Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 62
MINNINGAR 62 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús HelgiÞórðarson fædd- ist á Stöðvarfirði 16. júlí 1917. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 2. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Solveig María Sigbjörnsdótt- ir, f. í Vík í Fáskrúðs- firði 12. janúar 1885, d. 20. júní 1954, og Þórður Magnússon, útvegsbóndi og hafn- sögumaður á Einars- stöðum, Stöðvar- firði, f. þar 13. janúar 1875, d. 7. nóvember 1955. Systkini Magnúsar eru: Þorsteinn, f. 11. apríl 1907, d. 1969, Unnur, f. 1. júlí 1909, d. 4. ágúst 1956; Að- alheiður, f. 4. apríl 1910, d. 9. júlí 1980, Sigbjörn, f. 27. júní 1915, d. 18.5. 1994, Jakobína, f. 28. október 1919, d. 24. ágúst 1997, Rósa, f. 17. október 1922, d. 5. febrúar 1956, Borghildur, f. 21. september 1926. Uppeldissystur Magnúsar voru: Kristín Helgadóttir f. 4. nóv. 1920, d. 28. des. 2002, og Jóhanna Sig- björnsdóttir, f. 10. maí 1901, d. 2. ágúst 1986. Magnús kvæntist fyrsta vetrar- dag 1947 Valgerði Guðlaugsdótt- heiður, f. 10.9. 1992. 4) Unnur hjúkrunarfræðingur, f. 28.6. 1951, maki Valgeir Kristinsson hæsta- réttarlögmaður, f. 13.5. 1948. Börn þeirra eru: Haukur, f. 10.11. 1972, Halldór, f. 11.2. 1976, Valgerður, f. 8.4. 1978, María, f. 6.4. 1981. 5) Guðlaugur Pálmi sagnfræðingur, f. 24.2. 1957, maki Þorgerður Ein- arsdóttir félagsfræðingur, f. 31.5. 1957. Börn þeirra eru: Valgerður, f. 25.2. 1984, Katrín og Einar, f. 23.11. 1990. 6) Gerður þjónustu- fulltrúi, f. 21.7. 1959. Sonur henn- ar með Ásbirni Jensen er Magnús, f. 13.7. 1995. Magnús ólst upp á foreldraheim- ili sínu á Einarsstöðum í Stöðvar- firði og reri á trillu með föður sín- um þar til hann fór til náms í Reykjaskóla í Hrútafirði, síðan í Samvinnuskólann og loks í Loft- skeytaskólann og tók próf þaðan 1946. Magnús réð sig til starfa á Lóranstöðinni á Reynisfjalli í Mýr- dal 1947 og starfaði þar þangað til hún var lögð niðurí árslok 1976. Þau Magnús og Valgerður bjuggu í Vík þar til þau fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 1994. Magnús var áhugamaður um fé- lagsmál og virkur í ýmsum fé- lagssamtökum svo sem Alþýðu- bandalaginu og Lionsklúbbnum Suðra í Vík. Hann sat í skóla- og barnaverndarnefnd og tók börn í stuðningskennslu. Útför Magnúsar verður gerð frá Víkurkirkju í Mýrdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ur, f. í Kerlingardal í Mýrdal 7.10. 1918, d. 6.6. 2002. Foreldrar hennar voru Guðlaug- ur Gunnar Jónsson,f. 8.2. 1894, d. 1984, og Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir kona hans, f. 24.8. 1892, d. 1938. Börn Magnúsar og Valgerðar eru: 1) Guðlaug félagsráð- gjafi, f. 29.1. 1948, maki Þorsteinn Helgason sagnfræð- ingur, f. 16.4. 1946. Börn þeirra eru: a) Magnús, f. 10.12. 1968, b) Helgi, f. 15.10. 1970, dóttir hans er Guðlaug Fríða, c) Sigrún, f. 2.2. 1986. 2) Sol- veig María, matráðskona og leið- sögumaður, f. 26.1. 1949, maki Kristján Guðmundsson, myndlist- armaður, f. 1.6. 1941. Börn þeirra eru: a) Ívar, f. 1.10. 1969, börn hans eru Solveig María, Arnkatla og Hrafnkatla, b) Guðmundur, f. 21.11. 1973, dóttir hans er Ása. 3) Þórður sérkennari, f. 24.4. 1950, maki Steinlaug Sigríður Bjarna- dóttir kennari, f. 16.11. 1953. Börn þeirra eru: a) Guðrún, f. 21.4. 1983, dóttir hennar er Alexandra Nótt, b) Solveig, f. 26.9. 