Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 86
Stjörnulið Real Madrid, sem flest-ir spá að hampi Evrópumeist- aratitlinum í vor, og Bayern Münch- en mætast í fjórða sinn á síðustu fimm árum í Meistaradeildinni og fer fyrri leikurinn fram á Ólympíuleik- vanginum í München. Þessir knatt- spyrnurisar hafa samtals orðið Evr- ópumeistarar 13 sinnum, Real Madrid oftast allra eða níu sinnum og Bayern fjórum sinnum. Síðast þegar liðin áttust við hafði Real Madrid betur, 3:2, samanlagt í und- anúrslitum keppninnar tímabilið 2001–02. Bæjarar hafa hins vegar haft ágætt tak á Madridarliðinu því þeir hafa unnið sex af átta viðureign- um liðanna frá árinu 2000 og níu í þeim fjórtán leikjum sem liðin hafa leitt saman hesta sína. Bayern státar ekki af betri árangri gegn neinu öðru liði í Evrópukeppninni. Höfum engu að tapa „Við höfum engu að tapa og press- an verður ekki á okkur í þessari við- ureign. Okkur hefur hins vegar gengið ágætlega í leikjum okkar við Real Madrid,“ sagði Ottmar Hitz- feldt, þjálfari Bæjara, þegar hann var inntur viðbragða eftir dráttinn. Bayern vann þrjá af þeim fjórum leikjum sem liðin áttust við í árið 2000 en í undanúrslitum hafði Real Madrid betur, 3:2, þar sem Nicolas Anelka tryggði spænska liðinu sig- urinn. „Bayern var einn af valkostunum en við hefðum kosið að fá aðra mót- herja því liðið er sterkt, “ sagði Emelio Butragueno, „Gammurinn“, stjórnarformaður Real Madrid og fyrrum leikmaður liðsins. Markvörðurinn sterki Oliver Kahn, fyrirliði Bayern og þýska landsliðsins, sagði að mæta Real vari eflaust það besta sem hefði getað gerst fyrir leikmenn Bayern. „Það getur allt gerst í tveggja leika við- ureignum. Við höfum engu að tapa.“ Leikstjórnandinn Michael Ballack sagði að hann væri ánægður með að mæta Real. „Það eru tveir spennandi leikir framundan fyrir okkur og stuðningsmenn okkar.“ Ensku liðin nokkuð sátt Porto frá Portúgal verða andstæð- ingar Englandsmeistara Manchest- er United en þau mættust í 16-liða úrslitum tímabilið 1996–97 þar sem United hafði betur samanlagt, 4:0. „Ég mundi segja að við höfum fengið mótherja í sterkari kantinum. Porto er með gott lið og á heimavelli sínum hefur liðið verið afar öflugt. Liðið vann UEFA-bikarinn á síðustu leiktíð og það eitt segir mér hversu gott portúgalska liðið er,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Chelsea, toppliðið í ensku úrvals- deildinni, leikur við Stuttgart en þessi sömu lið áttust við í úrslitaleik í Evrópukeppni bikarhafa árið 1998 þar sem Chelsea hafði betur, 1:0. „Við erum bara nokkuð glaðir með dráttinn og það verður gaman að mæta hinu unga og sterka liði Stutt- gart. Það er alltaf harður slagur þeg- ar ensk og þýsk lið mætast á knatt- spyrnuvellinum og við tökum spenntir á þessu verkefni,“ sagði Paul Smith, stjórnarmaður Chelsea. Arsenal dróst á móti spænska lið- inu Celta Vigo sem ekki hefur gengið sem skyldi heima fyrir en liðið situr í 14. sæti spænsku 1. deildarinnar. „Ég var alveg við því búinn að við fengjum lið frá Spáni. Drátturinn hefði getað orðið verri en það er eng- inn auðveldur leikur á þessu stigi keppninnar,“ sagði David Dein, varastjórnarformaður Arsenal. „Celta er gott lið. Það lenti í fjórða sæti í sterkri deild á Spáni á síðustu leiktíð en við þekkjum ágætlega til liðsins þar sem við mættum því fyrir nokkrum árum.