Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. N ú um helgina ræðst hvort leiðtogum Evrópusambandsins tekst að ná samkomulagi um drög að stjórnarskrá sam- bandsins. Spurningin er fyrst og fremst sú hvort leiðtog- ar Pólverja og Spánverja, þeir Leszek Miller og José Maria Aznar, séu reiðubúnir að láta í minni pokann og sætta sig við þá kröfu Þjóðverja og Frakka að frá og með árinu 2009 verði ákvarðanir í mörgum mikilvægum málum teknar með vegnum meirihluta, þ.e. ákvörðun nær fram að ganga ef að baki liggur helm- ingur aðildarríkja og 60 af hundraði íbúa sambandsins. Með þessu móti verði komið í veg fyrir að nokkur minni ríki geti stöðvað ákvarðanir. Það fyrirkomulag meirihluta sem nú er í gildi var samþykkt í svo- nefndum Nice-samningi frá árinu 2000. Fyrir Nice-fundinn á sínum tíma höfðu Þjóðverjar lýst því yfir að þeir myndu aldrei sætta sig við að Spánn og ný ríki, eins og Pólland, fengju jafn mörg atkvæði í sinn hlut og Þýskaland. Schröder kanslari varð hins vegar að gera sér það að góðu að Þýskaland fengi 29 atkvæði en Spánn aðeins tveimur færri og hið sama gilti um Pólland við aðild. Íbúafjöldi í Þýskalandi er tvöfaldur á við það sem hann er í Póllandi og á Spáni. Í aðdraganda yfirstandandi fundar leiðtoganna hefur Schröder sagt að það komi ekki til greina að víkja frá reglunni um veginn meirihluta sem gert er ráð fyrir í stjórn- arskrárdrögunum. Þrátt fyrir að ekki hafi verið sérstaklega mikið fjallað um þessar hræringar í Evrópusambandinu í fjölmiðlum hérlendis er nauðsynlegt að gaumgæfa vel þær breytingar sem þær gætu haft í för með sér fyrir samskipti okkar við sambandið, eins og ég hef bent á áður. Lítum nánar á þá þætti sem nú eru efst á baugi í umræðunni. Þær deilur sem nú skekja sambandið og hafa sett framtíð stjórn- arskrárinnar í uppnám mótast mjög af því að þrátt fyrir samruna und- anfarinna ára er þjóðríkið meira í forgrunni nú en áður og þjóðern- ishyggja sömuleiðis. Hennar hefur vissulega orðið vart í flestum gömlu Evrópusambandsríkjunum en hún markar mjög pólitíska umræðu í nýju aðildarríkjunum. Þeir sendierindrekar sem reynslu hafa á vett- vangi Evrópusambandsins segja að hin nýju aðildarríki hafi ekki ein- vörðungu þegar breytt áherslum í samstarfsinu heldur hreint og beint ásýnd þess og málsmeðferð. Nýju ríkin eru mörg hver hörð í horn að taka í samningum, ekki síst Pólverjar, og setja efnahag og hagsmuni ríkja sinna á oddinn en ekki einhverja óljósa samevrópska hug- myndafræði. Fyrir nýju ríkjunum vakir fyrst og fremst að auka velmeg- un, bæta efnahagsástand ríkjanna og tryggja öryggi með því að komast undir verndarvæng Evrópusambandsins. Samstiga utanríkisstefna eða frekari samruni skipta minna máli. Reyndar er þetta þróun sem hefur átt sér stað meðal gömlu ríkjanna einnig. Undanfarið hefur borið meir á því að ríki beiti sér í eiginhags- munaskyni, þetta kemur einna skýrast fram í málflutningi Þjóðverja. Þeir hafa breyst frá því að vera eins konar miskunnsami Samverjinn í Evrópusambandinu, greitt mest án þess að mögla og viljað greiða götu nýju aðildarríkjanna og leiða þá um öngstræti Brussel-báknsins. Nú virðast þeir hafa snúið við blaðinu og þetta hefur ekki síst komið niður á samskiptum þeirra við Pólverja. Dæmi um þetta er sú ákvörðun Þjóð- verja að takmarka frjálsa för launþega frá nýju ríkjunum, ekki síst vegna straums Pólverja til Þýskalands. Þjóðverjar sættu mikilli gagn- rýni fyrir þessa afstöðu