Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 59 Í dag kl. 13:00 er þátturinn Heil og sæl á dagskrá Útvarps Sögu 99.4. Einar Karl Haraldsson ræðir við lyfjafræðingana Eggert Sigfússon og Önnu Birnu Almarsdóttur, læknana Guðlaugu Þorsteinsdóttur og Guðmund Vikar Einarsson og Sigurstein Másson, formann Geðhjálpar, um “lífstílslyfin”, heilsuna og fjárhaginn. VIÐ afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2004 var samþykkt að veita meiri fjármuni af hálfu ríkisins til ferða- þjónustu en nokkru sinni fyrr á einu ári. Um er að ræða nær 700 milljónir og af þeim fara nær 500 milljónir í almenn kynningar- og upplýs- ingamál. Fjármagn hins op- inbera til þessa mála- flokks hefur vaxið mjög mikið og meira en þrefaldast frá árinu 1999. Ákveðin vatnaskil urðu haustið 2001 þeg- ar samgönguráðherra ákvað að beita sér fyr- ir að Alþingi veitti stóraukna fjármuni til kynningarmála í kjöl- far hryðjuverkanna 11. september það ár. Þeir fjármunir, sem þá voru nýttir í nánu samstarfi við atvinnu- greinina sjálfa á árinu 2002, gerðu okkur kleift að verja þá sókn- arstöðu sem greinin hafði komið sér í fyrir 11. september 2001. Þetta var langt frá að vera sjálfsögð að- gerð. Flestar aðrar þjóðir kusu að bíða átekta, fara í vörn og halda að sér höndum hvað varðar kynning- arfjármagn á þessum tíma. Á árinu sem nú er að líða var enn aukið við fjármagn og vinnu í allri almennri kynningu, þannig að á þessu þriggja ára tímabili 2002– 2004 verður því varið um 750 millj- ónum til aukinnar kynningar á landi og þjóð. Þessi upphæð er til við- bótar við hefðbundnar fjárveitingar til málaflokksins. Eðlilegt er að því sé velt fyrir sér hvort og þá hvernig þessar auknu fjárveitingar og aukið samstarf rík- is og greinarinnar að almennri landkynningu hafi skilað árangri á þessu ári. Verulega aukin umsvif Þegar litið er til ár- angurs í ferðaþjónustu hér á landi á þessu ári þá hefur umfang greinarinnar aukist á öllum sviðum. Nægir þar að nefna nokkrar tölulegar staðreyndir:  Erlendum ferða- mönnum hefur fjölgað um 14% fyrstu ellefu mánuði þessa árs frá sama tíma í fyrra og aukning er frá öll- um markaðssvæðum  Gera má því ráð fyrir að hingað komi rúmlega 40.000 fleiri er- lendir gestir á þessu ári en á síð- asta ári, eða um 318.000  Gistinóttum á hótelum og gisti- heimilum hefur fjölgað fyrstu átta mánuði ársins um 8%  Gistinóttum hefur fjölgað meira utan höfuðborgarsvæðisins en í höfuðborginni, en mikil áhersla hefur verið lögð á að kynna sem mest af landinu í allri almennri kynningu. Þegar litið er á um- fangið eru um 62% allra gisti- nátta á landsbyggðinni á ári en um 38% í Reykjavík. Þessar tölur sýna mikilvægi ferðaþjónustu í atvinnulífi alls landsins. Þegar litið er til þessara talna og fleiri fer ekki á milli mála að tekist hefur með samstilltu átaki allra og stórauknu fjármagni að verja góðan árangur ferðaþjónustunnar og hefja nýja sókn. Það sem einnig gefur okkur tilefni til að álíta að rétt hafi verið staðið að málum hér er sú staðreynd að á sama tíma og þessi árangur næst hér eru nágranna- þjóðir okkar og samkeppnislönd enn í samdrætti. Hin Norðurlöndin sem eru að keppa á sömu mörk- uðum og við eru t.d. öll með sam- drátt í ferðaþjónustu það sem af er þessu ári. Danmörk með minnstan samdrátt, 0,8%, en Norðmenn með mest eða 8,4%. Hundruð milljóna í aukna neyslu erlendra gesta á árinu Þegar litið er til þessa framlags rík- isins má einnig velta fyrir sér hvort og þá hver sé arðsemi fjárfesting- arinnar. Auðvitað er alltaf erfitt að meta heildararðsemi, en þegar litið er til upplýsinga Seðlabankans um auknar gjaldeyristekjur þjóðarbús- ins af neyslu erlendra ferðamanna hér á landi fyrstu níu mánuði ársins er ljóst að arður ríkissjóðs af þess- ari fjárfestingu er verulegur. Fyrstu níu mánuði ársins keyptu erlendir gestir hér þjónustu fyrir 1500 milljónum meira en á sama tíma í fyrra. Miða við fjölgun gesta síðustu mánuði ársins má gera ráð fyrir að þessi aukning verði um 1.800 millj- ónir yfir árið. Af þessari neyslu rennur ákveð- inn hluti beint í ríkissjóð, virð- isaukaskattur af allri gistingu, veit- ingasölu o.s.frv., auk þess sem vaxandi virðisaukaskattur af bíla- leigubílum og þá greiðsla vega- skatts í gegnum eldsneytiskaup skila ríkinu verulegum tekjum. Þessi aukning á tekjum ríkissjóðs af bílaleigubílum er ekki síst til komin vegna breytts ferðamynst- urs. Tekjur erlendra ferðamanna koma í reynd alls staðar fram í hag- kerfinu. Á það hefur