Morgunblaðið - 13.12.2003, Side 40

Morgunblaðið - 13.12.2003, Side 40
É g vakna ekki við vekjaraklukkur. Eftir öll þau ár sem ég hef vakn- að við sjokk- erandi upphafs- setningar dagsins geta klingjandi vekjaraklukkur ekki nálg- ast það sem þarf til að draga mig á fætur. Svefninn og draumalandið er mér of dýrmætt til að ég láti klingj- andi apparöt hirða það af mér. Ónæmi mitt fyrir vekjaraklukkum er ekki tilkomið vegna leti, ég er bara vanur dramatískari meðulum. Ég man þegar ég var 12 ára, stað- settur á gólfinu fyrir framan sjón- varpið meðan fréttatíminn var. Á því tímabili hafði ég einhverra hluta vegna fengið þá flugu í höfuðið að ég væri kominn á þann aldur að ég yrði að fylgjast með fréttum og fylgjast vel með allri þjóðfélagsumræðu, enda treysti ég mér ekki enn til að byrja að drekka kaffi og varð því að vega upp á móti barnalegheitum mínum á því sviði. Ég man sér- staklega eftir einum fréttatímanum, í rauninni er það eini fréttatíminn sem ég man vel eftir á ævi minni, þó hef ég séð þá ansi marga í gegnum tíðina. Ég lá eins og venjulega fyrir framan sjónvarpið og hafði staðsett vinstri fótinn kyrfilega í fanginu á mömmu, enda hafði hann angrað mig mikið síðan ég hafði fótbrotnað nokkru áður. Litli bróðir var inni í herbergi að leika sér, og eldri bræð- ur mínir höfðu báðir farið eitthvað út, þó í sitthvoru lagi eins og venjan var. Fréttamaðurinn á skjánum tuð- aði um látin börn og sprengjur hér og þar, eins og venjulega, og ég hneykslaðist á illsku heimsins og skammaðist yfir heimsku þeirra sem létu öðrum líða illa. Mamma strauk á mér fótinn og þá leið mér betur, ég varð nefnilega alltaf svo pirraður og fúll ef mamma strauk ekki á mér fót- inn, þar sem fótbrotið virtist hafa skilið króníska ónotatilfinningu eftir í fætinum á mér. Eftir langar upp- talningar um illt ástand heimsmál- anna kom stórfrétt frá okkar ást- kæra Íslandi; ungur maður hafði lent í háskalegum eltingarleik við lög- regluna sem hafði endað með harka- legum árekstri bifreiðar mannsins og lögreglubíls. Lögreglumaður hafði slasast alvarlega og maðurinn hafði reynt að stinga annan lögreglu- mann á hol með skærum þegar hann var dreginn út úr bílnum sínum. Ekkert okkar heima sagði neitt, ekk- ert okkar var alveg visst um hvers vegna við fengum öll sömu ónota- tilfinninguna þegar fréttin skall á okkur, en þar sem þetta var nú ansi glæfralegt og stórfenglegt mál á ís- lenskan mælikvarða reiknuðum við fastlega með því að sama ónota- tilfinningin hefði hreiðrað um sig í brjósti annarra landsmanna við að sjá og heyra um þennan voðaatburð. „Þetta hefur verið einhver brjál- æðingur,“ sagði ég loks, „augljóslega snælduklikk!“ Mamma og pabbi umluðu eitthvað sem ég nennti ekki að reyna að skilja og ég stóð því upp og fór inn í herbergið mitt að lesa, enda var ég asnalega mikill bóka- ormur á þessum tíma. „Hver keyrir á lögreglubíl?“ spurði ég sjálfan mig, „hverjum dettur annað eins í hug?“ Þegar ég vaknaði við vekj- araklukkuna daginn eftir heyrði ég ekkasog í stofunni. „Skrítið, eru allir heima bara?“ hugsaði ég með mér og rölti inn í stofuna. Í sófanum sátu mamma og pabbi, sem var óvenju- legt þar sem þau voru jafnan farin í vinnuna á þessum tíma. Mamma var grátandi og pabbi leit út eins og ein- hver hefði sparkað í magann á hon- um. „Hvað, er eitthvað að?“ spurði ég í barnslegri einfeldni minni, „af hverju ertu að gráta, mamma?