Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 61 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert mikil einstaklings- hyggjumanneskja en berð á sama tíma mikla umhyggju fyrir umhverfi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er einhver léttleiki yfir þér og það liggur eittvað óvænt í loftinu. Gerðu ráð fyrir óvæntum uppákomum í tengslum við börn og þína nánustu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Löngun þín til að bæta þig á einhvern hátt er af hinu góða. Láttu verða af því að fara á námskeið eða í leikfimi og settu markið hátt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ræddu hugmyndir þínar við aðra. Þú gætir þurft að fá lán eða aðstoð og þú munt að öll- um líkindum fá það. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu verða af því að taka til í kring um þig. Þetta er eitt- hvað sem þú þarft að gera. Umhverfi okkar hefur áhrif á líðan okkar og öfugt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ástin setur svip sinn á líf þeirra sem eru fæddir í ljóns- merkinu þessa dagana. Það er líklegt að ný ást kvikni í brjósti þeirra eða að kulnuð ást blossi upp að nýju. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nánasta samband þitt er á einhvern hátt að breytast til batnaðar og það hefur já- kvæð áhrif á líðan þína. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert að reyna að gera of margt í einu. Skriftir, lestur og fundarsetur taka mikinn tíma auk þess sem þú þarft að sinna heilsu þinni og skyldum þínum bæði á heim- ilinu og í vinnunni. Úff! Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu þess að rugla ekki sjálfsímynd þinni saman við eigur þínar. Þú ert sá/sú sem þú ert sama hversu miklar eignir þú átt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú færð góðar hugmyndir sem geta ýtt undir orðstír þinn og starfsframa. Vertu óhrædd/ur við að koma þér á framfæri Steingeit (22. des. - 19. janúar) Flestir sem eru fæddir í steingeitarmerkinu munu fara í ferðalag á komandi ári. Ævintýrin liggja í loftinu og tækifærin standa þér opin fram á næsta haust. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Á næstu mánuðum verða stjörnurnar einstaklega hag- stæðar fyrir vatnsbera. Gerðu ráð fyrir jákvæðum uppákomum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú nýtur óvenjumikillar at- hygli og ættir því að leggja þig fram um að líta sem best út. Mundu að fyrstu kynni geta haft áhrif á viðhorf fólks í langan tíma. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HLUTAVELTA Systurnar og vinkonurnar Bylgja Kristjánsdóttir, Lísa Margrét Jónsdóttir og Birta Kristjánsdóttir héldu tombólu og söfnuðu 1.410 kr. fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „MEÐ bestu vörn! Hvers- lags sagnhafi er það sem gefur vörninni færi á bestu vörn?“ Þetta er tilvitnun í hina eftirminnilegu sögu- persónu Mollos, Göltinn grimma, sem hefur unnið fleiri óvinnandi samninga en nokkur lifandi maður. Það þarf töluvert til að hrífa Göltinn, en hann hefði örugglega kunnað að meta handbragð sagnhafa í spili dagsins: Norður ♠ G2 ♥ D63 ♦ K964 ♣Á1095 Vestur Austur ♠ 8653 ♠ ÁK1094 ♥ Á742 ♥ 98 ♦ 3 ♦ 752 ♣KG84 ♣763 Suður ♠ D7 ♥ KG105 ♦ ÁDG108 ♣D2 Spilið kom upp í öldunga- móti á nýliðnum haustleik- um Bandaríkjamanna í New Orleans. Fyrrum landsliðs- maðurinn Fred Hamilton var með spil suðurs og vakti á einu grandi, sem makker hans lyfti í þrjú. Eins og sést standa þrjú grönd ekki beinlínis á borðinu, en Ham- ilton var heppinn með út- spilið – lítið lauf. Sér lesand- inn einhverja vinningsvon? Það er augljóst að vörnin fær annað tækifæri til að spila spaða, því sagnhafi kemst ekkert áleiðis án þess að reka út hjartaásinn. Vandinn er sá að hvetja vörnina til að skipta ekki yfir í spaða. Hamilton fann snjalla leið til þess: Hann stakk upp laufás (!) í fyrsta slag og spilaði hjarta á kónginn. Vestur tók á hjartaásinn og spilaði strax litlu laufi um hæl, enda hafði fyrsti slagurinn „sannað“ að austur átti drottninguna! Tíu slagir. Gölturinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. c4 Rf6 6. Rc3 Dc7 7. a3 b6 8. Be3 Bb7 9. f3 Rc6 10. b4 Be7 11. Hc1 O-O 12. Be2 Re5 13. O-O d6 14. g4 h6 15. f4 Rxc4 Staðan kom upp á al- þjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Dóm- íníska lýðveldinu. Hinn gamalreyndi argentíski refur Daniel Campora (2503) hafði hvítt gegn Jaan Ehlvest (2602). 