Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 80
FRÉTTIR
80 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Munið
að slökkva
á kertunum
Yfirgefið aldrei
vistarveru þar sem
kertaljós logar
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
Lúsíutónleikar í Seltjarnar-
neskirkju. Árlegir Lúsíutóleikar á
vegum Sænska félagsins á Íslandi
verða haldnir í kvöld kl. 19.30 í Sel-
tjarnarneskirkju. Miðaverð er 600
kr. en ókeypis fyrir börn 12 ára og
yngri. Einnig er selt við innganginn,
kaffi eða safi, lúsíusnúðar og pip-
arkökur á 400 kr.
Jólagleði Kramhússins í Íslensku
óperunni. Í tilefni þess að Kram-
húsið fagnar 20 ára starfsafmæli
sínu verður efnt til jólagleði í Ís-
lensku óperunni í dag, laugardaginn
13. desember, kl. 20. Gestakennarar
koma víðsvegar að úr heiminum og
munu þeir ásamt íslenskum kenn-
urum koma fram ásamt um 100 nem-
endum og sýna hina ýmsu dansa.
Meðal annars tangó, salsa, dansa frá
Balkanskaganum, afródansa, flam-
encó, breakdans o.fl.
Gestir jólagleðinnar eru hljóm-
sveitin „Hundur í óskilum“ og tvö-
faldur magadansmeistari Danmerk-
ur Anna Barner. Miðasala er í
Kramhúsinu og á sýningardag í Ís-
lensku Óperunni. Miðaverð er kr.
1.000.
Jólalest Coca-Cola fer sinn árlega
hring um höfuðborgarsvæðið í dag.
Lagt verður af stað frá Vífilfelli við
Stuðlaháls kl. 16. Ekið verður í átt
að Vesturlandsvegi, upp Víkurveg
og að Spönginni í Grafarvogi. Þaðan
er ekið í átt að Gullinbrú niður á
Vesturlandsveg og inn á Sæbraut,
upp Kringlumýrarbraut til suðurs
og þaðan vestur Miklubraut. Ekið
verður inn á Rauðarárstíg og niður
Laugaveg.
Af Laugavegi verður haldið inn á
Lækjargötu til suðurs, Skothúsveg,
vestur Hringbraut, um Eiðsgranda
að Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Það-
an verður farið Nesveg og Hofs-
vallagötu að Hringbraut. Hring-
brautin verður ekin til austurs, inn á
Bústaðaveg og síðan Kringlumýr-
arbraut til Hafnarfjarðar.
Í Hafnarfirði fer lestin um Fjarð-
argötu, Lækjargötu, Reykjanes-
braut, Fjarðarhraun, Hafnarfjarð-
arveg, Vífilsstaðaveg,
Reykjanesbraut og að Smáralind.
Endastöð jólalestarinnar verður við
Vetrargarðinn í Smáralind kl. 18 en
þar verður jólaball. Dansað verður í
kringum jólatréð og þeir jólasveinar
sem mættir eru til byggða láta sjá
sig
Sýningin „Kirkjur í Reykjavík“
stendur nú yfir í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs, Borg-
artúni 3. Sýningin nær yfir allar
kirkjur í Reykjavík, alls 26 talsins.
Sýndar eru ljósmyndir og teikningar
ásamt fróðleik um kirkjurnar. Til-
gangur sýningarinnar er að draga
fram áhugaverð gögn og setja fram
þannig að fagaðilar jafnt sem áhuga
fólk hafi gagn og gaman af, segir í
fréttatilkynningu. Opið er kl. 8.20–
16.15 virka dag og er boðið upp á
kaffi og piparkökur.
Í DAG
Danssýning í Smáralind. Nem-
endur frá Dansíþróttafélagi
Hafnarfjarðar verða með dans-
sýningu í Vetrargarðinum
Smáralind sunnudaginn 14. des-
ember kl. 13–14.
Sýndir verða m.a. barnadansar,
samkvæmisdansar, freestyle,
break, línudans og diskódans.
Nemendur frá 3. ára aldri upp í
keppnisdansara sýna. Enginn að-
gangseyrir er að sýningunni.
Stjórnandi sýningarinnar er
Auður Haraldsdóttir danskenn-
ari.
Jólasýning í Árbæjarsafni. Á
morgun, sunnudaginn 14. desem-
ber kl. 13–17 verður jólasýning í
Árbæjarsafni. Þar verður m.a.:
kertasteypa, laufabrauðsút-
skurður og jólaföndur í Korn-
húsi. Sögustund verður kl. 14 og
mun Iðunn Steinsdóttir lesa fyr-
ir börnin. Messa verður í safnkirkj-
unni kl. 14. Gengið verður í kring-
um jólatré kl. 15 og jólasveinar
koma í heimsókn einnig verður
sýning á þjóðlegu jólaskrauti. Veit-
ingar verða í Dillonshúsi.
Á MORGUN
NÝLEGA var haldinn ársfund-
ur Félags ferðamálafulltrúa á
Íslandi, FFÍ. Stjórn félagsins
skipa Ásborg Arnþórsdóttir,
ferðamálafulltrúi uppsveita Ár-
nessýslu, formaður, Auróra
Friðriksdóttir, ferðamála-
fulltrúi Vestmannaeyja, gjald-
keri, og Haukur Suska-Garð-
arsson, atvinnu- og
ferðamálafulltrúi A-Húna-
vatnssýslu, ritari.
Helstu verkefni FFÍ á kom-
andi starfsári eru tvö, annars
vegar árleg ráðstefna EUTO
European Union of Tourist
Officers sem haldin verður í
Reykjavík 1.-5. september.
Hins vegar er það Evrópuverk-
efni, en Félag ferðamálafull-
trúa á Íslandi og fleiri aðildar-
lönd hafa unnið saman
styrkumsókn í verkefni á sviði
starfsþjálfunar og endur-
menntunar.
Ný stjórn í
Félagi ferða-
málafulltrúa
Aðalfundur Amerísk–íslenska
verslunarráðsins, sem starfar á Al-
þjóðasviði Verslunarráðs Íslands,
verður haldinn í Þingholti, Hótel
Holti, mánudaginn 15. desember kl.
12–14. Á dagskrá eru hefðbundin að-
alfundarstörf auk þess sem Stein-
grímur Sigurgeirsson, blaðamaður
Morgunblaðsins, mun halda erindi á
ensku sem nefnist „United States
and Europe. Pulling together or
pulling apart“. Boðið er upp á há-
degisverð sem kostar kr. 3.000. Til-
kynna þarf þátttöku fyrirfram.
Á NÆSTUNNI
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur komist að þeirri niðurstöðu í sam-
ráði við lögfræðinga Umhverfisstofn-
unar að ekki þurfi að endurgreiða
rjúpnaveiðimönnum veiðikort þrátt
fyrir alfriðun rjúpunnar. Helstu rökin
eru þau að rjúpan eins og önnur dýr
er friðuð og gefin sé út undanþága til
veiða á henni. Þetta kemur fram í
pistli á vefsíðu Skotveiðifélags Ís-
lands, Skotvís. Þar kemur fram
margir félagsmenn, fyrst og fremst
þeir sem aðeins stunda rjúpnaveiðar,
hafi spurst fyrir hjá félaginu um
hvort veiðikortin verði endurgreidd í
ljósi þess að bannað sé að veiða rjúpu.
„Hér er að okkar mati um hártog-
un að ræða og verið að túlka lögin
eins og mögulegt er stjórnvöldum í
vil,“ segir í pistlinum um rök ráðu-
neytisins. „Skotveiðifélag Íslands
getur ómögulega sætt sig við þessa
niðurstöðu. Veiðikortagjaldið er í
raun og veru skattur sem m.a. er not-
aður til að reka veiðikortakerfið, eft-
irlit með veiðum á Íslandi og rann-
sóknir á íslenskum veiðidýrum.“
Flestir veiðimenn voru búnir að
tryggja sér kort og greiða fyrir það
þegar ráðherra tók ákvörðun um að
banna rjúpnaveiðar, segir á síðunni.
Félagið lítur svo á að í ljósi þess að
rjúpnaveiðibannið var byggt á veik-
um forsendum að umhverfisráðherra
hefði átt að endurgreiða þeim rjúpna-
veiðimönnum sem fóru fram á endur-
greiðslu. „Það hefði getað bjargað því
sem bjargað yrði hvað varðar veiði-
kortasjóð, sem eftir þennan gjörning
ráðherrans er að öllum líkindum
ónýtur, bæði sem gagnabanki og sem
sjóður sem kostar vísindarannsókn-
ir.“
Ráðherra aftur kominn
í stríð við veiðimenn
Á vefsíðunni kemur fram að 60%
íslenskra skotveiðimanna veiða að-
eins rjúpur og að samkvæmt upplýs-
ingum frá veiðistjórnunarsviði eru
þetta um 3.000 manns. „Þessir menn
hafa því greitt í veiðikortasjóð sem
nemur 6.600.000 króna. Líkur eru á
að tiltölulega fáir veiðimenn hefðu
farið fram á endurgreiðslu hefði ráð-
herrann sýnt þá skynsemi og hug-
rekki að verða við beiðni þeirra sem
þess óskuðu, hefði það að öllum lík-
indum róað mannskapinn nokkuð. En
með þessum gjörningi sínum að neita
því algjörlega er ráðherrann enn og
aftur kominn í stríð við veiðimenn.“
Í pistlinum kemur fram að
SKOTVÍS ætli ekki að láta málið
„kyrrt liggja og er nú þessa dagana
að kanna réttarstöðu félagsmanna
sinna.“
Þar segir einnig: „Það sem er þó
verst í þessu máli og raunar sorglegt
er að núverandi umhverfisráðherra
er ábyrg fyrir því að veiðikortasjóður
mun að öllum líkindum verða ónot-
hæfur næstu misseri. Frá því að sjóð-
urinn var settur á laggirnar árið 1995
hafa tæpar 100 milljónir runnið í
hann úr vösum skotveiðimanna. Þar
af hafa 43 milljónir runnið til rjúpna-
rannsókna. Alls hefur Náttúrufræði-
stofnun Íslands fengið úr sjóðnum
rúmar 67 milljónir frá upphafi. Könn-
un veiðistjórnunarsviðs Umhverfis-
stofnunar sýnir að veiðiskýrslur hafa
satt best að segja verið ótrúlega
ábyggilegar. Þessi gagnagrunnur er
því eins og gefur að skilja gríðarlega
mikilvægur fyrir allar rannsóknir á
villtum dýrum á Íslandi.“
Á síðunni segir að ljóst sé að fjöldi
rjúpnaveiðimanna muni ekki endur-
nýja veiðikort sín um áramótin og að
veiðikortasjóður muni því verða af
umtalsverðum tekjum. „Það sem er
þó verst af öllu er að fjölmargir veiði-
menn munu skila röngum upplýsing-
um á veiðiskýrslum sínum. Rök
þeirra eru helst þau að þeim finnst
sem að þær tölur sem þeir hafa af trú-
mennsku sent hafi verið notaðar gegn
þeim, og ekki síst að þær fregnir þess
efnis að umhverfisráðherra muni
ekki endurgreiða rjúpnaveiðimönn-
um veiðikortin séu til þess eins fallnar
að bæta gráu ofan á svart,“ segir í
pistlinum.
Umhverfisráðherra vill ekki endur-
greiða veiðikort, segir SKOTVÍS
Ábyrgur fyrir því
að veiðikortasjóð-
ur verður ónýtur
Veiðimenn munu skila röngum
upplýsingum í veiðiskýrslum