Morgunblaðið - 11.12.2003, Síða 53

Morgunblaðið - 11.12.2003, Síða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 53 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Öflug og kraftmikil fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu óskar að ráða sölumann/konu nú þegar Vandvirkni og heiðarleiki ásamt hæfni í mann- legum samskiptum eru áskildir kostir umsækj- anda. Einungis vanur maður/kona með reynslu af fasteignamarkaðnum kemur til greina. Áhugasamir aðilar sendi inn umsókn til augld. Mbl. merkta: „A — 14665“ fyrir 15. des. nk. ⓦ í Fellahverfi. Ekki yngri en 18 ára Upplýsingar í síma 569 1116. HÚSNÆÐI ÓSKAST Borgarnes — íbúðarhúsnæði óskast Ríkissjóður óskar eftir kaupum eða leigu á einbýlis-, rað- eða parhúsi, um 170-200 fm að stærð að meðtöldum bílskúr. Tilboð er greini staðsetningu, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eigna- deild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150, Reykjavík, fyrir 22. desember nk. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Að kröfu Einars Gauts Steingrímssonar hrl. vegna Valbjörns Steingrímssonar fer fram nauðungarsala miðvikudaginn 17. desember nk. kl. 14.30 á Vitabraut 1, Höfnum, á lausafjármun- um í eigu Íslenskra sjávarsalta ehf., skv. upptalningu hér að neðan: 1. Kaldsjávarhola nr. 5 og öll réttindi henni tengd. Holan er staðsett u.þ.b. 1.250 m suðaustur af verksmiðjusvæðinu. Með holunni fylgir dæla og lögn að verksmiðju. 2. Öll hugverkaréttind sem tengjast saltverksmiðjunni. 3. Allar vörubirgðir sbr. birgðastöðu 30 mars sl. um það bil 80 til 100 tonn af unnu salti og hráefnum til saltvinnslu. 4. Fylgifé í skrifstofuhúsi/mötuneyti, þ.e. eldhúsborð 4 stk., eldhússtólar 13 stk., ísskápar 2 stk., bakarofn 1 stk., eldavél 1 stk., uppþvottavél 1 stk,. raf-áleggshnífur 1 stk., mataráhöld, diskar, hnífapör og þ.h. Skrifborð 3 stk., skrifborðsstólar 3 stk., sófi, stólar og sófaborð, bóka- skápur. 5. Rannsóknastofa og fylgihlutir hennar, logamælingatæki, milli- grammavog, prentari og ýmiss smááhöld til rannsóknastarfa. 6. Viðhaldsverkstæði, vélknúin járnsög, loftpressa á hjólagrind, skrúf- stykki, rennibekkur og þvottavél. 7. Tvö stk. sniglar í verksmiðjuhúsi. 8. Plötuhitari og hitakútur með hiturum fyrir hitakerfi, hjólatjakkur og raftalína. 9. Ýmislegt á varahlutalager, gamar, kósangsblásari, rafhitablásari, loftpressa, borvél, slípirokkar og annar sérhæfður varahlutalager ótalin í gámum. 10. Tankar á lóð: Settankar frístandandi á lóð S-106 og S-107. 11. Vélknúnar vinnuvélar: Hliðarlyftari Side Loader fjórhjóla af gerðinni Steinbock. Geiðsla verði innt af hendi við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Keflavík. UPPBOÐ Uppboð á óskilahrossi Uppboð á óskilahrossi fer fram föstudaginn 19. desember nk,. kl. 15.30 á Fljótshólum 3, Gaulverjabæjarhreppi. Um er að ræða rauðblesóttan, geltan hest, ca 5-6 vetra, mark tvístýft framan og biti framan. Sýslumaðurinn á Selfossi. Landsst. 6003121119 VIII I.O.O.F. 5  18412118  Jv I.O.O.F. 11  18412118½  M.A.* Fimmtudagur 11. des. 2003 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Predikun Bob Winer. Föstudagur 12. des. 2003 Opinn AA-fundur kl. 20:00. Mánudagur 15. des. 2003 Biblíulestur í Þríbúðum, Hverf- isgötu 42, kl. 19.30. Húsið opnað kl. 19.00. Allir eru hjartanlega velkomnir. Þriðjudagur 16. des. 2003 UNGSAM kl.19:00. Uppbyggileg þjálfun fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is Hagamelur Þriggja herb. íbúð til leigu. Laus strax - lang- tímaleiga (samkomulag). Nánari upplýsingar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun, Engjateigi 5, 105 Reykjavík. Elísabet, sími 533 4200. HÚSNÆÐI Í BOÐI R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNA mbl.is DILBERT mbl.is Á ALÞJÓÐLEGU ráðstefnunni um vetnishagkerfi, IPHE, sem haldin var í Bandaríkjunum á dögunum voru stofnaðar tvær nefndir og gegna Íslendingar formennsku í annarri þeirra ásamt Þjóðverjum. IHPE samstarfinu er ætlað að hvetja og samræma rannsóknir, þró- un og tilraunir með vetni og búa heiminn undir vetnissamfélag og er Ísland í hópi stórþjóðanna í þessu samstarfi. Á ráðstefnunni var stofnuð sér- stök stjórnarnefnd undir forystu Bandaríkjamanna og svo fram- kvæmda- og tengslanefnd sem Ís- lendingar og Þjóðverjar voru kjörnir til að stýra en varaformenn nefnd- arinnar eru Rússi, Brasilíumaður og fulltrúi ESB. Formenn til tveggja ára voru kjörnir Þorsteinn I. Sigfús- son prófessor og dr. Hanns-Joachim Neef frá Rannsóknarstofnuninni í Juelich í Þýskalandi. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að formennskan í lyk- ilnefnd IPHE væri mikill heiður fyr- ir starf Íslendinga á þessu sviði. „Mér finnst langur vegur frá braut- ryðjendastarfi Braga Árnasonar við Háskóla Íslands að þessum áfanga, eða alls um þriðjungur aldar. Allt bendir þó til þess að við séum á réttri leið. Ég lít á formennskuna í IPHE sem mikla viðurkenningu við starf okkar Íslendinga og einarða afstöðu ríkisstjórnar jafnt sem rannsókna- samfélagsins. Hún er líka viðurkenn- ing fyrir framúrskarandi starf okkar Íslendinga að beislun og hagnýtingu endurnýjanlegra auðlinda okkar. Ég lít svo á að vetnissamfélagið sé að- eins lokahnykkur í langri vegferð nýtingar vatns- orku og jarðorku þar sem margir hafa lagt hönd á plóginn hér á landi. Lítið land eins og Ísland getur lyft grettis- taki fyrir heim- inn.“ Aðspurður segir Þorsteinn starfið hefjast strax í þessum mánuði þegar for- menn og varaformenn muni hittast í Frakklandi. Hann telur að löndin munu hafa mismunandi aðkomu að vetnisvæðingunni. „Íslendingar munu áfram gera ráð fyrir rafgrein- ingu vatns með sjálfbærum orku- lindum sínum. Mjög fáar þjóðir hafa þessa einstöku aðstöðu. Flestar þjóðir munu vinna vetnið úr jarðgasi, sem ennþá er ódýrasta aðferðin, og mikil áhersla verður lögð á að koma koltvísýringi varanlega fyrir, til dæmis með niðurdælingu í gaslindir. Árleg vetnisframleiðsla í heiminum í dag er um 50 milljónir tonna á ári, aðallega til efnaiðnaðar.“ Þorsteinn segist reikna með að aðrar þjóðir muni vilja byggja á vinnslu vetnis úr lífmassa eins og Indverjar, Brasilíumenn og fleiri. „Japanir eru í svipaðri aðstöðu og við Íslendingar; hafa ekki olíu eða gas en munu líklega vinna að þróun vind- orku, sólarorku, kjarnorku og ekki síst orku úr lífmassa eins og fram kom þegar sendinefnd frá borginni Joetsu kom til Reykjavíkur fyrir nokkru, en þeir vilja grundvalla fé- lag í borginni á hugmyndafræði Ís- lenskrar NýOrku,“ segir Þorsteinn. Alþjóðasamstarf um vetnishagkerfi Ísland í formennsku Þorsteinn I. Sigfússon ENDURBÆTT vefsetur Fræðslu- miðstöðvar í fíknivörnum (FRÆ), sem fagnar tíu ára afmæli um þess- ar mundir, var opnað í húsakynnum Fróða í gær en fyrirtækið studdi gerð vefsíðunnar. Í tilkynningu miðstöðvarinnar kemur fram að álag á síðu hennar (www.forvarnir.is) hafi aukist jafnt og þétt og hún hafi verið orðin úr- elt. Því hafi verið unnið að gagn- gerri endurnýjun síðunnar í sam- starfi við Fróða, nýtt vefsíðuforrit hafi verið tekið í notkun, efni af gömlu síðunni aðlagað og fært á nýju síðuna auk þess sem nýju efni sem ekki var aðgengilegt á Netinu hafi verið bætt við. Nýju vefsíðunni er ætlað að vera fjölbreyttur gagna- og upplýsingabanki um for- varnir í áfengis- og fíkniefnamál- um, að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta og upplýsinga og gagnamiðlunar í tengslum við þau verkefni sem FRÆ vinnur að og sinnir á hverjum tíma. Morgunblaðið/Jim Smart Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, Jón Kristjánsson og Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvarinnar. Ný vefsíða Fræðslumið- stöðvar í fíkniefnum Í TILEFNI af 20 ára afmæli Lands- samtaka hjartasjúklinga veittu Líf hf. og dótturfyrirtæki félaginu styrk að upphæð 600.000 kr. Með styrknum vill Líf styðja við það starf sem Landssamtökin standa fyrir víðs vegar um landið. Dótturfyrirtæki Lífs á Íslandi eru Thorarensen Lyf, A. Karlsson hf., Gróco, Ísmed, Ísfarm, Heilsuversl- un Íslands, Ísteka og Lyfjadreifing. Sturla Geirsson, forstjóri Lífs, af- henti formanni Landssamtaka hjartasjúklinga, Vilhjálmi B. Vil- hjálmssyni, styrkinn. Sturla Geirsson, forstjóri Lífs, af- hendir Vilhjálmi B. Vilhjálmssyni, formanni Landssamtaka hjarta- sjúklinga, styrkinn. Veitir Lands- samtökum hjartasjúkl- inga styrk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.