“ Mamma horfði á mig eins og hún ætlaði að segja eitthvað, en um leið og hún opnaði munninn kom bara andvarp, djúpt innsog og svo flæddu tárin inn um munnvikin þangað til hún lokaði munninum aftur í uppgjöf og hélt áfram að gráta. Pabbi var enn með sama svipinn, rauður í framan og með fljótandi augu sem flöktu á milli mín og mömmu. Á end- anum tókst honum þó að kreista út setningu, „Steinn bróðir þinn er í fangelsi.“ Mér brá, en þar sem stóri bróðir hafði nokkrum sinnum áður lent í smá rimmum við lögregluna varð ég ekki viti mínu fjær af skelf- ingu. „Hvað gerði hann af sér núna?“ spurði ég og dæsti til þess að sýnast fullorðinn. „Það var hann sem var í fréttunum í gær,“ sagði pabbi aftur, „hann keyrði á lögreglumanninn.“ Mamma grét enn meira með hverju orði sem pabbi sagði við mig, og skyndilega fann ég hvernig svip- urinn á mér var farinn að líkjast svipnum á pabba. Við sátum þarna þrjú saman, mamma grét og ég og pabbi þögðum og horfðum á hana og gólfið til skiptis. Mér leið eins og ég hefði fengið spark í magann. Næstu daga og vikur fengum við ógrynni símtala og skyndilega virt- umst við vera aðaláhugamál fjöl- miðla, öll blöð voru uppfull af yfirlýs- ingum um þá óhóflegu illsku sem bjó að baki þessum hræðilega atburði. Bróðir minn varð tákn á einum degi, tákn fyrir undirheima Reykjavíkur og hvernig eiturlyf og áfengi geta umbreytt eðli manna í illsku og leitt þá út í glæpi. Mér fannst þetta skrít- ið, þjóðfélagið hrópaði á blóð manns sem ég kannaðist ekki við, en þó bar hann sama nafn og elsti bróðir minn. Ég þekkti ekki þessa illsku þó ég hefði vitað að hann væri enginn eng- ill. Þó ég væri bara krakki þá vissi ég að hann hafði notað dóp og ég vissi að hann fór á fyllerí, en ég hafði aldr- ei séð þessa illsku og mannvonsku sem átti að einkenna hann umfram annað. Ég mundi eftir rifrildum milli hans og foreldra minna þegar hann var fullur og það hafði ekki farið framhjá mér þegar löggan kom og tók hann vegna þess að hann var að brjóta allt og bramla í herberginu sínu, sem var staðsett á jarðhæð blokkarinnar okkar. En jafnvel þeg- ar hann var svona reiður og vitlaus þá sá ég ekki þessa takmarkalausu illsku sem átti að leynast innra með honum, hún fór einhverra hluta vegna algjörlega framhjá mér.    Ég mundi bara eftir honum þegar hann kenndi mér að teikna í her- berginu sínu. Ég mundi eftir að hafa farið niður í herbergið hans og bank- að hjá honum á daginn. Hann opnaði og hleypti mér inn, skríkjandi og hoppandi um eins og krakkar eiga til að gera. Ég var eðlilegur krakki að mestu leyti og því átti ég það til að vera með læti, en hann virtist ekki pirra sig á því. Ég mundi að hann keypti stóran bunka af blöðum og fullt af allskonar blýöntum og teikni- litum svo við gætum teiknað saman. Ég mundi að hann teiknaði vel, hann teiknaði jafn vel og ég teiknaði illa. En samt fannst honum mínar mynd- ir flottari en sínar og hengdi þær upp á veggina hjá sér, sama hvað þær voru margar og nokkurnveginn sama hve þær illa gerðar. Smám saman fann ég líka hvernig ég byrj- aði að þróast í takt við tímann sem við eyddum við þetta, fljótlega hætti ég að krassa og línurnar á mynd- unum mínum byrjuðu að skýrast og myndefni mín fóru að taka á sig form sem voru skiljanleg öðrum en mér. Hann tók samt ekki gömlu mynd- irnar mínar niður, bjó bara til auka pláss