verið bent áð- ur að gera megi ráð fyrir að með beinum og óbeinum hætti skili sér a.m.k. 20% af neyslu erlendra ferðamanna hér á landi í ríkissjóð. Miðað við það yrði arðurinn á þessu ári a.m.k. 360 milljónir af viðbót- artekjunum, sem skilaði sér í rík- issjóð. Hér er eingöngu verið að tala um aukninguna á árinu, en gera má ráð fyrir að erlendir gestir kaupi þjónustu og versli hér í landi fyrir um 25 milljarða svo heildarskil í ríkisjóð ættu því að verða a.m.k. 5 milljarðar á árinu. Það munar um minna og ljóst að fjárfesting ríkisins í ferðaþjónustu undanfarin ár skilar landsmönnum öllum góðum arði í formi aukinna ríkistekna. Það er því mjög ánægjulegt að stjórnvöld skuli nú enn hafa aukið sína fjárfestingu í öllu kynning- arstarfi á Íslandi sem ferðamanna- landi. Á undanförnum árum hefur sú fjárfesting ekki aðeins skilað arð- semi í krónum talið, heldur einnig í auknum umsvifum og atvinnu víða um land. Hér hefur af hálfu hins opinbera verið staðið þannig að málum und- anfarið að athygli hefur vakið ann- ars staðar. Þá má geta þess í lokin að auk beinna fjárveitinga ríkisins til verk- efna hefur verið byggð upp þekking og reynsla á mörkuðunum til að nýta aukafjármuni til kynning- arstarfs. Nú eru á vegum Ferða- málaráðs Íslands starfræktar fimm skrifstofur í fjórum löndum þar sem starfa yfir tuttugu sérfræðingar. Þessir sérfræðingar vinna með atvinnugreininni á fjölmörgum svið- um að eflingu hennar, flestir að kynningar- og upplýsingamálum. Aukin umsvif og auknar tekjur af neyslu ferðamanna hljóta að skapa forsendur fyrir frekari arðsemi fyr- irtækjanna í greininni, sem skiptir jú höfuðmáli þegar horft er til framtíðar. Fjárfestingin skilar góðum arði Magnús Oddsson skrifar um ferðamál ’Ákveðin vatnaskil urðuhaustið 2001 þegar sam- gönguráðherra ákvað að beita sér fyrir að Al- þingi veitti stóraukna fjármuni til kynning- armála í kjölfar hryðju- verkanna 11. september það ár.‘ Magnús Oddsson Höfundur er ferðamálastjóri. EINKENNILEG orðræða hefur átt sér stað undanfarið í fjölmiðlum. Hér er vísað til gífuryrtra viðtala við fyrrverandi formann Mæðrastyrksnefndar, Ásgerði Jónu Flosa- dóttur, sem nýverið varð að segja af sér formennsku eftir, að því er virðist, mikla samstarfsörðugleika og ofríki gagnvart að- standendum nefnd- arinnar, og furðulegar ráðstafanir í nafni hennar. Erfitt er að ímynda sér að hjálparstarf við þurfandi mæður skuli verða fyrir því ljósi sem nú hefur verið beint að því. Erfitt er að sjá réttlætingu þess að nota fjármuni, sem úthlutað hefur verið til hjálparstarfs, í ýmsa ótengda þætti, ss. út- gáfustarfsemi sem nánast útilokað er að geti borið sig fjárhags- lega, hvað þá að veita Mæðrastyrksnefnd eitthvað í aðra hönd. Undirrituð er hér að vísa til þess hvernig fjármagni, sem t.d. Al- þingi úthlutaði nefnd- inni, hefur verið eytt í höfundarlaun um sögu nefnd- arinnar, í stað þess að nýta það beint í hjálparstarfinu. Skv. tveimur svar- greinum talsmanna aðstandenda nefndarinnar við fúkyrðum fyrrver- andi formanns í útvarpi og sjónvarpi er ýmislegt annað í starfi hans sem orkar vægast sagt tvímælis sem ekki verður tíundað hér en á eflaust eftir að líta dagsins ljós síðar. Svar- greinar aðstandenda nefndarinnar gefa eindregið til kynna að eitthvað mik- ið hefur verið að í starfi nefndarinnar sl. ár og að erfitt hafi reynst þeim að fá að fylgjast með starfsem- inni þrátt fyrir eft- irgang í þá veru. Greinar þessar vekja fleiri spurningar en þær svara, en þegar upp er staðið er þó að- alatriðið það að ein- kennilegar starfs- aðferðir og furðulegar yfirlýsingar og skýr- ingar fyrrverandi for- manns skaði ekki nefndina meira en orð- ið er. Framundan er mesti annatími Mæðra- styrksnefndar – tími ljóss og friðar helgra jóla. Stuðlum að því að sem flestir geti notið þeirra. Undirrituð er einn þeirra ein- staklinga sem glaðst hafa yfir miklu starfi nefndarinnar og skor- ar hér með á dygga stuðningsaðila hennar að koma nefndinni nú þegar til hjálpar við að hjálpa öðr- um! Styðjum Mæðra- styrksnefnd Ellen Ingvadóttir skrifar um málefni Mæðrastyrksnefndar ’… er þó aðal-atriðið það að einkennilegar starfsaðferðir og furðulegar yf- irlýsingar og skýringar fyrr- verandi for- manns skaði ekki nefndina meira en orðið er.‘ Ellen Ingvadóttir Höfundur er löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi. Pipar og salt kvarnir Verð kr. 2.900 Klapparstíg 44, sími 562 3614 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.