Morgunblaðið - 11.12.2003, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 11.12.2003, Qupperneq 66
Kvikmyndin Kofakvilli frumsýnd hérlendis ELI Roth kynntist fyrst Íslandi þeg- ar hann kom hingað 19 ára gamall til að vera í sveit á Ingólfshvoli, nálægt Selfossi, þar sem hann fékk hug- myndina að myndinni. Faðir hans, sem er geðlæknir, kenndi um tíma við Háskóla Íslands komst í kynni við fólkið á bænum og fór svo að Eli og bróðir hans dvöldu hér sumarlangt. Þeir höfðu ýmsar ranghugmyndir um landið, eins og að það væri þakið ís, sem hurfu fljótt við komuna. Þeir fóru beint í fjörið á Landsmóti hesta- manna og svo í Þórsmörk þannig að þeir fengu sumarskemmtanir lands- manna beint í æð og líkaði vel. En hann vissi ekki þá að á Ingólfshvoli fengi hann hugmynd sem myndi breyta lífi hans. „Eitt af því fyrsta sem við þurftum að gera þetta sumar voru ýmsar breytingar á húsnæði því fólkið ætl- aði að koma á fót reiðskóla. Við vor- um að brjóta niður veggi í minkahús- inu og okkur fannst það mjög gaman. Við vorum að henda út gömlu heyi, sem var alveg ógeðslegt en það var búið að vera þarna í tuttugu ár. Við fórum með það út og brenndum það,“ segir Eli en lífið í heyinu reyndist meira en þeir bjuggust við. „Ég er með ofnæmi og verð oft við- kvæmur á sumrin en eitt kvöldið fór ég að klóra mér því ég hélt að ég hefði verði bitinn í andlitið. Mig klæjaði rosalega og leit á höndina og sá stór- an húðflipa og blóð. Ég pældi ekki meira í því í bili en næsta dag var ég að raka mig og sá að blóðið fór að leka og ég hélt ég hefði bara skorið mig. Ég hélt áfram að raka mig því mig klæjaði og leið betur þegar ég rakaði mig en skyndilega fór mikið af húð af og það var farið með mig beint á sjúkrahús í Reykjavík. Það síðasta sem maður vill að gerist á sjúkrahúsi er að læknirinn horfi á mann í for- undran sem var akkúrat það sem gerðist. Læknirinn horfði á mig með hryllingi! En ég fékk krem og húðin náði að jafna sig,“ segir Eli um kveikjuna að Kofakvilla (Cabin Fev- er). Söguna skrifaði hann tveimur ár- um síðar og handritið var tilbúið árið 1995 þannig að myndin hefur verið lengi í bígerð. Hann segir að þeir bræður hafi verið miklir kvikmynda- nördar og það hafi verið viðbrigði að fara frá New York á Suðurlandið þar sem aðalstuðið var að fara í Eden í spilakassa. „Mig langaði að komast í burtu frá þeim lífsstíl og var mjög ánægður hér. Ég elska Ísland!“ Gert myndir frá átta ára aldri Áhugi á kvikmyndum vaknaði snemma hjá honum. „Ég hef gert myndir síðan ég var átta ára gamall. Við gerðum teiknimyndir og margt fleira og ég skrifaði handrit og leik- stýrði og fékk bræður mína og vini til að leika í þeim. Ég lék nærri aldrei í þeim því mér leið betur á bak við myndavélina.“ Bræðurnir gerðu m.a.s. mynd á meðan á dvöld þeirra á Íslandi stóð, The Viking Haycutter Massacre, sem þeir mynduðu í húsi sem var rifið skömmu síðar. Eli lét ekki staðar numið þar heldur myndaði hvert sem hann fór og á þetta allt ennþá. Kofakvilli er mynd í anda Evil Dead segir Eli og segir frá ungu fólki sem fer út í skóg og eins og við má búast eiga hræðilegir hlutir sér stað. „Ég skrifaði handritið með það í huga að fólk býst við ákveðnum hlutum frá vissum persónum og lék mér síðan með þessar fyrirfram ákveðnu hug- myndir,“ segir hann. Fimm vinir halda í frí eftir háskóla og ætla að skemmta sér ærlega áður en þeir halda á vinnumarkaðinn. Allt í einu veikist einn þeirra og holdið byrjar að eyðast utan af líkamanum. Þeir sem eftir eru verða örvænting- arfullir, loka vin sinn af og þurfa að horfast í augu við að þeir gætu líka verið smitaðir af þessum hræðilega vírus. „Það er fín lína á milli samúðar og sjálfsbjargarviðleitni. Fólk hugsar að krakkarnir séu vondir að loka vin sinn inni í kofa þegar þetta gerist. En þeir eru ekki skrímsli heldur mann- legir,“ segir Eli og tekur dæmi úr veruleikanum. „Líttu bara á hvað gerðist þegar SARS braust fyrst út. Veika fólkið var lokað af frá umheiminum. Það var ekki flutt á sjúkrahús. Þegar sjúk- dómur kemur upp sem við skiljum ekki þá tekur sjálfsbjargarviðleitnin við.