Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 22
ERLENT
22 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins
(ESB) samþykktu í gær áform um að
koma upp sjálfstæðri herstjórnar-
miðstöð þaðan sem ætlunin er að
stýrt verði hernaðaraðgerðum sem
kann að verða gripið til í framtíðinni
í nafni sameiginlegrar varnarmála-
stefnu sambandsins. Djúpstæðar
deilur höfðu staðið um áformin síð-
asta misserið, ekki sízt vegna þess að
Bandaríkjastjórn lýsti sig mótfallna
þeim á þeim forsendum að þau væru
til þess fallin að grafa undan einingu
og slagkrafti Atlantshafsbandalags-
ins, NATO. Frumkvæðið að áform-
unum áttu Frakkar, Þjóðverjar og
Bretar.
Brezki forsætisráðherrann Tony
Blair lýsti því yfir í gær að eins og
loks var gengið frá samkomulaginu
hefði að fullu verið komið til móts við
fyrirvara Breta um að þessi áform
ESB yrðu ekki hrein samkeppni við
varnarbúnað NATO. „Þetta gefur
okkur tækifæri til að viðhalda
bandalaginu vestur yfir haf mjög
sterku, en jafnframt að Evrópa geti
gripið til ráðstafana í tilvikum þar
sem Bandaríkjamenn láta vera að
grípa inn í en Evrópa hefur aug-
ljósra hagsmuna að gæta,“ tjáði
Blair blaðamönnum í Brussel.
„Þetta er nákvæmlega það sem
fyrir okkur vakti og að koma því í
framkvæmd þannig að það sé í full-
komnu samræmi við að NATO verði
eftir sem áður hornsteinninn í varn-
arsamvinnu okkar,“ sagði Blair.
Umrædd áform ESB felast í bili í
því að setja á stofn miðstöð þar sem
starfa munu nokkrir tugir herfor-
ingja úr herjum ESB-ríkja, sem
myndu sjá um að undirbúa og stýra
hernaðaraðgerðum óháð NATO.
Miðstöðin verður til húsa í Bruss-
el, þar sem fyrir er vísir að stjórn-
stöð svonefnds hraðliðs ESB. Þá
verður skrifstofa hernaðarfulltrúa
ESB í hernaðarhöfuðstöðvum
NATO í Mons í Belgíu (SHAPE)
gerð að varanlegri skrifstofu.
Í yfirlýsingu sem ESB-leiðtogarn-
ir gáfu út um málið í Brussel í gær
segir að þessar ráðstafanir ættu all-
ar helzt að komast til framkvæmda
strax á árinu 2004.
Javier Solana, utanríkismálastjóri
ESB, sagði að nýja herstjórnarmið-
stöðin myndi ekki aðeins sinna
skipulagningu eiginlegra hernaðar-
legra verkefna, heldur einnig friðar-
gæzlu og uppbyggingarstarfs á
átakasvæðum.
Ráðamenn ESB-ríkja hafa ítrekað
sagt að tími sé löngu kominn til að
ESB komi sér upp getu til að skipu-
leggja aðgerðir sem NATO myndi
kjósa að láta vera að blanda sér í.
Samið um herstjórnarmið-
stöð Evrópusambandsins
Brussel. AFP, AP.
Tony Blair segir einingu Atlants-
hafsbandalagsins vera borgið
STARFSMENN Konunglegu bók-
hlöðunnar í Kaupmannahöfn vinna nú
að því hörðum höndum að útbúa
geisladisk með upplýsingum um þær
1.400 verðmætu bækur sem enn er
saknað úr safninu.
Í vikunni var upplýst að ekkja
fyrrv. starfsmanns Konunglegu bók-
hlöðunnar, sonur hennar, tengdadótt-
ir og vinur þeirra hefðu verið hand-
tekin vegna gruns um að hafa reynt
að selja mjög verðmætar gamlar
bækur í gegnum uppboðsfyrirtæki
erlendis. Bækurnar hurfu úr safninu
á sjöunda áratugnum og fram til árs-
ins 1978. Alls var 3.200 bókum og
skjölum frá 17., 18. og 19. öld stolið.
Grunur leikur á um að eiginmaður
konunnar, sem starfaði við safnið ára-
tugum saman en lést í fyrra, hafi stol-
ið bókunum. Það er þó ekki víst að
hann einn beri ábyrgð á hvarfi þeirra.
Ein kenningin er sú að hugsanlega
hafi fleiri komið að málinu. Önnur er
sú að ef til vill hafi tveir réttnefndir
stór-þjófar verið að verki.
Seldi fyrir allt að 120 milljónir
Dagblaðið Jyllands-Posten greindi
frá því í gær að maðurinn hefði hafið
að selja bækurnar sem hann stal árið
1998, ári áður en hann komst á eft-
irlaun. Sagði í fréttinni að talið væri
að maðurinn eða fjölskylda hans
hefðu náð að selja bækur fyrir um 95
til 120 milljónir íslenskra króna áður
en hann skildi við.
Starfsmenn Konunglegu bókhlöð-
unnar vona að bækurnar hafi verið
seldar til Evrópulanda. Þannig aukist
líkur á að unnt verði að hafa upp á
þeim. Slíkt muni reynast erfitt í
Bandaríkjunum og næstum útilokað í
Japan.
1.400 verka er enn saknað en 1.800
hafa fundist.
