Morgunblaðið

Date
  • previous monthDecember 2003next month
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 11.12.2003, Page 46

Morgunblaðið - 11.12.2003, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ er kannski að bera í bakka- fullan lækinn að fjalla eina ferðina enn um stærðfræðikennslu en þar sem að umræðan hefur að okkar mati verið mjög neikvæð og einhliða þá langar okkur að leggja orð í belg. Í þessari umræðu hefur mikið verið rætt um nýtt námsefni og því kennt um að nemendur kunni ekki skil áeinföldum reikniaðferðum og að stór hluti nemenda í 10. bekk falli á samræmdu prófi í stærðfræði. Það er einkennilegt að okkar mati að tengja þetta tvennt saman þar sem að í vetur er nýja námsefnið notað í 1.– 6. bekk, þannig að þeir nem- endur sem eru í 6. bekk eru fyrstir til að nota nýja námsefnið. Nem- endur í 10. bekk hafa aftur á móti verið með yfir 20 ára gamalt náms- efni alla sína skólagöngu, sem var löngu orðið tímabært að skipta út. Við eigum flestar börn sem hafa bæði farið í gegnum nýja og gamla námsefnið og okkar mat er að það hafi orðið mikil framför í stærð- fræðikennslu með tilkomu nýja námsefnisins. Áhersla á gæði stærð- fræðikennslu hefur aukist undan- farin ár sem einnig skiptir miklu máli þar sem að um flókið samspil margra þátta er að ræða þegar námsárangur er annars vegar. Flestum börnum finnst mikilvægt að sjá tilgang með því sem þau læra. Hvaða foreldri kannast ekki við spurninguna af hverju þarf ég að læra þetta? Nýja námsefnið og nýir kennsluhættir gera tilgang stærð- fræðinnar mun ljósari en áður þar sem að nemendur eru þjálfaðir í að nýta sér stærðfræði við raunveru- legar aðstæður en eru ekki bara að reikna dæmi á blaði. Kennsla á Ís- landi hefur lengi verið mjög bóka- miðuð, það er sem betur fer smám saman að breytast en rannsóknir benda til þess að nemendur læra best með því að fá að takast á við viðfangsefnið en ekki með því að vera mataðir af kennurum. Nýja námsefnið í stærðfræði tekur mið af þessari þróun. Öll vitum við að börn eru ólík og þau þurfa að fá að læra á ólíkan hátt. Sama kennsluaðferðin hentar ekki öllum. Skólar eru farnir að taka mun meira mið af þessu nú en áður meðal annars með því að vera með fjölbreyttari kennsluað- ferðir en áður. Um daginn var birt niðurstaða úr samræmdum prófum í 4. bekk. Lítið hefur verið fjallað um þær niður- stöður í fjölmiðlum en þær er hægt að kynna sér á vef Námsmatsstofn- unar www.namsmat.is. Nemendur í 4. bekk hafa verið með nýja náms- efnið alla sína skólagöngu og kenn- arar sem kenna þessum árgangi eru margir búnir að fá nokkra reynslu af því að kenna þetta námsefni, samræmdu prófin geta því gefið ein- hverja mynd að því hverju kennslan er að skila. Ekki má samt gleyma að samræmd próf eru ekki algildur mælikvarði á námsgetu og þau gefa takmarkaða mynd af því starfi sem unnið en innan skólanna en þau eru eina viðmiðið sem við höfum til að skoða árangur stærri hópa. Okkar börn eru í Hofsstaðaskóla í Garða- bæ. Þar hefur markvisst verið unnið að því að bæta kennslu í stærðfræði undanfarin ár og hafa kennarar m.a. farið á námskeið á vegum Kenn- araháskólans til þess að læra að kenna nýtt námsefni í stærðfræði. Við sjáum að þessi vinna er að skila sér því árangur skólans í sam- ræmdu prófunum í 4. bekk var mjög góður. Við erum mjög ánægðar með þennan árangur og viljum þakka skólastjórnendum og kennurum fyr- ir þá alúð og þann metnað sem