Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ F áar bækur hafa vakið annað eins umtal og deilur og The Da Vinci Code, eða Da Vinci- lykillinn eins og bókin heitir í íslenskri útgáfu Bjarts, og hugsanlega hafa deilurnar haft eitthvað að segja um það hve bókin er enn vinsæl. Hún er mest selda bók á Amazon þegar þessi orð eru skrif- uð, tíu mánuðum eftir að hún kom út. Sala á henni fór líka bratt af stað. Fjórar milljónir eintaka Da Vinci-lykillinn er fjórða bók Dans Browns og önnur bókin sem er með Robert Langdon sem aðal- persónu. Aðstandendur útgáfu hans voru svo vissir um að þeir væru með metsölubók í höndunum að þeir greiddu Brown metfé í fyrirframgreiðslu, um 40 milljónir króna, eftir að hafa lesið stutta kynningu á henni og fóru svo af stað með látum þegar bókin var tilbúin. Þannig dreifðu þeir 10.000 ein- tökum til fjölmiðla og ýmissa áhrifamanna sem var talsvert meira en selst hafði af Dan Brown-bók fram að því. Svo vel tókst þeim upp við að skapa eft- irspurn að bókin fór beint á topp- inn á metsölulista New York Tim- es sem vakti að vonum gríðarlega athygli; svoleiðis gera ekki nema frægustu höfundar núorðið, ekki síst eftir efnahagssamdrátt og ýmsa kröm. Fyrstu tvo dagana seldust af Da Vinci-lyklinum 8.000 eintök og síð- an smábætti hún við sig; eftir mánuð voru þau komin yfir 350.000 og fyrir stuttu fór salan yfir fjórar milljónir eintaka og virðist síst vera að draga úr henni. Varla þarf að taka fram að til stendur að kvikmynda bókina, gott ef það er ekki þegar hafið. Frábrugðin öðrum metsölubókum Da Vinci-lykillinn er frábrugðin öðrum metsölubókum fyrir það hvernig menn hafa tekið henni, því ekki er bara að mikið hafi ver- ið um hana fjallað sem fram- úrskarandi spennubók, heldur hafa menn deilt hart á hana fyrir það hvaða mynd hún dragi upp af kristinni trú og þá ekki síst fyrir það hve ráðist sé harkalega á kaþ- ólskan sið, eða svo segja í það minnsta kaþólikkar víða um heim. Eins og fram kemur er bókin spennubók, hefst á morði og við tekur æsispennandi eltingarleikur. Bókin byrjar á því að for- stöðumaður Louvre-safnsins franska er særður til ólífis en áður en hann deyr afklæðir hann sig og stillir sér upp á ákveðinn hátt. Bandaríski táknmyndasérfræðing- urinn Robert Langdon, sem stadd- ur er í París til að hitta forstöðu- manninn, er kallaður til og í framhaldi af því kemur til sög- unnar barnabarn forstöðumanns- ins, Sophie Neveu, dulmálsfræð- ingur frönsku lögreglunnar. Áður en varir eru þau Langdon og Neveu á flótta undan lögreglunni og kaþólskri reglu sem kallast Opus Dei. Eina von þeirra virðist vera að finna gralið helga og leynireglu Síonsbræðra. Þótt söguþráðurinn sé kannski ekki merkilegri en gengur og gerist með slíkar bækur þá gerir það bókina eins fróðlega og raun ber vitni hvað Brown fléttar saman við hana skýringum sínum á ýmsum leyndardómum frum- kristninnar, enda kemur snemma í ljós að gralið helga er ekki bik- arinn sem Jesús og félagar notuðu við síðustu kvöldmáltíðina, heldur barn Maríu Magdalenu, ástkonu (eiginkonu) Jesú. Goðgá gagnrýnd Kristnir menn vestan hafs hafa margir orðið til þess að mótmæla goðgá þeirri sem þeir segja felast í