rekstrarútgjöld aukist um 352
milljónir, eða um 5,3%.
Þegar horft er til sjóðstreymis og
tekið hefur verið tillit til reiknaðra
stærða eins og afskrifta og verðbóta
er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri
verði 667 milljónir í stað 477 milljóna
á árinu 2003, og aukist þannig um 190
milljónir, og handbært fé frá rekstri
um 568 milljónir í stað 172 milljóna á
þessu ári.
Áætlað er að eignir samstæðunnar
verði samtals um 18,7 milljarðar í lok
ársins 2004 og þær aukist um 413
milljónir Áætlað er að langtíma-
skuldir samstæðunnar verði um 10,8
milljarðar og lækki um 201 milljón.
Byggja átta deilda
leikskóla í Áslandi
Reykjavík | Jafnréttisnefnd Reykja-
víkur hvetur samtök í atvinnulífi, á
vinnumarkaði og í stjórnmálum til
að ræða um hlut kvenna í stjórnun
fyrirtækja. Í nýlegri könnun Bryn-
dísar Ísfoldar Hlöðversdóttur kom
fram að í stjórnum fyrirtækja skráð-
um í Kauphöll Íslands sé aðeins um
5% stjórnarmanna konur. „Jafnrétt-
isnefnd þykir þessi staðreynd veru-
legt áhyggjuefni og skekkja miðað
við upplýsandi jafnréttisbaráttu síð-
ustu áratugi. Jafnréttisnefnd
Reykjavíkur hvetur hluthafa þess-
ara stærstu fyrirtækja landsins sem
og annarra fyrirtækja til þess að
auka hlut kvenna í stjórnum fyr-
irtækja til þess að tryggja að reynsla
og sjónarmið kvenna fari ekki for-
görðum í þeirri mikilvægu vinnu
sem þar á sér stað,“ segir í ályktun
sem samþykkt var einróma í jafn-
réttisnefnd á mánudaginn.
Hluthafar íhugi
framlag kvenna
Reykjavík | Eigendur Austurbæj-
arbíós hafa ekki svarað óskum húsa-
friðunarnefndar ríkisins um and-
mæli við friðun hússins. Bréf þess
efnist var fyrst sent 28. október sl. Á
fundi nefndarinnar á föstudaginn
var ákveðið að ítreka þetta boð enda
málið til umfjöllunar þar.
Magnús Skúlason, forstöðumaður
húsafriðunarnefndar, segir að ekki
sé búið að taka formlega afstöðu um
friðun hússins. Fyrst hefur verið
óskað eftir umsögnum. Að teknu til-
liti til þeirra tekur nefndin ákvörðun
um hvort leggja eigi til við mennta-
málaráðherra að húsið verði friðað.
Svara ekki
húsafriðunarnefnd
Reykjavík | Í dag verður opnaður
nýr tónmenntavefur sem ætlaður er
til kennslu í grunnskólum. Mun hann
nýtast jafnt tónmenntakennurum
sem almennum kennurum. Inni á vef-
svæðinu geta nemendur stundað
sjálfsnám og gert verkefni undir
handleiðslu kennara. Einnig geta
kennarar sótt sér ítarefni, verkefni
eða upplýsingar um það sem að
þeirra fagi snýr.
„Tónmennt er án efa viðamesti
þátturinn á tonmennt.is en þar eru
einnig kennslustundir í hlustun á
hljóð, hljóðfæri, mismunandi tónlist
og greining. Nemendum gefst kostur
á að gera greinarmun á hljóðfærum,
mismunandi hljóðfærahópum, um-
hverfishljóðum, greina djúpa-háa
tóna, sterka-veika tóna, hratt-hægt
o.s.frv.,“ segir í fréttatilkynningu.
Þórólfur Árnason borgarstjóri
opnar vefinn klukkan 11 í dag.
Tónmenntavefur
opnaður
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111