þau leggja í sitt starf sem greinilega er að skila árangri. Kennsla er ekki einfalt starf. Kennarar eiga að vera sérfræðingar á ótrúlega mörgum sviðum. Við vit- um það að þriggja ára nám í háskóla getur ekki gert fólk að sérfræð- ingum í öllum þeim þáttum sem grunnskólinn sinnir. Símenntun kennara er því mjög mikilvæg, sem og áhugi þeirra til að bæta sig í þeim þáttum þar sem skórinn kreppir sem og vilji til að kynna sér nýjungar í skólastarfi. Garðabær hefur staðið vel að símenntun sinna kennara, það er þakkarvert og verð- ur vonandi haldið áfram á þeirri braut. Við höfum allar starfað í foreldra- félagi og/eða foreldraráði skólans og þekkjum því af eigin raun hve mik- ilvægt samstarf heimila og skóla er. Grundvöllur slíks samstarfs er traust á milli foreldra og starfsfólks skólans því þá er hægt að ræða á málefnalega hátt það sem betur má fara. Við gerum okkur einnig grein fyrir því að það er mikilvægt að láta vita af því sem vel er gert. Eflaust geta flestir foreldrar verið duglegri við að láta kennara vita af því sem þeir eru ánægðir með. Með nýrri tækni eru samskipti mun auðveldari en áður og foreldrar og kennarar þurfa að vera duglegir að notfæra sér tölvupóst og heimasíður skól- anna. Við hvetjum alla foreldra til að ræða við kennara eða skólastjórn- endur um skólastarfið, bæði það sem er gott og það sem þarf að bæta. Einnig að taka þátt í því starfi sem foreldrafélög skólanna standa fyrir því það hefur þann tilgang að efla þessi mikilvægu tengsl milli heimila og skóla. Við vitum að það er alltaf hægt að gera betur og með jákvæðum stuðningi foreldra verða skólarnir enn betri skólar þar sem börnunum okkar líður vel. Ásta Kristjánsdóttir, Elín Thorarensen, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Rósa Jónsdóttir og Una Marsibil Lárusdóttir skrifa um skólamál. ’Nýja námsefnið og ný-ir kennsluhættir gera tilgang stærðfræðinnar mun ljósari en áður.‘ Ásta Kristjánsdóttir Ásta er í foreldraráði Hofsstaðaskóla, Elín er fv. formaður foreldraráðsins, Guðrún er formaður foreldrafélags Hofsstaðaskóla, Guðrún Björk er formaður foreldraráðsins, Rósa er fv. varaformaður foreldraráðs og Una er í foreldraráði Hofsstaðaskóla. Elín Thorarensen Guðrún Björk Gunnarsdóttir Rósa Jónsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Una Marsibil Lárusdóttir Stærðfræðikennsla og samstarf heimila og skóla ÞEGAR ákveðið var í haust að framlengja há- tekjuskatt í stað þess að láta hann renna sitt skeið á enda um ára- mótin og auka álögur á landsmenn með hækk- un þungaskatts og vörugjalds af bensíni hafa eflaust margir hugsað með sér að nú hlytu svo brýn verkefni að liggja fyrir að ekki væri önnur leið fær en að brúa bilið með því að hækka skatta á almenning. Það kom því á óvart í síðustu um- ræðu um fjárlagafruvarpið þegar lagt var til að listamönnum á heið- urslaunum yrði fjölgað um þrjá – samtals hækkun um 4,8 milljónir króna. Þetta er kannski ekki há upp- hæð miðað við önnur út- gjöld í frumvarpinu – en þingmenn geta auðvitað ekki skýlt sér á bak við það. Þetta eru háar upphæðir í augum þeirra sem greiða skatt- ana. Og, það sem meira máli skiptir, hvernig geta þingmenn réttlætt þá ákvörðun að fjölga listamönnum á ríkisstyrkjum á sama tíma og svo mikilvægt var að hækka skatta? Var það sem sagt bráðnauð- synlegt fyrir samfélagið að greiða laun listamanna af almannafé með þessum hætti? Að sjálfsögðu ekki. Það er auðvitað ekki í