í stækkunarviðræðunum en nú er svo komið að hik er komið á stjórnvöld í flestum ríkjanna sem ætla sér að fresta opn- un um að minnsta kosti tvö ár. Sama umræða fer nú fram hér á landi milli stjórnvalda og hagsmunasamtaka á vinnumarkaði um hvaða leið Ísland velur þegar stækkun EE Ef nánar er að gætt er samrun að mörgu leyti takmarkaður. Frj að tveimur til sjö árum liðnum. E hagsmunamál íbúa þessara ríkja og gerist í Evrópusambandinu. Þ fyrr en eftir fimm til sjö ár í það ekki til þeirra fyrr en að þremur Stækkunin verður samt sem á innar eru óráðin, þótt flestir séu komulagi um drögin, sem að mes afdrifaríkar afleiðingar í för með bandsins stöðvist í bili, erfiðara v inleg utanríkis- og öryggismálas Með stofnun embættis sérstak ins, sem gert er ráð fyrir í stjórn renna styrkari stoðum undir sam málastefnu sambandsins. Utanr tveimur embættum, annars vega hins vegar Javier Solana. Annar með svonefnd erlend samskipti o eiginlegri stjórnmála-, öryggis- o (CFSP/ESDP). Þrátt fyrir að Pa mannskap og töluvert fjármagn inn áhrifaminni en félagi hans So og takmarkað fjármagn. Ástæða utanríkismálum en framkvæmda Hvernig haga á samtvinnun þ Sum ríki vilja sjá hlut framkvæm þar fremst í flokki Bretland og F utanríkismálin, heldur að stjórn ildarríkjanna. Þessi sömu ríki vil þeirri reglu í utanríkismálum að samþykki allra. Er víst að nýju r vilja síður að fullveldi verði afsal ríkjanna liggur ekki síður í því a að þriðju ríki, þar Bandaríkin fre ætlar sér að samræma afstöðu sí sali sér þá atkvæðum, t.a.m. á ve og Frökkum er umhugað um fös þjóðanna, en hugleiða má hverni stöðu þessara ríkja verði ESB að ríkis- og öryggismálum. Ísland h föstu sæti og bættist þá við þriðj Þá verður að spyrja hvaða áhr Að sníða sér stakk e Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Reyndar verður astjórnarskránni sé bandið og ákvarðan menningi en sá hinn ekki talinn hæfur ti flóknu máli. ‘ kappræðum, hugsanlega vegna þess að enginn leið toga flokksins er gæddur nógu miklum persónutöfrum til að hrífa kjósendur í snörpum orðasennum. Slæm frammistaða í kappræðum hefð getað minnkað fylgi flokksins. Sameinað Rússland sætti auðvitað harðri gagn- rýni fyrir að hafna öllum áskorunum um kappræðu í sjónvarpi. Kosningalögin kveða hins vegar ekki á um að allir flokkarnir þurfi að taka þátt í slíkum kappræðum og flokkurinn virti því gagnrýnina að vettugi. Flestir spáðu því að Sameinað Rússland fengi all að 30% atkvæðanna í landkjörinu, en á meðal for- ystumanna flokksins eru áhrifamiklir stjórn- L öngu fyrir þingkosningarnar í Rúss- landi 7. desember var hægt að sjá nið- urstöðuna fyrir: sigur stuðningsmanna Vladímírs Pútíns forseta úr Edinstvo (Einingu) sem nú heitir Sameinað Rússland. Fáir spáðu þó „valdaflokknum“ eins miklu fylgi og hann fékk og menn sáu ekki heldur fyrir mikið afhroð kommúnista. Fyrir fjórum árum var Föðurlandið/Allt Rússland (OVR) helsti keppinautur Einingar. Forystumenn OVR voru Jevgení Prímakov, fyrrverandi forsætis- ráðherra, og Júrí Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu, og þeir nutu mikillar lýðhylli á þessum tíma. Ríkisfjöl- miðlarnir hófu því harðar árásir á þá og beindu eink- um spjótum sínum að Prímakov þar sem hann var álitinn helsti keppinautur Pútíns og líklegt forseta- efni. Síðan hafa orðið miklar breytingar í rússneskum stjórnmálum. OVR hóf fyrst samstarf við Einingu, flokkarnir sameinuðust síðan og stofnuðu Sameinað