Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 57 ÞAÐ FÓR ekki fram hjá neinum hver viðbrögð forsætisráðherra voru þegar launasamningar Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sig- urðssonar hjá Kaup- þingi Búnaðarbanka komust í almenna um- ræðu. Því var haldið fram að samningarnir væru úr takt við ís- lenskan raunveruleika, bæru þess vott að samningsaðilar væru veruleikafirrtir og hvað var nú ekki nefnt. Vissulega innihéldu samningarnir stórar tölur sem ekki sjást oft í á Íslandi. En við skul- um skoða nánar hvaða tölur er að finna hjá hæstvirtum forsætisráðherra og öðrum embættismönnum ríkisvalds- ins sem tjáðu sig um þessi mál. Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi, verður lögum breytt lítillega þannig að eftirlaun forseta Íslands verði 80% af launum hans eftir að hann fer úr embætti. Sama gildir um forsætisráðherra og svipað um aðra ráðherra að ein- hverju marki, mismiklu þó eftir stöðu og starfsaldri o.s.frv. Áhuga- samir geta skoðað smáatriðin í frum- varpinu. Skoðum þetta aðeins betur Árslaun (grunnlaun) forseta Íslands eru um 16.800.000 krónur. Árslaun (grunnlaun) forsætisráðherra eru um 10.452.000. Samtals 27.252.000 krónur. Bæði forsætisráð- herra og forseti þessa ágæta lands fá greidd laun sem nema 80% af ofangreindum tölum frá því þeir hætta störf- um og fram til dauða- dags. Ekki nóg með það heldur fær maki þeirra greidda upphæðina eftir að viðkomandi fer yfir móðuna miklu. Ef við miðum við að báðir núver- andi embættismenn láti nú af störf- um og lifi til 85 ára aldurs fá þeir eft- irlaunagreiðslur í samtals 55 ár. Samtals fengju þeir því 586.848.000. Tæplega 600 miljónir takk fyrir. Það er því dagljóst að áðurnefndir embættismenn koma til með að fá þessa peninga úr vösum skattgreið- enda. Samningar Hreiðars og Sig- urðar gátu t.d. skilað þeim 5-700 milljónum samtals. Það væri ekki slæmt ef hver sem er gæti nú sett lög sem færðu honum slíkar tekjur úr vösum almennings fyrir að gera nákvæmlega ekkert. Í tilviki Sig- urðar og Hreiðars verða þeir að vinna fyrir peningunum og skapa verðmæti til að fá slík laun fyrir starf sitt. Undir þeirra stjórn hefur bankinn 71 faldað eigið fé sitt á 6 ár- um og, takið eftir þessu, 243 faldað markaðsvirði sitt á jafn löngum tíma. Hefur landsframleiðsla á mann á föstu verðlagi 71 faldast síðustu 6 ár í embættistíð áðurnefndra embætt- ismanna? Nei svo sannarlega ekki. Með auknu frelsi í viðskiptum og af- námi tolla og annarra hafta hafa mörg lönd náð gríðarlegum árangri undanfarin ár og mörg hver marg- faldað landsframleiðslu sína á mann. Svo virðist sem frelsi í launasamn- ingagerð sé sumum ráðamönnum ekki að skapi nema þegar kemur að þeirra eigin launum og eftirlaunum. Það væri því ráð að spyrja hverjir það eru sem ekki eru alveg með fing- urinn á veruleikanum? Áðurnefndir embættismenn eða bankastjórarnir? Friðbjörn Orri Ketilsson skrifar um langa fingur ríkisvaldsins og viðbrögð við launasamningum Kaupþings Búnaðarbanka ’Það væri ekki slæmtef hver sem er gæti nú sett lög sem færðu honum slíkar tekjur úr vösum almennings fyrir að gera nákvæmlega ekkert.‘ Friðbjörn Orri Ketilsson Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins og hagfræðinemi. Langir fingur ríkisvaldsinsLaunakostnaður – lyfjakostnaðurÍ skýrslunni kemur fram að lyfja- kostnaður sjúkrahúsanna í Reykja- vík hafi aukist um 149% milli áranna 1999 og 2002 eða úr 933 milljónum króna í 2.327 milljónir. Langstærstur hluti þessarar hækkunar á sér þær skýringar að kostnaður vegna s- merktra lyfja fluttist til sjúkrahús- anna frá Tryggingastofnun árið 2001. Að frádregnum þeim kostnaði, sem þannig var í raun aðeins fluttur á milli ríkisstofnana, nemur hækkunin rúmum 40%, eða úr 933 milljónum króna í 1.306 milljónir, sem er hækk- un upp á 273 milljónir króna. Á sama tíma fer launakostnaður eins og fyrr segir úr 12,8 milljörðum króna í 16,6 milljarða, sem er hækkun um 3,6 milljarða króna. Þessar tölur sýna að þótt lyfjakostnaður LSH hafi hækk- að er hann þó tiltölulega léttvægur samanborið við stóraukinn launa- kostnað. Greinilegt er að stjórnendur spítalans sáu ekki fyrir þetta launa- skrið í sínum áætlunum og misstu því tökin á rekstri spítalans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir þá skoðun Samtaka verslunarinnar að það er ekki lyfjakostnaður heldur fyrst og fremst stóraukinn launa- kostnaður sem hefur sett rekstur LSH úr skorðum á undanförnum ár- um. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.