verkahring hins opinbera að skattleggja almenn- ing til þess að greiða listamannalaun til einstakra listamanna. Skattgreið- endum sjálfum er fyllilega treystandi til þess að ráðstafa þessum peningum beint til þeirra listamanna sem þeir kjósa hverju sinni, einfaldlega með því að kaupa verk þeirra. Þingmenn voru ekki kjörnir til að sinna lista- gagnrýni. Þingmenn verða að gæta þess að fara varlega með fé skattgreiðenda. Þeir verða að sýna það í verki að hægt sé að minnka útgjöld hins opin- bera og að þannig sé hægt að skapa svigrúm til skattalækkana. Þess vegna hefðu þingmenn að sjálfsögðu ekki aðeins átt að fella fyrrnefnda til- lögu um fjölgun listamanna á heiðurs- launum, heldur leggja slík heiðurs- laun niður að öllu leyti. Þannig hefðu sparast samtals fjörutíu milljónir króna. Margt smátt gerir eitt stórt. Ragnar Jónasson skrifar um skattlagningu ’Það er auðvitað ekki íverkahring hins opinbera að skattleggja almenning til þess að greiða listamannalaun til einstakra listamanna.‘ Ragnar Jónasson Höfundur er varaformaður Heimdallar. SAMKVÆMT niðurstöðum í rann- sókn sem unnin var fyrir nýja heim- ildamynd um auðjöfra á vegum bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC eru lesblindir mun líklegri en aðrir til að auðgast sem frumkvöðlar í við- skiptum. Í forsíðugrein breska dablaðsins Sunday Times er talað um að það sé ekki al- gjört skilyrði að vera lesblindur, en það hjálpi verulega til að safna auði. Sálfræð- ingar sem rannsökuðu hugarstarfsemi við- skiptafrömuða upp- götvuðu sér til furðu að lesblinda virðist vera sá þáttur sem flestir þeirra áttu sameig- inlegan. Um 40% af þeim 300 bresku við- skiptafrömuðum sem rannsóknin náði til höfðu verið greindir lesblindir, en það er fjórum sinnum hærra hlutfall en í þjóðfélag- inu almennt. Rann- sóknin sýndi að geysi- stór hluti þeirra 5.000 Breta sem hafa orðið auðjöfrar á eigin spýt- ur voru slakir í skóla og standa sig enn illa á prófum. Richard Branson, yfirmaður Virg- in-samsteypunnar, eignaðist sína fyrstu milljón sterlingspunda aðeins 18 ára gamall þegar hann stofnaði Virgin-hljómplötuútgáfuna og hann er dæmigerður lesblindur auðjöfur. Hann er nú einn ríkustu manna Bret- lands og viðurkennir að hann vissi ekki almennilega muninn á nettó- og brúttó-hagnaði fyrr en það var út- skýrt fyrir honum nýlega. Hann seg- ist hafa verið meðvitaður um les- blindu sína frá upphafi og því gerði hann sér fljótt grein fyrir því að hann myndi líklega ekki ná prófum. Hann ákvað því að setja sína orku í annað og það hefur sannarlega skilað ár- angri. „Lesblindan gerir mig mjög góðan í að koma verkum á aðra sem ég ekki get unnið sjálfur og sömuleið- is gerir lesblindan það að verkum að ég á auðvelt með að fá heildaryfirsýn yfir verkefni.“ Lesblindir snillingar Listinn er langur yfir frumkvöðla og afburðafólk sem hafa átt við lesblindu að stríða. Flestir mestu uppfinn- ingamenn tuttugustu aldarinnar voru lesblindir. Thomas Alva Edison er meðal ann- ars titlaður faðir ljósaperunnar og plötuspilarans, ásamt hundraða ann- arra uppfinninga sem skipa honum sess sem einn mesti uppfinn- ingamaður sögunnar. Alexander Graham Bell fann með- al annars upp símann. Henry Ford kom fram með leið til að fjöldaframleiða bíla og auðgaðist vel af því. Bill Gates er ótvírætt frumkvöðull í tölvutækni og það gerði hann ríkasta mann heims. William Hewlett, stofnandi Hewlett Pack- ard-tölvurisans, er les- blindur