Morgunblaðið - 11.12.2003, Page 44

Morgunblaðið - 11.12.2003, Page 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Þegar þú kaupir jólakort Landssamtaka hjartasjúklinga styrkir þú uppbyggingu samtakanna og auðveldar þeim að styrkja þá sem haldnir eru hjartasjúkdómum. Landssamtök hjartasjúklinga hafa, allt frá stofnun, varið miklum fjármunum til kaupa á tækjum fyrir heilbrigðisstofnanir. Þessar gjafir bjarga mannslífum, eins og nýlegt dæmi sannar, en samtökin gáfu nýverið Landspítala-háskólasjúkrahúsi hjarta- og lungnadælu í tilefni 20 ára afmælis samtakanna. Þú getur pantað jólakortin á heimasíðu okkar www.lhs.is, hringt í síma 552 5744 eða komið til okkar í Síðumúla 6. Jólakortin fást einnig hjá aðildarfélögum. Gle ðile g Jólakort 895- HANGIFRAMPARTAR ÚRBEINAÐIR pr.kg. 595- HANGIFRAMPARTAR með beini - sagað í bita pr.kg. LYNGHÁLSI 4 OG SKÚTUVOGI 2 1990- AÐVENTULJÓS - 33 LJÓS svart / metall / silfur / gull Ódýrt fyrir alla! LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! 299-pr.kg. SVÍNABÓGAR ferskir, ófrosnir OPIÐ 11-20 ALLA DAGA Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla!Ódýrt fyrir alla! 3490- MATARSTELL 18 STK. hvítt með gullrönd 1490- KAFFISTELL 18 STK. hvítt með gullrönd Norðlenskt hangikjöt 799-pr.kg. LAMBALÆRI nýslátrað 75- TYTUBERJASULTA 400 gr. Í UMRÆÐUM um tvöföldun grunnlífeyris til þeirra sem yngstir verða öryrkjar hefur Jón Krist- jánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra m.a. lagt áherslu á að úr töflum Trygg- ingastofnunar ríkisins um útgjöld vegna bótagreiðslna til ör- orkulífeyrisþega (grunnlífeyrir, tekju- trygging/tekjutrygg- ingarauki og heimilis- uppbót) megi sjá hve mjög framlögin til bótaflokkanna hafi aukist. Greiðslur Trygg- ingastofnunar ríkisins vegna örorkulífeyr- isþega voru á árinu 2000 tæpir fimm komma fjórir millj- arðar (5.389), greiðsl- urnar voru um sex milljarðar króna á árinu 2001 (6.012), í fyrra var þessi upphæð rúmir sjö komma einn milljarður króna (7.127) og áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði þessi upphæð tæpir átta komma þrír milljarðar (8.299). Með því sem lagt er til í frumvarpi Jóns Kristjáns- sonar, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, verða útgjöld Trygg- ingastofnunar ríkisins vegna þessara bótaflokka örorkulífeyrisþega tæpir tíu komma þrír milljarðar króna (10.278) og hafa aukist um tæpa fimm milljarða á fjórum árum, eða tæplega 91%.Tekið skal fram að öryrkjum hefur fjölgað nokkuð á tímabilinu, en þeim fjölgaði um 19% á árunum 2000 til 2003. Risaskref til framtíðar Með frumvarpi tryggingamálaráð- herra er verið að stíga eitt stærsta framfaraspor í málefnum öryrkja sem stigið hefur verið um langt ára- bil. Það er því mjög miður að það skuli hafa verið reynt að snúa þessum sigri öryrkja upp í að væna Jón Krist- jánsson um svik. Hér er á ferðinni eitt stærsta framfara- spor í málefnum öryrkja því verið er að innleiða kerfisbreytingu þar sem sérstakt tillit er tekið til þess hvenær á lífsleiðinni menn verða öryrkjar. Sú viðurkenning og þeir fjármunir sem renna til þess hóps sem hefur goldið örorku sinn- ar er í sjálfu sér stórt skref fram á við í rétt- indabaráttu öryrkja. Hugmyndafræðin að miða bæturnar í dag við greiningaraldur öryrkj- ans er réttlát og með henni er lagður grunnur að bættum hag öryrkja til framtíðar á grundvelli greiningaraldursins. Hagur þeirra verst settu vænkast Á árinu 2000 var 75% ör- yrki, sem verður öryrki 18 ára gamall og býr einn, með 72.855 krónur á mánuði í bætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Ári síðar, árið 2001, var hann með um 80 þúsund krónur á mánuði. Í fyrra var þessi upphæð tæpar 90 þúsund krónur á mánuði og í ár verða bæturnar á mánuði um 98 þúsund krónur. Eftir rúman mánuð, eða 1. janúar 2004, verða bótaflokkarnir sem þessi einstaklingur fær komnir í 126 þúsund krónur á mánuði. Enginn getur haldið öðru fram en að hagur þessa öryrkja hafi vænkast mjög á undanförnum árum og mest nú þegar samkomulag heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra verður efnt. Annað eru öfugmæli. Greiðslur TR vegna örorkubóta aukast Sæunn Stefánsdóttir fjallar um örorkubætur ’Áætlanir geraráð fyrir að í ár verði upphæð örorkubóta tæp- ir átta komma þrír milljarðar.‘ Sæunn Stefánsdóttir Höfundur er aðstoðarmaður heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.