Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 33

Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 33 N O N N I O G M A N N I / Y D D A • 1 0 6 3 3 • si a. is Ostakörfur eru kærkomin jólagjöf til starfsmanna og vi›skiptavina og nú er rétti tíminn til a› panta. www.ostur.is sími 569 1600/569 1620 Vi› bjó›um flér a› bæta í gjafakörfurnar mat e›a gjafavöru – kynntu flér úrvali› hjá okkur. Vi› sjáum einnig um a› senda gjafapakka fyrir flig til útlanda. Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag gangast fyrir uppskeruhátíð í húsi Sögufélags í Fisc- hersundi í kvöld þar sem kynnt verða helstu rit sem komið hafa út á sviði sagn- fræði og sögulegs efnis á árinu. Höfundar, rit- stjórar og útgefendur 12 rita munu kynna verk sín. Dagskráin hefst kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Sam- komunni stýrir Erla Hulda Hall- dórsdóttir sagnfræðingur. Meðal höfunda sem kynna verk sín eru ævisagnaritararnir Guðjón Friðriksson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Jakob F. Ásgeirs- son, sem allir eru tilnefndir til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna í ár, og sagnfræðingarnir Helgi Skúli Kjartansson og Jón Þ. Þór og Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur. Eftirtöld verk verða kynnt: Árni Daníel Júlíusson – Saga barnaskól- ans á Eyrarbakka, Árni Björnsson – Úr torfbæ inn í tækniöld, Guðrún Ása Grímsdóttir – Oddaannálar og Oddverjaanáll, Guðjón Friðriksson – Jón Sigurðsson, 2. bindi, Jón Þ. Þór – Saga Sjávarútvegs á Ísl. (2. bindi) og Hafnir, Einar Gunnar Pét- ursson – Dalasýsla. Sýslu- og sóknalýsingar, Jakob F. Ásgeirsson – Valtýr Stefánsson, Gísli Pálsson – Frægð og firnindi Vilhjálmur Stef- ánsson, Helgi Skúli Kjartansson – Samvinnuhreyfingin og Framtíð handan hafs, Páll Björnsson (ritstj.) – Borgarbrot, Þorgrímur Gestsson – Ferð um fornar sögur, Hannes Hólmsteinn Gissurarson – Halldór, Helgi Þorláksson – Saga Íslands 6. bindi. Uppskeruhátíð sagnfræðinga Jakob F. Ásgeirsson Gísli Pálsson Guðjón Friðriksson JÓLATÓNLEIKAR Kammerkórs Mosfellsbæjar verða í Varmárskóla í Mosfellsbæ kl. 20 í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Gestakór á tón- leikunum er Skólakór Mos- fellsbæjar. Kór- arnir syngja ým- ist saman eða hvor í sínu lagi. Mest áberandi eru þjóðum kunn jólalög, en einnig verða sungin lög frá ólíkum löndum sem lítið hafa heyrst hér. Má þar nefna lög m.a. frá Brasilíu, Aruba og Bandaríkj- unum. Þá eru á efnisskránni lög frá ólíkum tímabilum, m.a. lög eftir J. Dowland, J. Desprez, G. Caccini, J. Haydn, K. Hamton O. Vangelis og J. Williams. Mörg ólík stílbrigði eru áberandi og auk hefðbundinna jóla- laga verða m.a. sungin þjóðlög, Maríubænir, keðjusöngvar, gospel og kvikmyndatónlist. Kammerkór Mosfellsbæjar hefur starfað í rúmlega eitt ár, en hann var stofnaður haustið 2002. Skóla- kór Mosfellsbæjar er rótgróinn kór í sveitarfélaginu og hefur í fjölda ára sungið við hin ýmsu tilefni í bænum og víðar. Stjórnandi Kammerkórs Mos- fellsbæjar er Símon H. Ívarsson og stjórnandi Skólakórs Mosfellsbæjar er Guðmundur Ómar Óskarsson. Meðleikari kóranna er Arnhildur Valgarðsdóttir. Símon H. Ívarsson Þjóðum kunn lög á jólatónleikum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.