Morgunblaðið - 14.12.2003, Side 52
MINNINGAR
52 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hjartans þakkir til ykkar allra sem auðsýnduð
okkur samúð og vinsemd við andlát og útför
SIGRÍÐAR FJÓLU ÁSGRÍMSDÓTTUR,
Skarðsbraut 13,
Akranesi.
Guð geymi ykkur öll.
Ásgrímur Ragnar Kárason, Jóhanna G. Þorbjörnsdóttir,
Þórður Ægir Óskarsson, Sigurborg Oddsdóttir,
Guðmunda Hrönn Óskarsdóttir, Stefán Eiríksson,
Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Hrólfur Ölvisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr-
ar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
JÓRUNNAR STEFÁNSDÓTTUR,
Borgarhrauni 19,
Grindavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofunar Suðurnesja og starfsfólks krabba-
meinsdeildar 11 E Landspítala við Hringbraut.
Ólafur Jóhannesson,
Jón Ægir Pétursson, Björg Helga Atladóttir,
Arnar Ólafsson, Bjarný Sigmarsdóttir,
Ómar Ólafsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem heiðruðu
minningu elsku mömmu okkar, tengda-
mömmu, ömmu og langömmu,
GUÐNÝJAR HREIÐARSDÓTTUR,
Þrastanesi 3.
Guð gefi ykkur öllum gleðilega jólahátíð
Maj-Britt Kolbrún Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson,
Auður Helga Hafsteinsdóttir, Karl Stefánsson,
Rannveig Kristín Hafsteinsdóttir, Haukur Ragnar Hauksson,
Hulda Fanný Hafsteinsdóttir, Kjartan B. Kristjánsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, föður
okkar, tengdaföður og afa,
ÞORBJÖRNS ÁRNASONAR,
Kársnesbraut 111,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks gjör-
gæsludeildar Landspítala háskólasjúkrahúss
fyrir ómetanlegan styrk og hlýju.
Guðs blessun sé með ykkur öllum.
Birna Sigurðardóttir,
Árni Þorbjörnsson,
Árni Þór Þorbjörnsson, Hólmfríður Ólafsdóttir,
Helga Hrönn Þorbjörnsdóttir, Arnar Már Baldvinsson,
Atli Björn Þorbjörnsson, Hulda Árnadóttir,
Sigurður Þór Sæmundsson, Kolbrún Sigurjónsdóttir
og barnabörn.
Útför eiginkonu minnar,
ÁSTRÍÐAR KARLSDÓTTUR
hjúkrunarkonu,
Faxatúni 19,
Garðabæ,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
17. desember kl. 13.30.
Rögnvaldur Þorleifsson
og aðstandendur.
✝ ValgerðurHanna Valdi-
marsdóttir fæddist á
Stokkseyri 26. októ-
ber 1921. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 4. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Valdimar Hannes-
son, f. 7. febrúar
1891 í Miðhúsum í
Sandvíkurhreppi, d.
17. okt. 1965, smið-
ur, sjómaður og
verkamaður á
Stokkseyri og í
Hafnarfirði, og Guðrún Sigurðar-
dóttir, f. 18. janúar 1881 í Bratt-
holti í Stokkseyrarhreppi í Árn., d.
6. október 1944 í Hafnarfirði. Hálf-
systur Hönnu, sem báðar eru látn-
ar, voru Guðrún og Ólafía Andr-
29. maí 1944. Börn hennar og Þor-
steins Ingólfssonar eru: a) Ingólf-
ur, f. 11. ágúst 1977, í sambúð; b)
Hanna Valdís, f. 19. nóvember
1979.
2) Pétur, f. 7. mars 1948, í sam-
búð með Sjöfn Ágústsdóttur. Börn
hans eru: a) Ragnar, f. 6. júlí 1979,
á dóttur; b) Hlín, f. 13. ágúst 1982;
c) fóstursonur Ólafur, f. 27. júlí
1969, kvæntur og á tvö börn. 3)
Jónína, f. 13. apríl 1953, gift Ólafi
Jónssyni. Börn þeirra eru: a) Jón-
ína Herdís, f. 20. maí 1986; b) Stef-
án Steinar, f. 21. október 1987. 4)
Ragnheiður, f. 27. maí 1959, í sam-
búð með Sigurjóni Ásgeirssyni.
