Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 19 w w w .d es ig n .is ' 2 0 0 3Fæst um land allt Dreifingara›ili: Tákn heilagrar flrenningar Til styrktar blindum Tilvalinjólagjöf Tískuvöruframleiðandinn Benetton hefur sagt að sala fyrirtækisins muni dragast saman um 29% í ár og verða jafnvirði rúmra 130 milljarða króna. Í The Wall Street Journal segir að fyrirtækið ætli sér að nýta vel þekkt vörumerki sín, auka við verslunar- rými og fjárfesta í nýjum efnum til að auka sölu og hagnað árið 2007. Í þessum tilgangi verði fjárfest fyrir sem svarar tæpum 40 milljörðum króna, helmingurinn fari í að opna nýjar verslanir og endurnýja eldri verslanir, og helmingurinn í að bæta vörudreifingu og verksmiðjur. The Wall Street Journal segir að klassísk litskrúðug prjónavara Ben- etton hafi árum saman verið vinsæl meðal ungs fólks um allan heim, en frá því merkið hafi verið upp á sitt besta á níunda áratugnum hafi fata- markaðurinn breyst með ódýrari og ört vaxandi keppinautum á borð við Hennes & Mauritz og Zara. Haft er eftir nýjum stjórnanda Benetton að fyrirtækið muni ekki reyna að keppa í verði eða reyna að fylgja tískustraumum betur eftir, en viðskiptavinir fyrirtækisins vilji ferskari vörur. Benetton hafi ekki heldur áform um að fækka fólki, flytja framleiðsluna til Kína eða selja fasteignir, sem séu allt leiðir sem fataframleiðendur og smásalar hafi farið. Benetton muni þess í stað skerpa á gæðunum, dreifa ábyrgð til að auka kostnaðarvitund og fylgjast betur með tekjuþróun einstakra deilda. Benetton ætlar að auka hagnað fyrir skatta og fjár- magnsliði um meira en 40% á næstu þremur ár- um og auka tekjur verulega. Benetton selur vörur sínar í 5.000 verslunum í 120 ríkjum heims. 70% fyrirtækisins eru í eigu Benetton-fjölskyldunnar. Samdráttur hjá Benetton TELENOR hefur keypt 46,5% hlut í danska símafyrirtækinu Sonofon sem er næst stærsta símafyrirtæki Danmerkur, að því er fram kemur í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings Búnaðarbanka. Þar segir einnig að fyrir hafi Telenor átt 53,5% hlut í félaginu sem keyptur hafi verið í júní árið 2000 þegar verð hlutabréfa í fjarskiptafélögum hafi almennt ver- ið mjög hátt. Þann hlut hafi Telenor keypt á 14,2 milljarða norskra króna en fyrir kaupin á 46,5% hlutnum nú hafi Telenor greitt 3,3 milljarða norskra króna, eða 36 milljarða ís- lenskra króna. Miðað við þessar greiðslur er Sonofon nú aðeins metið á 1⁄5 þess verðs sem það var metið á fyrir þremur og hálfu ári, en í Hálffimm fréttum segir að þrátt fyrir verð- lækkunina séu flestir sérfræðingar í Noregi á því að kaupverðið sé of hátt. Telenor kaupir danskt símafyrirtæki ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.