1986, c) Ragn- Það er skrýtin tilfinning og sárs- aukafull að vera í annarri heimsálfu þegar ástvinir manns kveðja þessa jarðvist og eiga þess ekki kost að fylgja þeim síðasta spölinn. Hér er- um við fjögur, tengdadóttir og barnabörn, í miðju New York fylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku, eins langt í burtu og hugsast getur þegar Magnús Þórðarson fer yfir móðuna miklu. Samt eru hér margir þræðir sem liggja til hans og sterkari en okkur grunar. Við erum stödd í Albany, miðja vegu milli Boston þar sem Steini stóri bróðir hans stundaði sjóinn frá unga aldri, og Scranton í Pennsylvaníu þangað sem Bína yngri systir hans giftist kornung og bjó alla sína ævi. Í Scranton var til brúða sem hét í höfuðið á honum, „uncle Maggi“, hún var í miklu uppáhaldi hjá Solveigu systurdótt- ur hans, rétt eins og frændinn. Boston tengir okkur við fortíðina, við sögu hans og fjölskyldunnar, stóra bróðurinn sem yfirgaf föð- urhús til að standa á eigin fótum og freista gæfunnar. Magnús sótti líka sjóinn, en sigldi aldrei burt eins og Steini. Hann réri frá unga aldri með föður sínum, Þórði Magnússyni, og var honum til halds og trausts því hann var sjóndapur. Magnús átti ágæt uppvaxtarár á Stöðvarfirði og var tíðrætt um Stöðvarfjörð. Þrátt fyrir að hafa búið obbann úr ævi sinni í Vík í Mýrdal, var Stöðvarfjörður alltaf „heima“. Hann hélt því fram að fiskurinn væri betri fyrir austan en annars staðar, og fann meira að segja vís- indalegar skýringar máli sínu til stuðnings. „Þarna er bíll að heiman“ sagði hann eins og svolítið hreykinn þeg- ar hann sá bíl með U-númeri, auð- kennisnúmeri Suður-Múlasýslu, rétt eins og þeir bílar væru betri en aðrir, líkt og þorskurinn. Það var fróðlegt að dveljast á Stöðv- arfirði, eins og við gerðum nokkr- um sinnum, og skoða bernskuslóð- irnar hans. Bærinn stóð milli Einarstaðaánna Innri og Ytri, þar sem nú stendur barnaskóli. Og fyr- ir ofan voru lænur þar sem hann dvaldi langtímum saman og veiddi. Að vísu veiddum við ekkert, og sýndist reynar að sprænurnar væru horfnar, en við hugsuðum okkur hann þarna með prik og beitu. Hann var greinilega vel kynntur í þorpinu, því þótt yfir hálf öld hafi verið liðin frá því hann flutti burt, mundu margir eftir hon- um og báru honum vel söguna. Hann hafði reyndar komið þarna á fullorðinsaldri og róið tvö sumur á lítilli trillu, Sæbjörginni, með Kristmanni vini sínum og Pálma, okkar manni. Þá kynntust þeir feðgar, Magnús og Pálmi, upp á nýtt sem fullorðnir einstaklingar, eins og allir feðgar þurfa víst að gera til að botna í dýpstu merkingu karlmennsku sinnar. Það voru góð sumur. Sjórinn, sem alltaf togaði í Magnús, austfjarðaþokan, firna- mikil þekking á staðháttum og út- sjónarsemi í að sigla gegnum þok- una, verkþekking og lagni við veiðarnar, natni og alúð við aðgerð og frágang. Virðing fyrir vinnu og verðmætum, og ekki síst öðru fólki. Virðing og réttlæti eru orðin sem koma upp í hugann. Hann var auð- vitað sósíalisti af guðs náð – ef hægt er að nota þau orð um Magga Þórðar. Sagan segir að hann og Björg- ólfur vinur hans og síðar eiginmað- ur Stínu fóstursystur hans, hafi eitt sinn á jólaföstu tæmt inneign sína í Kaupfélaginu, keypt inn til jólanna og komið færandi hendi á bæ hin- um megin fjarðarins, þar sem bjó bláfátæk barnmörg fjölskylda sem ekki hafði lengur lánstraust hinna háu herra peningavaldsins. Þarna var honum rétt lýst, það átti að deila jafnt. Sósíalisti og þó svo margt annað og meira. Ekki bara upplýstur menntamaður á þeirra tíma mæli- kvarða, heldur fróðleiksfús og sannleikselskandi upplýsingarmað- ur og módernisti. Hann kostaði sig sjálfur til náms í Reykjaskóla í