Morgunblaðið - 11.12.2003, Qupperneq 48
MINNINGAR
48 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ekki eru liðnir nema
rúmlega 4 mánuðir síð-
an amma mín, Guðjóna
Eyjólfsdóttir, var borin
til grafar. Afi minn var
ósköp hryggur eftir
andlát hennar. Þau
höfðu verið í farsælu hjónabandi í 67
ár og myndaðist því mikið tómarúm í
hans lífi eftir að hún dó. Hann hafði
ávallt verið heilsuhraustur en heilsu
hans hrakaði hratt þessa mánuði. Þó
var hann farinn að líta bjartari aug-
um tilveruna þegar kallið kom.
Það er stutt síðan ég skrifaði minn-
ingargrein um ömmu og allt sem ég
sagði þá gildir líka fyrir afa minn, því
þau voru svo samrýnd að varla er
hægt að minnast á annað nema að
hitt komi líka í hugann. Þar sem afi
hafði vinnustofu sína við heimilið, var
hann alltaf nálægur og honum fannst
gaman ef við litum til hans á verk-
ÓLAFUR
ÞÓRÐARSON
✝ Ólafur Þórðarsonfæddist í Reykja-
vík 3. janúar 1913.
Hann lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 21.
nóvember síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Háteigs-
kirkju 3. desember.
stæðið. Það var alvöru
verkstæði. Þar kenndi
svo sannarlega ýmissa
grasa, en afi hafði þó
gott skipulag á öllu. Afi
var með eindæmum
fagmannlegur og vand-
virkur húsgagnabólstr-
ari. Auk þess var hann
alltaf boðinn og búinn
til að aðstoða okkur í
fjölskyldunni við hvað
eina sem þurfti.
Allt fas afa bar þess
merki að hann lifði í sátt
og samlyndi við sig og
sína; hann gekk um
léttstígur og beinn í baki. Hann var
með eindæmum jafnlyndur og já-
kvæður maður og það var stutt í gam-
ansemi, meinlausa stríðni og hlátur.
Það þarf að venjast því að Stór-
holtið, þetta gamalgróna heimili,
skuli ekki lengur vera miðstöð fyrir
kaffiþyrsta miðbæjarfara, þar sem
fólki var tekið með hlýhug og opnum
örmum. Í kexskápnum mátti alltaf
finna góðgæti með kaffinu og ópal-
pakka í vasann þegar farið var heim.
Sérstaklega var gaman að koma þar
við í jólamánuðinum, því afi hafði
gaman af að undirbúa jólin. Alltaf var
sama gleðin þegar jólatréð spratt
fullskreytt upp úr kjallaranum og
kertið með grænu kúlunni var sett á
stofuborðið. Silfrið var pússað svo
hvergi sást blettur, pakkar voru
skreyttir með litlum jólasveinum og
öðru skrauti. Það verða sannarlega
viðbrigði fyrir okkur öll að hafa þau
afa og ömmu ekki lengur með okkur á
hátíðum og í fjölskylduboðum.
Ekki er hægt að hugsa um afa
öðruvísi en að tala um sumarbústað-
inn hans við jaðar Heiðmerkur. Bú-
staðurinn var honum svo sannarlega
hugleikinn og hann naut þess að rölta
meðfram ánni og renna fyrir fisk.
Hann skaust uppeftir hvenær sem
færi gafst á sumrin, enda maður sem
keyrði sína rauðu Lödu þar til nú í
sumar og reyndar var það bíllinn sem
gafst upp á undan honum.
Þeir sem náð hafa svona háum
aldri mega svo sannarlega muna tím-
ana tvenna. En afi var opinn fyrir öll-
um nýjungum, var með þeim fyrstu
að fá sér sjónvarp, og hann átti bæði
farsíma og örbylgjuofn löngu á undan
mér.
