Morgunblaðið - 11.12.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.12.2003, Qupperneq 26
AKUREYRI 26 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegur snjókarl stendur í garðinum við gistiheimilið Gulu Villuna við Þingvallastræti á Ak- ureyri. Þar getur þetta tveggja metra háa glæsi- menni fylgst með þungri umferð Þingvallastrætis. Líklegra er þó að öku- menn freistist til að kíkja út um hliðarrúðuna til að berja karlinn augum. Segja má að alþjóðleg samvinna hafi verið um gerð sjókarlsins, því á gistiheimilinu búa náms- menn víða að úr heim- inum, gistinemar við Há- skólann á Akureyri. Það voru Finni, Frakki, Þjóð- verji og Íslendingur sem lögð hönd á plóg við gerð karlsins, en þar eru líka nemar frá Kína og Banda- ríkjunum. Jenni Hiet- anoro frá Finnlandi er öllu vön þegar að snjó- karlagerð kemur, en Frakkinn hafði aldrei ná- lægt slíku komið og þótti því mikil upplifun. Alþjóðleg samvinna við snjókarlagerð Morgunblaðið/Kristján Jenni Hietanoro frá Finnlandi t.v. og Bryndís Jóhannsdóttir úr Reykjavík setja trefil á snjókarlinn góða í garðinum við Gulu Villuna við Þingvallastræti. SAMKAUP hf. styrkja félagasamtök og skilgreind verkefni á Akureyri, Húsavík og Siglufirði um 2,4 milljónir króna og voru styrkir afhentir á tveimur fyrst töldu stöðunum í gær en á Siglufirði í dag. Við athöfn á Akureyri afhentu fulltrúar Samkaupa Mæðrastyrks- nefnd Akureyrar og Hetjunum, félagi aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi styrk og þá var Garðars- horni, endurhæfingar- og útivistar- garði við Heilbrigðisstofnun Þingey- inga, afhentur styrkur sem og Dvalarheimilinu Hvammi. Á Siglu- firði styrkir fyrirtækið Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar, Kvenfélagið Von og Herhúsfélagið, vegna endur- byggingar Herhússins. Hæsta styrk- inn hlaut Mæðrastyrksnefnd, eina milljón króna, Garðarshorn hálfa milljón, Hetjurnar 300 þúsund krón- ur en hvert félag um sig á Siglufirði fær afhentar 200 þúsund krónur. Samkaup styðja við bakið á 6 félögum Styrkir samtals að upphæð 2,4 milljónir afhentir Aftari röð frá vinstri: Friðrik Sigþórsson, verslunarstjóri Úrvals, Ak- ureyri, Hannes Karlsson, rekstrarstjóri Samkaupa hf., Sigmundur Sig- urðsson, verslunarstjóri Nettó á Akureyri, Ellert Gunnsteinsson, verslunarstjóri Strax, Akureyri, Gísli Gíslason, rekstrarstjóri Samkaupa, og Skúli Skúlason, starfsmannastjóri Samkaupa. Fremri röð frá vinstri: Sonja Björk Elíasdóttir, Íris Björk Árnadóttir og Sigurlaug Sigurðardóttir, fulltrúar Hetjanna, Jóna Berta Jónsdóttir og Stella Jónsdóttir, fulltrúar Mæðrastyrksnefndar Akureyrar. Atvinnulausum fjölgar Fækkun á Dalvík og í Ólafsfirði UM síðustu mánaðamót voru 265 manns á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri, samkvæmt yfirliti frá Vinnu- málastofnun, 122 karlar og 143 kon- ur. Atvinnulausum í bænum fjölgaði um 34 milli mánaða og um 31 frá sama tíma í fyrra. Í Dalvíkurbyggð voru 14 manns á atvinnuleysisskrá um síðustu mán- aðamót, 7 karlar og jafn margar kon- ur og fækkaði um tvo á skránni frá mánuðinum á undan og um þrjá frá sama tíma á síðasta ári. Í Hrísey voru 11 manns á atvinnuleysisskrá, 2 karlar og 9 konur, og er þetta svip- aður fjöldi og í mánuðinum á undan og á sama tímabili í fyrra. Í Ólafsfirði voru 27 manns á skrá í lok síðasta mánaðar, 5 karlar og 22 konur og fækkaði um einn á skránni milli mán- aða en fjölgaði um þrjá miðað við sama tíma í fyrra. Afmælishátíð á FSA AFMÆLISHÁTÍÐ vegna 130 ára af- mælis sjúkrahússrekstrar á Akureyri og 50 ára starfsafmælis Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri á Eyrar- landsholti verður á morgun föstudag- inn 12. desember. Afmælishátíðin verður á 2. hæð í Suðurálmu. Á dag- skrá verður m.a. erindi um fyrsta sjúkrahúsið á Akureyri, Gudmanns minde, stefnumótun FSA, hlutverk og framtíðarsýn verður kynnt, sent verður fyrsta rafræna læknabréfið á Íslandi, ávarp heilbrigðisráðherra og annarra gesta og auk þess verður tón- list og söngur. Í lok afmælishátíðar- innar verður boðið upp á veitingar. Til þessarar hátíðar er sérstaklega boðið ráðherrum, alþingismönnum, sveitarstjórnarmönnum, stjórnend- um heilbrigðisstofnana, fyrrverandi stjórnarformönnum, fyrrverandi starfsmönnum sjúkrahússins sem lát- ið hafa af störfum vegna aldurs og fleirum. Auk þess eru allir núverandi starfsmenn sjúkrahússins hvattir til þátttöku. Hátíðin stendur yfir frá kl. 13.30 til 16. Tónlistarviðburður | Eivor Páls- dóttir, söngkona og lagahöfundur, verður með tónleika í Vélsmiðjunni á Akureyri í kvöld, ásamt hljómsveit sinni Krákunni. Þessi unga söng- kona frá Færeyjum hefur vakið verðskuldaða athygli frá því hún hóf feril sinn. Eivor er frábær flytjandi og lagahöfundur og ber öllum saman um að það sé einstök upplifun að sjá hana og heyra á sviði, segir í frétta- tilkynningu frá Vélsmiðjunni. Tón- leikarnir hefjast kl. 21.00 og er miða- verð 1.500 krónur. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦Jólafundur Samhygðar | Jóla-fundur Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, verður í sal Ak- ureyrarkirkju í kvöld, 11. desember kl. 20.30. Gestur fundarins er sr. Pét- ur Sigurgeirsson í Laufási. Félagið hefur kappkostað að ná til sem flestra sem um sárt eiga að binda hver svo sem ástæða þess er, en félagsmenn hafa reynslu af sorginni í hinum ýmsu myndum. Fólk hefur leitað til félags- ins af margvíslegum ástæðum; missi í dauða, veikinda, slysa, fötlunar, vegna barna og unglinga, atvinnu- missis og skilnaðar svo eitthvað sé nefnt, segir í frétt frá Samhygð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.