Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 63
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 63 LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Elsku Maja mín, það er enn svo óraun- verulegt að þú skulir vera farin. Ég hafði alltaf séð þig fyrir mér rúmlega ní- ræða, hrók alls fagnaðar, umlukta fjölskyldu og vinum. Þú ert ein- stök kona sem munt lifa um ókomna tíð með öllum þeim sem urðu þess heiðurs að njótandi að fá að kynnast þér. Þú skilur eftir stórt gat, stærra en mig hefði nokkurn tíma grunað. Ég vil helst ekki þurfa að kveðja þig, ég vildi að þínir nánustu fengju að hafa þig hjá sér um ókomna tíð. En ætli þá á himnum hafi ekki vantað þig til að koma skikk á uppeldið á öllum engla- börnunum. Þú varst svo sönn og einlæg, það var svo gaman að segja þér hvað væri að frétta því fáir sem ég þekki samglöddust meir og bjuggu yfir jafn miklum náungakærleik. Ég finn það núna hvað vantar mik- ið þegar þú ert ekki hér. Ég man þegar ég hitti þig fyrst, það var á sólríkum sumardegi fyr- MARÍA ÞORGRÍMSDÓTTIR ✝ María Þorgríms-dóttir fæddist á Húsavík í S-Þingeyj- arsýslu 22. júlí 1944. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Fossvogi að kveldi laugardagsins 23. ágúst síðastliðins og var útför hennar gerð frá Víðistaða- kirkju 29. ágúst. ir rúmum níu árum. Við vorum í eldhúsinu í Næfurholtinu og þú varst að búa til tún- fisksalat og spyrja mig spjörunum úr um hverra manna ég væri, hvað annað. Mér til mikillar undrunar kom í ljós að þú vissir miklu meira um fólkið mitt en ég. Ég man eftir ótal kvöldstundum við eld- húsborðið þar sem við sátum og spiluðum Rummikub á meðan sólarlagið skartaði sínu fegursta, ég man eftir sögunni um kópinn sem fékk að vera í baðkarinu ykk- ar í nokkra daga. En þrátt fyrir ótal góðar minningar og sögur finnst mér það ekki nóg, ég vildi helst af öllu að þú værir hér enn og það væri til bók sem héti 227 heilræði eftir Maju Togga. Elsku Maja og Bjarni, ég á ykk- ur svo mikið að þakka og verð ykkur ævinlega þakklát fyrir allt sem þið gerðuð fyrir mig. Ég er þess fullviss að ég er betri mann- eskja í dag eftir að hafa fengið að kynnast þér, þú ert sönn fyrir- mynd. Það er því með virðingu og þökk sem kveð þig, gamla mín. Elsku Bjarni, Matti, Kristín og Gummi, makar og barnabörn, ég samhryggist ykkur innilega og vona að sá styrkur og lífsþróttur sem einkenndi Maju lifi með ykkur um ókomna tíð. Rakel Jóhannsdóttir. myndir. Við erum þakklát fyrir þessi áhrif og allt það sem þau hafa gefið okkur. Takk fyrir okkur. Haukur, Halldór, Valgerður og María. Ég man ekki eftir afa öðruvísi en í góðu skapi og alltaf tilbúnum að gera eitthvað skemmtilegt með hverjum sem það vildi. Þótt Maggi afi og amma Vala væru ekki alvöru amma mín og afi var alltaf tekið á móti mér með mestu gleði og hlýju. Alltaf var gaman að koma til þeirra; það var sungið, spilað og hlegið, en mér þótti vænst um gönguferðirnar sem við fórum í úti á tjaldstæði. Oftast voru það bara ég og afi en alltaf beið amma með eitthvað góðgæti þegar heim var komið. Nú þegar ég á leið þarna um og heyri í fýlum, minnir það mig á þessar ánægjulegu samveru- stundir. Elsku afi, ég sakna þín og ömmu mikið en ég trúi því að við hittumst einhvern tíma aftur. Ég, mamma og pabbi þökkum ykkur fyrir allt sem þið hafið gert fyrir okkur. Megi Guð og englarnir vera með ykkur báðum. Hjördís Ásta. Nú er hann Magnús afi okkar dáinn, hálfu öðru ári á eftir Völu ömmu. Við fjölskyldan erum langt að heiman og aðeins pabbi getur farið til Víkur að kveðja hann. Okk- ur þykir mjög leiðinlegt að vera svona langt í burtu en við systkinin ætlum að kveðja hann með því að rifja upp góðar stundir sem við átt- um með honum. Öll höfum við okk- ar eigin kynni af Magnúsi afa og finnst við auðvitað eiga mikið í hon- um. Ég, Vala, er elst af okkur þremur og átti minn tíma með afa og ömmu þegar þau voru í fullu fjöri. Eitt af því besta og skemmti- legasta sem ég vissi var að fara til Víkur og vera hjá afa og ömmu. Ég vildi helst ekki hafa pabba og mömmu með, það var svo gott að vera ein með þeim og fara í göngu- túra eða bara slappa af. Það leið öllum vel í miðjuraðhúsinu í Vík. Ekki vegna hússins eða innrétting- anna, heldur vegna þess að þarna bjó yndislegasta og besta fólkið í heiminum, Magnús afi og Vala amma. Stormur og Gola. Maður fékk að sofa á milli þeirra í stóra hvíta rúminu. Stundum vaknaði ég þó á nóttunni vegna þess að rúmið hristist og skalf vegna hrotnanna í afa. Þá fór ég bara að telja lauf- blöðin á gardínunum þangað til ég sofnaði aftur. Afi var klár og sniðugur karl sem var alltaf að kenna manni og fræða um alls kyns hluti. Að fara í göngu- ferð með afa og ömmu austurmeð var eins og náttúrufræðitími. „Jæja, segðu mér nú hvaða fugl er að syngja“ eða „Vala mín, þetta er hrafntinna“ og hélt á svörtum steini. Svo kunni afi eitt sem var rosalega flott og spennandi, en það var Mors. „Afi, viltu segja nöfnin okkar á loftskeytamáli“ vorum við stelpurnar vanar að biðja hann og hann var alltaf til í það. Mér fannst alltaf mjög gaman að fara með afa í kaupfélagið meðan amma var heima. Þá keyptum við óskajógúrt með kaffi- eða karmellubragði, kremkex og fullt af öðru góðgæti. Afi stoppaði líka alltaf til að tala við afgreiðslufólkið, enda vinsæll mjög. Hann afi var líka svolítið sérvitur, en við vitum öll að það er hinn mesti mannkostur. Hann var með sérstaka tækni við að sykurpækla pönnukökur og raða þeim fallega á fat. Ég man líka eftir því að hann fékk sér alltaf kvöldkaffi fyrir svefninn, mjólkurglas og sæta- brauð. Hann var gjarnan með vasa- klút í vasanum, vindla og greiðu. Þegar ég kom úr baði, amma búin að þvo mér og þurrka hljóp ég inn í stofu og afi greiddi hárið með litlu svörtu vasagreiðunni sinni. Og síð- an snýtti hann fánalitt nefið. Afi og amma voru svo lifandi, það var svo gaman að vera í kring- um þau. Alltaf til í að taka manna eða vist, stundum kom Helga Sveins í heimsókn eða við spiluðum bara ein. En þau spiluðu ekki bara á spil, amma spilaði á gítar og afi kunni að spila á munnhörpu og mandólu, og bæði sungu með. Afi byrjaði líka oft að syngja eða raula lag eftir því hvað tilefnið var hverju sinni. Á veturna gáfu þau oft fugl- unum í garðinum og þá söng afi „Frost er úti fuglinn minn“ og brosti. Þessar vísur hafa einhverja meiri merkingu núna en áður. Það sem mér, Einari, er efst í huga er hve ástríkur, veraldarvan- ur og fróður maður Magnús afi var. Það er bara örlítill hluti af þeim góðu hlutum sem hægt væri að segja um hann Magnús afa. Hann hafði gert ansi marga frábæra hluti í lífinu, fyrir og eftir fæðingu mína. Ég er nú bara 13 ára og var ekki til þegar hann var upp á sitt besta, en ég hef heyrt rosalega mikið um hann frá pabba og öðrum í fjöl- skyldunni. Ég man vel eftir heim- sóknum mínum austur í Vík til hans og ömmu. Ég var yfirleitt staddur við rúmstokkinn hjá þeim þegar þau fóru á fætur (stundum fóru þau á fætur vegna þess að ég hafði vakið þau) og afi borðaði allt- af sveskjugraut í morgunmat. Þeg- ar þau hjónin fluttu frá Vík til Hrafnistu í Hafnarfirði fórum við mikið oftar að heimsækja þau af því að við búum í Reykjavík sem er miklu nær. Hann og amma voru alltaf glöð að sjá okkur þegar við komum og heimsóttum þau. Þau brostu þegar þau sáu okkur og brosin komu mér alltaf í gott skap. Magnús afi var alltaf snyrtilega klæddur, sama hvort það var tilefni eða ekki, alltaf í rosa flottum föt- um. Stundum í jakkafötum, stund- um í fallegri skyrtu og fínum, svörtum, vel straujuðum buxum, og stundum í gæðavesti. Hann var ekki bara vel klæddur, heldur spillti útlitið ekki fyrir. Hann var með slétt og fallegt andlit og al- mennilegt nef, nefin í fjölskyldunni eru nefnilega ættgeng og eru ekki af minni gerðinni, eins og börnin hans eru til sönnunar um. Hann var alltaf frekar rólegur og afslapp- aður hann afi og flýtti sér ekki að neinu. Það var mikill kostur við hann. Hann var alveg afslappaður þegar hann átti í samræðum, þegar hann borðaði og jafnvel þegar hann veiddi. Hann var afskaplega góður veiðimaður og veiddi meira að segja örlítið þegar hann var orðinn eldri en 80 ára. Hann var líka mjög góðhjartaður. Hann sat mikið í stólnum sínum og spjallaði vin- gjarnlega við alla sem voru staddir hjá honum. Hann var með góðan húmor, en hló nú samt ekki mikið. Hann brosti bara góðu brosi og maður vissi að svoleiðis bros jafn- giltu hlátri og ánægju. Magnús afi var alltaf voða kurt- eis við alla. Hann talaði hlýlega um fólk sem honum fannst gott og kall- aði það prúðmenni og ljúfmenni. Hann vissi trúlega ekki að flestum fannst hann sjálfur mesta prúð- mennið. Hann var voða stoltur af vinum og ættingjum, prúðmennin sem hann talaði um voru nefnilega langflest vinir og ættingjar. Magn- ús afi var góður maður og öllum sem þekktu hann líkaði vel við hann. Nú hvílir hann við hlið Völu ömmu í Vík, þau eru komin aftur heim. Ég, Katrín, er nú bara ung ennþá eins og bróðir minn, en man líka vel eftir heimsóknunum til afa og ömmu í Vík. Mér er minnisstætt þegar við keyrðum upp að húsinu og bæði komu út í dyrnar til að taka á móti okkur. Ég og Einar fórum þá yfirleitt strax að leika okkur í dótaherberg- inu í kjallaranum með dótið og föt- in þar. Það var ekki lítið haldið af „tískusýningum“ með öllum kjól- unum þar niðri. Við áttum margar góðar stundir í húsinu með fjöl- skyldunni. Ég man mest eftir þeim á Hrafnistu í Hafnarfirðinum, því þar bjuggu þau mestalla ævi okkar yngri barnanna. Við fórum oftar í heimsókn til þeirra þá en það var alveg jafn- gaman og við fengum alveg svaka- lega mikið af konfekti og nammi. Eitt af því sem ég man mest eftir honum afa var að þegar við komum í heimsókn þá söng hann fyrir mig lag um konu sem hét Katarína. Mér fannst ég vera svaka sérstök, að einhver hefði gert lag um mig. Eitt af þessu sérstaka við hann afa var að hann var rosalega góður við alla. Ég veit ekki um neinn sem lík- aði ekki við afa og ömmu eða hafði ekkert gott að segja um þau og alltaf vorum við að heyra sögur af góðverkum þeirra yfir árin. Við systkinin erum þakklát Magnúsi afa og Völu ömmu fyrir þær minningar sem við eigum um þau og þann tíma sem við fengum að vera hjá þeim og kynnast þeim. Þau voru fyrirmyndarfólk og við erum öll stolt af því að vera afkom- endur þeirra. Þótt bæði séu nú dáin þá munu þau lifa í hugum okkar barnanna. Valgerður, Katrín og Einar Pálmabörn. Kæri Maggi bróðir. Ég kveð þig að sinni. Varla verður sagt að andlát þitt hafi komið á óvart okkur sem fylgst höfum með líðan þinni síðustu árin. Viðbrögðin eru þó alltaf þau sömu þegar maður heyrir lát góðs bróður og vinar. Mann setur hljóðan, lítur til baka og horfir yfir farinn veg. Þótt ég komi til með að sakna þín, þá get ég ekki annað en fagnað því að krossinn, sem þú hlaust að bera, er nú ofan tekinn. Þú vannst það góðverk að koma heim á hverju sumri til að stunda sjóinn með pabba og hugsa um heyskapinn. Þú vissir að pabbi gat ekki gert út bátinn sinn nema með þinni hjálp. Í landlegum var mikið að gera í heyskapnum. Þú dróst þar ekki af þér, þótt þú værir bæklaður á handlegg. Þú varst skarpgreindur mann- kostamaður og víðlesinn. Þú varst búinn að sjálfmennta þig heima þegar þú fórst í eldri deild að Reykjaskóla í Hrútafirði, eldri deild í Samvinnuskólann og síðast í Loftskeytaskólann. Við vorum mjög samrýnd, þótt það væru rúm 9 ár á milli okkar. Í gamla daga fannst mér óhugsandi að fara á böll eða á önnur manna- mót nema þú værir með. Átti ég oft í basli með að draga þig frá bókunum. Það spilaði auð- vitað inní að þú borgaðir alltaf fyrir mig inn á skemmtanirnar. Þú kynntir mig alltaf sem litlu systur þína, þótt ég væri eins stór og þú og þótti mér gaman að þessu. Eitt sinn, er við Jóhann vorum úti á Kanarí, fórum við, sem oftar, á veitingastað. Þar sat Gunnar Dal rithöfundur. Ég heyri að hann er að segja frá því að hann hafi verið á Reykjaskóla. Ég spyr hann hvort hann hafi verið þar með Magnúsi Þórðarsyni. Hann hélt það nú og sagði svo. „Ert þú kannski litla systir hans Magga, þá verð ég nú að traktera þig almennilega“. Sjórinn kallaði alltaf á þig og ætlaðir þú að vinna á Lóranstöðinni á Reynisfjalli meðan þú biðir eftir skipsplássi. Þetta fór á annan veg. Þín gæfuspor áttu eftir að liggja austur í Vík í Mýrdal. Þar kynnt- istu yndislegri konu, henni Völu þinni, og voruð þið óaðskiljanleg upp frá því þangað til Vala lést fyr- ir rúmu ári og var jarðsett í Vík, og nú ferð þú til hennar og leggst við hliðina á henni. Þið eignuðust 6 mannvænleg börn, fyrirtaks tengdabörn, sem öll eru hámenntuð, hóp af barnabörn- um og barnabarnabörnum, sem þið voruð stolt af og máttuð þið vera það. Að lokum óska ég þér góðrar heimkomu. Borghildur. Hér fæ ég mér í staup í minn- ingu Magnúsar Þórðarsonar, móð- urbróður míns, þó að drykkurinn sé ekki eins góður og sá sem hann gaf mér þegar ég heimsótti hann. Hann var frjálshuga maður, góður faðir og eiginmaður, örlátur við alla sem kynntust honum og sannur sósíalisti. Hann var sérstakur mað- ur, skemmtilegur að tala við og hafði ákveðnar skoðanir á mörgum málefnum. Það verða aldrei nógu margir svona Magnúsar. Heimir Alfred Salt, Leeds. Ég var heimagangur hjá Völu og Magga í Vík í Mýrdal. Það er ómet- anlegt að hafa í uppvextinum feng- ið að vera í því hlutverki að taka þátt í lífinu sem lifað var á heimili þeirra, umræðum, leik og söng. Heiðurshjónin Valgerður Guð- laugsdóttir og Magnús Þórðarson voru alltaf kölluð Vala og Maggi. Á þeim árum sem ég átti heima í Vík með foreldrum mínum voru þau og börn þeirra næstu nágrannar okkar og mjög kærir vinir ávallt síðan. Milli heimilanna var daglegur sam- gangur og mikil samskipti. Vala og Maggi áttu um margt mjög sér- stakt heimili. Börnin voru mörg og húsrými þröngt fyrstu búskaparár- in. Vegna vaktavinnu á loftskeyta- stöðinni á Reynisfjalli var Magnús oft heima við að degi til og þá gekk hann að heimilisstörfum og tók þátt í uppeldi barnanna til jafns við konu sína.Að því leyti var hann á undan sinni samtíð. Lífið var ekki ávallt dans á rósum hjá þeim frem- ur en hjá öðrum. En þau hjón voru samhent. Þau voru ákaflega fé- lagslynd og vinmörg, léku bæði á hljóðfæri og á heimilinu var mikið sungið, spilað og leikið sér. Og það var talað saman um alla heima og geima. Á þetta heimili var gott og gaman að koma og það dró mig að sér eins og segull. Magnús var að mörgu leyti sér- stæður maður. Hann var kröfu- harður við sjálfan sig og aðra en hann var líka réttsýnn og mild- ur.Hann var pólitískur í víðtækri merkingu þess orðs, vel að sér og áhugasamur um menn og málefni. Hann lét sig varða það sem var að gerast í heiminum nær og fjær. Á grundvelli hreinnar manngæsku var hann sannfærður sósíalisti. Þegar ég kom aftur til Víkur í Mýrdal með fjölskyldu minni all- nokkrum árum eftir að foreldrar mínir og ég fluttum þaðan var það ekki síst til að heimsækja þau Völu og Magga.Eins og ávallt var okkur tekið af einstakri elskusemi. Síðustu árin bjuggu þau þau hjónin í Hafnarfirði. Þar voru þau nær sínu fólki en fjölskyldan átti áfram húsið í Vík og dvöldu þau þar oft með börnum sínum, tengda- börnum og barnabörnum. Þótt samverustundum fjöl- skyldna okkar hafi fækkað hin síð- ari ár hafa sterk vináttuböndin haldist í meira en hálfa öld. Val- gerður lést sumarið 2002. Síðast hitti ég Magnús á heimili dóttur hans Guðlaugar um jólin í fyrra. Þar var öll fjölskyldan samankom- in. Honum þótti gott að vera með sínu fólki og þó að hann væri ekki samur og áður var handtakið enn hlýtt. Nú er Magnús allur. Mér finnst eins og með honum sé lokið ákveðnum kapítula sem tengist bernsku minni í Vík og þar með andblæ þess tíma sem þá var. Ég kveð vin minn Magnús Þórðarson með virðingu og þakklæti. Fyrir hönd móður minnar, Helgu Ein- arsdóttur, og fjölskyldu sendi ég börnum hans þeim Guðlaugu, Sol- veigu, Þórði, Unni, Pálma, Gerði og fjölskyldum þeirra einlægar sam- úðarkveðjur. Margrét Oddsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.