Afi hélt upp á 90 ára afmælið sitt 3.
janúar á þessu ári með veglegri
veislu. Það var í síðasta sinn sem ég
sá þau saman, afa og ömmu. Í veisl-
unni voru þau svo sérstaklega fín og
falleg gömul hjón full af hlýju og
væntumþykju til hvort annars og til
síns fólks. Þannig munum við þau
heiðurshjónin, Guðjónu Eyjólfsdótt-
ur og Ólaf Þórðarson.
Blessuð sé minning þeirra.
Hildur Jóna Gunnarsdóttir.
Ég var erlendis þeg-
ar sú voveiflega frétt
barst út að Halldór Axel
Halldórsson hefði látist
af slysförum. Ég missti
sömuleiðis af jarðarför
hans.
Einhverntímann upp úr miðri síð-
ustu öld, vorum við Halldór valdir
saman í úrvalslið Reykvíkinga í fót-
bolta. Leikurinn skyldi fara fram í
Laugardalnum og Halldór vék sér að
mér og spurði hvort við gætum ekki
orðið samferða vestan úr bæ. Mér
fannst það skrítið að Valsmaðurinn
byggi í vesturbænum en saman fór-
um við og fyrir mér var það upphefð,
vegna þess að þá var Halldór í röð
bestu knattspyrnumanna landsins og
raunar gekk hann undir nafninu Ali
Baba, sem átti sér auðvitað þá skýr-
ingu að kappinn þótti galdramaður
með bolta, töframaður á vellinum.
Upp frá þessu atviki urðum við
Halldór vinir, innan sem utan vallar-
ins, hvor í sínu félaginu, en samherjar
og skoðanabræður um listfengi og
skemmtun knattspyrnunnar. Þá sýn
á knattspyrnu og raunar allar íþróttir
HALLDÓR AXEL
HALLDÓRSSON
✝ Halldór AxelHalldórsson
fæddist í Reykjavík
13. apríl 1931. Hann
lést af slysförum 14.
nóvember síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 26.
nóvember.
missti Halldór aldrei og
löngu síðar, þegar ég
sat á ritstjórastóli DV,
seldi hann mér þá hug-
mynd að gera unglinga-
kappleiki og unglinga-
starf í íþróttum að
fyrirferðarmeira les-
efni. Það varð úr og fé-
lagar hans á íþrótta-
deildinni hafa rifjað upp
hversu mikla natni og
metnað Halldór lagði í
þessar síður sínar, sem
urðu vinsælar og ómiss-
andi í mörg ár.
Halldór var rétt með-
almaður á hæð, en þéttur á velli, katt-
fimur og samsvaraði sér vel. Mikill
keppnismaður en drengilegur í íþrótt
sinni. Gekk hægt og hljótt um gátt
með góðlátlegt bros og ljúfa fram-
komu. Æsti sig aldrei en gaf ekki eft-
ir. Ráðagóður og skrafsamur, fastur
fyrir en skildi áður en skall í tönnum.
Það var ávallt gaman að hitta hann.
Íþróttirnar áttu hug hans allan. Hann
keppti lengi, bæði í fótbolta og hand-
bolta, þjálfaði víða og eins og fyrr er
getið, stundaði ljósmyndun og blaða-
mennsku af einskærum áhuga til að
varpa ljósi á það mikla og skemmti-
lega æskulýðsstarf og keppni, sem
fram fer allan ársins hring og hring-
inn í kringum landið. Hann var ein-
lægur íþróttavinur og hugsjónamað-
ur.
Mér þótti vænt um hann Halldór.
Blessuð sé minning hans.
Ellert B. Schram.
Elsku amma.
Í dag hefðir þú orðið níræð. Við
fáum ekki að gleðjast með þér eins
og við vildum, því komið er að
kveðjustund. En um leið og við
kveðjum þig með sorg í hjarta, gleðj-
umst við líka, því við vitum að þú ert
ánægð, sameinuð þeim sem fyrir svo
löngu kvöddu.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár-
um, hugsið ekki um dauðann með harmi
eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár
ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót
til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Elsku amma, það fá engin orð lýst
hvernig kona þú varst, því að allt það
besta bjó í þér. Eitt er víst að svo
heppin vorum við og börnin okkar að
fá að njóta þín í öll þessi ár. Minning-
arnar um þig eru margar og allar eru
þær fallegar og ljúfar, og hlýja
manni um hjartarætur.
