Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Samkrull um raunvísindatímarit Undirtektirnar eru jákvæðar Fyrir skömmu vargreint frá 1. tölu-blaði nýs tímarits sem fjallar um stjörnu- fræði, eðlisfræði, efna- fræði og stærðfræði, en það eru félög um þessar greinar sem standa saman að útgáfunni. Hver hópur er með einn fulltrúa í rit- stjórn og fyrir hönd stjörnufræðinga heitir sá maður Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlis- fræðingur við Raunvís- indastofnun Háskóla Ís- lands. Gunnlaugur svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins á dögun- um. Segðu okkur fyrst frá tilurð þessa tímarits ... „Það komu upp hug- myndir meðal félaga í þessum hópum þess efnis að það vantaði vettvang til að koma á framfæri greinum og ýmsu öðru efni sem kollegar gætu haft gagn og ánægju af.“ Hvaða hópa ertu að tala um? „Það eru Eðlisfræðifélag Ís- lands, Efnafræðifélag Íslands, Ís- lenska stærðfræðafélagið og svo Stjarnvísindafélag Íslands. Svo ég haldi áfram með tilurð þessa samkrulls, þá hafa þessi félög verið dugleg að halda ráðstefnur í gegnum árin og hafa þá jafnan erindin af ráðstefnunum verið gefin út í sérstökum ráðstefnurit- um. Svo æxlaðist það einhvern vegin þannig að menn fundu að ýmsirvoru að gera sömu hlutina og þá hófust fyrir alvöru þreif- ingar í þá veru að ná mönnum saman og sameina kraftana.“ Og nú er blaðið komið út hverj- ir skipa ritstjórnina? „Sigmundur Guðbjarnarson er fyrir hönd Efnafræðifélagsins. Hann er aldursforsetinn og óop- inber formaður ritstjórnarinnar. Ari Ólafsson er fyrir hönd Eðl- isfræðifélagsins og Ragnar Sig- urðsson er fyrir hönd Íslenska stærðfræðafélagsins. Síðan er ég fulltrúi Stjarnvísindafélagsins.“ Hvað er þetta stór hópur les- enda samanlagt? „Ég er nú ekki með alveg upp á haus, en þetta eru vel á fimmta hundrað manns og félagar í þess- um félögum fá blaðið sent heim.“ Hvernig kostið þið þetta blað? „Við höfum verið styrktir til að koma þessu af stað. Menntamála- ráðuneytið, Almanakssjóður HÍ og Menningarsjóður Íslands- banka hafa látið fé af hendi rakna og það dugar okkur til að koma út um það bil tveimur fyrstu tölu- blöðunum. Vonandi fáum við með þeim vísbendingu að vita hvort þetta blað á framtíð fyrir sér eða ekki. Það er einmitt planið, að gefa þetta út í eitt ár, koma út tveimur til þremur tölublöðum og sjá svo til með framhaldið.“ Hvernig hafa viðtökurnar ver- ið? „Mér sýnist að menn séu bara yfir höfuð mjög kátir þó ekki væri út af öðru en að loksins hafi verið stigið þetta skref, að reyna þessa útgáfu. Ég hef ekkert heyrt nema jákvætt um blað- ið. Að vísu hef ég engan talað við sem er búinn að lesa blaðið spjalda á milli, en eigi að síður lofar það góðu sem liggur fyrir.“ Verður engum vandkvæðum bundið að raða efni í blaðið þegar fjórir hópar eiga aðild að blaðinu? „Það má segja að í tveimur af þremur blöðum ársins verði ein- hver slagsíða ef við getum orðað það svo. Þá á ég við, að það félag sem nýlega hefur haldið ráð- stefnu og er með mikið efni fyr- irliggjandi mun fá það efni birt í næsta tölublaði, en hin félögin leggi þá til viðbótarefni eftir þörfum. Það er samkomulag um þetta efni og verður ekki deilu- mál.“ En hvað með þetta þriðja blað sem ekki á að hafa slagsíðu? „Það er búið að ræða mikið um efnistök og þvíumlíkt og allir vor- um við sammála um að eitt tölu- blað á ári verði öðru vísi, þá á ég við að það verði léttara að efnis- vali. Fjölbreyttara og léttara. Með því móti viljum við koma til móts við almenning. Hafa eitt tölublað þannig að efni þess verði aðgengilegt, fræðandi og umfram allt læsilegt öðrum en sérfræð- ingum.“ Hverjar eru áherslurnar í fyrsta tölublaðinu? „Þær eru á léttari nótunum svona á heildina litið. Við getum sagt að þetta sé þetta þriðja blað. Blaðið er með blönduðu efni. Sumar greinarnar eru fremur snúnar og kannski aðeins á færi sárafárra að botna í þeim, en aðr- ar eru léttari og beinlínis fróðleg- ur skemmtilestur.“ Hvenær kemur svo næsta tölu- blað? „Ja, við ætluðum að koma því út fyrir áramót, en þetta er ekki góður tími í prentsmiðjunum. Þær eru á fullu í jólabókunum, blaðið verður því lík- lega að bíða fram í jan- úar. En það hefði verið skemmtilegt að byrja með slíkum látum, að koma tveimur fyrstu tölublöðunum út í sama mánuðinum.“ Hvað ber svo framtíðin í skauti sér? „Þessu er ekki hægt að svara. Það má segja að þetta blað hafi orðið til í æðisgengnu bjartsýnis- kasti. Við erum hins vegar komn- ir niður á jörðina aftur og ákveðnir í að sjá bara til og leyfa þessu að þróast.“ Gunnlaugur Björnsson  Gunnlaugur Björnsson fæddist á Akranesi hinn 7. maí 1958. Stúdent frá MR 1978 og BSc í eðlisfræði frá HÍ 1982. Kenndi þá í tvö ár, en lauk síðan dokt- orsnámi í stjarneðlisfræði frá Ill- inois-háskóla 1990. Vann síðan í fjögur ár við rannsóknir hjá Nor- dita, norrænni rannsókn- armiðstöð í eðlisfræði í Kaup- mannahöfn, en hefur síðan ýmist kennt eða stundað rannsóknir á vegum HÍ eða Raunvísindastofn- unar HÍ. Maki er Ástríður Jó- hannesdóttir og eiga þau tvær dætur. Ég hef ekkert heyrt nema jákvætt um blaðið Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.