Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 339. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Rómantíkin er hans fag Love Actually er þó frumraun Rich- ards Curtis sem leikstjóra | Fólk 64 Tímaritið og Atvinna Tímaritið | Hver er Einar Örn?  Feðginin Sally og Magnús Magnússon á slóðum forfeðranna Atvinna |Atvinnuleysi há- skólamenntaðra nokkuð stöðugt Skýr stefnumótun 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 ÍTALSKI forsætisráðherrann Silvio Ber- lusconi sagði í gær að leiðtogar Evrópusam- bandsins myndu ræða málamiðlunartillögur sínar fram eftir laugardeginum, en hann vonaðist til að þær gætu orðið til að rjúfa þráteflið um síðasta óleysta ágreiningsmálið sem væri í veginum fyrir samkomulagi um nýjan stjórnarskrársáttmála sambandsins. Aðalverkefni leiðtogafundarins nú var að ganga frá slíku samkomulagi, tímanlega fyr- ir inngöngu tíu nýrra ríkja í sambandið í vor. Berlusconi, sem gegnir nú formennsku- hlutverkinu í ESB, tjáði blaðamönnum í Brussel að það væri „eitt atriði eftir sem ekki er sátt um,“ en það væri hið fyrirhug- aða breytta kerfi atkvæðagreiðslna með vegnum meirihluta, við ákvarðanatöku í ráð- herraráðinu. Gaf Berlusconi þar með til kynna að tekizt hefði á fyrsta sólarhring fundarins að leysa önnur ágreiningsmál varðandi stjórnarskrársáttmálann. Fjórar útfærslutillögur Sagði Berlusconi að ítalska formennskan legði fram fjórar tillögur að málamiðlunar- útfærslum á atkvæðakerfinu, aðalbitbeininu sem Spánverjar en einkum og sér í lagi þó Pólverjar hafa ekki viljað samþykkja. Berlusconi hafði áður sagt að leiðtogarnir myndu ekki láta fundinn dragast meira á langinn en fram á daginn í dag. Verði ekkert samkomulag þá í höfn verði ekki um annað að ræða en að fresta því fram á nýja árið að hnýta lausa enda stjórnarskrársáttmálans. AP Berlusconi talar við blaðamenn í gær. Reynt að rjúfa þráteflið Brussel. AFP, AP. FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar verður stækkuð um samtals u.þ.b. 2.200 fermetra í tveimur áföngum, og er reiknað með að fram- kvæmdum verði lokið í júní 2005. Á bilinu 50 til 70 störf munu skapast við framkvæmdirnar. Tveir 1.000 fermetra glerskálar verða byggðir við flugstöðina, annar vestanmegin til að stækka brott- fararsal og hinn austanmegin til að bæta aðstöðu fyrir komufarþega. Einnig verður hluta þaksins á flugstöðinni lyft og þriðja hæðin þannig stækkuð, og skrifstofur sem nú eru á annarri hæð fluttar þang- að. Plássið sem þá losnar á annarri hæðinni verður notað til að auka þjónustu fyrir brottfararfarþega, en einnig verður vopnaleitin flutt á aðra hæðina. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri flug- stöðvarinnar, segir að meðal nýjunga í flugstöðinni megi nefna sjálfsafgreiðslustöðvar þar sem farþegar geta innritað sig sjálfir og fengið brottfararspjald. Einnig verður aðstaða fyrir komufarþega bætt til muna, fríhöfnin tvöfölduð að stærð og aðstaða fyrir þjónustuaðila, svo sem bílaleigur og ferðaskrifstof- ur, stórbætt. Kostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður á bilinu 1.100 til 1.200 milljónir, og mun hlutafélagið leggja til hluta fjárins og taka lán fyrir hluta. Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar boðin út Kostnaður áætlaður röskur milljarður  Framkvæmdum/6 UM 160 karlar greinast árlega með krabbamein í blöðruhálskirtli og eru þeir jafnmargir og þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein. Kemur þetta m.a. fram í skýrslu Krabbameins- félagsins um árlegan meðalfjölda krabbameina hjá körlum og konum 1998 til 2000. Einnig kemur fram að árlegur meðalfjöldi lungnakrabbameins sé rúmlega 50 hjá hvoru kyni og 48 karlar og 38 konur fái ristilkrabba- mein. verið fram á meiri tíðni meinsins í ákveðnum ættum. Í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins segir hann nýjar aðferðir hafa komið fram við að greina krabbamein í blöðruhálskirtli, t.d. sér- hæft blöðruhálskirtilsmótefni (PSA), sem mælist í blóði. „Karlmenn hafa leitast við í auknum mæli að láta skoða sig án þess að hafa nokkur einkenni,“ segir hann. Greiningartilfelli blöðruhálskirtilskrabba- meins hafa tvöfaldast á síðustu tuttugu árum og er það langalgengasta krabbamein meðal karla eins og brjóstakrabbamein hjá konum, sem þó búa við fullkomnara eftirlitskerfi. Guðmundur Vikar Einarsson, þvagfæra- skurðlæknir og dósent við læknadeild Háskóla Íslands, bendir á að aukning á blöðruhálskirt- ilskrabbameini geti átt rætur að rekja til breyttra lífshátta, t.d. mataræðis, og sýnt hafi Um 160 karlar greinast á ári  Karllægir/Tímarit 17 Krabbamein í blöðruhálskirtli hefur tvöfaldast á 20 árum DÖGUNIN ber með sér nýja von og er oft ægi- fögur um þetta leyti ársins á Austurlandi. Þeg- ir bærinn og vetrarsólin glampar á Reyðar- firðinum. Yst glittir í eyjuna Skrúð. ar horft er úr kirkjugarðinum á Eskifirði ber sáluhlið garðsins við himin en fyrir neðan kúr- Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Sáluhlið í nýrri dögun SAMKVÆMT rannsóknaniðurstöðum vís- indamanna í Kaliforníu er einn stakur erfðavísir ábyrgur fyrir vímuáhrifum áfengis á dýr og menn. Sé viðkomandi erfðavísir tekinn úr sambandi hljótast eng- in vímuáhrif af neyzlu áfengis, sama hve mikils magns er neytt. Að þessu komust Andrew Davies og sam- starfsmenn hans á Ernest Gallo Clinic and Research Center í San Francisco í til- raunum sem þeir gerðu á bandormum. Ormarnir létu það ekkert á sig fá að vera helltir fullir af alkóhóli, eftir að vís- indamennirnir höfðu fjarlægt svonefndan slo-1-erfðavísi úr þeim. Þetta gerði þá ónæma fyrir áfengi. Fullyrða vísindamenn- irnir í grein sem þeir skrifa um rannsókn- ina í nýjasta hefti vísindaritsins Cell að hið sama eigi við um menn, að því er greint er frá á fréttavef Der Spiegel. Vonazt er til að uppgötvunin geti leitt af sér ný lyf til meðhöndlunar á áfengissýki. Vímugenið fundið? ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.