“ Evrópumeistarar AC Milan duttu í lukkupottinn. Ítalirnir drógust á móti Sparta Prag frá Tékklandi og hitt ítalska liðið sem eftir er í keppn- inni, Juventus, sem tapaði fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar- innar síðastliðið vor, mætir Deport- ivo La Coruna frá Spáni. Fjórir stjörnuleikmenn Real Madrid, Brasilíumennirnir Roberto Carlos og Ronaldo, Englandingurinn David Beckham og Spán- verjinn Raúl, hafa fagnað mörgum mörkum að undanförnu. REAL Madrid og Bayern Münch- en drógust saman í 16-liða úr- slitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í höf- uðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær. Ensku liðin Arsenal, Man- chester United og Chelsea geta nokkuð vel við unað með mót- herja sína. Arsenal mætir Celta Vigo frá Spáni, United leikur við Porto frá Portúgal og Chelsea leikur gegn þýska liðinu Stutt- gart. ÍÞRÓTTIR 86 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EIÐUR Smári Guðjohnsen verður að öllum líkindum ekki með liði Chelsea í jólatörninni, sem fram undan er, en fyrirliði íslenska lands- liðsins er enn á sjúkralistanum eftir meiðsli sem hann hlaut þegar sam- herji hans, Mario Melchiot, braut illa á honum á æfingu tveimur dögum fyrir stórleikinn á móti Manchester United. Chelsea á heimaleik við Bolton í dag, laugardaginn 20. desember og hinn 26. á Chelsea útileiki við Ful- ham og Charlton og mætir svo Portsmouth á Stamford Bridge 28. desember. Eiður sagði í viðtali við Chelsea- sjónvarpið að hann fyndi enn fyrir verkjum í ökklanum en hann von- aðist til að geta byrjað að æfa í næstu viku. „Ég reyndi að hlaupa fyrir nokkr- um dögum en komst að raun um að það var oft snemmt. Það er erfitt að vera í þessari stöðu og það á alls ekki vel við mig að vera meiddur. Ég á það til að verða mjög pirraður og er alveg örugglega erfiður í um- gengni. En þetta er víst bara hluti af fótboltanum og maður verður bara að takast á við það,“ segir Eiður. Eiður Smári fær því ekki tækifæri til að mæta sínum gömlu félögum í Bolton á Stamford Bridge í dag. Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, von- ast til að fá Argentínumanninn Hernan Crespo til baka en hann gat ekki tekið þátt í leiknum við Besik- tas í Meistaradeildinni á miðvikudag vegna meiðsla í kálfa. Crespo verður væntanlega í fremstu víglínu verði hann klár í slaginn og með honum Rúmeninn Adrian Mutu sem var hvíldur í leiknum við Besiktas. Eiður Smári Eiður Smári ekki klár í slag- inn strax með Chelsea FÓLK ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í hand- knattleik kvenna leika báða leiki sína í Áskorendakeppni Evrópu gegn Etar Veliko 64 Tarnovo frá Búlgaríu í Vestmannaeyjum. Leikirnir fara fram laugardag- inn og sunnudaginn 17. og 18. jan- úar. Það eru norskir dómarar, Lock og Gullaksen, sem dæma leikina. Sigurliðið í leikjunum kemst í 16- liða úrslit keppninnar og má segja að möguleikar Eyjastúlkna séu góðir að komast áfram, þar sem þær eru sterkar á heimavelli. Tveir Evr- ópuleikir ÍBV-stúlkna í Eyjum SVO getur farið að Schmeichel standi í markinu hjá Manchester City gegn Manchester United á Old Trafford. Það er ekki Peter