Rússland, sem varð stærsti flokkur landsins í kosn- ingunum 7. desember. Fyrir kosningarnar gátu því ríkisfjölmiðlarnir einbeitt sér að öðrum andstæð- ingi, kommúnistaflokknum, sem virðist ekki hafa búist við þeim hörðu árásum sem hann varð fyrir í fjölmiðlunum í kosningabaráttunni. Flokkurinn var ráðþrota, vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið og sligaðist undan þunga árásanna í fjöl- miðlunum, einkum ríkissjónvarpsstöðvunum. Úr- slitin sýna að þetta úrræði stjórnarinnar borgaði sig. Fylgi kommúnista hrundi, fór úr 24% árið 1999 í aðeins 12,7%. Kommúnistar geta þó einnig sjálfum sér um kennt. Eftir að hafa fengið mest fylgi í tvennum þingkosningum í röð urðu þeim á þau slæmu mistök að setja nokkra stórlaxa – eða olígarka – á fram- boðslista sinn í landkjörinu. Þessir kaupahéðnar voru tilvalin skotmörk fyrir fjölmiðlana. Í kosningabaráttunni lagði hins vegar Sameinað Rússland áherslu á framfarirnar sem orðið hafa í forsetatíð Pútíns: verulegan hagvöxt og bætt lífs- kjör þjóðarinnar þótt þau væru ekki til að hrópa húrra fyrir. Flokkurinn lýsti yfir eindregnum stuðn- ingi við Pútín en neitaði að taka þátt í sjónvarps- Kremlverjar hafa b Eftir Vjatsjeslav Níkonov Sjóliðar úr rússneska Svartahafsflotanum koma ú ’ Kremlverjar geta nú reitt sigá dyggan stuðning þingsins – í fyrsta sinn frá hruni Sovétríkj- anna. ‘ © Project Syndicate. FJÁRHAGSVANDI LANDSPÍT- ALA – HÁSKÓLASJÚKRAHÚSS Magnús Pétursson, forstjóriLandspítala – háskóla-sjúkrahúss, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hvorki fjármálaráðherra né heilbrigðisráð- herra væru til viðræðu um að auka fjárveitingar til spítalans. Niður- staðan væri því sú að hrinda yrði í framkvæmd aðgerðum til þess að lækka útgjöld um 800 til 1.100 millj- ónir sem þýðir um 200 ársverk. Á fundi stjórnarnefndar spítalans í fyrradag voru kynntar tillögur um slíkan niðurskurð en þær felast m.a. í samdrætti í starfi félagsráðgjafa, í sjúkraþjálfun, prestsþjónustu, hjá rannsóknarfólki og í deildum sem sinna tækniþjónustu og ráðgjöf. Nú er það að vísu svo að hvorki fjármálaráðherra né heilbrigðisráð- herra hafa vald til þess að ákveða auknar fjárveitingar til spítalans svo að væntanlega á forstjóri spít- alans við að Alþingi, sem hefur fjár- veitingavaldið, sé ekki tilbúið að láta meira fé af hendi. Sú niðurstaða liggur fyrir af hálfu þingsins. Þetta er ekki nýtt vandamál. Fjár- hagsvandi stóru spítalanna á höfuð- borgarsvæðinu hefur verið stöðugt úrlausnarefni nánast á hverju ein- asta ári árum saman, bæði fyrir sameiningu spítalanna og einnig eft- ir hana. Í desember árið 1997, fyrir sam- einingu spítalanna tveggja, var við mikinn fjárhagsvanda að etja hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þá hélt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáver- andi borgarstjóri, því fram að stjórnvöld ætluðu að „svelta“ þann spítala til sameiningar við Landspít- ala. Þá varð Magnús Pétursson, þá- verandi ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, fyrir svörum í samtali við Morgunblaðið og hafnaði þessum ásökunum þáverandi borgarstjóra. Um vanda Sjúkrahúss Reykjavíkur þá sagði Magnús Pétursson: „Þetta varpar hins vegar nokkru ljósi á stjórnun sjúkrahússins. Spítalinn hefur gert sínar áætlanir fyrir árið. Það liggur fyrir að þær standast ekki. Það kunna að vera eðlilegar skýringar á því en áætlanirnar verða að vera þannig úr garði gerðar, að þær séu öruggar og sannfærandi.