Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 85
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert góður mannþekkjari
og hefur skýra framtíð-
arsýn. Leggðu hart að þér á
komandi ári því þú munt
uppskera árangur erfiðis
þíns árið 2005.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ef þú þarft að leita ráða leit-
aðu þá til einhvers þér eldri og
reyndari. Þú þarft að leita til
einhvers sem þú berð virðingu
fyrir til að taka ráðleggingar
hans/hennar alvarlega.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Kenningar fræðimanna, heim-
spekinga, presta og andlegra
leiðtoga höfða sterkt til þín.
Þér er full alvara með það að
læra eitthvað sem skiptir þig
máli.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Hugsanir um ellina og það
hver muni hugsa um þig ef þú
verður einhvern tíma ósjálf-
bjarga valda þér áhyggjum í
dag. Þú vilt horfa fram á
áhyggjulaust ævikvöld.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Samræður þínar við maka
þinn og vini eru árangursríkar
í dag. Þær eru þó svolítið
ópersónulegar og það getur
gert þig einmana. Reyndu að
hrista þetta af þér og hugsa
um það jákvæða í lífi þínu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú óttast að gera mistök í
vinnunni og ættir því að fara
vel yfir allt sem þú gerir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Sektarkennd og skyldurækni
geta orðið til þess að þú hættir
við fyrirhugaðar skemmtanir í
dag. Þú virðist vera að gera
rétt.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ert upptekin/n við að sinna
fjölskyldunni og heimilinu.
Þínar eigin þarfir verða að
bíða til morguns.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú virðist hafa of miklar
áhyggjur. Þér finnst þú ekki
ná neinum árangri, sama hvað
þú leggur hart að þér. Staðan
er bara þannig núna en hún
mun breytast innan tíðar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú finnur fyrir peningaleysi í
dag. Þér finnst þú ekki hafa
efni á því að gera það sem þig
langar til. Þetta mun líða hjá.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú gætir þurft að kveðja ást-
vin eða slíta nánu sambandi á
þessum tíma í lífi þínu. Svona
er lífið og það er ekkert við því
að gera.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú getur náð góðum árangri í
vinnunni í dag. Þér mun
ganga sérstaklega vel að
vinna verkefni sem krefjast
sjálfsaga og nákvæmni.
Mundu eftir að taka pásur.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú hefur óvenju skarpa sýn á
hlutina og getur náð góðum
árangri í listsköpun, vinnu
með börnum og skipulagningu
sem tengist sjúkrastofnunum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 85
DAGBÓK
Málverk
Eggert Ólafsson
LJÓÐABROT
Málaðu, systir! menn og dýr
milli blómstra vanda;
missirin gefa mörg og skýr
munstrin þér til handa.
Bústu svo við bónda þinn,
bezt um pent að keppa,
drag upp sögur og dæmi svinn
og dikti fræga greppa.
ÁRNAÐ HEILLA
80ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 13. des-
ember, er áttræð Guðrún
Halldórsdóttir, Vallarbraut
6, Reykjanesbæ. Hún býður
vinum og vandamönnum að
koma og gleðjast með sér á
afmælisdaginn í Selinu, Vall-
arbraut 4, á milli kl. 16 og 19.
ÞAÐ er alltaf gaman að góðum
varnarspilum. Skoðum hér spil
frá bandaríska haustleiknum,
þar sem reynir bæði á skýrar
reglur og útsjónarsemi:
Norður
♠ --
♥ DG54
♦ ÁG654
♣G1074
Vestur Austur
♠ G64 ♠ 832
♥ K10 ♥ Á8732
♦ KD9 ♦ 87
♣D9862 ♣ÁK3
Suður
♠ ÁKD10975
♥ 96
♦ 1032
♣5
Suður vekur í fyrstu hendi á
fjórum spöðum og allir passa.
Útspilið er tígulkóngur, sem
sagnhafi dúkkar. Nú sláum við
því föstu að hægt sé að taka
spilið þrjá niður og spurningin
er – hvernig?
Vestur verður að spila tígul-
drottningu í öðrum slag – ekki
litlum tígli, sem sagnhafi
myndi hleypa heim á tíuna.
Sagnhafi tekur tíguldrottn-
ingu með ás og spilar senni-
lega laufi. Austur tekur þann
slag og spilar litlu hjarta yfir á
kóng makker. Tígulstunga
fylgir í kjölfarið, og svo hjarta-
ás og hjarta, sem uppfærir
sjötta slag varnarinnar á
trompgosann.