Schmeichel, fyrrverandi fyrirliði og markvörður United, heldur Kasper sonur hans, sem er aðeins 17 ára. David Seaman, markvörður City, er meiddur og fór hann af velli í síðasta leik City – gegn Everton. Stöðu hans tók Daninn Kevin Stuhr-Ellegaard, 20 ára, sem meiddist síðan á æfingu í vik- unni. Ef hann verður ekki orðinn góður fyrir átökin á Old Trafford mun það koma í hlut Kaspers að standa í markinu. Þess má geta til gamans að Seaman er 23 árum eldri en Kasper. Schmeichel með City á Old Trafford? Stuttgart - Chelsea Porto - Manchester United Real Sociedad - Lyon Celta Vigo - Arsenal Bayern München - Real Madr- id Sparta Prag - AC Milan Deportivo La Coruna - Juventus Lokomotiv Moskva - Mónakó  Fyrri leikir fara fram 24./ 25. febrúar, seinni leikirnir 9./ 10. mars. Þau mætast Real Madrid og Bayern mætast enn og aftur  GRÉTAR Rafn Steinsson miðju- maðurinn efnilegi í bikarmeistara- liði Skagamanna hefur gert sam- komulag við ÍA að hann muni leika með áfram með liðinu svo frama- lega sem spilar hér á landi á næstu leiktíð. Samningur Grétars við rennur út um áramótin og hafa hollensku liðin Waalvijk og Breda sýnt honum áhuga.  HEIÐAR Helguson kemur vænt- anlega inn í byrjunarlið Watford á nýjan leik þegar liðið sækir Shef- field United heim í ensku 1. deild- inni. Heiðar, sem nýstiginn er upp úr erfiðum meiðslum, kom inn á sem varamaður í leik Watford gegn Nottingham Forest um síð- ustu helgi en þar sem Danny Webber er meiddur tekur Heiðar líklega stöðu hans.  RONALD Koeman verður þjálf- ari hollenska liðsins Ajax til ársins 2006 þrátt fyrir að þátttöku liðsins í Evrópukeppninni hafi lokið í vik- unni þegar það beið lægri hlut fyr- ir Club Brugge og hafnaði þar með í neðsta sæti í sínum riðli í Meist- aradeildinni. Forráðamenn Ajax hafa náð samkomulagi við Koeman um að hann haldi áfram starfi sínu en Koeman hefur verið við stjórn- völinn undanfarin þrjú ár.  GIOVANNI Trappatoni, lands- liðsþjálfari, Ítala er efstur á óska- lista Dieter Höness, forseta þýska knattspyrnuliðsins Herthu Berlin, um að taka við þjálfun liðsins á næstu leiktíð. Huub Stevens var rekinn úr starfi þjálfara hjá Herthu á dögunum og Andreas Thom ráðinn tímabundið fyrir hann.  TRAPPATONI er sigursæll þjálfari. Hann hefur unnið tvöfalt bæði á Ítalíu og Þýskalandi og lið undir hans stjórn hafa hampað Evrópumeistaratitlinum þremur.  LEEDS hefur hafnað beiðni Stoke City um að endurnýja láns- samninginn við Frazer Richard- son. Eddie Gray, stjóri Leeds, vill fá leikmanninn til baka en Rich- ardson skoraði sigurmark Stoke á móti West Ham í vikunni.  BANDARÍSKA tennisstjarnan Serena Williams hefur skrifað und- ir auglýsingasamning við íþrótta- vöruframleiðandann Nike sem sagður er færa henni allt að 40 milljónir dala, um 3 milljarða króna, á næstu fimm árum. Að sögn bandarískra fjölmiðla er gert ráð fyrir að hægt sé að framlengja samninginn um 3 ár. Er þetta um- fangsmesti auglýsingasamningur sem íþróttakona hefur gert.  KIM Kallström ein bjartasta von Svía á knattspyrnuvellinum og lyk- ilmaður í meistaraliði Djurgården gekk í gær til liðs við franska liðið Rennes. Kallström er 21 árs gam- all miðjumaður sem á fast sæti í sænska landsliðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.