Börn hennar eru: a) Berglind, f.
12. janúar 1982, í sambúð; b) Rak-
el, f. 17. september 1986; c) Óðinn
Kári, f. 2. desember 1993. 5)
Hanna, f. 31. ágúst 1960, gift
Kristni Guðlaugssyni. Börn þeirra
eru: a) Elías Kristinn, f. 23. júní
1999; b) Elísa Katrín, f. 18. desem-
ber 2000. Auk þeirra eru börn
Hönnu: c) Davíð Valdimar, f. 3.
febrúar 1990; d) Kristín Anna, f. 7.
september 1994.
Útför Hönnu var gerð 12. des-
ember, í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
ésdætur. Hálfbróðir
Hönnu er Svavar
Valdimarsson.
Hanna ólst upp á
Stokkseyri, en flutti
með foreldrum sínum
til Hafnarfjarðar
1933. Hún gekk í
Barnaskóla Hafnar-
fjarðar og síðan í
Flensborg og Sam-
vinnuskólann. Hanna
vann við skrifstofu-
störf og kennslu á sín-
um yngri árum, en var
síðan húsmóðir og
saumakona. Hanna
giftist eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Ragnari Péturssyni, bæjar-
stjóra í Neskaupstað og síðar
kaupfélagsstjóra í Hafnarfirði, 14.
maí 1943 og eignuðust þau fimm
börn. Þau eru: 1) Guðrún Valdís, f.
Nú er langt liðið á aðventu, en
jólaundirbúningur er óvenju
skammt á veg kominn á heimilinu
okkar, þar sem erfitt er að hafa
hugann við jólin. Elsku móðir mín
hefur yfirgefið þetta líf eftir meira
en ellefu ára hetjulega baráttu við
illvígan sjúkdóm. Af æðruleysi háði
hún lokabaráttuna síðustu mánuð-
ina og bjó okkur öll undir það sem
koma skyldi. Hún tókst á við
nokkra erfiða sjúkdóma á lífsleið-
inni og vegna langvarandi og erf-
iðra veikinda ættum við að vera
þakklát fyrir að hún fékk loks hvíld-
ina, en söknuðurinn er sár. Minn-
ingarnar streyma fram, um góða
móður og vin. Móður sem var úr-
ræðagóð, veitti stuðning og hvatn-
ingu, sem lét sér annt um fjölskyldu
sína, börn og barnabörn. Móður
sem var í senn ákveðin og föst fyrir,
blíð og umhyggjusöm. Þau pabbi
kenndu okkur systkinunum
snemma að vera ábyrg og standa á
eigin fótum. Mér er sérstaklega
minnisstæður allur sá stuðningur
og traust sem mamma sýndi mér
alla tíð. Þegar ég lagðist í ferðalög
út í heim af einskærri ævintýraþrá
og forvitni hvert sumar frá unga
aldri, oft ein. Þegar ég síðar hagaði
barnauppeldinu á annan hátt en
hún taldi rétt og þegar ég tók stór-
ar ákvarðanir, sem hún var ekki
sammála. Þó að ég hafi haft hana
sem fyrirmynd í uppeldi barna
minna, sagði hún mér skömmu fyrir
andlát sitt, er við ræddum einu
sinni sem oftar uppeldismál, að hún
hefði ekki síður lært af mér. Ég hef
oft hugsað að svona ættu mæður að
vera. Fátt er meira virði fyrir börn
og fullorðna en að finna að þeim sé
treyst. Ég hef stundum lært af mis-
tökunum, en þau pabbi leyfðu mér
það og þegar upp er staðið, held ég
að ég sé sterkari fyrir vikið.
Mamma sagði stundum, bæði í
gamni og alvöru að eftir að hafa alið
upp þrjú börn, hefði hún loksins
verið búin að læra eitthvað um upp-
eldi og að ekki væri gott að of-
vernda börn. Við Ragga nutum því
meira frjálsræðis en eldri systkinin,
þó alltaf giltu ákveðnar reglur á
heimilinu. Á síðari árum varð
VALGERÐUR
HANNA
VALDIMARSDÓTTIR
Að lokum verðum
við öll að hlýða þvi
kalli er okkur ber,
ævibraut vor endar,
og nú hefur Guð faðir kallað þig
móðir kær til fylgdar við sig, og
hjá honum munt þú mæta Jesú
Kristi er þú trúðir svo á og öllum
þeim er á undan eru gengnir og dá-
ið hafa í trú á honum. Þar mun
ríkja eilífur friður og gleði.