Geisladiskurinn sem nú er í smíð-
um verður sendur fornbókasölum og
uppboðsfyrirtækjum um heim allan.
Stuldurinn uppgötvaðist 1973
Það var á árunum 1972–1973 sem
starfsmenn bókasafnsins veittu því
fyrst athygli að verðmætar bækur
voru teknar að hverfa úr geymslum
þess. Í fyrstu töldu menn að mistök
hefðu átt sér stað, bækur hefðu verið
fluttar til eða þeim komið fyrir á röng-
um stað eftir notkun. Það var ekki
fyrr en 1977 sem ákveðið var að grípa
til hertra öryggisráðstafana og þá
hættu bækurnar að hverfa.
Í Konunglegu bókhlöðunni er að
finna um sex milljónir prentaðra rit-
verka.
Bókastuldurinn
í Kaupmannahöfn
1.400 verka
enn saknað
ÖLDUNGURINN Elmer Courchene
hreinsar Paul Martin með arn-
arfjöðrum að hefðbundum frum-
byggjasið í gær, er Martin hafði
svarið embættiseið forsætisráð-
herra Kanada. Martin tók við af
Jean Chrétien, sem setið hafði í tíu
ár. Athöfnin fór fram í Rideau Hall,
bústað landstjórans í Kanada, Adr-
ienne Clarkson (t.h.)
Martin kynnti síðan ráðuneyti
sitt, en í því eru 38 ráðherrar, þar
af 23 nýir. Meðal nýrra andlita í
stjórninni eru Anne McLellan, sem
verður aðstoðarforsætisráðherra,
og Ralph Goodale, sem tekur við
fjármálaráðuneytinu. Meðal þeirra
sem sitja áfram á ráðherrastóli eru
Bill Graham utanríkisráðherra og
David Anderson umhverf-
isráðherra.
AP
Forsætisráðherraskipti í Kanada
GEORGE W.
Bush Banda-
ríkjaforseti
varði í fyrradag
þá ákvörðun
stjórnarinnar
að útiloka þau
ríki, sem voru
andvíg Íraks-
innrásinni, frá
verksamning-
um í Írak en sagt er, að hann sé
ævareiður varnarmálaráðuneyt-
inu fyrir að láta ákvörðunina leka
út þegar verst stóð á.
Kemur þetta meðal annars
fram í New York Times en blaðið
hefur það eftir heimildum, að
skipan James Bakers, fyrrver-
andi utanríkisráðherra, sem sér-
staks fulltrúa Bush í Íraksmálum
hafi verið tilraun Hvíta hússins til
að gera Íraksstefnuna raunsærri
og draga um leið úr áhrifum Don-
alds Rumsfelds varnarmálaráð-
herra á hana. Það hafi þeir Rums-
feld og Paul Wolfowitz
aðstoðarvarnarmálaráðherra lítt
kunnað og meta og þess vegna
ákveðið að láta nei-listann leka
strax.
Það hafi þeir gert til að spilla
fyrir Baker en í næstu viku ætlar
hann að ganga á fund leiðtoga
Frakklands, Þýskalands og Rúss-
lands, stærstu lánardrottna Íraka
og helstu ríkjanna á nei-listanum,
og biðja þá að afskrifa skuldina að
meira eða minna leyti. Um það
sama ræddi Bush við leiðtogana á
miðvikudag, nokkrum klukku-
stundum eftir að þeir voru komn-
ir með útilokunarlistann í hendur.
Haft er eftir heimildum í Hvíta
húsinu, að Bush hafi verið hálf-
vandræðalegur í þeim samtölum.
„Þetta er það sama og segja við
fólk, að það sé ekki velkomið í
veisluna en tala síðan við það dag-
inn eftir og biðja það að borga
veisluhöldin,“ er haft eftir frétta-
skýranda í Washington.
Valdabarátta í
Washington
George W. Bush
TVEIR hafa verið myrtir og tveir
aðrir skotnir í átökum sem talin
eru tengjast auknu sígarettu-
smygli í New York-borg, að því er
blaðið New York Post greinir frá.
Aukningin kemur í kjölfar hækk-
unar á skattlagningu á tóbaki.
Blaðið hefur eftir lögreglumönn-
um og alríkisfulltrúum að ýmis
glæpasamtök, allt frá rússneskum
föntum til gengja í Kínahverfinu
og manna sem grunaðir eru um
tengsl við hryðjuverkasamtökin
Hezbollah í Miðausturlöndum, hafi
reynt að auðgast á sígarettusmygli
undanfarið, en hagnaðarvonin sé
umtalsverð, eða vel á fjórða þús-
und krónur á hvert sígarettukar-
ton.
Sherwin Henry, 23 ára, lést þeg-
ar hann var skotinn í höfuðið uppi
á þaki á íbúðablokk í Brooklyn þar
sem hann var að selja sígarettur
sem hann hafði keypt í miklu
magni á verndarsvæði indjána á
Löngueyju.
Cody Knox, 19 ára, var stunginn
til bana eftir að tilræðismaðurinn
hafði elt hann í gegnum mann-
þröng um hábjartan dag við versl-
unarmiðstöð í Brooklyn. Ástæðan
var deilur um yfirráðasvæði sígar-
ettusala.
New York
Mannskæð
átök tóbaks-
smyglara