Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 54
FERÐALÖG 54 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ A lþingi hefur á síðustu dögum fjallað um tvö mál tengd sjáv- arútvegi, sem bæði varpa ljósi á eitt al- varlegasta vandamál stjórnmál- anna. Annað er frumvarp frá fjármálaráðherra um niðurfell- ingu sjómannaafsláttar, sem er afar þörf og tímabær breyting. Í röksemdum með frumvarpinu er sérstaklega nefnt að sjó- mannaafslátturinn sé úreltur, en hann hefur reyndar verið það frá upphafi. Það hefur nefnilega aldrei verið rétti tíminn til að hygla einum á kostnað annars, en það er einmitt það sem sjó- mannaafslátturinn gerir. Það má svo sem líta á sjó- mannaafsláttinn sem lækkun skatta á sjómenn, en það er ekk- ert síður hægt að líta á hann sem hækkun skatta á þá sem ekki eru sjó- menn. Að því gefnu að ríkið þurfi á þeim pen- ingum að halda sem það tekur af landsmönnum í formi skatta – sem er að vísu hæpin forsenda en það er engin leið að réttlæta skattheimtu án hennar – þá hlýtur sá rúmi millj- arður króna sem sjómenn fá í af- slátt að koma frá öðrum skatt- greiðendum. Í stað sjómannaafsláttar væri þess vegna æskilegt að lækka skatta almennt, til dæmis með því að lækka almenna skatthlut- fallið um á að giska fjórðung úr prósenti. Með þessu móti myndi skattbyrði allra landsmanna lækka en ekki sumra lands- manna á kostnað annarra. Til að koma í veg fyrir þann misskilning sem oft fylgir for- réttindum á borð við sjó- mannaafsláttinn væri miklu æskilegra að allur slíkur sér- stakur stuðningur ríkisins við til- tekna menn eða tiltekin málefni væri kallaður réttu nafni. „Sjó- mannaafslátturinn“ héti þá „sér- stakur skattur á aðra en sjó- menn“ og geta menn rétt ímyndað sér hversu auðvelt væri að koma á sérstakri ívilnun til ákveðinna hópa ef ívilnunin yrði þannig kölluð réttu nafni. Ívilnun er einmitt hitt athygl- isverða sjávarútvegsmál Alþingis þessa dagana. Þetta er línuíviln- unin og er hún töluvert minna gleðiefni en niðurfelling sjó- mannaafsláttarins. Línuívilnunin gengur í stuttu máli út á að heimila þeim dagróðrabátum, sem fiska með línu sem beitt er í landi, að koma að landi með meiri afla en kvóti þeirra segir til um. Það gildir svipað um „línuíviln- un“ og „sjómannaafslátt“, að hún ætti í raun að heita „sérstök kvótaskerðing á þær útgerðir sem ekki gera út dagróðrabáta með línu sem beitt er í landi“ og yrði þá fleirum ljóst hversu æskileg lagasetning þetta er. Þessi „sérstaka kvótaskerðing á þær útgerðir sem ekki gera út dagróðrabáta með línu sem beitt er í landi“ sýnir ágætlega afleið- ingar þess þegar fámennur sér- hagsmunahópur kemst í þá að- stöðu að geta þrýst á fáeina þingmenn og krafið þá um stuðning við sérhagsmuni sína. Sérhagsmunir þrýstihópsins verða að sérhagsmunum nokk- urra þingmanna sem skirrast ekki við að nota stöðu sína innan þingmeirihlutans til að þvinga málið fram. Afleiðingarnar af þessu sér- hagsmunapoti verða óhagkvæm- ari sjávarútvegur, enda er ein af röksemdunum sem settar eru fram fyrir því að hygla þessari tilteknu tegund útgerðar sú, að hún krefjist meira vinnuafls en aðrar útgerðir. Eins og áður sagði lýsa þessi tvö mál vel einu helsta meini stjórnmálanna, sem er sú stað- reynd að þegar stjórnmálamenn grípa til aðgerða til að leysa til- tekið