Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 61
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 61 bið góðan guð um að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Með þökk fyrir samfylgdina. F.h. fjölskyldnanna í Miðstræti 14 og Hafnargötu 115, Benedikt Sigurðsson. Fallinn er frá vinur okkar, Gísli Helga, eftir erfið veikindi. Við eigum Gísla margt að þakka. Hann var okk- ar „lagari“ eins og börnin okkar köll- uðu hann. Þegar eitthvað þurfti að laga var viðkvæðið hjá börnunum „förum með þetta til Gísla lagara“. Á vorin þegar snjó tók upp hér í Bol- ungarvík var farið með hjólin til Gísla, sem lagfærði og smurði. Gaman var að horfa á Gísla gera við, það lék allt svo vel í höndunum á honum. Krakk- arnir fylgdust vel með viðgerðunum og hlustuðu áhugasöm á Gísla lýsa viðgerðunum, upplýsa þau um heiti verkfæranna o.fl., en í bílskúrnum hans eru öll möguleg og ómöguleg verkfæri og alltaf hægt að ganga að öllu vísu. Að viðgerð lokinni var síðan endað í kaffi hjá Sirrý, en alltaf áttu þau til eitthvað að bjóða krökkunum, eins og Kók og Prins Pólo. Talað var um Sirrý og Gísla í sömu andrá en þau voru sérstaklega samrýnd hjón. Ef eitthvað bjátaði á heima hjá okkur á verklega sviðinu var hugsað til þess hvað Gísli mundi nú gera og oftar en ekki var símtólið tekið upp og hringt í hann. Gísli var mættur innan skamms með lausn á reiðum höndum. Minnisstæð er okkur fjölskyldunni ferð sem við fórum í með Gísla og Sirrý til Portúgal fyrir nokkrum ár- um. Þau hjónin voru skemmtilegir ferðafélagar og ávallt til í allt og tilbú- in fyrir börnin, sama hvað það var. Gísli hafði ákaflega gaman af börnum og bað þau að láta sig vita ef eitthvað var í gangi, s.s. fótboltamót, skíðadag- ur eða gönguferðir því hann vildi mæta. Gísli hafði sérstaklega mikinn áhuga á fótbolta og ef hann vissi af Bolvíkingum á fótboltamótum, alveg sama hvar, var hann mættur ef hann hafði nokkur tök á því ásamt Sirrý til að hvetja og horfa á. Öll börn hænd- ust að Gísla og ekkert barn var hon- um óviðkomandi, enda sjá börnin nú á eftir góðum og tryggum vini. Við fjölskyldan þökkum Gísla ynd- islegar samverustundir, hjálpsemi og vináttu í gegnum tíðina og vottum Sirrý, Önnu Svandísi, Atla, Danna, Írisi og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. Jón Þorgeir, Sigrún, Ingibjörg Þórdís, Elías og Nikulás. Góðir nágrannar og góðir vinir. Þessi orð lýsa Gísla vel og fjölskyld- unni á Holtastíg 10. Það er skrítið að hugsa til þess að nú skuli maður koma heim á Holta- stíginn til þess að fylgja Gísla til graf- ar. Það eru rétt tæpir þrír mánuðir síðan Gísli var hérna í Reykjavík og var í kaffi hjá okkur Öddu í Nóa- túninu. Maður fann að hann gerði sér grein fyrir veikindum sínum og ræddi heilmikið um lífið og tilveruna, talaði um mikilvægi þess að gefa börnum sínum góðan tíma og það að þessi tími kæmi ekki aftur. Þarna sat ég við hlið hans með nýfæddan son minn í fang- inu og var þetta gott veganesti fyrir mig inn í framtíðina. Gísli var frábær faðir og var hann gríðarlega stoltur af börnum sínum og mátti líka vel vera það. Það sýndi sig best í því að nú seinni árin þegar Danni var kominn hingað suður og byrjaður að spila fót- bolta, fyrst með Skagamönnum og svo Val, að á hverju sumri sá Gísli fjöldann allan af leikjum með Danna. Suðurferðirnar voru stílaðar inn á það að ná sem flestum leikjum. Ég mun aldrei gleyma þeim degi þegar ég var lítill gutti og fótboltinn átti hug manns allan, Gísli hafði smíðað