og tókst aug- ljóslega að virkja það vel. Steve Jobs er stofn- andi Apple-tölvurisans og maðurinn á bak við teiknimyndarisann Pix- ar, sem kom teikni- myndum aftur á kortið með Toy Story, Bug’s Life og núna síðast Finding Nemo. Teikni- myndir hafa ekki verið eins vinsælar síðan Walt Disney var og hét, en hann var að sjálfsögðu lesblindur líka. Albert Einstein er oft notaður sem tákn um ofurgreind og hann var óumdeilandlega mikill frumkvöðull á sínu sviði þrátt fyrir lesbindu. Isaac Newton var les- blindur en hann er með- al áhrifamestu frum- kvöðla sögunnar og er þekktastur fyrir að uppgötva aðdráttarafl jarðar. Leonardo da Vinci var ekki aðeins einn mesti listamaður sögunnar, heldur var hann mikill verkfræðingur og hugsuður. Hann hannaði meðal annars svifdreka 500 árum en Wright-bræður flugu í fyrsta sinn, en þeir voru reyndar líka lesblindir ásamt Charles Lindbergh sem fyrst- ur flaug yfir Atlantshafið með við- komu á Íslandi. Jamie Oliver, nakti kokkurinn hef- ur einstaka hæfni til að búa til auð úr matseld og hann er ekki smeykur við að viðurkenna að hann sé lesblindur. Hans C. Andersen er gott dæmi um það að lesblinda getur verið kost- ur fremur en hindrun þegar kemur að ritstörfum og glæpasagnahöfund- urinn Agatha Christie er það sömu- leiðis. Fremstu rithöfundar heims áttu við lesblindu að stríða, enda er sköpunargáfa og öflugt ímyndunarafl einn af grunnþáttum lesblindunnar. Náðargáfan lesblinda Þessar staðreyndir falla allar mjög vel að hugmyndafræði Ron Davis, sem einnig er lesblindur og hefur í tvígang á sinni starfsævi komist í hóp auðjöfra, fyrst í málmiðnaði og seinna aftur í fasteignaviðskiptum. Hann varði nánast öllum sínum auði í að rannsaka hvernig hægt væri að ryðja úr vegi neikvæðum þáttum lesblind- unnar og virkja þá jákvæðu þætti sem valda því að svo margir lesblindir ná árangri í viðskiptum. Hann hefur nú fundið svarið og telur að mynd- ræna hugsunin sem býr að baki les- blindunnar sé lykilatriði í ofurgreind og snilligáfu. Þessar hugmyndir eru settar fram í bók hans Náðargáfan Lesblinda, sem Lesblind.com hefur gefið út á Ís- landi. Í bókinni er hugmyndafræði Davis-kerfisins útskýrð og þar er einnig einföld skref-fyrir-skref lýsing á því hvernig lesblindan er leiðrétt og möguleikar snilligáfunnar leystir úr læðingi. Mikill fjöldi foreldra les- blindra um allan heim hefur hjálpað börnum sínum með bókinni einni saman. Íslendingar standa þó betur að vígi en aðrar þjóðir, vegna þess að Lesblind.com hefur nú einnig gefið út samnefnt íslenskt myndband sem skýrir aðferðirnar enn betur. Lesblinda – lykill að auðlegð og velgengni Axel Guðmundsson skrifar um lesblindu Axel Guðmundsson ’Um 40% afþeim 300 bresku viðskiptafröm- uðum sem rann- sóknin náði til höfðu verið greindir les- blindir.‘ Höfundur er Davis-leiðbeinandi. Var hvergi hægt að spara?

x

Morgunblaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
111
Assigiiaat ilaat:
55740
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
3
Saqqummersinneqarpoq:
1913-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-Massakkut)
Haraldur Johannessen (2009-Massakkut)
Saqqummersitsisoq:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsori:
Ilassut:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 336. tölublað (11.12.2003)
https://timarit.is/issue/251977

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

336. tölublað (11.12.2003)

Actions: