Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 89
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 89  ANTON Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, milliríkjadómarar í hand- knattleik, fara til Valencia á Spáni í byrjun janúar og dæma þar tvær við- ureignir í Evrópukeppni bikarhafa kvenna. Þar eigast við spánska liðið Ferrobus Mislata og Gil Eanes-Lag- os frá Portúgal 9. og 10. janúar.  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, milliríkjadómarar, dæma leik austurríska liðsins Hypo Nieder- österreich og DIN-Classic Nis frá Serbíu-Svartfjallalandi í Meistara- deild kvenna í Austurríki 16. janúar.  HÁKON Sigurjónsson verður eft- irlitsmaður á leik danska kvennaliðs- ins Ikast Bording EH og Buducnost Monet frá Serbíu-Svartfjallalandi í Danmörku fyrstu helgina í janúar.  ÓLI Ólsen verður eftirlitsmaður á leik norska liðsins Vag HK og gríska liðsins Ionias í EHF-keppni kvenna í Noregi 10. janúar.  BJÖRN Jóhannesson verður eftir- litsmaður á leik Frankfurter HC og Silcotub Zalau frá Rúmeníu í Evr- ópukeppni bikarhafa hjá konum í Frankfurt 17. janúar. Kjartan Stein- bach verður eftirlitsmaður á leik danska kvennaliðsins FCK og Loko- motiva Zagreb frá Króatíu í Kaup- mannahöfn 17. janúar.  KVENNASVEIT Hollands setti nýtt heimsmet í 4x50 metra skrið- sundi á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug í Dyflinni á Írlandi í gær. Tími sveitarinnar var 1.38,13 mínút- ur.  MILORAD Cavic frá Serbíu/ Svartfjallandi setti heimsmet í 100 metra flugsundi á EM í 25 metra laug sem fram fer í Dublin. Cavic kom í mark á tímanum 50,02 sek. en gamla metið átti Þjóðverjinn Thomas Rupprath sem hann setti í Berlín þann 27. janúar árið 2002.  TALSMENN Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins, IAAF, sögðu í gær að það væri ekki rétt hjá CJ Hunter að IAAF hefði reynt að breiða yfir lyfja- mál kúluvarparans fyrir Ólympíu- leikana í Sydney í Ástralíu sumarið 2000. Hunter heldur því fram að IAAF hafi hvatt hann til þess að gera sér upp meiðsli og hætta við þátttöku á ÓL eftir að ljóst var að hann hafði fallið á lyfjaprófi.  FORRÁÐAMENN norska liðsins Vålerenga hafa reiknað það út að fé- lagið muni hagnast um 30-35 millj. kr. á þátttöku sinni í þriðju umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu. Mótherjar liðsins verða enska liðið Newcastle og er gríðarlegur áhugi á leiknum í Noregi.  RONNY Ackermann sigraði í nor- rænni tvíkeppni á skíðum sem fram fór í gær. Þjóðverjinn hefur unnið öll fjögur heimsbikarmótin til þessa en í gær var keppt í Val di Fiemme á Ítal- íu. Ackermann var með forskot eftir skíðastökkið og var því með þægilega stöðu fyrir 15 km. skíðagönguna. FÓLK FYRSTUDEILDARLIÐ Breiðabliks í knattspyrnu fékk góðan liðsstyrk í gær en þá gekk Sverrir Sverrisson í raðir Kópavogsliðsins og skrifaði undir tveggja ára samning við félag- ið. Sverrir hefur leikið með Fylkis- mönnum undanfarin fjögur ár og þar áður með ÍBV. Sverrir lék í tvö ár sem atvinnumaður með Malmö í Svíþjóð og 17 sinnum hefur hann klæðst íslenska landsliðsbúningnum en hann er 33 ára gamall miðjumað- ur. Hjá Blikum hittir Sverrir fyrir Bjarna Jóhannsson þjálfara og segja má með sanni að leiðir þeirra liggi saman enn einn ganginn en Sverrir lék undir stjórn Bjarna hjá ÍBV, Fylki og Tindastóli þar sem ferill hans í meistaraflokki hófst. Sverrir í Breiðablik Munurinn á liðunum í fyrrihálfleik lá fyrst og fremst í breiddinni. Lið KA virkaði jafnt og flestir í byrjunarlið- inu skiluðu sínu vel. Hjá gestunum stóð markvörðurinn Hlynur Morthens upp úr en hann varði 12 skot í hálf- leiknum. Engu að síður var KA yf- ir 15:10 í leikhléi en sóknarleikur Gróttu/KR var slakur og aðeins tveir menn sem komust á blað. Vörn KA var vissulega þétt fyrir og hreyfanleg. KA-menn gerðu endanlega út um leikinn á snörpum kafla í upp- hafi seinni hálfleiks er þeir breyttu stöðunni úr 15:11 í 21:11. Þeir héldu 10 marka forystu lengi vel en fóru síðan að hvíla lykilmenn og huga að jólafríinu, sem gestirnir virtust reyndar fyrir nokkru komnir í. Þá kom loks góð rispa hjá Gróttu/KR og Þorleifur Björnsson blómstraði og raðaði inn nokkrum mörkum. Gestirnir minnkuðu muninn í 5 mörk þegar 7 mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki. „Þetta var einn albesti leikur okkar í vetur, að minnsta kosti fyrstu 45 mínúturnar,“ sagði Arnór Atlason eftir leikinn. Hann hefur skorað ríflega 10 mörk að með- altali í leik í vetur en hafði hægt um sig núna og skoraði aðeins 4. „Það skiptir ekki máli hvað ég skora mörg mörk þegar liðið spilar svona vel. Sigurinn var sætur og stigin skipta máli fyrir okkur í úr- valsdeildinni,“ sagði Arnór. Lítil fyrirhöfn hjá Fram Leikmenn Fram áttu