alvöru fótboltamörk fyrir okkur krakkana á Holtastígnum, þetta voru alls engin spýtumörk sem hafði verið kastað upp í flýti. Nei, þetta voru alvöru mörk úr járni sem voru soðin saman eins og þau væru gerð fyrir alvöru leiki. Það var greinilegt að þessi mörk gerði maður sem kunni sitt fag og hafði ánægju af að gleðja aðra. Öllum krökkunum á Holtastígnum var smal- að saman og hafist var handa við að breyta lautinni í fótboltavöll. Gekk það líka frábærlega með Gísla fremst- an í flokki. Við höfðum eignast okkar eigin Laugardalsvöll, nema hjá okkur hét hann Lautardalsvöllur. Nú þegar ferðalagi Gísla á þessari jörð er lokið tekur annað við. Eitt veit ég fyrir víst að þegar faðir minn fann fyrir því að Gísli var að koma yfir, þá hefur hann sett rútuna í gang hjá sér og hitað hana vel og fyllt á tankinn, hann ætl- aði svo sannarlega vera klár og taka vel á móti Gísla. Elsku Sirrý, Anna, Danni og tengdabörn, hugur okkar er hjá ykk- ur, minningar okkar um Gísla eru margar og góðar, munu þær ylja okk- ur um hjartarætur um ókomna tíð. Innilegar samúðarkveðjur. Harald Pétursson. Um það leyti sem jólaljósin voru tendruð á jólatrénu í Bolungarvík slökknaði ljós Gísla sem hefur verið stór hluti af lífinu á Holtastígnum alla mína tíð. Gísli var góður vinur pabba míns heitins og hefur samgangurinn milli fjölskyldnanna á Holtastígnum alltaf verið mjög mikill. Gísli gat gert við allt, hvort sem það var eldhúsvaskurinn hjá mömmu, boltinn hans Halla, hjólin eða brúð- arkjóllinn minn - allt lék í höndunum á honum. Og það varð að vera vel gert því Gísli þoldi ekki fúsk og illa frá- gengna hluti. Gísli var mikill barnakarl og fengu strákarnir mínir að njóta góðs af því. Þau Sirrý komu og horfðu á Tómas Helga leika fótbolta og Tómasi fannst frábært að fá að fara til Gísla og horfa með honum á Arsenal leiki og leiki þegar Danni var að spila. Pétur Ernir var alltaf rokinn niðureftir til Sirrýjar og Gísla, því þar gat hann verið viss um að Gísli var eitthvað að sýsla. Hann fékk að hjálpa til við að bóna bílinn, sópa stéttina og dytta að. Báðir nutu þeir þessara stunda. Pétur Ern- ir á eflaust eftir að fara og hjálpa Sirrý með eitt og annað í framtíðinni. Gísli tók lát pabba fyrir þremur ár- um mjög nærri sér og reyndust þau Sirrý okkur öllum á Holtastíg 13 ómetanlegur stuðningur. Fyrir það og allt hitt sem Gísli hefur gert fyrir okkur viljum við öll þakka. Elsku Sirrý, Anna Svandís, Danni og tengdabörn. Það er erfiður tími framundan og bið ég Guð að styrkja ykkur. Með tímanum mildast sorgin og minningar um góðan eiginmann og frábæran pabba verða dýrmætar. Með innilegri samúðarkveðju frá fjölskyldunni á Holtastíg 13. Hildur Elísabet. Nú er sá góði maður Gísli Helgason fallinn frá. Það var á haustdögum í fyrra að Danni tilkynnti mér það að faðir sinn væri hugsanlega mikið veikur. Það kom á daginn, ég hafði að- eins kynnst þeim illvíga sjúkdómi sem krabbamein er, þegar afi minn heitinn glímdi við það. Því miður gef- ur það lítið eftir. Gísli var ekki aðeins faðir míns besta vinar heldur einnig góður vinur minn. Leiðir okkar Danna hafa lengi legið saman. Fyrst um sinn voru það íþróttirnar. Við vorum saman í sund- inu á sínum tíma og man ég það vel að Gísli mætti alltaf að hvetja Önnu og Danna. Hann fór í flestar keppnis- ferðirnar og var mjög virkur í alla staði. Svo var það fótboltinn en við Danni komum á sama tíma inn í meistaraflokk í fótbolta og alltaf var Gísli á vellinum, það brást aldrei. Þótt svo að