Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 67
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 67 flóði út á götu úr öllum fiskverkun- arhúsum, alltaf vantaði fólk í vinnu, enginn hafði heyrt talað um kvóta í fiski, allir veiddu sem vildu og alltaf nóg. Við þessar aðstæður kynnt- umst við hjónin því ágæta fólki, Lóu og Labba, og varð fljótt að miklu vinfengi. Lóa bar hag verkafólks mjög fyrir brjósti og var áratugum saman kos- in í stjórn Verkakvennafélagsins Snótar. Þá voru ekki borguð stjórn- arlaun eða starfslokasamningar. Nei, þetta var hugsjónastarf og sjálfboðavinna, jafnvel hádegistím- inn notaður til að rukka inn fé- lagsgjöld, en Lóa var gjaldkeri fé- lagsins hátt í fjóra áratugi. Það var gaman að starfa með Lóu í Snót, bæði í verkalýðshreyfingunni sem á gleðistundum. Við Snótarkon- ur fórum saman í margar dásamleg- ar ferðir, bæði leikhúsferðir upp á land og einnig til útlanda og auðvitað nutu eiginmenn okkar góðs af þessu líka. Elsku Lóa. Minningarnar hlaðast upp. Þakklæti fyrir vináttu og sam- stöðu árum saman. Við hjónin send- um sonum þínum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Minning þín lifir. Jóhanna Friðriksdóttir. Heiðurskonan Ólafía Sigurðar- dóttir, Lóa, er látin. Mig langar í fáum orðum að minnast hennar nú á kveðjustundu. Ég kynntist Lóu og eiginmanni hennar, Tryggva Gunn- arssyni, upp úr 1974. Þá var ég ný- kominn til starfa í Vestmannaeyjum og farinn að taka þátt í félagsstörf- um með Alþýðubandalaginu. Lóa og Tryggvi voru þar áberandi og ég fann fljótt að þar fór félagshyggju- fólk af lífi og sál. Lóa hafði mjög ákveðnar skoðanir á þjóðfélaginu og var alltaf trú þeirri hugsjón að frelsi, jafnrétti og bræðralag væri lykillinn að réttlátu samfélagi. Á fundum lagði Lóa alltaf eitthvað notadrjúgt til málanna. Hún var óþreytandi við að minna á tengsl okkar yngri við það fólk sem hafði fyrr á árum með harðri vinnu sinni og þrotlausri bar- áttu skapað það velferðarsamfélag sem við teljum svo sjálfsagt nú á dögum. Lóa var skemmtileg kona og kunni frá mörgu að segja, einkan- lega því er snerti verkalýðsbarátt- una um og eftir miðja síðustu öld. Hún gegndi í áraraðir trúnaðar- störfum fyrir sitt félag, Verka- kvennafélagið Snót, og þar komu góðir kostir hennar vel fram. Hún var sanngjörn en jafnframt hörð fyrir hönd sinna kvenna og með þá eiginleika að vopni stuðlaði hún að bættum kjörum verkakvenna og reyndar alls verkafólks í Vest- mannaeyjum. Það var gaman að heyra Lóu segja frá því þegar þær í forystu Snótar, Dagga á Kirkjuhóli, Vilborg og Lóa sjálf eitt sinn settu atvinnurekendum í Vestmannaeyj- um stólinn fyrir dyrnar um „há- bjargræðistímann“ með verkfalls- vopnið í höndum sér til þess að knýja fram réttlát og sanngjörn laun til Snótarkvenna. Atvinnurek- endur töldu fyrirfram að auðvelt væri að eiga við konurnar, töldu að þær hefðu lítið að gera í alvöru karla. En annað kom í ljós. Með ein- beittan vilja og góðan málstað í far- teskinu tókst þeim Snótarkonunum á kurteisan en ákveðinn hátt að gera körlunum ljóst að það yrði þeim dýrt spaug að semja ekki við Snót. Þær gáfu sig ekki hvernig sem hamast var og að lokum gáfust karlarnir upp og sömdu. Sigurinn var sætur en hann var ekki nema eitt brot úr þeirri baráttu sem stöð- ugt þurfti að heyja og þarf enn til þess að berjast fyrir mannsæmandi launum. Lóa var mikið snyrtimenni og í þeim efnum voru þau Tryggvi sann- arlega á sama báti. Hún var glæsi- leg, alltaf fín og vel til höfð og má segja að