bókinni. Víða á Netinu má finna ítarlega gagnrýni á bók Browns, tínd til þau atriði þar sem hann fari rangt með staðreyndir og tíundaðar rangtúlkanir hans. Greinilegt er að menn hafa talið þörf á að gagn- rýna skáldsögu Browns eins og væri hún sagnfræðirit, eflaust vegna þess að Brown hefur verið ófeiminn við að gefa yfirlýsingar um að hann sé að fletta ofan af aldagömlu samsæri kirkjunnar sem hafi afbakað kristna trú til að tryggja stöðu og vald sitt og um leið afbakað kenninguna til að gera hlut kvenna sem minnstan. Dan Brown er þó ekki fyrstur til að setja fram efasemdir um að söguskýring geistlegra yfirvalda sé rétt, ýmsir fræðimenn hafa sett fram aðrar kenningar, sumar býsna ævintýralegar. Þannig hef- ur Brown greinilega tekið mið af metsölubókinni Holy Blood, Holy Grail frá 1986 sem hélt því fram að gralið helga væri ekki kaleikur- inn sem drukkið var af við síðustu kvöldmáltíðina og gengið hefur aftur í altarisgöngum þar sem menn drekka af honum „blóð“ Krists, heldur væri hann konu- líkami sem hefði borið í sér barn Krists, „blóð“ hans. Var Jóhannes María? Meðal röksemda sem Brown vísar til í bók sinni er að á frægri mynd Leonardo Da Vinci af síð- ustu kvöldmáltíðinni sé ekki sýni- legur kaleikur en þó sé gralið helga til staðar Jesú á hægri hönd, María Magdalena, en ekki guðspjallamaðurinn Jóhannes. Um þetta hafa menn reyndar deilt lengi því persónan sem situr þar er vissulega kvenleg en gæti eins verið ungur síðhærður karlmaður eins og Jóhannes vissulega var, lærisveinninn sem Jesús elskaði. Þetta sést enn betur á myndinni í dag en ekki er langt síðan lokið var við umdeilda hreinsun hennar þar sem allt sem aðrir höfðu mál- að en Da Vinci var fjarlægt. Þótt ákveðinn ævintýraljómi sé yfir þessari söguskýringu fellur hún þó á því að Da Vinci málaði myndina hálfu öðru árþúsundi eft- ir að atburðurinn sem hún lýsir á að hafa gerst. Brown setur reynd- ar þá kenningu fram í bókinni að Da Vinci hafi verið meðlimur í leynireglu Síonsbræðra sem nefnd er og því haft aðgang að leyni- legum upplýsingum um hið sanna í þessu efni, en erfitt að sjá hvers vegna það ætti að gera kenn- inguna trúlegri. Ekki er þó allt talið sem Dan Brown og fleiri hafa tínt til sem þeir segja renna stoðum undir þessar skýringar sínar. Þegar kom að því að setja saman Biblíuna á sínum tíma fóru menn í gegnum þá trúartexta sem voru í notkun og völdu úr þá sem þóttu upp- runalegastir að því kirkjunnar menn segja, en Brown og fleiri eru á öðru máli; segja að menn hafi einfaldlega sleppt þeim text- um sem ekki hafi fallið að þeirri kristni sem valdamenn vildu. Ýms- ir af þeim textum sem sleppt var nefni þannig að María Magdalena María, María, María Síðasta kvöldmáltíð Leonardos da Vinci. Búið er að hreinsa burt seinni tíma viðbætur og kaleikurinn er hvergi sjáanlegur. Metsölubókin Da Vinci-lykillinn hefur valdið meiri deilum en dæmi eru um að bók hafi gert á síðustu árum. Árni Matthíasson segir frá bók- inni, höfundinum og Maríunum þrem. Guðspjallamaðurinn Jóhannes eða María Magdalena? Eftir hreinsun. Guðspjallamaðurinn Jóhannes eða María Magdalena? Fyrir hreinsun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.