ekkinokkrum vandræðum með að leggja lið Aftureldingar að velli í gærkvöldi, í efstu deild karla í hand- knattleik, n-riðli RE/MAX deildar. Liðin mættust á heimavelli Mosfellinga og höfðu gestirnir leikinn í hendi sér nær allan tímann. Með sigrinum kom- ust Framarar í 16 stig og deila því efstasæti norðurriðils Íslandsmóts- ins með Valsmönnum sem eiga leik til góða. Það var ljóst frá upphafi að heimamenn myndu eiga í erfiðleik- um með Fram. Gestirnir spiluðu góða vörn sem Afturelding átti erf- itt með að finna glufur á, og mörg af þeim skotum sem Framvörnin missti af voru stöðvuð af mark- manni gestanna, Egidijus Petkev- icius. Um miðjan fyrri hálfleik voru Framarar búnir að ná 5 marka forskoti, 5:10, og hélst sá munur þar til flautað var til leik- hlés. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik- inn af miklum krafti og kafsigldu leikmenn Aftureldingar. Heima- menn virtust hálfvankaðir í upp- hafi hálfleiksins og fljótlega voru gestirnir komnir með 10 marka forystu, 10:20. Þegar hér var kom- ið sögu gat Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, leyft sér að senda varalið sitt inn á. Það breytti litlu, þetta var ekki dagur Aftureldingar og þegar flautað hafði verið til leiksloka höfðu gestirnir í Fram uppskorið 14 marka sigur, 19:33. Leikmenn Fram þurftu ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri. Petkevicius stóð sig vel í markinu í fyrri hálfleik fyrir aftan sterka vörn. Hafsteinn Ingólfsson var at- kvæðamestur Framara í leiknum og skoraði 8 mörk. Héðinn Gilsson og Valdimar Þórsson áttu einnig fínan leik. Leikmenn Aftureldingar mættu liði sem er einfaldlega mun betra en þeirra og áttu þeir erfiðan dag. Einar Ingi Hrafnsson var þeirra atkvæðamestur með 5 mörk og Vlad Troufan kom næstur með 3 mörk. Morgunblaðið/Kristján Einar Logi Friðjónsson, KA-maður, brýst í gegnum vörn Gróttu/KR og skorar eitt marka sinna í leiknum. Yfirburðir hjá KA KA tók á móti Gróttu/KR í gær í efstu deild karla í handknatt- leik, n-riðli RE/MAX deildar og hafði KA talsverða yfirburði þótt aðeins hefði munað fimm mörk- um í lokin, 28:23. Bæði liðin voru með 14 stig fyrir leikinn og voru að keppa um að taka fleiri stig með sér í úrvalsdeildina eftir áramót. Það var aldrei spurning hvorum megin sig- urinn lenti því KA-menn voru komnir með 10 marka forskot fljótlega í seinni hálfleik en þeir slökuðu á undir lokin. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Benedikt Rafn Rafnsson skrifar ALIAKSANDR Shamkuts leik- maður Íslandsmeistaraliðs Hauka í handknattleik öðlaðist í gær ís- lenskan ríkisborgararétt. Þrír erlendir leikmenn hafa verið í í herbúðum Hauka það sem af er vetri, Litháarnir Robertas Pauzuolis og Dalius Racikevicius, auk Shamkuts. Samkvæmt reglu- gerð Handknattleikssambandsins má einungis tefla fram tveimur erlendum leikmönnum í einu í keppni og af þeim sökum hefur Shamkuts þurft að vera utan vall- ar það sem af er Íslandsmótinu. Hann hefur hins vegar spilað Evr- ópuleikina þar sem hann hefur staðið sig afar vel. Shamkuts hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1998. Hann lék með Stjörnunni tímabilið 1998-99 en gekk í raðir Hauka eftir það og er á sínu fimmta tímabili með Haukum. Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik sagði í gær að Shamkuts kæmi vel til greina í landsliðið en fimm ár eru síðan hann lék með landsliði Hvíta- Rússlands. „Þeir sem leika vel eiga möguleika á að komast í landsliðið. Shamkuts er vissulega spennandi leikmaður og ég mun fylgjast með honum sem og fleiri leikmönnum á næstunni,“ sagði Guðmundur. Yakova og Anulyté með íslenskt ríkisfang Hanna Yakova leikmaður hand- knattleiksliðs ÍBV frá Vestmanna- eyjum öðlaðist ríkisborgararétt í gær en hún er frá Úkraínu. Sandra Anulyté leikmaður kvennaliðs Hauka í handknattleik öðlaðist ríkisborgararétt í gær en hún er fædd í Litháen. Shamkuts íslenskur ríkisborgari ARNÓR Atlason, stórskyttan efnilega hjá KA, er á leiðinni til Alfreðs Gíslasonar og læri- sveina hans hjá Magdeburg í Þýskalandi. Þar ætlar hann að skoða aðstæður og æfa með lið- inu. „Já, ég fer út á fimmtudag- inn til að skoða aðstæður hjá Magdeburg. Ég mun fara á æf- ingu hjá liðinu og sjá leikinn á móti Skjern í meistaradeildinni. Það er virkilega gaman að stóru liðin skuli vera farin að taka eft- ir manni,“ sagði Arnór en marg- ir hafa viljað sjá hann í íslenska landsliðshópnum. Að sjálfsögðu hangir á spýt- unni að Arnór verði atvinnu- maður hjá Magdeburg þótt of snemmt sé um slíkt að spá. Fyrsta skrefið hefur hins vegar verið tekið og talsverðar líkur eru á því að KA þurfi að sjá á eftir Arnóri næsta sumar Arnór til Magdeburg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.