Er ég sit hér og set niður þessa
KARLOTTA MARÍA
FRIÐRIKSDÓTTIR
✝ Karlotta MaríaFriðriksdóttir
frá Hóli við Nesveg
fæddist þar 3. júlí
1911. Hún lést á öldr-
unardeild Landspít-
ala í Landakoti 5.
nóvember síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð 21. nóv-
ember, í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
minningargrein um
þig, fyllist hugurinn af
svo mörgum fallegum
minningum að fyllt
gæti heilar bækur.
Ég minnist
bernskuáranna að
Hóli við Nesveg, en í
því húsi fæddumst við
bæði, þú fyrst af ætt-
inni og ég síðastur.
Bernskuárin voru
örugg og kærleiksrík
hjá þér og honum föð-
ur mínum. Þótt oft
væri ekki mikið um
pening í buddunni, þá
skorti okkur aldrei neitt.
Á vorin og sumrin sótti pabbi
sjóinn á litla bátnum sínum og mik-
ið var það gaman fyrir lítinn dreng
að fá að fara með, og koma síðan
heim til mömmu með vænan þorsk
eða rauðmaga.
Trúlega er það sú stærsta bless-
un sem nokkru barni getur hlotn-
ast að alast upp í öryggi á trúuðu
heimili. Það var gæfa okkar systk-
inanna og hefur verið okkur mikill
styrkur í stormviðrum lífsins.
Kærleikur þinn og hinn ótrúlegi
lífsneisti er alltaf gat séð eitthvað
jákvætt í öllum kringumstæðum,
mun um langan tíma lýsa okkur af-
komendum þínum um ótroðinn veg.
Ég var ungur að árum er ég yf-
irgaf bernskuheimilið og hélt út í
heiminn og gerðist sjómaður á tog-
ara, aðeins 14 ára að aldri. Þetta
voru örlagarík spor og ekki til
heilla fyrir unglinginn.
Árin liðu. Allan þennan tíma gat
ég sótt styrk og hjálp til þín, þótt
vissuleg greindi okkur stundum á,
og þegar litla dóttir mín, Ásta
María, kom á heimili þitt nokkra
mánaða gömul tókuð þið pabbi
henni sem ykkar eigin dóttur og
umvöfðuð hana kærleika og ást.
Það var líka þín lífsins stærsta
sorg er Ásta María var kölluð heim
ung að árum. Í þeirri sorg sýndir
þú okkur börnunum þínum hvernig
ást, kærleikur og óbilandi trú get-
ur sigrað alla erfiðleika.
Er árin liðu tókst mér með Guðs
hjálp að ná tökum á lífi mínu, eign-
aðist yndislega konu og tvo drengi.
þetta veitti þér mikla gleði og ró.
Oft heyrði ég þig á þínum efri
árum þakka Guði fyrir þá blessun
er hann veitti þér og þínum og
hvernig hann leysti allan þann
vanda er að þér og ástvinum þínum
steðjaði.
Að vera æðsti yfirmaður í sinni
stöðu á erlendum skipum með allra
þjóða áhöfn, en það hefur verið
mitt hlutskipti til margra ára, kall-
aði oft á erfiðar ákvarðannir sem
ekki var alltaf auðvelt að taka. Þá
var gott að geta hringt í mömmu.
Já, engir skólar höfðu getað kennt
mér að leysa vandann á þann hátt
sem hún gerði, er ég leitaði ráða
hjá henni.
En nú er bara eftir að kveðja og
þakka. Það geri ég heilshugar.
Guð blessi minningu þína, móðir
kær, hafðu þökk fyrir allt.
Þinn sonur, tengdadóttir, börn
og barnabörn.
Ólafur Snævar Ögmundsson.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til-
greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma).
Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morg-
unblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins
Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum grein-
um.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi,
mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstu-
degi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma.
Birting afmælis- og
minningargreina