geislað hafi af henni. Þetta ásamt svo mörgu öðru gerði hana að aðlaðandi manneskju. Nú er Lóa látin. Við hjónin vott- um fjölskyldu Lóu okkar dýpstu samúð. Hennar er sárt saknað en minningin um góða samferðakonu lifir. Ragnar Óskarsson. María Jóhannsdóttir kvaddi í kvöld. Þannig barst mér fregnin um andlát Maríu. Hún var ættuð að austan í föð- urætt og fæddist eystra, en flutti barn að aldri til Flateyrar eftir and- lát föður síns, en móðir hennar, María Torfadóttir var frá Flateyri. Dóttir Torfa Halldórssonar skip- stjóra, sem af mörgum hefur verið nefndur „faðir Flateyrar“. Á Flat- eyri bjó hún til æviloka. Setti þann virðingarsvip á mannlífið, hér í okk- ar fjallmyndarlega firði, að mér hef- ur ætíð þótt mannlífsmyndin á Flat- eyri vera dýpri og tilkomumeiri vegna tilvistar Maríu. Enda má segja að saga hennar og forfeðra hafi verið mjög stór hluti af sögu Flateyrar, og ekki hafa börn henn- ar, Einar Oddur og Jóhanna Guð- rún, verið miklir eftirbátar móður sinnar í því að láta gott af sér leiða fyrir þetta litla en dásamlega sam- félag. Að vera alltaf til staðar, sífellt að láta gott af sér leiða, kunna að gleðjast yfir velgengni annarra. Taka á eigin erfiðleikum af ákveðni og reisn. Kunna að gleðja aðra og að gefa af sér. Slíkt fólk er samfélaginu ómetanlegt. María var á mínum uppvaxtarár- um á Flateyri, holdgervingur póst- og símamála, og var símstöðin í mínu ungdæmi inni á heimili hennar – Litlabýli. Rauða fallega húsinu við Ránargötu. Húsinu sem byggt var fyrir móður hennar og móðursystur uppi á Sólbakka, þar sem sonur hennar Einar Oddur byggði sér myndarlegt hús á sínum tíma og býr þar enn. Alltaf þótti mér mikið til þess koma sem barni að heyra að „Litla- býli hafi verið flutt í heilu lagi ofan af Sólbakka niður á Ránargötuna (nr. 2). Engir kranar og flutningabíl- ar voru til staðar til gera það kleift, en tíminn gekk líklega hægar í þann tíma. Þar bjó María allt þar til Póst- ur og sími byggði myndarlegt hús yfir starfsemi sína handan götunnar og þangað flutti María. Bjó hún þar til starfsloka sinna sem stöðvar- stjóri. En síðustu æviárin bjó hún á Eyrarvegi 9, þangað sem dóttir hennar Jóhanna Guðrún, flutti er hún ákvað að fara á eftirlaun, vera nær móður sinni og börnum á Flat- eyri. Hafa það náðugt – þó líklegra sé að hún hafi aldrei haft jafnmikið að gera og nú, eftir að hún hætti hjá hinu opinbera, þá bjuggu þær mæðgur saman síðustu árin. María flutti reyndar fyrir liðlega ári á dval- MARÍA JÓHANNSDÓTTIR ✝ María Jóhanns-dóttir fæddist á Hólmum í Reyðar- firði 25. maí 1907. Hún lést á sjúkrahús- inu á Ísafirði föstu- daginn 5. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 12. desember. arheimilið Sólborg – hinum megin götunnar – á Flateyri, þar sem hún þarfnaðist frekari umönnunar, enda kom- in talsvert á tíræðisald- urinn. María var mjög virk í starfi Kvenfélagsins Brynju og formaður um tíma. Þá var hún virk í starfi leikfélags- ins, þó hún léki ekki mikið. Hún var líka mikill unnandi tónlist- ar og einkanlega píanó- tónlistar, enda lék hún sjálf á píanó og orgel. Hún þjálfaði og starfaði sem organisti í kirkju- kórnum um árabil, lék á píanó á ýmsum skemmtunum og fleira mætti telja. Mér er ljóst að ég er engan veg- inn fær um að rekja æviferil hennar af þeirri nákvæmni sem lífshlaupi hennar sæmir. Vonandi verða aðrir til þess. Mér varð snemma ákaflega hlýtt til Maríu. Hún var einn af uppáhaldsviðskiptavinum föður míns, allt frá opnunardegi á tíu ára afmælisdegi mínum, þegar