Morgunblaðið - 14.12.2003, Page 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 35
HINN stefnulausi, firrti nútíma-
maður er aðalpersóna fyrstu skáld-
sögu Guðmundar Steingrímssonar.
Þessi persóna er kunnugleg úr
verkum ungra samtímakarlrithöf-
unda, s.s. Braga Ólafssonar, Hall-
gríms Helgasonar og Mikaels
Torfasonar. Nútímamaðurinn er
póstmódernískur í hugsun og hátt-
um, hann er afsprengi fjölmiðla,
neysluhyggju og trúleysis. Ein-
hvers staðar á lífsleiðinni tapaði
hann áttum, týndi landakortinu og
ráfar því stefnulítið um jörðina í leit
að áfangastað, tilgangi eða enda-
stöð. Hlutirnir gerast yfirleitt fyrir
tilviljun í lífi hans, hann berst með
straumnum, ábyrgðar- og hugsun-
arlaust. Aðalsöguhetjan í Áhrif mín
á mannkynssöguna, Jón Eyvindar-
son, hefur einfalda lífssýn: „Ég
hafði ekki hugmynd um neitt á
þessari stundu, ekki frekar en
nokkru sinni áður og ekki frekar en
nokkur annar hefur hugmynd um
nokkuð yfirhöfuð í lífinu. Allt getur
gerst. Allir hafa áhrif á alla í eilíf-
um, ófyrirsjáanlegum spuna. Eng-
inn veit hvað gerist fyrr en það ger-
ist“ (195–6).
Jón er blaðamaður á fréttablaði í
London þar sem hann hefur búið
um nokkurt skeið. Hann kemur
timbraður heim til Íslands á að-
fangadag í sjö daga jólafrí. Sagan
greinir frá röð tilviljana sem verða
til þess að hann kynnist nýjum hlið-
um á sjálfum sér og kemst sömu-
leiðis að því hversu auðvelt er að
hafa áhrif á mannkynssöguna. Hann
áttar sig líka á því að fjarvera hans
hefur haft meiri áhrif á tengslin við
vini hans og fjölskyldu en hann
hafði órað fyrir. Fléttan er frekar
hæg og lopinn teygður ansi mikið en
ágætir sprettir eru inn á milli, sér-
staklega þegar Jón rifjar upp gaml-
ar minningar, setur fram heim-
spekilegar pælingar eða leggst í
naflaskoðun. Jón er frekar fráhrind-
andi persóna, sjálfselskur og latur
og framtaksleysi hans gegndar-
laust. Aðrar persónur sögunnar eru
vart meira en skuggamyndir; fjöl-
skyldan aðeins leikmunir, gamli
skipstjórinn sem ætti þó að vera
gulltryggður karakter nær ekki
einu sinni að lifna í hugskotinu og
kvenfólkið er fjarlægar staðalmynd-
ir. Stebbi bróðir með stuttmyndina
sína um Jesú er afar óljós og ótrú-
verðugur; klisjuleg hliðstæða við
guð sem lélegan leikstjóra þar sem
lífið er kvikmynd án handrits (189).
Í bókinni ægir öllu saman en um
leið gerist ekki neitt. Vangaveltur
um t.d. pönk og pólitík, Pílatus og
Krist blandast sögunni og er ætlað
að dýpka persónuleika Jóns í huga
lesandans. En hann er vingull og
rola sem göfgar eigið aðgerðaleysi:
„Hvort maður leitaði eða leitaði
ekki, það skipti ekki svo miklu máli.
Maður myndi alltaf finna eða ekki
finna. Ég hallaðist fremur að því að
betra væri að leita ekki. Þegar mað-
ur leitaði ekki, þá fyndi maður. Þar
á ofan vissi ég heldur ekki hvar ég
ætti að leita, ef ég vildi leita“ (76).
Sagan er alls ekki leiðinleg þrátt
fyrir hæga og stefnulitla framvindu
og endirinn er „óvæntur“ en vand-
ræði Jóns hreyfa ekki við lesand-
anum og spennan kringum filmuna
dularfullu nær aldrei flugi. Hug-
myndin um að hafa áhrif á mann-
kynssöguna er ágæt en miklu held-
ur efni í þétta smásögu en
tvöhundruð blaðsíðna skáldsögu.
Lopinn teygður
BÆKUR
Skáldsaga
eftir Guðmund Steingrímsson. 196 bls.
Forlagið 2003.
ÁHRIF MÍN Á MANNKYNSSÖGUNA
Morgunblaðið/Einar Falur
Guðmundur Steingrímsson
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Kringlusafn kl. 15 Möguleikhúsið
sýnir leikritið Jólarósir Snuðru
og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur.