16. Bxc4! Dxc4 17. Rb1!! Svartur hefur ekki séð þennan leik fyr- ir þegar hann drap peðið á c4 í 15. leik. Nú tapar hann drottningunni og nokkru síðar skák- inni. 17...Dxc1 svartur hefði einnig tapað drottningunni eftir 17... Da2 18. Hc2 Da1 19. Rb3. 18. Bxc1 Rxe4 19. Bb2 Hfc8 20. Rd2 Bf6 21. Rxe4 Bxe4 22. De2 Bb7 23. De3 e5 24. fxe5 Bxe5 25. Hc1 b5 26. Hxc8+ Hxc8 27. Rf5 Bxb2 28. Re7+ Kf8 29. Rxc8 Bxc8 30. De4 Bd7 31. Da8+ Ke7 32. Dxa6 d5 33. a4 bxa4 34. De2+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Í SÍÐUSTU pistlum hef- ur mér orðið tíðrætt um so. að deyja og aðrar þær sagnir, sem hafa að sjálf- sögðu sömu merkingu, en eru þó ekki að öllu leyti gjaldgengar hver fyrir aðra, ef svo má orða það. Þetta held ég lesendur hafi flestir skilið. Þó kom ein fyrirspurn í síma frá ungum lesanda, eftir röddinni að dæma, en hann var að velta því fyrir sér, hvers vegna verið væri að spyrja um so. að deyja. Ég held ég hafi þegar skýrt það rækilega fyrir lesendum, og eins hafa þeir skilið, hvert var verið að fara eftir þeim svörum sem borizt hafa. Einn svarenda talar um blæbrigði málsins í þessu sambandi, og það er ein- mitt mergurinn málsins. Hér má bæta dæmi við úr alveg nýrri frétt í blaði 11. þ.m. Þar segir í fyr- irsögn: „Fjórir fjall- göngumenn létust.“ So. að látast fær að sjálf- sögðu staðizt í frásögn- inni, en þar sem um slys var að ræða, hefði ég fremur notað so. að farast í þessu sambandi. Svo fylgir sumum sagnorðum, sem fylgja andláti manna sérstök áherzla eða skoð- un þess, sem notar þau, á fráfalli þeirra. Við notum so. að hrökkva upp af eða drep- ast fremur í niðrandi merkingu um hinn látna. Í því sambandi má líka hafa um þetta að geispa golunni. Menn mundu ekki komast svo að orði um nýlátinn vin sinn. Þá má vera, að sumum þyki of hátíðlegt að nota so. að andast eða lo. andaður, sem heyrist, að ég hygg, sjaldnar en áður var í út- varpi og sést ekki oft á prenti. Þá benti einn svarenda á so. að láta líf- ið. Finnst honum fylgja þvi einhvers konar virðu- leikablær. Get ég verið sammála um þá skoðun. Talað er um, að hann hafi látið lífið fyrir málstaðinn, sem hann barðist fyrir. Símanúmer 557 -4977 og tölvufang jaj@simnet- .is - J.A.J. ORÐABÓKIN Farast MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Kápur úr ull og kasmír Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 13.00—18.00. Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Glæsilegt úrval af fatnaði Hverafold 1-3 Torgið Grafarvogi Sími 577 4949 Sun. 14. des. frá kl. 12-18 Fim. 18. des. frá kl. 11-22 Fös. 19. des. frá kl. 11-22 Lau. 20. des. frá kl. 12-22 Sun. 21. des. frá kl. 12-22 Mán. 22. des. frá kl. 11-22 Þri. 23. des. frá kl. 11-23 Mið. 24. des. frá kl. 10-12 Opnunartími fyrir jólin Gísli Ingvarsson sérfræðingur í húðsjúkdómum, opnar stofu hjá Lækningu ehf. í Lágmúla 5 frá 1. janúar 2004 Tímapantanir daglega frá kl. 9-16 í síma 533 3131 Þakkir Kærar kveðjur til þeirra sem mundu mig, 85 ára. Innilegar þakkir til allra þeirra mörgu sem unnu að því að geisladiskur með Sigurði Ólafssyni söngvara er kominn út. Lifið heil, gleðileg jól. Inga Valfríður Einarsdóttir (Snúlla) TIL ERU FRÆ Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi LJÓÐABROT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.