“ Þessi hræðilegi sjúkdómur sem ét- ur fólk inn að beini og kemur upp í myndinni er ekki hugarfóstur leik- stjórans og handritshöfundarins. Hann er raunverulegur og kallast því hugljúfa nafni Necrotising Fasciitis. Aðdráttarafl hins ógeðfellda Eli leiðir hugann að því hvernig það er að vera heilbrigður eina stund- ina og lífshættulega veikur þá næstu en hann hefur sjálfur fengið sinn skerf af furðulegum veikindum. „Ég hef fengið alveg furðulega sjúkdóma. Þegar ég var 22 ára vakn- aði ég einn morguninn með sóríasis og það var óþægilegt að fara úr nátt- buxunum. Þetta gerði ekki boð undan sér. Þegar ég var 17 ára var ég í Rússlandi og fékk bæði einkirninga- sótt og hræðilegt sníkjudýr í mig. Ég þurfti að eyða fjórum mánuðum í rúminu og var stöðugt óglatt. Þegar ég var 12 ára fékk ég skrýtna sýkingu í mjöðmina og gat mig hvergi hrært. Eitt af hverjum milljón börnum fær þetta,“ segir hann. „Fólk heillast oft af hinu ógeð- fellda. Það er ástæða þess að margir horfa á bílslys, geta ekki snúið sér undan. Það að fara að sjá hryllings- mynd uppfyllir þessa þörf. Þetta er leið til að sjá dauðann og takst á við hann,“ segir Eli sem bætir við að önn- ur helsta ástæða vinsælda hryllings- mynda sé að þær séu frábærar fyrir stefnumót. Bestu stefnumótamyndirnar „Þær eru bestu stefnumótamynd- irnar. Ekki fara með dömuna þína eða herrann á rómantíska gam- anmynd. Aðra hverja mínútu kemur eitthvert tækifæri til að kreista þann sem situr við hliðina á þér,“ segir hann en það brýtur sannarlega ísinn. „Ég vil að fólk öskri og skemmti sér á myndinni. Svo þora stelpurnar ekki einar heim þannig að maður býður Framtíð hrollvekjunnar Leikstjórinn Eli Roth hefur vakið heimsathygli fyrir hryllingsmyndina Kofakvilli (Cabin Fev- er), sem segir frá hræðilegum vírus sem étur fólk inn að beini. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Eli en hugmyndina að myndinni fékk hann hér á landi fyrir rúmum tíu árum þegar hann komst í kynni við eldgamalt hey. Ofnæmið sem Roth fékk af völd- um íslenska heysins varð kveikj- an að blóðugri hrollvekju. FÓLK Í FRÉTTUM 66 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LAU. 13/12 - KL. 18 UPPSELT LAU. 13/12 - KL. 22 ÖRFÁ SÆTI LAUS SUN. 14/12 - KL. 19 UPPSELT LAU. 20/12 - KL. 15 LAUS SÆTI SUN. 21/12 - KL. 15 LAUS SÆTI ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Leikhópurinn Á senunni nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Sun. 14. des. kl. 14. uppselt Sun. 21. des. kl. 14. Lau. 27. des. kl. 14. uppselt Lau. 27. des. kl. 16. uppselt Sun. 28. des. kl. 14. Sun. 28. des. kl. 16. örfá sæti Miðasala í síma 866 0011 www.senan.is Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Carmen Jólakvöldverður og gullmolar úr Carmen Fös. 12. des. Uppselt Lau. 13. des. örfá sæti Tónleikar gullmolar úr Carmen Fös. 19. des. Tenórinn Sun. 14. des. kl. 20.00. Laus sæti Lau. 27. des. kl. 20.00. Laus sæti Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Fim. 11. des. kl. 21.00. örfá sæti Þri. 30. des. kl. 21.00. Jólasýning LOKASÝNINGAR Á ÁRINU WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT, Su 14/12 kl 14 - UPPSELT Lau 27/12 kl 14 - UPPSELT, Su 28/12 kl 14 - UPPSELT Lau 3/1 kl 14, Su 4/1 kl 14, Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Su 18/1 kl 14, Lau 24/1 kl 14 Su 25/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 31/1 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fö 12/12 kl 20 AUKASÝNING Allra síðasta sýning SAUNA UNDER MY SKIN Gestasýning Inclusive Dance Company - Noregi Su 14/12 kl 20 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! TIL SÖLU ALLA DAGA: LÍNU-BOLIR, LÍNU-DÚKKUR **************************************************************** LÍNU-LYKLAKIPPUR, HERRA NÍELS, HESTURINN **************************************************************** GJAFAKORT Á LÍNU LANGSOKK KR. 1.900 **************************************************************** GJAFAKORT Á CHICAGO KR. 2.900 **************************************************************** ALMENN GJAFAKORT - GILDA ENDALAUST BROT AF ÞVÍ BESTA í samstarfi við KRINGLUSAFN BORGARGÓKASAFNSINS og KRINGLUNA Höfundar lesa úr nýútkomnum bókum: Hallgrímur Helgason, Hlín Agnarsdóttir, Flosi Ólafsson, Guðmundur Steingrímsson, Ævar Örn Jósepsson og Sigurður Pálsson Jóladjass: Davíð Þór Jónsson, Óskar Guðjónsson Í kvöld kl 20:30 - Aðgangur ókeypis SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Forsýning fö 26/12 kl 20 - kr. 1.500 FRUMSÝNING lau 27/12 kl 20 - UPPSELT Su 28/12 kl 20, Fö 2/1 kl 20, Lau 3/1 kl 20 Gríman 2003 „BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda sjá nánari upplýsingar á www.sellofon.is Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is IÐNÓ Fim. 11. des. kl. 21.00. örfá sæti Þri. 30. des. kl. 21.00. Jólasýning LOKASÝNINGAR Á ÁRINU . AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.