Ókeypis aðgangur.
Kringlusafn er eitt af útibúum Borg-
arbókasafnsins og er í Kringlunni
Borgarleikhúsmegin.
Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi
kl. 16 Höfundar lesa úr nýjum bók-
um: Bragi Þórðarson (Kátir karlar),
Gyrðir Elíasson (Tvífundnaland og
Hótelsumar), Jón Kalman Stef-
ánsson (Snarkið í stjörnunum), Æv-
ar Örn Jósepsson (Svartir englar) og
Kristján Kristjánsson (Maurabúið
hennar Söru eftir Harry Gilbert).
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
ARNARHEIÐI
LYNGHEIÐI
LYNGHEIÐI
LYNGHEIÐI
BORGARHEIÐI
BORGARHEIÐI
BO
RG
AR
HR
AU
N
ÞELAMÖRK
BO
RG
AR
HR
AU
N HEIÐMÖRK
LA
UF
SK
ÓG
AR
SUNNUMÖRK
BR
EI
ÐA
M
ÖR
K
AUSTURMÖRK
ÞELAMÖRK
IÐJUMÖRK
HEIÐMÖRK
AUSTURMÖRK
RE
YK
JA
M
ÖR
K
ÞELAMÖRK
GR
ÆN
AM
ÖR
K
HEIÐM
RÉTTARHEIÐI
ÞELAMÖRK
BL
ÁS
KÓ
GA
R
HEIÐMÖRK
LA
UF
SK
ÓG
AR
FR
UM
SK
ÓG
AR
þELAMÖRK
LI
TL
AM
ÖR
K
HEIÐMÖRK
BL
ÁS
KÓ
GA
R
HV
ER
AM
ÖR
K
BR
EI
‹A
M
Ö
RK
¦RSM™RK
FLJÓTSMÖRK
FLJÓTSMÖRK
SKÓLAMÖRK
HVERAHLÍÐ
RE
YK
JA
M
Ö
RK
ARNARHEIÐI
HRAUNBÆ
R
HÓTEL ÖRK
EDEN
HVERASVÆÐI
KIRKJA
LEIKSKÓLI
ÍÞRÓTTAHÚS
TJALDSVÆÐI
GRUNNSKÓLI
H
H
H
H
H
H
40
50
3
RÉTTARHEIÐI
Finnmörk
Hraunbær
Hraunbær
Opið grænt svæði
1 - Suðurlandsvegur
LEIKSKÓLALÓÐ
H
2
3
4
1
23
2
23
25
27
21
RÉTTARHEIÐI
Finnmörk
Hraunbær
Hraunbær
Opið grænt svæði
- Suðurlandsvegur
LEIKSKÓLALÓÐ
43
45
4749
51
53
55
30
28
26
24
22
2
1
4
6
810
12
14
16
18
20
3
5
7
9
11
13
15
171921
23
25
27
29
31
33
35
37
39
41
H V E R A G E R Ð I S B Æ R HRAUNBÆJARLAND Í HVERAGERÐI
NÝTT ÍBÚÐARHVERFI
12 einbýlishúsalóðir við Hraunbæ í Hveragerði eru lausar til umsóknar og
nærliggjandi lóðir í undirbúningi. Lóðir til úthlutunar eru nr. 22, 24, 26, 28,
30, 43, 45, 47, 49, 51, 53 og 55. Flatarmál lóðanna er frá 734m² til 1.008m²
og skal hvert hús ekki vera minna en 130m² að grunnfleti. Gert er ráð fyrir
að lóðirnar verði byggingarhæfar 15. maí 2004. Frestur til að sækja um
lóðirnar rennur út 1. febrúar 2004 og verður þeim þá úthlutað í samræmi
við reglur um úthlutun lóða í Hveragerði.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu bæjarins, Hverahlíð 24,
Hveragerði og á heimasíðu Hveragerðisbæjar, ,
undir flipanum ,,eyðublöð" og einnig má fá upplýsingar í síma 483 4000.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar.
http://www.hveragerdi.is/
LANDFORM
Harmoniku-
tónlist
Flick Flack er ný geislaplata með
harmonikuleikaranum Matthíasi
Kormákssyni. Hún inniheldur
blöndu af heimstónlist og klassískri
harmonikutónlist. Matthías hefur
leikið á fjölda tónleika um allt land
og tók þátt í Evrópumeistarakeppni í
harmonikuleik í Finnlandi árið 1999.
Dreifing er í höndum Skífunnar.