Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 43
ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri opnar sýninguna Ólíkt – en líkt í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, kl. 15 í dag. Við opn- unina flytur sönghópurinn Sex í sveit frá Grundarfirði nokkur al- þýðulög undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar. Sýningin kemur frá skjalasafni Birmingham Public Library í Alabamaríki í Bandaríkjunum og hefur verið sett upp á ýmsum stöðum. Frá því í upphafi 20. aldar hafa íbúar Birmingham, á sama hátt og svo margir aðrir, haldið saman heimildum um líf sitt með svoköll- uðum augnabliksmyndum. Á sýn- ingunni eru 284 slíkar myndir, teknar á tímabilinu 1900–1950, fengnar úr einkaskjalasöfnum fólks í Birmingham. Birmingham, Alabama var þekktur vettvangur baráttu svartra fyrir réttindum sínum. Á sýningunni er leitast við að brúa bil tímans, kynjanna, stéttanna, staðanna og kynþáttanna og sýna það sem tengir saman svarta og hvíta, unga og aldna, í gleði og sorg. Borgarskjalasafn óskar eftir gögnum Borgarskjalasafnið vill með þessari sýningu systursafns síns í Bandaríkjunum vekja athygli á mikilvægi skjala einstaklinga sem heimilda um sögu okkar. Víða liggja bréf og ljósmyndir í skó- kössum og skúffum í heimahúsum. Borgarskjalasafn Reykjavíkur óskar eftir að fá slík gögn til varð- veislu óháð aldri þeirra. Áhyggjur eru nú uppi um hvernig verði með varðveislu persónulegra heimilda sem verða til í dag, svo sem tölvu- pósts og stafrænna ljósmynda. Hvort við eigum í framtíðinni eftir að geta skoðað stafrænar ljós- myndir sem einstaklingar taka í dag og fæstir prenta út. Reykvík- ingum er jafnframt boðið að koma með afrit af slíkum persónulegum gögnum á geisladisk til varðveislu á Borgarskjalasafni. Sýningin stendur til 2. febrúar. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10–20, föstudaga kl. 11–19. Um helgar kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Augnabliks- myndir frá Birmingham Birmingham, Alabama, var þekkt- ur vettvangur baráttu svartra fyrir réttindum sínum. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 43 Troðin verslun af húsgögnum, smáborðum, kistlum, vínstöndum, cd-stöndum, gjafavöru, púðum og dúkum Troðin verslun af fallegri jólagjafavöru á mjög hagstæðu verði Á horni Laugavegs og Klapparstígs • Sími 552 2515 Austfirðingar ath! Jólamarkaður er í Félagsheimilinu á vegum Sparkaups, Reyðarfirði, nk. sunnudag, mánudag og þriðjudag. Uppl. í síma 864 5504 Höfðinglegar jólagjafir á lágu verði KaSa hópurinn, Kammerhópur Salarins, leikur sígildar perlur á tvennum jólatónleikum Salarins á morgun, sunnudag. Í tilkynningu frá Salnum segir að stór- fjölskyldan sé boðin sérstaklega velkomin með ókeypis aðgöngu- miðum fyrir fjölskyldumeðlimi sem eru yngri en 20 ára og eldri en 60 ára. Sérstakir gestir á tón- leikunum verða Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur og munu jólalög af nýjum geisladiski Skólakórs Kárs- nesskóla og KaSa hópsins heyrast á tónleikum í fyrsta sinn í frábær- um útsetningum Sigurðar Rúnars Jónssonar. Jólasveinar, konfekt og kökur Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa í um eina og hálfa klukkustund með hléi. Seinni tón- leikarnir hefjast kl. 20. Á efnisskránni gefur að heyra Býflugu Rimsky-Korsakof, Róm- önzu Regers, Stúlkuna með hörg- ula hárið eftir Debussy, Ung- verska Rapsódíu eftir Franz Liszt og Allegro úr konsert Vivaldi fyr- ir tvö selló. Hér gefst foreldrum einstakt tækifæri til að leiða börn sín inn í töfrandi heim klassískrar tónlistar og eiga um leið ánægju- lega samverustund með ættingjum og vinum. Jólasveinninn kemur í heimsókn og boðið verður upp á ókeypis konfekt og bakkelsi í hléi. Hljóðfæraleikarar Kasahópsins eru Áshildur Haraldsdóttir, flauta, Margrét Stefánsdóttir, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Elísabet Waage, harpa, Sif M. Tulinius, fiðla, Pál- ína Árnadóttir, fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla, Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló, Sig- urgeir Agnarsson, selló, Miklós Dalmay, píanó, Sigurður Rúnar Jónsson, píanó, og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó. Morgunblaðið/Eggert Kammerhópur Salarins verður í jólaskapi á jólatónleikunum á morgun. Klassískt jólakonfekt AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.