Morgunblaðið - 11.12.2003, Page 55
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 55
SÍÐASTI skiladagurinn til að póst-
leggja jólapakka til Evrópulanda er
föstudaginn, 12. desember, svo þeir
komist örugglega til viðtakenda fyrir
jól. Þá þarf að póstleggja jólakort til
Evrópu fyrir 15. desember til að
tryggja að þau skili sér til viðtak-
enda fyrir jól.Móttökustaðir eru öll
pósthús á landinu og jólapósthús
sem Íslandspóstur er með í desem-
ber í Kringlunni, Smáralind, Mjódd-
inni, Firði í Hafnarfirði og á Gler-
ártorgi á Akureyri. Jólapósthúsin
eru opin samkvæmt verslunartíma.
Einnig er Íslandspóstur með af-
greiðslu í öllum Nóatúnsverslunum á
höfuðborgarsvæðinu, þar er opið frá
morgni til kvölds, alla daga.
Helgina 13.–14. desember verða
pósthúsin á höfuðborgarsvæðinu og
á Akureyri opin kl. 13–18. Dagana
15.–19. desember eru þau opin kl. 9–
18. Helgina fyrir jól, 20.–21. desem-
ber, verður opið kl. 13–18. Mánudag-
inn og þriðjudaginn 22.–23. desem-
ber, verður opið kl. 9–18 og á
aðfangadag kl. 9–12.
Pósthúsin á Akranesi, Borgarnesi,
Egilsstöðum, Húsavík, Höfn, Ísa-
firði, Keflavík, Sauðárkróki, Selfossi
og í Vestmannaeyjum eru opin kl. 9–
18, vikuna 15.–19. desember.
Helgina 20.–21. desember verður op-
ið kl. 13–16. Mánudaginn og þriðju-
daginn 22. og 23. desember verður
opið kl. 9–18 og á aðfangadag kl 9–
12. Önnur pósthús verða með
óbreyttan afgreiðslutíma í desember
nema að opið verður sunnudaginn
21. desember kl. 13-16.
Skiladagar jóla-
sendinga til Evrópu
SLYSAVARNAKONUR í Reykja-
vík færðu Björgunarsveitinni Ár-
sæli eina milljón kr. í styrk í nóv-
ember sl. upp í kaup á björgunar-
bát.
Í fréttatilkynningu segir: „Það
var kvennadeildarkonum mikil
ánægja að fá að ráða nafninu á
þennan björgunarbát og var nafnið
Gróa Pétursdóttir þeim efst í huga.
Gróa Pétursdóttir var einhver sú
kraftmesta slysavarnakona sem
uppi hefur verið og sat hún í stjórn
deildarinnar í Reykjavík til
margra ára og var þar formaður í
fimmtán ár.
Slysavarnakonur um allt land
hafa ætíð stutt við sínar björg-
unarsveitir, og um áraraðir hefur
deildin í Reykjavík, sem er elsta
Kvennadeildin á landinu, ekki látið
sitt eftir liggja.
Enginn veit betur en þeir sem að
slysavarna- og björgunarmálum
starfa hversu mikla vinnu björg-
unarsveitarmenn inna af hendi,
ekki einungis við björgunarstörf
heldur einnig við vinnu við fjárafl-
anir, viðhald á vélum, búnaði
sveitarinnar og sjá um menntun og
fræðslu til nýliða.
Slysavarna- og björgunarstörf
eru þjónustustörf, fórnfús sjálf-
boðaliðastörf sem mótuð eru af
skilningi og umhyggju fyrir sam-
ferðamanninum og velferð þjóð-
arinnar í heild.
Fjáraflanir Kvennadeildarinnar
eru með margvíslegum hætti, en
kaffisalan á sjómannadaginn
stendur jafnan hæst þegar konur
safnast saman, baka og selja kaffi.
Slysavarnadeild kvenna í Reykja-
vík sendir jólakveðju öllum þeim
fjöldamörgu sem hafa stutt deild-
ina í gegn um árin.“
Jólafundur deildarinnar verður
haldinn fimmtudaginn 11. desem-
ber kl. 20 í Höllubúð, Sóltúni 20,
og eru allar konur velkomnar.
Birna Björnsdóttir, formaður Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík, af-
hendir Gylfa Sævarssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Ársæls, styrkinn.
Gáfu milljón til kaupa
á björgunarbáti
HEIMDALLUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, sendir frá
sér eftirfarandi:
„Heimdallur félag ungra sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík leggst eindregið
gegn frumvarpi sjávarútvegsráð-
herra um línuívilnun fyrir dagróðra-
báta. Með línuívilnun eru aflaheimild-
ir færðar frá núverandi handhöfum til
fámenns hóps manna. Tekjutilfærslur
af þessu tagi eru ósanngjarnar og
óréttmætar auk þess sem hringlanda-
háttur löggjafans hvað varðar laga-
umhverfi sjávarútvegsfyrirtækja er
með öllu ólíðandi. Einkaeignarréttur
á kvóta er mikilvæg forsenda til að
tryggja megi stöðugleika og auka
hagræði í sjávarútvegi.“
Heimdallur leggst
gegn línuívilnun
dagróðrabáta
WWW.HOLT.IS
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700
Komið í heimsókn
á www.holt.is
Skoðið verðið á
gistingu og veitingum