Hrútafirði, þá yfir tvítugt. Hann tók yngri og eldri deild saman til að spara aurinn en námsárangur- inn leið ekki fyrir það. Seinna fór hann í Samvinnuskólann við góðan orðstír. Það var tímanna tákn að læra til loftskeytaskólamanns. Loftskeyti voru eitthvað rökrétt- asta merki um nútíma og framfarir sem hugsast gat. Fjarskipti eft- irstríðsáranna með skipulegum og stöðluðum táknum, kalt stríð í al- gleymingi, geimferðakapphlaup og upplýsingatrú. Hann var í góðum félagsskap með félögum sínum á Lóranstöðinni á Reynisfjalli, Fjall- mönnunum. Gott ef þeir voru ekki sósíalistar allir með tölu. Samferðamenn, nágrannar og vinir í blíðu og stríðu. Árin á Fjall- inu var hann upp á sitt besta. Börnin sex að vaxa úr grasi og fljúga úr hreiðrinu eitt af öðru. Vala að byrja að vinna utan heim- ilis, eins og það heitir svo virðu- lega. Það þótti til marks um góð- mennsku eiginmanna á þeim árum að leyfa eiginkonu sinni að vinna úti. Magnús var aldrei illa haldinn af því karlmannsstolti sem hrjáð hefur marga góða drengi. Ekki ein- ungis „leyfði“ hann Völu að vinna úti, hann „hjálpaði“ henni líka með heimilisstörf og barnauppeldi. Hann eldaði og baðaði börnin, skúraði og hengdi út þvott. Sagan segir að eitt sinn hafi eldri kona í þorpinu komið að Magnúsi á fjórum fótum við að þvo eldhúsgólf- ið. „Svona á lappir með þig Maggi“ hrópaði hún upp yfir sig, hún vissi ekkert hræðilegra en „karlmanns- rassgat út í loftið við gólfþvotta“. Hann var sérlega ánægður með fjölskyldu sína og stoltur af börn- unum, sem öll komust til mennta þrátt fyrir lítil efni á stundum. Hann hafði oft á orði að fátt væri hann var eins þakklátur fyrir í líf- inu og hve samheldinn systkinahóp- urinn var. Það er ekki hægt að minnast Magnúsar nema víkja að vinnusem- inni. Hann þurfti, eins og hinir Fjallmennirnir, að hverfa til ann- arra starfa þegar Lóranstöðin var lögð niður á um miðjan áttunda áratuginn. Eftir það greip hann í ýmis störf, var sýsluskrifari, vann á prjónastofunni, réri á trillu eins og fyrr sagði, og síðast en ekki síst vann hann við almenna verka- mannavinnu og fiskverkun þegar hjólabátarnir í Vík voru gerðir út til fiskveiða. Aldrei lét Magnús sig vanta til að fletja fisk og salta ef komið var með afla að landi, hvern- ig sem stóð á. Hann kenndi sér yngra fólki handbragðið og kenndi því í leiðinni virðingu fyrir vinnu. Hún er margfræg sagan af því þeg- ar Magnús þurfti að fara í fisk- verkun á sjálfum 1. maí. Það er sennilega ekki fallega gert að rifja þetta upp hér, en sýnir betur en margt hvernig hann hugsaði þegar á reyndi. Honum hefur líka eflaust verið réttlætiskennd ofarlega í huga þegar hann neitaði kaup- hækkun sem honum var boðin á prjónastofunni af velviljuðum ung- um framkvæmdastjóra að sunnan. Það kom nefnilega í ljós að unga dugnaðarlega konan við hlið hans sem vann nákvæmlega sömu vinnu, átti ekki hlutdeild í bræðralaginu og var ekki boðin kauphækkun. Það væri sannarlega auðveldara að útrýma launamun milli kynjanna í samfélaginu ef allir karlmenn væru eins og Magnús Þórðarson. Það er svo ótalmargt annað sem einkenndi Magnús sem ekki er hægt að gera nein tæmandi skil, söngurinn og tónlistin, veiðiferðir, útilegur, barnelskan. Síðast en ekki síst hvernig hægt er að sameina örlæti og nægjusemi, hlaupa undir bagga og veita stuðn- ing, en vera á sama tíma með ein- dæmum nægjusamur fyrir eigin hönd. Sterkur en hógvær persónu- leiki hefur kvatt okkur, saddur líf- daga og æðrulaus. Langri farsælli ævi er lokið, lífsverkið er fullkomn- að. Hans