Er hægt að finna þessa vörn
við borðið? Já, ef skýrar reglur
eru notaðar. Til að byrja með
sýnir austur lengd í tígli í
fyrsta slag – merkir tvíspil.
Það gerir vestri kleift að spila
tígli áfram, en hann þarf að
beita hyggjuviti sínu til að
velja drottninguna, en ekki
níuna. Þegar austur fær svo
næsta slag á laufkóng gæti
vestur látið drottninguna und-
ir! Vestur sér að vörnin fær í
mesta lagi tvo slagi á lauf, svo
drottningin er einskis virði,
nema þá sem kallspil í hjarta
(hliðarkall). Þar með getur
austur spilað undan hjartaás
af öryggi og framhaldið rekur
sig sjálfkrafa.
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarsson
60 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag-
inn 14. desember, verður
sextug Anna Karelsdóttir
til heimilis að Kirkjustétt
7a. Eiginmaður hennar er
Sigurður Már Gestsson.
50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 13.
desember, er fimmtug Ólöf
de Bont. Hún dvelur ásamt
eiginmanni sínum, Forna
Eiðssyni, í Skotlandi á af-
mælisdaginn.
80ÁRA afmæli. Átt-ræður er í dag, laug-
ardaginn 13. desember, Loft-
ur Jóhannsson, áður
vélstjóri við Ljósafoss. Í til-
efni dagsins býður hann vin-
um og ættingjum að þiggja
veitingar á heimili sínu, Smá-
ratúni 19, Selfossi, í dag.
70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 13.
desember, er sjötug Sigríð-
ur Atladóttir, Laxamýri
Suður-Þing. Hún og maður
hennar, Vigfús B. Jónsson,
verða að heiman á afmæl-
isdaginn.
50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 13.
desember, er fimmtugur
Valbjörn Steingrímsson,
Flúðabakka 27, Blönduósi.
Eiginkona hans er Álfhildur
R. Halldórsdóttir. Þau eru
að heiman í dag.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. O-
O-O Bd7 9. f4 Be7 10. Rf3 b5 11. Bxf6
gxf6 12. Kb1 Db6 13. f5 O-O-O 14. g3
Kb8 15. fxe6 fxe6 16. Bh3 Bc8 17. De1
Hhe8 18. Re2 Re5 19. Hf1 Rc4 20. Rf4
Bf8 21. Df2 Dxf2 22. Hxf2 f5 23. exf5
Re3 24. He1 Rxf5 25. Rg5 e5 26. Rd5
Rd4 27. Bxc8 Hxc8 28. c3 Re6
Staðan kom upp í alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Dómíníska
lýðveldinu. Kúbverski stórmeistarinn
Lazaro Bruzon (2603) hafði hvítt gegn
Riku Molander (2341). 29. Rxe6! Hxe6
30. Rb6 og svartur gafst upp þar sem
eftir 30... Hd8 31. Hxf8 Hxf8 32. Rd7+
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson
Hvítur á leik.
verður hann manni undir.Jólamót
Taflfélags Reykjavíkur hefst í dag kl.
14 í Faxafeni 12. Allir krakkar á grunn-
skólaaldri eru velkomnir.
60 ÁRA afmæli. ElíasSteinar Skúlason,
prentari, er sextugur í dag,
laugardaginn 13. desember.
Hann og kona hans, Kittý
María Jónsdóttir, munu
taka á móti gestum í sal Fé-
lags bókagerðarmanna,
Hverfisgötu 21, á afmæl-
isdaginn frá klukkan 15-19.
70 ÁRA afmæli. Þor-steinn Þorsteinsson,
Skálpastöðum, Borgarfirði
verður sjötugur þriðjudag-
inn 16. desember. Hann tek-
ur á móti gestum í veiðihús-
inu við Grímsá í dag
laugardaginn 13. desember
frá kl. 16.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með tveggja
daga fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Samþykki af-
mælisbarns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur hringt
í síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1
103 Reykjavík
4. flokkur 1992: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
13,268,749 kr.
2,653,750 kr.
265,375 kr.
26,537 kr.
4. flokkur 1994: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
10,310,622 kr.
2,062,124 kr.
206,212 kr.
20,621 kr.
2. flokkur 1995: Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
9,883,311 kr.
1,976,662 kr.
197,666 kr.
19,767 kr.
1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð:
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
1,667,145 kr.
166,714 kr.
16,671 kr.
Innlausnardagur 15. desember 2003
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
Rafrænt: 1: 1.66714478
1. og 2. flokkur 2001: Rafrænt: 1: 1.28457567