um firmamót væri að ræða var hann mættur að hvetja okkur og fylgdist með, mér þótti afar vænt um þennan stuðning hans. Við áttum allt- af einn öruggan á okkar bandi. Gísli var mjög ljúfur og góður mað- ur og alveg einstaklega barngóður. Hildur Bryndís dóttir mín fékk að kynnast því. Það leyndi sér ekki hvað börn hændust að honum og þótti vænt um hann. Það var líka svo gam- an og gott að tala við hann því hann hlustaði svo vel og fylgdist vel með öllu í kringum sig, maður fann að hann bar virðingu fyrir náunganum. Það var gaman að fylgjast með því hvað Gísli og Sirrý voru samstillt hjón og gerðu margt saman. Alveg ein- staklega dugleg að ganga, stunduðu afar heilbrigt líferni og fóru reglulega í laugina. Ég fann það virkilega hvað þeim fannst gaman að fá heimsóknir og hvað maður var alltaf velkominn. Nú verða ákveðin þáttaskil á Holtastíg 10, en lífið heldur áfram og munum við Hildur halda áfram að koma í heimsókn á Holtastíginn. Kær kveðja. Jón Steinar. Nú þegar Gísli Helgason kær vinur og nágranni er látinn kemur fyrst upp í hugann orðið þakklæti, þakklæti fyrir að svo fór að við byggðum hús okkar næst húsi þeirra Sirrýjar. Minnisstætt er að veturinn 1971 var litið inn í nýbyggingu að Holtastíg 10 og upphófust vangaveltur um hvort hugsanlega mætti byggja á lóðinni fyrir ofan, en samkvæmt skipulagi var þar grænt svæði eins og títt var um vandræðalóðir. Einfalt mál sagði Gísli, sækið um í skrúðgarðinum, lát- um þá neita því, sem ég trúi reyndar að verði ekki (og varð ekki). Þar með var hann strax orðinn þátttakandi í húsbyggingu að Holtastíg 12. Gísli var ekki maður málalenginga, hann lét verkin tala, allt lék í höndum hans og þrátt fyrir langan vinnudag oft og tíðum virtist hann alltaf hafa tíma til að aðstoða, gefa góð ráð eða bæta það sem fór úrskeiðis, hvort heldur var um að ræða, eldavél, saumavél, jólaseríur, reiðhjól eða eitt- hvað annað, allt varð sem nýtt eftir að hann hafði farið höndum um það, enda oft nefndur „lagarinn“ af yngri kynslóðinni á Holtastígnum. Gísli átti það til að taka ráðin í sínar hendur ef honum þótti frumkvæði vanta til viðhalds og úrbóta á 12. Sem dæmi um það má nefna er húsráð- endur þar á bæ komu eitt sinn úr sumarfríi var okkar maður langt kominn með að leggja nýja vatnslögn í húsið. Unun var að fylgjast með Gísla þegar tæki bilaði og var komið í hans hendur, þá var farið í gegnum allt ferlið, hvernig tækið ynni lið fyrir lið og sem fyrr komst allt í lag. Það eru margar fleiri myndir sem koma upp í hugann, spilakvöld, laufa- brauðsbakstur, þorrablótin og sam- eiginleg skötuveisla á Þorláksmessu og sá siður sem hefur verið lengst við lýði en það var að drekka saman kaffi um miðjan dag á aðfangadag. Miklu skiptir í lífinu að ganga lífs- ins veg með góðum samferðamönn- um, það hefur verið okkar lán. Gísla Helgasonar er sárt saknað, ekki aðeins af ástvinum hans og fjöl- skyldu heldur líka af samborgurum hans mörgum sem nutu greiðvikni hans og góðra verka. Hann hvíli í friði. Kristín Halldórsdóttir, Hallgrímur Kristjánsson. Þegar lokakallið kemur erum við jafnan óviðbúin jafnvel þótt við vitum innst inni að leiðarlokin séu skammt undan. Um nokkurn tíma hefur verið ljóst að veikindi Gísla væru alvarleg en öll héldum við þó í vonina um að hann hefði betur í baráttunni við krabbameinið, þann vágest sem herj- aði á hann. Svo varð því miður ekki og var það því huggun harmi gegn að hann þurfti ekki að þjást meira og lengur en raun varð á. Gísli var alla tíð