minning mun lifa með okkur í anda þeirra gilda og þeirr- ar réttlætiskenndar sem hann kenndi og ástundaði af lífsins sann- færingu. Þorgerður Einarsdóttir. Tengdafaðir minn var ekki kvartsár maður. Síðustu árin og mánuðina átti hann erfitt um and- ardrátt, mæðin og astminn hrjáði hann og þrótturinn dvínaði stig af stigi en aldrei kvartaði hann og síst við starfsfólkið á Hrafnistu enda vinsæll vistmaður. Kannski sagði hann einhvern tíma styggðaryrði um kartöflurnar í matnum en það var ekki hávært. Ekki það að hann væri nein gufa því hann ætlaðist jafnan til að hver ynni skyldu sína af alúð og dugnaði og hann var staðfastur í skoðunum sínum. Hann borgaði skattinn sinn með glöðu geði og það var fjarri honum að nota sér aðstöðumun eða klíkuskap. Lítilmagnanum átti að hjálpa og til þess voru samfélags- legar stofnanir sem skylt var og rétt að þeir legðu til sem meira máttu sín. Það var hans sósíalismi. Gamall sveitungi hans og bróðir í baráttunni, Jón Thor Haraldsson, sendi honum vísu á póstkorti í til- efni af áttræðisafmæli hans: Líður nú á langan dag, löngum sól þig kyssti. Þú getur elst með glæsibrag, gamli sósíalisti. Sósíalismi Magnúsar Þórðarson- ar var ekki úr bókum heldur var hann hjartalag og réttlætiskennd. Hann gat birst í því að leggja til góðra málefna í sveitarfélaginu og þjóðþrifafyrirtækja hvort sem var að bora eftir heitu vatni, reyna út- gerð á hafnlausri ströndinni í Vík í Mýrdal, selja ljósaperur fyrir Lionsklúbbinn svo hægt væri að kaupa tannlæknastól eða sitja í skólanefnd fyrir enga greiðslu. Að sjálfsögðu studdi Magnús börnin sín til mennta sem hann mátti og setti menntunina ofar dýr- um húsbúnaði og öðru sem hann kallaði prjál. Heimagerðir munir eða það sem fékkst í kaupfélaginu hverju sinni var fullgott. Heimilið var fyrst og fremst fólkið sem þar bjó og gestir og gangandi sem allt- af voru velkomnir og þar var jafnan nóg sæti við borð og rúm að gista í. Það var líf og fjör á Austurvegi 23 þegar börnin sex bjuggu heima eða voru í fríum frá námi, háværar samræður um um stjórnmál við matarborðið og útvarpsfréttirnar í gangi líka, svo var heilsað og kvatt með kossum og klöppum þó tilefnið væri aðeins það að húsbóndinn væri að fara á sína hefðbundnu vakt á Fjallinu. Ég hafði vanist því að nákomnir skiptust hæversklega á faðmlögum einu sinni til tvisvar á ári. Þegar tóm gafst milli verka var teflt og á kvöldin var spilað á spil af mikilli innlifun, Magnús greip í munnhörpu eða mandólu, Vala tengdamamma í gítarinn og svo var sungið. Mér er minnisstæð kvöld- stund á heimilinu þegar Björn Jónsson skólastjóri (og Austfirðing- ur að uppruna eins og Magnús) var í heimsókn og sungið var í röddum um austfirska hríslu á grænum bala og fleiri rómantísk lög af mik- illi innlifun. Magnús tengdafaðir minn var mikill fræðari, stöðugt að benda á fyrirbæri í náttúrunni, einkum dýr og fugla sem voru hans yndi; leið- rétta málfar og útskýra orðtök, kenna handbrögð og mannasiði. Hann gat verið nokkuð eindreginn við þessa iðju en manngildishug- sjónin var ótvíræð og hann kom mörgum til nokkurs þroska, skyld- um sem vandalausum. Þrjú af börnum hans urðu kennarar. Magnús var þannig maður upp- lýsingar og skynsemishyggju. Hann galt varhuga við því sem ekki var hægt að styðja augljósum skyn- semisrökum. Þar á meðal var margt í kristindóminum sem hon- um fannst lyginni líkast en á sama tíma voru prestar í Vík meðal vina hans og sálufélaga og það vafðist ekki fyrir honum að ganga inn kirkjugólf ef hefðin og