Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tolkien var munaðarleys-ingi líkt og kona hansEdith Brath. Börnþeirra lýstu honum semástríkum föður og við persónusköpun í skrifum sínum not- aði hann m.a. vin sinn C.S. Lewis. Tolkien hét fullu nafni John Ron- ald Reuel Tolkien en af þessum nöfn- um var Ronald oftast notað. Reuel var eins konar ættarnafn: Faðir hans hét Arthur Reuel og synir hans báru einnig þetta nafn. Eftirnafnið er þýs- kættað en föðurfjölskylda Tolkiens mun hafa flutt frá Saxlandi til Eng- lands á 18. öld. Sjálfur fæddist hann í Suður-Afríku, í Óraníufríríkinu, þann 3. janúar 1892, en flutti til Eng- lands á fjórða ári og ólst þar upp. Tolkien missti báða foreldra sína í bernsku. Á fimmta ári missti hann föður sinn en móðurina þegar hann var tólf ára. Hann átti einn bróður. Hann var tveimur árum yngri og hét Hilary en það nafn kemur við sögu í einni bóka Tolkiens, Farmer Giles of Ham (1949, ísl. Gvendur bóndi á Svínafelli, 1979). Móðirin snerist til katólsku í sorg sinni og katólska kirkjan tók að sér uppeldi bræðranna munaðarlausu þó að þeir byggju einnig hjá fjarskyldum ættingjum og vandalausum. Þessir erfiðleikar gerðu það að verkum að Tolkien var alla ævi kvíðinn og svartsýnn, þó að hann væri einnig kátur og lífsglaður að eðlisfari. Árið 1916 gekk Tolkien að eiga Edith Bratt (1889–1971). Hann hafði kynnst konu sinni þegar hann var sextán ára. Þá var hún nítján ára og var einnig munaðarlaus. Forráða- manni hans líkaði ekki þessi kynni og bannaði honum að hitta hana eða skrifa henni fyrr en hann væri 21 árs. Á þeim afmælisdegi bað Tolkien hennar og þremur árum síðar giftust þau og voru gift í 55 ár. Hjónabandið var farsælt en ekki snurðulaust. Edith var feimin og kunni illa við sig í Oxford. Þar átti hún fáa vini og fannst allir líta niður á sig. Hún hafði takmarkaðan áhuga á heimspekilegum samræðum sem voru ær og kýr Tolkiens. Hún skildi ekki heldur þörf hans fyrir að hitta vini sína hvern einasta dag og eyða stundum meiri tíma með þeim en henni. Um hríð var hún í uppreisn gegn katólsku eiginmannsins þó að sættir tækjust að lokum. Óöryggi hennar kom stundum fram sem smá- munasemi eða frekja. Þjónustufólki líkaði iðulega betur við Tolkien en frúna. Samt voru þau hjónin náin. Á leg- steini þeirra standa auk nafna þeirra nöfnin Beren og Lúþíen. Beren var mennskur maður en Lúþíen af álfa- kyni. Frá ástum þeirra segir í Silm- erilnum og Aragorn rekur söguna í ellefta kafla fyrstu bókar Hringa- dróttinssögu. Þó að Tolkienhjónin væru bæði mennsk voru þau næstum jafn ólík og Beren og Lúþíen. Þau bjuggu eiginlega hvort í sínum heimi á sama heimili. Tolkienhjónin áttu fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Öll lýsa þau Tolkien sem ástríkum föður sem gerði sér far um að skilja börn sín, tala við þau eins og jafningja en leyfa þeim jafnframt að vera í eigin barna- heimi. Sonurinn Christopher (f. 1924) varð snemma handgenginn skáldverkum föðurins. Tolkien lýsti honum eitt sinn sem taugaveikluð- um, geðstirðum, framhleypnum og kvíðnum dreng sem líktist föður sín- um mjög mikið. Eftir lát Tolkiens hefur Christopher farið með höfund- arréttinn, gefið út rissbækur föður- ins og þau verk sem hann lauk aldrei við. Hann er norrænufræðingur ágætur og hefur gefið út fornaldar- söguna Hervarar sögu og Heiðreks (1960). Í þeirri sögu er gátukeppni sem líkja má við gátukeppni Bilbós og Gollris í Hobbitanum. Fræðagarpur verður rithöfundur Tolkien átti marga vini í Oxford en mikilvægastur þeirra var líklega C.S. Lewis sem var mikils metinn fræði- maður og skrifaði líka vísindaskáld- sögur og barnabækur. Tolkien og Lewis voru um hríð í leshring sem nefndist Kolbítarnir. Þar lásu menn Íslendingasögurnar og Snorra-Eddu á frummálinu. Tol- kien var lífið og sálin í þeim fé- lagsskap þar sem hann var góður ís- lenskumaður þó að hann kæmi aldrei til Íslands. Hins vegar höfðu þau hjónin stundum íslenskar vinnukon- ur. Síðar hittust þeir Tolkien og Lew- is á fundum ásamt öðrum Oxford- mönnum og var sá félagsskapur kallaður The Inklings. Vinátta Lewis og Tolkien var mikil og innileg og um hríð var Lewis ekki síður mikilvægur í lífi Tolkiens en kona hans og börn. Hann náði að laumast bakdyramegin inn í Hringadróttinssögu: Þegar Tol- kien lýsir rödd Entans Trjáskeggs hefur hann Lewis í huga. Að lokum slettist hins vegar upp á vinskapinn. Lewis var þó áfram vin- samlegur við Tolkien og skrifaði afar jákvæða gagnrýni um Hringadrótt- inssögu. Tolkien gat hins vegar ekki endurgoldið það. Hann hafði mestu skömm á bókum Lewis um Narníu sem komu út árin 1950–1956 og voru þýddar á íslensku á 9. áratugnum — sú fyrsta sem út kom var Ljónið, nornin og skápurinn. Þá mislíkaði honum mjög hjónaband Lewis og Joy Davidman sem er lýst í leikritinu Shadowlands eftir William Nicholson en það var kvikmyndað árið 1993 (með Anthony Hopkins í hlutverki Lewis). Ódauðlegar verur Álfar koma við sögu í verkum Tolkiens og eiga sér fyrirmynd í nor- Bókarkafli Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien er ein mest lesna bók sem út hefur komið. En hver var aðdragandi þess að virtur miðaldafræðingur og háskólakennari í Oxford hóf að rita þessar bækur? Ármann Jakobsson skyggnist inn í töfraheim Tolkiens. Töfraheimur Tolkiens Reuters Leikarinn Orlando Bloom í hlutverki álfsins Lególasar. Hann er góður fulltrúi fyrir báðar tegundir álfa, enda af ætt háálfa en alinn upp meðal skógarálfa. Fræðimaðurinn og rithöfundurinn John Ronald Reuel Tolkien.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.