Guð geymi þig.
Þín barnabörn,
Pétur, Signý og Elín.
SIGNÝ
ÓLAFS-
DÓTTIR
✝ Signý Ólafsdóttir fæddist áLitlu-Borg í Vestur-Hópi í V-
Húnavatnssýslu 11. desember
1913. Hún lést á Hrafnistu í
Reykjavík 30. nóvember síðastlið-
inn og var útför hennar gerð frá
Fossvogskirkju 9. desember.
Í nóvember mánuði
síðast liðnum lézt sá
ágæti maður Einar H.
Zoëga og vil ég með fá-
einum orðum minnast
hans hér.
Ég átti því láni að
fagna að fá að starfa
með Einari innan veggja Sendiráðs
Bandaríkjanna um árabil og fór þar
maður glöggur, traustur og einnig
EINAR H. ZOËGA
✝ Einar H. Zoëgafæddist í Reykja-
vík 26. mars 1934.
Hann lést á Land-
spítalanum 9. nóv-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð í kyrrþey.
yfirvegaður húmoristi.
Ég minist starfsmanna-
funda þar sem víðsýni
hans naut sín enda mik-
ill heimsmaður og fljót-
ur að eignast vini og
bandamenn með hinni
einstöku umgengnis-
lagni sinni.
Lífið er því miður
ekki að eilífu, en sumir
lifa þannig að þeir
verða eilífir i minning-
unni. Einar verður
ávallt ljóslifandi í já-
kvæðri minningu þeirra
sem honum kynntust.
Aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsyn-
legt er að símanúmer höfundar og/eða send-
anda (vinnusími og heimasími) fylgi með.
Faðir okkar,
JÓN VALGEIR ÓLAFSSON,
áður búsettur á Búðarstíg,
Eyrarbakka,
lést á Ljósheimum, Selfossi, að kvöldi miðviku-
dagsins 3. desember.
Jarðarförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 13. desember kl. 11.00.
Börn hins látna.
Bróðir minn,
GUÐMUNDUR JÓNSSON
fyrrverandi sjómaður,
Laufengi 23,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu-
daginn 12. desember kl. 15.00.
Böðvar Jónsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SKARPHÉÐINN GUÐMUNDSSON,
Hafnargötu 26,
Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn
9. desember.
Fanney Vernharðsdóttir,
Guðmundur J. Skarphéðinsson, Elín Anna Gestsdóttir,
Anna Margrét Skarphéðinsdóttir,
Sigríður K. Skarphéðinsdóttir, Sveinn Ástvaldsson,
Vernharður Skarphéðinsson, Helga Jósepsdóttir,
Guðfinna J. Skarphéðinsdóttir, Þröstur Ingólfsson,
afabörn og langafabörn.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
DEB KUMAR GURUNG,
Blöndubakka 6,
lést aðfaranótt laugardagsins 6. desember.
Bindu Grungu,
Man Kumar Grungu,
Bikash Grungu,
Rajendra Bahadur Grungu,
Seema Grungu
og aðstandendur.
Elsku eiginkona mín, mamma, amma, lang-
amma og tengdamamma,
ÁSTRÍÐUR KARLSDÓTTIR
hjúkrunarkona,
Faxatúni 19,
Garðabæ,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 9. desember.
Rögnvaldur Þorleifsson,
börn, barnabörn,
langömmubarn og tengdabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
HJALTI PÉTURSSON
fyrrum bóndi,
Snotranesi,
sem lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum þriðju-
daginn 2. desember, verður jarðsunginn frá
Bakkagerðiskirkju laugardaginn 13. desember
kl. 14.00.
Kveðjuathöfn verður í sal Sjúkrahússins á Egilsstöðum föstudaginn
12. desember kl. 14.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og langafabörn.