fyrir þessar nýju og sagði mér að ég væri frábær teiknari, mikið betri en hann. Með tímanum vorum við farnir að auka umsvif okkar, tím- inn snerist ekki bara um teikningar heldur um bækur, tónlist og alls- konar hluti sem okkur datt í hug. Á tímabili fékk ég æði fyrir flugvéla- módelum og hann eyddi sínum tak- mörkuðu fjárráðum í að kaupa handa mér stærstu og flottustu mód- elin og bætti við nokkrum skipum í leiðinni, enda fannst honum skip vera falleg. Ég mundi þegar við sát- um þarna tveir við skrifborðið hans og hann púslaði saman módelunum eftir mínum ábendingum, að því er ég hélt á þeim tíma. Ég áttaði mig ekki á því þá, vegna þess hvað ég var lítill, að ég skildi hvorki upp né niður í þessu dóti og hann var í raun að púsla þessu öllu saman. Ein- hvernveginn tókst honum allavega að telja mér trú um að ég ætti heið- urinn af þessu, og hann hefði bara verið þarna að hjálpa til. Ég var ekk- ert lítið stoltur þegar módelin voru fullkláruð, eitt af öðru, og sýndi öll- um sem vildu sjá, fullyrðandi að þetta væri mín eigin smíð. Eðlilega fylltust hinir krakkarnir í kringum mig aðdáun þegar þau sáu flottheitin og mér fannst sem mér væri ekkert ómögulegt. Ég mundi líka þegar hann sýndi mér National Geographic blöðin sem hann var áskrifandi að, hvernig hann fletti í gegnum þau og útskýrði fyrir mér siði frumbyggja Ástralíu, sögur af egypskum faraó- um og fleiri hluti sem fram að því voru mér gjörsamlega framandi. Ég mundi eftir því að hann þorði ekki að fara með mér í sund, vegna þess að hann var of feitur, og stóð því fyrir utan sundlaugina og beið meðan ég synti og lék mér við aðra krakka í lauginni. Ég mundi eftir eina skipt- inu sem hann varð reiður við mig, þegar hann sagði mér að þegja. Ég varð svo hræddur að ég þorði ekki inn til hans í marga daga, enda hafði hann aldrei sýnt mér þá hlið áður. Ég mundi eftir rifrildum milli hans og foreldra minna, ég mundi eftir löggunum sem komu og náðu í hann þegar hann braut allt í herberginu sínu. Ég mundi eftir bröndurunum hans og ég mundi líka að mér fannst þeir fyndnir. Ég mundi eftir því þeg- ar hann fór að veiða með frænda mínum, vegna þess að frændi minn átti enga vini og bróðir minn vildi vera góður við hann. Ég mundi eftir því þegar ég fékk að sitja á mót- orhjólinu hans þegar hann keyrði út í sjoppu til að kaupa handa mér nammi. Ég mundi eftir fullt af hlut- um, en ég mundi ekki eftir illskunni. Steinn var dæmdur fyrir innflutn- ing á kókaíni, að keyra á lög- regluþjón og eitthvað fleira sem ég náði ekki að henda reiður á vegna aldurs. Ég var krakki þá en ég var samt stoltur af bróður mínum, þrátt fyrir að blöðin segðu að hann væri vondur. Ég vissi að hann var ekki vondur, mamma sagði mér að hann væri veikur. Ég skildi ekki þá hvern- ig veikur hann væri, mér fannst gaman að heimsækja hann í fang- elsið og mér fannst klefinn hans nálgast paradís að gæðum. Á veggn- um var plaggat af berbrjósta konu, hann hafði skrifborð með tölvu á og það var flugvélaleikur í henni sem ég skildi ekkert í, sama hvað Steinn reyndi að útskýra hann fyrir mér. Hann hafði rúm og stól, mátti reykja þarna inni og auk þess var hann um- kringdur bókum og National Geo- graphic blöðum. Ég heimsótti hann oft á þessum tíma, með mömmu og pabba, og mér fannst það frábært. Árin liðu samt og smám saman fór ég að átta mig á því hvað mamma meinti þegar