Morgunblaðið - 11.12.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 11.12.2003, Síða 28
SUÐURNES 28 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ          * + Helguvík | „Þeir bera sig alveg þokkalega en þetta kemur betur í ljós á næstu vikum,“ segir Þor- steinn Erlingsson, formaður at- vinnu- og hafnaráðs Reykjanes- bæjar eftir fund með fulltrúum IPT og fjármögnunarfyrirtækis verk- smiðju fyrirtækisins í Helguvík. International Pipe & Tupe hyggst reisa stálröraverksmiðju á lóð sem Reykjaneshöfn er að útbúa við Helguvíkurhöfn. Stjórnendur fyrirtækisins og Connell Finance, sem vinnur að fjármögnun verk- smiðjunnar, voru hér á landi í gær og fyrradag til að kynna sér fram- kvæmdirnar í Helguvík og ræða við íslenska banka um hugsanlega þátt- töku í fjármögnuninni. Bandaríkjamennirnir hittu Árna Sigfússon bæjarstjóra Reykjanes- bæjar í gær, áður en þeir héldu aft- ur vestur um haf. Árni sagði að þeir hefðu átt viðræður við stóru ís- lensku bankana og virtust ánægðir með svörin. Sagði Árni að einnig væru evrópskir bankar í spilinu en það væri ánægjulegt að íslenskir bankar væru orðnir það öflugir að þeir gætu keppt um slík verkefni. Þorsteinn Erlingsson ítrekaði það sem hann hefur oft áður sagt, að of snemmt sé að fagna þessu verkefni en niðurstaða fáist á næstu vikum. Á myndinni sjást fulltrúar IPT á væntanlegri lóð sinni við Helguvík- urhöfn ásamt fulltrúm Reykjanes- hafnar og Íslenskra aðalverktaka sem annast lóðarframkvæmdir fyr- ir Reykjaneshöfn, f.v. Stefán Frið- finnsson, Þorsteinn Erlingsson, David Snyder, Barry D. Bernstein, Guðmundur Geir Jónsson, Pétur Jóhannsson og Brynjólfur Guð- mundsson. Fulltrúar IPT í Helguvík Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.