mikill fjölskyldu- maður og lagði ríka áherslu á að hlúa vel að fjölskyldu sinni og að styðja börnin sín í leik og starfi. Samheldni fjölskyldunnar var eftirtektarverð og ófáar ferðirnar sem Gísli og Sirrý kona hans lögðu á sig til að fylgjast með Önnu Svandísi og Danna hvort sem þau voru að keppa á skíðum, í sundi eða í fótbolta víðs vegar um landið. Gísli var mikill hagleiksmaður og þegar um vélar eða járnsmíði var að ræða var hann á heimavelli. Hann var sérlega bóngóður og alltaf var auðvelt að leita til hans ef einhverrar hjálpar þurfti við. Sérstaklega hafði hann ánægju af að aðstoða krakkana í göt- unni með stóra hluti og smáa, allt frá smíði á þríkrækjum til veiða upp í smíði á fótboltamörkum til notkunar á sparkvelli hverfisins. Ekkert verk- efni var of lítið og ekkert of stórt í hans augum. Kæri vinur og nágranni. Þín verður sárt saknað en eftir lifir minningin um góðan dreng. Elsku Sirrý, börn og tengdabörn. Ykkar missir er mikill en aðdáunar- vert hefur verið að sjá hversu þétt þið hafið staðið við hlið Gísla þann tíma sem hann hefur átt í veikindum sín- um. Við vitum að hann kunni að meta þann stuðning og þá umhyggju sem þið sýnduð honum. Megi góður Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tím- um. Innilegar samúðarkveðjur frá fjöl- skyldunni Holtastíg 18. Benedikt Einarsson. Góður vinur okkar, Gísli Helgason, er látinn. Hann var einstakt ljúf- menni, hjálpsamur og heiðarlegur og það er mikill missir að honum fyrir alla sem þekktu hann. Ég man eftir Gísla frá því ég var krakki og var hjá ömmu minni á sumrin í Bolungarvík, hann var glett- inn og skemmtilegur, hafði alltaf nóg- an tíma til að spjalla. Eftir að ég og Pétur, maður minn, urðum svo hús- eigendur við Holtastíg í Bolungarvík efldust tengsl okkar við þau hjónin Sirrý og Gísla, hann tók að sér að vera hálfgerður húsvörður fyrir okkur, fór með lyklavöld og til hans leituðu gest- ir okkar sem komu til að dvelja í hús- inu. Allir báru honum sömu sögu, töl- uðu um hinn ljúfa og greiðvikna nágranna okkar sem var alltaf kom- inn eins og kallaður ef eitthvað bját- aði á. Okkur Pétri báðum tóku þau hjónin eins og við værum hluti af fjöl- skyldunni, við leituðum til Gísla með nánast hvað sem var varðandi húsið og Sigríður dóttir okkar tiplaði ein yf- ir til þeirra strax og hún fór að ganga. Þegar við svo héldum heim á leið, keyrandi, eftir mislanga veru okkar í Bolungarvík, fylgdi Gísli okkur stundum í huganum svo til alla leið í bæinn: Þegar við nálguðumst Hólma- vík hringdi Gísli: „Hvar eruð þið núna?“ Og þegar við nálguðumst Brú hringdi Gísli aftur: „Og hvar eruð þið svo núna?“ Hann reiknaði út fyrir okkur í þessum símtölum hversu lengi við værum að keyra frá Hólma- vík í Brú og frá Brú í Borgarnes og þaðan í bæinn og þetta var allt frá ein- um og hálfum klukkutíma upp í tvo tíma eða klukkutíma og korter. Í hvert sinn hlýnaði okkur um hjarta- ræturnar. Með fráfalli Gísla myndast stórt skarð í þann góða nágrannahóp sem við höfum eignast í Bolungarvík. En við geymum með okkur minninguna um þennan kæra vin. Hrafnhildur Hagalín og Pétur Jónasson. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn er ég græt, því Drottinn telur tárin mín – ég trúi, og huggast læt. (Kristján Jónsson) Í dag er til moldar borinn Gísli Helgason í Bolungavík. Gísli kom mér fyrir sjónir sem glaðsinna maður og góðgjarn, greindur vel og verklaginn svo af bar. Hann var traustur og um- hyggjusamur fjölskyldufaðir, áhuga- samur um menn og málefni, gestris- inn og góður heim að sækja. Ég vil þakka fyrir góð kynni og votta Sirrý, Önnu Svandísi, Hálfdáni og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Gísla Helgasonar. Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir. Í dag kveðjum við góða konu sem hefur verið hluti af fjölskyldu okkar frá því amma og afi hófu bú- skap árið 1922. En með ömmu hafði hún verið frá því henni var komið fyrir hjá langafa og lang- ömmu í Austvaðsholti þá 6 ára gömul. Frá því að við krakkarnir mun- BÁRA JÓNSDÓTTIR ✝ Bára Jónsdóttirfæddist á Akur- eyri 19. desember 1908. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 6. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Herdís Kristjánsdóttir kona hans. Þegar Bára var sex ára missti hún föður sinn og var þá kom- ið fyrir í Austvaðs- holti á Landi hjá hjónunum Ólafi Jónssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Mestan hluta æfi sinnar átti hún heima í Raftholti en síðustu árin dvaldi hún á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Útför Báru verður gerð frá Marteinstungukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. um eftir okkur var Bára að líta eftir okk- ur við ærsl og leiki innan dyra. Herbergið hennar var aðalleik- völlur okkar því þar fengum við að geyma dótið okkar. Þegar við þreyttumst á leikjun- um náðum við oft í góða sögubók og Bára las bæði sér og okkur til skemmtunar. Svo kom að því í byrjun árs 1976 að flutt var í nýtt íbúðar- hús í Raftholti. Þar fékk Bára herbergi með útsýn upp á Bjalla og á veginn upp í Holt. Oftast sat hún á rúmstokknum sín- um og fylgdist með umferðinni um veginn og á vorin og haustin þegar lömbin voru á Bjallatúninu var oft mikið að sjá. Hún hafði líka auga með okkur krökkunum sem oft sát- um á gólfinu í saumakróknum og lékum okkur. Við gátum alltaf leit- að til Báru ef okkur leiddist eða langaði að taka í spil. Þá tylltum við okkur á rúmstokkinn hjá henni og gáfum í Olsen-Olsen eða Svartapétur. Stundum fengum við að sjá myndirnar hennar en þær voru geymdar í litlum kassa í kommóðunni. Á morgnana þegar skólabílsins var að vænta lét hún okkur alltaf vita þegar hann birt- ist. Og ef við vorum tilbúin sett- umst við hjá henni í úlpunum og biðum. Bára var ekki mikið fyrir að ferðast og fór helst ekki af bæ. En þó var eitt kvöld á ári sem allt heimilisfólkið tók sig upp og fór á Selfoss. Það var á gamlárskvöld. Mamma þurfti oft að beita miklum fortölum til að fá hana með en allt- af tókst það á endanum. Eitt sinn fórum við öll fjölskyldan og afi og Bára í sunnudagsbíltúr uppá Rangárvelli. Bára hafði ekki síður gaman af þeirri ferð heldur en við hin. Alltaf gátum við krakkarnir gengið að Báru vísri. Hún mátti alltaf vera að því að veita okkur at- hygli og var aldrei að flýta sér, nema þegar hún þurfti að fara að sækja kýrnar eða moka flórinn. Þá hljóp hún við fót og við máttum hafa okkur öll við að halda í við hana. Það var alltaf stutt í brosið hjá Báru okkar, sérstaklega þegar börn voru annars vegar því hún hafði alltaf yndi af þeim. Síðustu árin gat Bára lítið sem ekkert tal- að, þó vissum við að hún þekkti okkur, það sagði hún okkur með brosi. Þegar við eldri systkinin komum til hennar með börnin okk- ar eða sögðum henni frá þeim fengum við alltaf bros. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér elsku Bára, hafðu þökk fyrir allt. Systkinin í Raftholti, Ágústa, Sigurjón, Guðrún og Valdimar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.