hún sagði að hann væri veikur. Í stað brandaranna og fróð- leiksins sem áður flæddi útúr honum þegar maður heimsótti hann fékk maður pistla um endurholdganir fornra hetja og samhengislaust rugl, sem ekki var nokkur leið fyrir ung- lingsstrák að skilja. Ég sá líka hvernig hann fitnaði óhóflega í fang- elsinu, hann varð reiðari og með tím- Blogg um bróður Þorgrímur Haraldsson og Steinn Ármann stóri bróðir meðan allt lék í lyndi. VEFDAGBÓK 40 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Ef ég væri ekki í ágætis andlegu jafnvægi hefði ég ekki skrifað þetta. Hvað þá birt þetta á Netinu. Þess vegna tók ekki langan tíma að skrifa og það var ekki erfitt. Það er að vissu leyti léttir að vera búinn að skrifa þetta en fyrir mér var ekki mesta málið að skrifa og losa mig þannig við þetta, mér fannst bara tími til kominn að gera það. Svo var ég forvitinn að vita hver viðbrögðin yrðu. Það er frekar tilfinningin sem ég fæ við að sjá viðbrögðin frekar en skrifin sjálf sem er aðal málið.“ Þetta segir Þorgrímur Haraldsson bloggari, sem hefur skrifað átakanlega sögu bróður síns, sem er geðsjúkur afbrotamaður, á blogg- síðuna sína. Þorgrímur rifjar í sögunni upp þá tíma þegar þeir bræður voru nánir félagar og ekkert stórvægilegt virtist bjáta á, þar til bróðurnum verður á og lendir í fangelsi og síð- ar á réttargeðdeildinni á Sogni. Þaðan liggur leiðin á götuna. Undanfarna 15 mánuði hefur bróðirinn verið í gæsluvarðhaldi fyrir morð. Aðalmeðferð hafin – sagan skrifuð Þorgrímur hefur bloggað frá því í apríl árið 2002. Venjulega skrifar hann daglega stutta pistla um daginn og veginn en á þriðjudögum skrifar hann lengri sögur, yfirleitt grínsögur að hans eigin sögn. En hvað fékk Þorgrím til að hvíla grínsöguformið og skrifa sögu af sam- skiptum sínum við bróður sinn? „Það hittist nú þannig á að einmitt þennan þriðjudag [9. des- ember sl.] var aðalmálsmeðferð að hefjast í máli bróður míns,“ útskýrir Þorgrímur. „Þess vegna fannst mér þetta einhvern veginn við hæfi, líka af því að ég hef alltaf haldið honum fyrir utan síðuna og aldrei verið að tala mikið um fjölskylduna þar. Þannig að einhvern veg- inn fannst mér vera tími til kominn.“ Viðbrögð við sögunni hafa ekki látið á sér standa og um tvö hundruð höfðu skrifað um- mæli um söguna á bloggsíðuna og margfalt fleiri lesið hana þegar þetta er skrifað í gær- dag. „Nei, ég átti ekki von á að fá svona mikil við- brögð. Ég átti kannski von á því að einhverjir myndu kommenta á síðunni og segja að sér þætti þetta leitt, en ég bjóst ekki við því að þetta yrði svona rosalegt,“ segir Þorgrímur og heldur áfram: „Það hafa verið einhver við- brögð við hinum sögunum mínum en við- brögðin hafa ekki verið svona rosaleg áður.“ - En hefur það einhverja þýðingu fyrir Þor- grím að fá svona mikil viðbrögð við skrifum sínum um bróður sinn? „Já, en ekki sem bloggara heldur frekar sem manneskju. Það er jákvætt að sjá að fólki er ekki sama og jákvætt að þetta hafi haft ein- hver áhrif.“ Bloggsíða Þorgríms er á slóðinni: http:// www.toggipop.blogspot.com. Bróðir geðsjúks afbrotamanns skrifar sögu hans á Netið og fær mikil viðbrögð „Jákvætt að sjá að fólki er ekki sama“ Morgunblaðið/Þorkell Þorgrímur við tölvuna. Hann segist ekki hafa átt von á jafnmiklum viðbrögðum við sögu bróður síns og raunin hefur orðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.