Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 64
MINNINGAR 64 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga KristínSigurðardóttir fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 30. júní 1944. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 4. des- ember síðastliðinn. Foreldrar Helgu voru hjónin Sigurður Árnason, f. 27. maí 1912, d. 22. apríl 1970, og Jóninna Gunnlaug Jóhannes- dóttir f. 17 ágúst 1923, d. 12. nóv. 1946. Helga missti móður sína í bernsku og ólst eftir það upp hjá ömmusystur sinni Jóninnu Sólveigu Guðlaugsdótt- ur, f. 27. des. 1896, d. 8. júlí 1987, og eiginmanni hennar Gunnlaugi Þorsteinssyni, f. 20. des. 1891, d. 1. janúar 1978, fyrst að Hamri í Svarfaðardal og síðar á Dalvík. Helga á einn hálfbróður, Friðrik Sigurðsson, f. 20. febrúar 1950. Árið 1969 giftist Helga Karli Sævaldssyni, f. 2. júní 1949. Hún átti fyrir soninn Árna Finnsson, f. 21. september 1963, en hann á einn son, Árna Hjörvar, f. 22. mars. 1984. Dætur Helgu og Karls eru Jóninna Gunnlaug, f. 15. febrúar 1968, maki Guðmundur Áskelsson, og eiga þau börnin Guðrúnu Soffíu, f. 19. ágúst 1989 og Karl, f. 27. jan. 1991; Anna Guðný, f. 28. júní 1969, maki Hörður Hólm Másson og eiga þau börnin Hjördísi Hólm, f. 25. sept. 1988, og Einar Má, f. 21. jan. 1993; Brynja f. 30. maí 1973, og á hún einn son Bjarka Fannar Stefánsson, f. 20. mars 1999; og Ingunn Helga, f. 30. des. 1982. Karl á auk þess dótt- urina Jónu Lind, f. 20. janúar 1968. Helga verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku Helga. Nú eru 50 ár liðin frá því ég sá þig fyrst, litlu grönnu stelpuna með skrýtnu húfuna. Þú fluttir í næsta hús við hliðina á æskuheimili mínu. Við kynntumst ekki mikið á þessum árum. En seinna lágu leiðir okkar saman. Við fórum að búa, og giftum okkur á aðfangadag 1969. Þá voru tvær dætur okkar fæddar og Árni orðinn 5 ára, síðan bættust aðrar 2 dætur í hópinn. Þessi hópur er búinn að vera mjög samrýndur í gegnum tíðina, sérstaklega minnist ég allra ferðanna sem við fórum um landið, allra hestamótanna sem þú varst boðin og búin til að fylgja mér á. Ekki má heldur gleyma Stekkjar- húsferðunum okkar. Þar sem þú varst með gítarinn og stelpurnar sungu. Elsku Helga, ég sakna þín sárt og mun geyma minningu þína í brjósti mér. Guð geymi þig að eilífu. Kveðja, Karl. Elsku mamma. Söknuður okkar er mikill. En það eru svo margar góðar minningar sem við geymum í hjörtum okkar. Til dæmis allar sumarbústaðaferð- irnar sem voru farnar á hverju sumri en engin mátti missa af þeim því þar sem þú varst vildum við líka vera. Allar ferðirnar í Hánefstaðarreit eru okkur ógleymanlegar, þar sem allir fengu mömmupönsur með sykri sem eru þær bestu í heimi. Núna mun margt breytast hjá okkur, þar á meðal að nú er engin mamma lengur til að hjálpa okkur með það sem við getum ekki. Núna þurfum við að sauma allar okkar gardínur sjálfar. En elsku mamma, viltu halda í höndina á okkur á meðan við reynum að sauma eins vel og þú. Það er okk- ur dýrmætt að hafa átt mömmu sem var alveg jafnt vinkona okkar og móðir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Þínar dætur Jóninna og Ingunn. Elsku mamma. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig aftur. Í haust þegar þú veiktist aftur kom ekki annað til greina hjá mér en þú myndir ná þér að fullu og gætir farið að sinna öllu því sem þér var svo kært, vinna, sauma og svo ég tali ekki um að fara í golf. En við erum ekki spurð hvenær tíminn kemur, og það kemur upp í huga manns hversu óréttlát lífið getur verið. Mig langar að þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og allt sem þú gerðir fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Það ríkti alltaf gleði í kringum þig og þú gast alltaf séð spaugilegu hliðarnar á lífinu, ég ylja mér við þær minningar og geymi þær í hjartanu um ókomna tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég þakka öllum þeim sem studdu mömmu í hennar erfiðu veikindum og bið Guð að vaka yfir pabba á þess- um erfiða tíma og veita honum styrk. Anna Guðný. Systir kær, að vera að fylgja þér þessa leið í hinsta sinn er það sem maður vill helst aldrei horfast í augu við að er hluti af lífinu. Það hvarflaði ekki að mér að þetta væri okkar síð- asta samtal þegar ég hafði lokið sím- talinu við þig fyrir 16 dögum síðan og þú kvaddir með þeim orðum að þessi krankleiki yrði nú sigraður og við myndum glöð og hress geta spil- að golf saman á næsta ári. Örlögin eru engu lík og ekkert sem maður getur tekið sem gefið á hverjum degi. Minningarnar koma hver af annarri án þess að maður geti skilið á milli þeirra svo glöggt, það er svo margt sem af er að taka þó við höfum ekki alist upp saman. Fjarlægðin var ekki mikil milli heimila okkar en ald- ursmunurinn var það sem gerði að mér fannst þú alltaf vera svo ráðsett. Mér er ekki minnisstætt neitt tilfelli sem þú varst ekki glöð og kát og sást alltaf jákvæðu hliðar allra mála sem rædd voru. Þennan eiginleika hafðir þú eins og faðir okkar sem ég man ekki að skipti nokkurn tímann skapi. Samgangur milli heimila okkar var oft nokkuð mikill meðan við bjugg- um á Dalvík en minnkaði þegar við fluttum þaðan. Við það að þú stofnaðir fjölskyldu á Dalvík og ég á suðvesturhorninu ásamt áralangri búsetu minni er- lendis gerði það að stöku símtal og jólakveðjur voru okkar einu sam- skipti í mörg ár. Maður ætlar alltaf að breyta þessu þegar tímarnir líða en svo kemur að þessum tímapunkti og maður áttar sig á að það er orðið of seint. Við náðum að fara saman á golf- völlinn fram í dal í fyrra sumar, þú varst svo stolt yfir þeim verkum sem þar höfðu verið unnin og sást marga möguleika þar í framtíðinni. Um- ræða um þetta sameiginlega áhuga- mál okkar kom oft upp og fylltist þú alltaf sérstökum áhuga þegar það bar á góma. Nú þegar leiðir okkar skilja um stundarsakir verður frekar tómlegt en tómið er mest fyrir Kalla, börnin þín og fjölskyldur þeirra, sem eftir eru án þinnar veraldlegu nærveru. Þú hafðir oft orð á því við mig og seinast þegar ég heimsótti þig fyrir rúmum mánuði, hvað það gæfi þér mikið, öll samheldnin milli ykkar allra. Aldrei leið sá dagur að ekki væri samgangur eða samtöl sem lífg- uðu upp á tilveruna. Ég bið almættið að styrkja og styðja eiginmann þinn, börn, tengda- börn og barnabörn í þeirra miklu sorg og votta þeim okkar dýpstu samúð frá mér og fjölskyldu minni. Friðrik Sigurðsson. Laugardagsmorguninn 29. nóv. barst mér sú fregn að þú kæra vin- kona og mágkona ættir ekkert eftir af lífstíma þínum, núna væri það bara bið í nokkra daga eftir endalok- unum. Ennþá einu sinni hefur þessi illvægi sjúkdómur sigur. Þú ætlaðir ekki að láta þetta gerast, þinn tími var ekki kominn, aðeins nokkrum dögum áður baðstu mig að panta bútasaumsefni frá Ameríku svo að þú hefðir nú eitthvað að gera þegar þú hresstist, og ég gerði það því að ég var alveg viss um að á þessu myndir þú sigrast eins og öðru, ann- að hvarflaði ekki að mér. Ég læt hugann reika til baka, þú varst aðeins níu ára gömul þegar þú fluttir úr sveitinni niður á Dalvík. Ég man eftir þér standandi á milli húsanna okkar með grænu útprjón- uðu húfuna þína, því þú fluttir í húsið við hliðina á mínu. Við höfum rætt húfuna margoft, hún var lengi til og vakti oft hlátur og gleði. Elsku Helga, ég held að enginn hafi komist nær því að vera systir mín en þú. Þú áttir heldur enga syst- ur, og ég held að við höfum komið hvor annarri í systur stað. Við þurft- um alltaf að hringja hvor í aðra eða hittast til að bera hlutina saman og fá álit hvor hjá annarri. Þegar ég var um tvítugt ákváðum við tvær, ásamt Huggu, að hittast og stofna saumaklúbb, þá varst þú á leiðinni að verða mágkona mín, ófrísk að elstu dóttur ykkar Kalla, Ninnu. Fljótlega bættist Anna Stella í hópinn, seinna flutti svo Gígja og gekk í lið með okkur. Þessi fé- lagsskapur hefur haldist síðan, í 35 ár. Allt það sem við erum búnar að bralla saman er örugglega efni í heila bók, og það mjög skemmtilega. Enginn er búinn að gleyma þegar við keyrðum eina heim í barnakerru, eða þurftum að hlaupa inn í Mosk- óvitch á fullri ferð af því að við fund- um ekki fyrsta gírinn og þurftum að ýta í gang. Allt varð okkur að hlátri og skemmtun. Við vorum líka miklar ferða- og ævintýramanneskjur og ákváðum að baka brauð og tertur og selja, og safna okkur peningum upp í utanlandsferðir. Þetta eru ógleym- anlegar minningar. Um jólin 1969 giftust þið bróðir minn. Fjölskyldurnar okkar hafa alltaf verið nánar, áhugamálin svip- uð, börnin okkar á svipuðum aldri og svo seinna barnabörnin. Oft erum við búnar að sitja við eldhúsborðin okkar og ræða barnauppeldi og fjöl- skyldumál, kannski ekki alltaf sam- mála, en það var allt í lagi, við virtum skoðanir hvor annarrar. Ég sakna þess virkilega að þú færð aldrei að sjá tvíburabarnabörnin mín, sem eru á leiðinni, og segja mér til, hvað ég má gera fyrir þá og hvað ekki. Þú áttir sérstaklega gott með að lynda við annað fólk og þannig persónur eignast líka marga vini, og þú áttir marga vini. Einmitt núna í veikind- um þínum sagðir þú svo oft að þú ættir svo gott að eiga svona marga og góða vini, það hjálpaði svo mikið. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért ekki á meðal okkar, en það er víst alveg staðreynd, og ég verð að taka á því. Systur segja hver annarri allt, en þetta sagðir þú mér ekki, ekki að þú værir að stíga síðustu sporin meðal okkar. Ég held líka að þú hafir ekki vitað hvað það var stutt eftir, ég vona það að minnsta kosti. Elsku Kalli og börnin ykkar, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð og vonum að guð styrki ykkur og láti ykkur í té einhvern aukastyrk til að standast þessa raun. Vigdís og fjölskylda. Elsku vinkona. Margar minningar hafa leitað á hugann síðustu tvær vikur. Það eru þrjátíu og fimm ár síðan við byrjuðum í saumaklúbbnum okk- ar sem breyttist með árunum í spila- klúbb, þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar, alltaf hress og kát og hafð- ir svo smitandi hlátur að þú hreifst alla með. Manstu þegar konan frá Ólafsfirði flutti í húsið við hliðina á þínu og við ákváðum að bjóða henni í klúbbinn okkar svo hún kæmist í kynni við Dalvíkinga! Hún var nú líka ansi flott, alltaf með veski og hanska og virtist mjög veraldarvön enda búin að vera í Svíþjóð. Þú tókst að þér að tala við hana og bjóða henni í hópinn. Manstu allar stjörnurnar sem við lögðum og „spádómana“. Í einni stjörnunni þóttumst við sjá að ein- hver okkar ætti von á barni, en við héldum að við værum allar hættar barneignum fyrir löngu, töldum þetta alveg fráleitt, en viti menn, var það þá ekki hún Helga sem skaut okkur ref fyrir rass með því að bæta einni dóttur í hópinn sinn. Þarna þóttumst við sanna að við vorum ekki svo slæmar spákonur þegar öllu var á botninn hvolft. Eða þá ógleym- anlegu utanlandsferðirnar okkar, þegar við veðjuðum um það hver okkar fengi fyrst aðstoð með tösk- urnar á flugvellinum og auðvitað varst það þú, þessi litla og netta kona sem hafðir vinninginn. Eða á hótelinu þegar þú fórst með sund- hettuna og sundgleraugun á höfðinu niður á hæðina fyrir neðan okkur til að heilsa uppá fólk sem þú þekktir þar. Svona varst þú alltaf til í sprell- ið. Elsku vinkona, við þökkum fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum með þér, þín verður sárt sakn- að, en minningarnar eigum við. Við huggum okkur við að þú ert nú hjá Guði, laus við allar þjáningar. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Kalla, barnanna og fjölskyldna þeirra. Þínar vinkonur og klúbbsystur, Gígja, Vigdís, Anna Stella og Hugrún. Það var haustið 1962 að 34 stúlkur frá ýmsum stöðum af landinu komu til Ísafjarðar til þess að setjast í Húsmæðraskólann Ósk, sem þá var mjög vinsælt af stúlkum. Bjuggum við á heimavist skólans í miklu ná- býli, flestar í fjögurra manna her- bergjum. Útivist var mjög takmörk- uð og reyndi því mjög á aðlögun- arhæfileika okkar. Með söng og gleði tókst okkur að verða samheldinn hópur þar sem allar fengu að njóta sín. Á þessum árum voru allar stúlk- ur með túberað hár og vorum við engir eftirbátar með það. Þess vegna höfðum við rúllur í hárinu allan þann tíma sem skólareglur leyfðu og sváf- um iðulega með þær á nóttinni, það þurfti að líta vel út þá sjaldan við fengum að skreppa út fyrir dyr. Í dag verður til moldar borin önn- ur skólasystirin sem hverfur úr þessum hópi, Helga Kristín Sigurð- ardóttir, frá Dalvík. Hún átti sinn þátt í gleðinni sem ríkti í skólanum okkar þennan vetur, var lítil og kvik í hreyfingum og hafði greinilega lært að vinna. Hún spilaði á gítar og þeg- ar henni fannst við ekki taka rétt undir sagði hún með sínum norð- lenska framburði: Stelpur, þetta á ekki að vera svona. Skólastýran okkar frú Þorgjörg Bjarnadóttir sagðist mundi minnast okkar mest fyrir hvað við vorum söngelskar, háværar og að þetta væri fyrsti árgangurinn sem ekki reyndi að stelast út af vistinni. Minningarnar um Helgu eru margar og allar ljúfar, Helga að flýta sér, Helga að syngja, Helga að fara í Bertabæ og svona mætti lengi telja. Við höfum hist á nokkrum tímamót- um, þar á meðal 1993 þegar þrjátíu ár voru liðin frá útskrift úr skólan- um. Þá tóku norðan konur á móti hópnum með stórveislu á Akureyri og átti Helga sinn þátt í að gera þá ferð ógleymanlega og er sagan um fallegu ostatertuna alltaf sögð þegar við hittumst. Fimm árum seinna fór- um við í viku glæsiferð til Parísar, þar sungum við uppáhalds lögin okk- ar á hverju kvöldi, þaðan minnumst við Helgu í ljósri dragt með hvítt hár. Í næstu ferð munum við sakna Helgu, en við munum syngja öll fal- legu lögin og minnast hennar. Við vottum Kalla, börnunum og þeirra fjölskyldum innilega samúð, þeirra söknuður er mestur en þau eiga líka fallegustu minningarnar. Blessuð sé minning hennar. Skólasysturnar úr Húsmæðra- skólanum Ósk á Ísafirði, veturinn 1962–1963. HELGA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Elsku amma. Ég ætla að byrja á að segja fyrirgefðu hvað ég skrifa þér seint, en það er svo rosalega erf- itt að skrifa um ömmu sína. Reyndar hef ég einnig sett þetta á bið því að ég hef byrgt sorg- ina inni í mér. Núna veit ég ekkert hvað á að segja. Ég sakna þín svo innilega. Í hvert skipti sem ég fer fram hjá spítalan- um þá hugsa ég til þín. Ég er með myndir af þér uppi á vegg í herberg- inu mínu og hugsa til þín í hvert JÓHANNA MARÍA GESTSDÓTTIR ✝ Jóhanna MaríaGestsdóttir fæddist í Bakkagerði í Svarfaðardal 14. janúar 1925. Hún lést 15. ágúst síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Sel- tjarnarneskirkju 26. ágúst. skipti sem ég lít á þær, sem er býsna oft á dag. Það er rosalega skrítið að fara á Mela- braut 26 núna því þá er engin Lilla amma þar, bara afi og pabbi. Amma, ég sakna þín svo mikið. Ég á rosa erfitt með að fara með bænir núna, í hvert skipti langar mig að gráta, því að þú kenndir mér að fara með bænirnar og signa mig. Ein bæn sem þú kenndir mér og er mín uppáhalds: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég man að öll skiptin sem ég svaf hjá þér, þá settist þú á rúmstokkinn og fórst með bænirnar með mér. Ég man hvað við skemmtum okk- ur vel þegar við fórum upp í sum- arbústað. Við höfðum alltaf fullt að gera, sund, mínígolf, hugsa um blóm- in og gróðursetja ný blóm og tré. Ég vildi óska að ég gæti farið með þér og afa einu sinni í viðbót í sumarbústað- inn. Ég man að eitt skipti var ég í heimsókn hjá Þórunni í þeirra bú- stað og ég fékk sand í augað, og þú tókst það úr með tungubroddinum og sagðir að svona hafði mamma þín gert við ykkur systkinin. Mér fannst það skrítið. En auðvitað fór sandur- inn úr auganu. Þú vissir allt. Við hverri spurningu kom alltaf gott svar. Og þú vissir alltaf upp á hár hvað átti að gera við ýmsar aðstæður. Við eigum okkur margar góðar minningar sem ég mun aldrei gleyma. Elsku amma, mér þykir afskap- lega vænt um þig og sakna þín óend- anlega mikið. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, gefið mér og kennt mér. Við sjáumst seinna elsku amma. Þitt ömmubarn, Hildur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.