þarfir fjöl- skyldunnar kröfðust þess. Þó að Magnús Þórðarson væri með hugann allan við jarðlífið og dæi saddur lífdaga finnst mér ekki annað hægt en að hugsa honum endurkomu til Völu sinnar sem allt- af var honum jafnkær, og hann henni, í löngu og farsælu hjóna- bandi. Hann hlýtur að vera róinn til fiskjar til að færa björg í bú og Vala hefur kleinur og flatkökur til- búnar handa gestum sem koma seinna. Þorsteinn Helgason. Ein af mínum fyrstu minningum um Magnús afa er þegar ég var hjá honum og ömmu í Vík. Ég hafði vanið mig á að í stað þess að svara „já“ eða „nei“ þegar ég var spurð einhvers þá hristi ég höfuðið eða kinkaði kolli. Þetta þótti afa alls ekki nógu gott og þóttist hann ekk- ert skilja svo ég var fljót að venja mig af ósiðnum. Það var margt sem maður lærði í Víkinni. Að fylgjast með afa gefa fuglunum þótti mér merkilegt, þessi mergð af snjótittlingum fyrir utan gluggann. Ég man líka ógreinilega eftir því þegar hann gaf hröfnunum, sem voru vinir hans og það gerði hann að merkilegum manni í mínum augum. Svo var manni að sjálfsögðu kennt að spila. Það er minnisstætt þegar afi út- skýrði fyrir mér ástæðuna fyrir því að hann var svona svartur á nefinu, en það var af því að hann hafði svo oft tapað í Svarta Pétri. Eftir þær upplýsingar lagði ég mig alla fram um að tapa ekki í spilinu. Hann kunni að flétta sem mér þótti kostur hjá afa en eftir að hann hafði fléttað hárið á mér einu sinni passaði ég mig á því að biðja hann ekki um það aftur. Hann var fullharðhentur við verkið og fléttaði svo fast að ég dauðfann til. Eftir að afi eltist fór maður að heyra sömu sögurnar aftur og aft- ur. Það kom svo sem ekki að sök, það er ágætt að vita við hverju má búast. Afi sagði mér í hvert sinn sem ég hitti hann að hann væri með dómarapróf í fótbolta og sög- una um það hvernig Bjössi bróðir hans eignaðist fiðluna. Það var svo gott að finna hversu glöð þau voru að hitta mann þegar maður kom í heimsókn á Hrafnistu. Amma fann ekki orðin en faðmaði mann því fastar og afi sagði það ekki beint, en maður vissi að hann var ánægð- ur. Og alltaf var samtölunum beint að Stöðvarfirði þar sem allt var svo gott. Núna er afi vonandi með ömmu, það er erfitt að ímynda sér annað. Sigrún Þorsteinsdóttir. Magnús afi var svo góður afi að fleiri börn en barnabörn hans köll- uðu hann afa. Við eigum eftir að sakna hans mikið, en um leið erum við þakklát fyrir hversu lengi við höfðum hann og hversu mikið af góðum minn- ingum hann skilur eftir. Það er af svo mörgu að taka að við vitum varla hvar á að byrja. Grænalón kemur einna fyrst upp í huga okkar, þar sem hann var óstöðvandi við netalagnir og vitj- anir, við aðgerð í hressilega köldum læknum eða að draga okkur í litla gula gúmmíbátnum. Ekki vitum við heldur hve marga göngutúra við fórum í með honum í Víkinni, hvort sem það var upp á fjall, suður með sjó, í fjársjóðsleit í hrapinu eða í gegnum loftárásir kríuvarpsins. Svo má ekki gleyma öllum hlut- unum sem hann átti, eins og vasa- hnífnum notadrjúga, stólnum hans (með gírstönginni), tréklossunum, hljóðfærunum, stóra krabbanum sem hékk uppi á vegg og auðvitað stórutánum okkar sem hann hafði eignað sér. Magnús afi og Vala amma kunnu að njóta lífsins og létu margt gott af sér leiða. Án þeirra kynnum við eflaust ekki eins vel að meta spila- mennsku, veiðiskap, tónlist og margt fleira. Það er því ljóst að þau hafa haft mikil áhrif á okkur og hafa verið okkur frábærar fyrir- MAGNÚS HELGI ÞÓRÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.