sértækt vandamál – ímynd- að eða raunverulegt – þá er það yfirleitt gert með því að auka á vanda annarra. Um þetta eru mýmörg dæmi og þau má finna á Alþingi og í sveitarstjórnum nánast á hverj- um degi. Taka má sem dæmi beina styrki hins opinbera til ýmissa mála sem almennt eru talin jákvæð, svo sem íþrótta- mála, menningarmála, byggða- mála og landbúnaðarmála. Eða annars konar stuðning í formi ýmiss konar annarra forréttinda ákveðinna hópa, svo sem með vaxtabótum, barnabótum og fæð- ingarorlofi, nú eða sjómanna- afslætti. Í flestum tilvikum er verið að styðja eitthvað og styrkja sem hægt er að taka undir að sé mik- ilvægt eða að minnsta kosti æskilegt. En um leið og tekin er ákvörðun um þennan stuðning er tekin ákvörðun – sem að vísu er ekki alveg eins augljós – um að eitthvað annað verði ekki stutt. Á bak við margt af því sem hið opinbera tekur sér fyrir hendur býr sú furðulega hugmynd að allir geti lifað af öllum öðrum án þess að það verði til nokkurs tjóns, en svo er vitaskuld ekki. Það gleymist að beinn stuðn- ingur við eitt gott mál felur í sér að fólk getur minna gert af því sem það kysi sjálft og þar með dregur úr á öðrum sviðum. Þeg- ar fólk er skattlagt til að veita fé til íþrótta, svo dæmi sé tekið, hefur það minni tíma og minna fé til annars. Það hefur jafnvel minna fé og minni tíma til að stunda þá heilsurækt sem það annars mundi gera, svo sem að sækja líkamsræktarstöðvar sem ekki njóta opinbers styrks. Lausn sumra væri að veita þá líka styrk til líkamsræktarstöðv- anna, en það er einmitt sá hugs- unarháttur sem hefur aukið út- gjöld hins opinbera og þar með aukið skatta og minnkað ráðstöf- unarfé og frítíma almennings. Lausn stjórnmálanna á meint- um vandamálum er að taka fé af einum og afhenda öðrum. Sú leið sem æskilegra væri að fara er að láta fólk sjálft ákveða hvað það styrkir eða hvernig það ver fjár- munum sínum. Þá væri hægt að losna við ívilnanir sumra og af- slætti annarra. Hver tæki þá ákvarðanir fyrir sig um það hvernig hann vildi nýta tíma sinn og ráðstafa fjármunum sínum. Afsláttur og ívilnun „Þegar stjórnmálamenn grípa til að- gerða til að leysa tiltekið sértækt vanda- mál – ímyndað eða raunverulegt – þá er það yfirleitt gert með því að auka á vanda annarra.“ VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is Þ ær gáfu út matreiðslu- bók í þúsund eintökum, seldu silkiblóm, þvotta- efni, salernispappír, servéttur og héldu tertubasar. Þær öfluðu fjár í heilt ár og lögðu svo í hann til Ítalíu að syngja. Kvennakórinn Kyrjurnar flaug með Úrvali-Útsýn til Míl- anó 14. júní í sumar – og keyrði þaðan í rútu til strandbæj- arins Marina de Massa. Þær sungu í tveimur kirkjum og á hótelinu sem þær gistu á. Ferðin stóð til 24. júní og kostaði um hundrað þúsund fyrir hverja konu – en þeim tókst að safna fyrir 70 þús- und á einstakling. Í kórnum eru 42 konur, flestar af höfuðborg- arsvæðinu. Halldóra Aradóttir spilar á píanó og Sigurbjörg Hvann- dal Magnúsdóttir er kórstjóri. „Við gistum á fínu fjölskylduhóteli sem heitir Hótel Lidó,“ seg- ir Kolbrún Ólafsdóttir, meðlimur í kórnum. Hjón ráku hótelið og unnu bæði börn þeirra og tengdabörn þar. Kyrjurnar áttu að syngja strax á sunnudeginum við brúðkaup í Dómkirkjunni í Massa. „Brúð- kaupið var augljóslega fréttnæmt því sjónvarpsmenn