hann opnaði verslun sína í kjallara tengdamóður sinnar á Túngötunni. Maríu flutti ég tíðum matvörur heim og ætíð var mér þar vel tekið. Vin- skapur fjölskyldna okkar minnkaði ekki heldur við það að ég fór að starfa hjá syni hennar í Hjálmi. Hún var ákaflega stolt kona og hafði fullt efni á að vera það. Hún missti mann sinn Kristján Ebenez- ersson ungan að aldri, en hann lést af völdum lungnabólgu og var jarð- aður í Fossvogskirkjugarði. Börn sín tvö ól María upp og tókst ákaf- lega vel, eins stór hlutið þjóðarinnar hefur kynnst. Hún var líka mikill gleðigjafi barna- og barnabarna- börnum sínum og ég leyfi mér að segja: mikið lífsakkeri. Hún var allt- af til staðar fyrir þau, á nóttu sem degi. Tók á móti þeim í lok skóla- dags og gaf þeim að borða og veitti hvaðeina er þau vanhagaði um. Hún spilaði mikið við afkomendur, skyld- fólk og vinkonur, bridge, kanasta og ýmislegt fleira, allt fram til hins síð- asta. Elskaði að spila á spil ekki síð- ur en á píanóið og að hlusta á tónlist, hygg ég að segja megi án þess að ýkja. Það hefur verið höggvið stórt skarð í fjölskylduhópinn á Sólbakka. Jólin nálgast og María hefur verið miðpunktur jólahaldsins í áratugi. Börn, barnabörn og barnabarna- börn munu hins vegar um eilífð eiga bjartar og góðar minningar um góða móður, ömmu og langömmu. María Jóhanns hefur kvatt okkur að sinni. Þakka ég henni samleiðina og allt sem hún veitti mér og kenndi, beint og óbeint. Fjölskyldum Jóhönnu Guðrúnar og Einars Odds færi ég innilegustu samúðarkveðjur móður minnar og fjölskyldu auk fjöl- skyldna systkina minna. Eiríkur Finnur Greipsson. Nú fer ég heim að Úlfsstöðum og fæ kaffi, hugsaði ég einhverju sinni, er ég var staddur suður í Hjáleigu að bíða eftir einhverju. Þau voru ein heima „eldri hjónin“, Guðbjörg og Halldór, stödd uppi á lofti. Ég vissi sem var að vel yrði á móti mér tekið. Guðbjörg þurfti um margt að spyrja og frá mörgu að segja. Halldór sagði lítið en brosti því meir út í annað eins og honum þætti ekki allt eins og vera ætti. „Ætlarðu ekki að gefa drengnum kaffi?“ spurði hann loks en mér fannst svo gaman að ég var löngu búinn að gleyma kaffinu. Það eina sem ég sakna frá þess- ari ferð er að frúin skyldi ekki taka mig í fangið til að geta klapp- að mér á bakið. Það kemur þó ekki að sök því að ég man enn höndina við bakið um leið og hin rétti bita í lófann hér áður fyrr. Já, það var gleði á Úlfsstöðum þann dag eins og fyrri daginn. Eins var líka gam- an á Úlfsstöðum hvert sinn er ég kom til „yngri hjónanna“ Auðar og Óskars til að kvabba eitthvað. Ég AUÐUR KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR ✝ Auður KristínSigurðardóttir, Syðri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum, fæddist á Kúfhóli í sömu sveit 6. janúar 1935. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 20. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Krosskirkju í Aust- ur-Landeyjum 29. nóvember. held þó ekki að allir atburðir lífs þeirra hafi verið gleðiefni. Þau hjónin hafa þurft að taka á móti sorg og mótlæti á sinni lífsleið ekki síður en gerist og gengur. Þær raun- ir hafa þau staðið af sér. Að minnsta kosti er ekki annað að sjá eða heyra. Sjálfsagt hafa þau gert sér grein fyrir því að lífið heldur áfram og verð- ur ekki stöðvað. Sá er háttur þess sem trúir og veit að hann er aldrei einn á ferð. Um fjörutíu ára skeið hef ég verið nágranni Úlfsstaðahjónanna með aðra löppina, áður í hjáleig- unni fyrir norðan og seinna í hjá- leigunni fyrir sunnan. Aldrei