“ Nú telja stjórnendur Landspítala – háskólasjúkrahúss að það vanti allt að 1.400 milljónir inn í rekstur sjúkrahússins. Sú afstaða Alþingis að hafna óskum um slíka fjárveit- ingu bendir til þess að þingið telji hægt að reka spítalann með viðun- andi þjónustu á hagkvæmari hátt. Það er hlutverk Alþingis að gæta þess að vel sé farið með fjármuni skattgreiðenda. Væntanlega bregst þingið ekki við óskum um miklar við- bótarfjárveitingar af þessari stærð- argráðu á þennan veg án þess að þingmennirnir telji sig hafa einhver rök fyrir þeirri afstöðu. Óhætt er að fullyrða að víðtæk samstaða er meðal fólksins í landinu um að við eigum að halda uppi mjög fullkomnu heilbrigðiskerfi og beztu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Það fer ekki á milli mála að íslenzkir læknar og hjúkrunarfólk eru í fremstu röð slíkra sérfræðinga í heiminum eins og dæmin sanna. Landspítali – háskólasjúkrahús er augljóslega spítali sem er mjög vel búinn fullkomnustu tækjum sem til eru. Um meginmarkmiðin á þessu sviði er almenn samstaða þótt skoðanir séu enn skiptar um hvaða leiðir eigi að fara að því marki. Morgunblaðið hefur t.d. ítrekað mælt með einka- reknum valkosti á heilbrigðissviði sem sumir stjórnmálamenn hafa verið mjög andvígir og á það ekki sízt við talsmenn Framsóknar- flokksins. Hitt er jafnljóst að ekki er hægt að búast við því að fjárveitingavaldið samþykki fjárveitingar til Landspít- ala – háskólasjúkrahúss án gagn- rýninnar skoðunar á þeim fjárbeiðn- um. Stóru spítalarnir tveir í Reykjavík voru sameinaðir vegna þess að það var ríkjandi skoðun að með slíkri sameiningu mundi nást betri rekstr- arárangur í spítalarekstrinum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var fyrir skömmu, bendir ekki til þess að sá árangur hafi náðst en auðvitað má segja að stjórnendur spítalans verði að fá svigrúm til að sýna þann árangur. Þegar um er að ræða einn stærsta vinnustað á Ís- landi og mjög flókinn rekstur er kannski ósanngjarnt að krefjast slíks árangurs á örfáum árum. Þeir sem utan við standa eiga hins vegar erfitt með að skilja hvernig á því stendur að ár eftir ár virðist spít- alinn þurfa meiri fjármuni til rekstr- ar en áætlanir gera ráð fyrir og ár eftir ár stendur spítalinn frammi fyrir nýjum fjárhagsvanda þótt ráð- stafanir hafi verið gerðar á síðustu árum til þess að hreinsa upp gamlar syndir í rekstri hans. Forráðamenn spítala, sem lenda í þessari stöðu, hafa alltaf tilhneig- ingu til að bregðast við höfnun á frekari fjárveitingum með því að segja: þá fær fólk ekki nauðsynlega læknisþjónustu. Þá verður að for- gangsraða og ákveða að sumir verði látnir sitja á hakanum o.s.frv. Þetta eru ekki frambærileg svör eða skýr- ingar. Gífurlegir fjármunir ganga til reksturs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og það fást ekki viðhlít- andi svör við því hvers vegna þeir miklu fjármunir duga ekki og hvers vegna áætlanir standast ekki ár eftir ár. Það er hinn almenni borgari á Ís- landi sem greiðir kostnaðinn við rekstur Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Þetta fólk gerir kröfu um fullkomna heilbrigðisþjónustu en það gerir líka kröfu um aðhalds- saman rekstur. Hvorki forráðamenn spítalans né stjórnmálamennirnir sem við sögu koma hafa gefið full- nægjandi skýringar á því hvers vegna ekki er hægt að fullnægja með viðunandi hætti þessari tvíþættu kröfugerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.