tóku það upp,“ segir hún og að það hafi verið magnað að syngja í þessari kirkju. Bílstjóri heillast af kyrjunum Kyrjurnar nutu lífsins í Massa, á morgnana var leikfimi í garðinum og svo var stutt á ströndina – þar sem einnig var hægt að láta nudda sig. Ströndin var hundrað metra frá hótelinu. Einn daginn fóru þær í rútu í Marmarafjöllin að þorpinu Garrera. „Sum húsin voru gömul og virtust jafnvel yfirgefin en svo sáum við snúrur fyrir utan gluggana með hangandi þvotti,“ segir Kolbrún. Þeim fannst gaman að koma á þennan stað enda var vel tekið á móti þeim á krá. „Okkur var boðið upp á bæði sætt og þurrt hvít- vín og snittur með sér- stöku áleggi; svínasneiðum sem legið hafa í legi í þrjá mánuði,“ segir hún og að í fjallinu hafi verið tvær gjafavörubúðir með ýmiss konar vörur úr marm- ara. Kyrjurnar virðast hafa heillað heima- menn, t.d. kom bíl- stjórinn sem keyrði þær upp í fjöllin seinna sérstaklega á hótelið til að veita þeim hvítvín. Maður- inn reyndist vera vín- bóndi og bílstjóri í hjá- verkum – og kom hann með konu sinni til að gleðja kyrjurnar með veigum sínum. Kyrj- urnar þökkuðu fyrir sig á móti með söng og bók með fallegum myndum frá Íslandi. 17. júní í hótelgarðinum „Við fórum einnig til Flórens,“ segir Kolbrún, „skoðuðum Dóm- kirkjuna og Skírnarkapelluna. Dóm- kirkjan er svo stór að maður finnur vel til smæðar sinnar.“ Þær fóru svo til Pisa og litu skakka turninn augum. Þá var farið í bátsferð til að skoða þorpin fimm og var það áhrifaríkt. „Við héldum upp á 17. júní á hót- elinu okkar í Massa, skörtuðum hvítum fötum og stóðum fyrir tón- leikum í garðinum,“ segir hún og að gestir og gangandi hafi tekið sér stöðu og hlustað af áhuga. Nokkrum dögum síðar sungu þær í kirkju í Marina de Massa – og fóru út að borða eftir þá tónleika. „Ann- ars vorum við oftast í mat á hótelinu eða í morgun- og kvöldmat. En við fórum tvisvar til þrisvar út að borða,“ segir hún og að margir pizzastaðir hafi verið í borginni, snyrtilegir með dúkuðum borðum. Grænmeti á diskum „Við fengum oftast kálfakjöt og kjúklinga. Maturinn var mjög góður og mikið lagt í grænmetið, bæði ferskt og eldað,“ segir hún. Grænmetið var oftast í forrétt, milliréttur var pasta, bólones eða lasanja, aðalrétturinn var kjöt og í eftirrétt var ís eða kaka. Kolbrún segir að lokum að fjöl- skyldan á hótelinu hafi kvatt þær með virktum og fylgt þeim til dyra. Kyrjurnar gáfu þeim stóran blóm- vönd og íslenska fánann. „Þá var hoppað upp í rútu til Mílanó og flog- ið heim – og þar með lauk þessari yndislegu ferð,“ segir Kolbrún Ólafsdóttir Leikfimi: Hver dagur á Ítalíu hófst með líkamsrækt í hótelgarðinum.  SÖNGUR| Kyrjurnar brugðu sér til Marina de Massa á Ítalíu Kvennakór heillar í Massa „Brúðkaupið var aug- ljóslega fréttnæmt því sjónvarpsmenn tóku það upp,“ segir Kolbrún Ólafsdóttur en Kyrj- urnar sungu í sumar við brúðkaup í Dómkirkj- unni í Massa á Ítalíu. Kyrjurnar: Kórinn söng í Dómkirkjunni í Massa – hér sjást nokkrar þeirra uppáklæddar ásamt Helgu, dóttur einnar í kórnum. Kolbrún Ólafsdóttir: Syngur með Kyrjunum. Sigurbjörg kórstjóri: Ásamt Helgu og Halldóru píanóleikara. TENGLAR ..................................................... www.marinadimassa.it www.urvalutsyn.is. guhe@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.