man ég eftir öðru en velvild og greið- vikni úr þeirri átt sem Úlfsstaðir eru. Fyrir alla hjálpina og ánægju- stundirnar vil ég þakka af heilum hug. Ég mun vissulega sakna þess að sjá ekki lengur frúna á Úlfsstöð- um, fallega og töluvert drjúga með sig á gæðingi sínum hér vestur á árbakkanum. En það verður ekki á allt kosið. Sumir halda því fram að framhaldslífið sé líkt því sem lifað er hér. Sé svo ætla ég að mínu loknu að kaupa mér hjáleigu við hliðina á Úlfsstöðum. Þar verður gott að vera. Ég óska vinum Auðar á Úlfs- stöðum allrar velgengni og henni góðrar ferðar. Og enn og aftur: Kærar þakkir, góðu vinir. Filippus Björgvinsson. Tíminn líður og minningarnar hrann- ast upp. Samferða- mennirnir ganga hjá hver af öðrum og skilja eftir sig misjafnlega djúp spor. Móðursystir mín, Ingibjörg María Jónsdóttir, eða Ebba eins og hún var alltaf kölluð, lést sum- arið 1999 og nú er eiginmaður hennar, öðlingurinn og mannvin- urinn, Rögnvaldur Jónsson í Flugumýrarhvammi, horfinn til konu sinnar og forfeðra. Æviganga Valda var um margt á annan veg en gerist og gengur. Hann var bóndi, kennari, skólabíl- stjóri og kirkjuorganisti en hafði, engu að síður, alltaf nægan tíma til að hjálpa og styðja samferðamann- inn væri þess þörf. Í því voru þau hjónin mjög samhent svo sem í öllu öðru, sem á fjörur þeirra rak. Að fara fram í Hvamm, með böggul eða bréf fyrir mömmu og pabba, var eitt af mínum fyrstu ábyrgðarstörfum. Þá var lagt á Brún og honum riðið greitt fram veginn. Þegar í hlaðvarpann kom tóku þau Ebba og Valdi ætíð á móti mér, með hlýju og ástúð sem aldrei gleymist. Þau voru þá yf- irleitt búin að fylgjast með ferð drengsins neðan Eyrarnar en þar voru hlið, sem stundum reyndust þeim litla erfið. Í bakaleið var sami háttur á hafður. Þegar í barnaskólann kom lágu leiðir okkar Valda saman en þar RÖGNVALDUR JÓNSSON ✝ RögnvaldurJónsson fæddist í Réttarholti í Skaga- firði 29. ágúst 1908. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 1. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Flugumýrar- kirkju 11. október. var hann kennari minn. Þar fylgdist hann með framgangi mála af áhuga og um- hyggju. Hann vann að kennslunni sem vinur og faðir okkar allra. Þegar að því kom að ég þurfti að taka ákvörðun um frekari skólagöngu, fylgdist hann með því og lagði þar hönd á plóginn. Þannig leitaðist hann við að styðja nemend- ur sína fram á veginn, svo sem hann gat hverju sinni. Það er gæfa hverju ungmenni að eiga slíkan vin og kennara að leita til sem Valdi var. Eftir að Valdi hætti störfum byggðu þau Ebba sér hús í hlað- varpanum í Flugumýrarhvammi. Þar bjuggu þau síðustu árin, undu hag sínum vel og nutu sólarlags- ins. Þar var gott að koma, líta með þeim yfir farinn veg og minnast liðinna stunda. Eftir lát Ebbu flutti Valdi út á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki en dvaldi heima í Hvammi, þegar heilsa og aðstæður leyfðu. En heima í Hvammi var hugur hans til hinstu stundar. Valdi var vörpulegur á velli, myndarlegur og vel farinn í and- liti. Hann var vel gerður bæði and- lega og líkamlega. Hvar sem hann fór bar hann með sér festu, góð- leika, ró og frið. Það treystu allir Valda í Hvammi. Þau störf, sem hann tók að sér, voru í góðum höndum. Ég og fjölskylda mín þökkum þér, vinur minn, samfylgdina, sem var löng, góð og traust. Góður vinur er genginn, sem gott er að minnast. Blessuð sé minning Valda í Hvammi. Sigtryggur Jón Björnsson frá Framnesi. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.