Morgunblaðið - 14.12.2003, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 69
S
agt hefur verið að Bruce
Springsteen sé samviska
bandarísku þjóðarinnar
og þá ekki bara þess hluta
hennar sem telst vinstri-
sinnuð, heldur einnig þeirra sem
halla sér hægri, kjósa George Bush
og Jesú Krist. Víst hefur Springsteen
verið talinn meðal vinstrimanna í
gegnum árin fyrir texta sína þar sem
hann hefur verið ódeigur við að
benda á það sem miður fer í banda-
rísku samfélagi, en hann hefur líka
verið iðinn við að hylla Bandaríkin og
íbúa þeirra.
Þegar Ronald Reagan bauð sig
fram til forseta á sínum tíma notuðu
kosningastjórar hans Springsteen-
lagið Born in the USA sem herhvöt á
fundum stuðningsmanna og um tíma
varð það eins konar þjóðsöngur þjóð-
rembunnar, nokkuð sem Springsteen
kunni alls ekki að meta. Málið er aft-
ur á móti að í laginu felst tvenns kon-
ar boðskapur, annars vegar gagnrýni
á hernaðarhyggju hægrimanna og
síðan á hræsni vinstrimanna; lagið
fjallar um þá geggjun að senda
bandarísk ungmenni milli heimsálfa
til að drepa önnur ungmenni í Víet-
nam og sýna þeim síðan fyrirlitningu
þegar þau sneru aftur eftir að hafa
þjónað landi sínu.
Álíka var uppi á teningnum þegar
Springsteen sendi frá sér plötuna
Rising í kjölfar árásar hryðjuverka-
manna á skotmörk í New York og
Washington fyrir tveimur árum.
Margir vinstrimenn lögðu áherslu á
það í kjölfar árásanna að Bandaríkja-
menn hefðu safnað glóðum elds að
höfði sér, en Springsteen orti um al-
menning, lögreglu- og slökkviliðs-
menn, þá sem létu lífið fyrir aðra í
árásunum og hvaða afleiðingar árás-
irnar höfðu fyrir þá sem eftir lifðu, –
segja má að platan sé frekar um 12.
september en hinn 11.
Titillag plötunnar er nokkuð
dæmigert fyrir Springsteen, há-
dramatískur undirtónn falinn í ein-
faldleika lagsins, textanum um
slökkviliðsmanninn sem gengur upp
stigann inn í brennandi turninn til
móts við örlög sín.
Það gefur ágæta mynd af Springs-
teen að á fyrstu tónleikum í tónleika-
ferðinni til að kynna Rising, flutti
hann hið hádramatíska titillag skíf-
unnar næst á eftir laginu umdeilda
(American Skin) 41 Shots, en í því
lagi segir hann frá því er bandarískur
blökkumaður, Amadou Diallo, afr-
ískur innflytjandi, var skotinn 41
sinni af lögreglumönnum í New
York, en við rannsókn málsins kom í
ljós að Diallo var óvopnaður. Þetta
lag reitti lögreglumenn í New York
og víðar svo til reiði að þeir neituðu
að taka vaktir á tónleikum hans.
Með því að spyrða lögin svo saman
er Springsteen að segja það sama, að
það geti verið banvænt að vera
bandarískur.
Þessar vangaveltur kviknuðu við
útgáfu á ágætu safni Springsteen-
laga sem kom út fyrir skemmstu og
heitir the Essential Springsteen, en á
þeirri skífu er lagið umdeilda, (Am-
erican Skin) 41 Shots, næst á undan
laginu Land of Hope and Dreams;
má líta á það sem yfirlýsingu um mik-
ilvægi þess að trúa á drauminn þó að
hann snúist oft upp í martröð.
Hvað The Rising varðar þá kemur
The Ghost of Tom Joad sem eins kon-
ar inngangur að því. Vel til fundið að
skeyta svo saman kassagítarballöðu
um nauðsyn þess að geta búið sér til
fyrirmyndir/hetjur þegar engar slíkar
virðast til og laginu um hinar raun-
verulegu hetjur sem létu lífið fyrir
aðra.
Nú er það svo að þeir sem hlustað
hafa á Springsteen af einhverjum
áhuga eiga allir sín uppáhaldslög,
hvort sem það eru lög af breiðskífum
eða lög sem hann hefur aldrei gefið
út og menn ýmist heyrt á tónleikum
eða bootleg-útgáfum. Þar innanum
eru svo ágæt lög sem afgangur af
The River, From Small Things (Big
Things One Day Come), annað lag
sem átti að fara á Born In the USA,
None But the Brave, ýmis lög úr
kvikmyndum og af safnplötum sem
ekki hafa verið fáanleg annars og svo
má telja.
Samviska
þjóðarinnar
Bruce Springsteen, samviska bandarískrar alþýðu, sendi á
dögunum frá sér safn helstu laga.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
KEFLAVÍK
Kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
KEFLAVÍK
Kl. 10.15. B.i. 16.
AKUREYRI
Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.30.
Frá framleiðendum Four Weddings,
Bridget Jones & Notting Hill
Fráframleiðendum
Four Weddings,
Bridget Jones &
Notting Hill
Kemur
jólapakkinn í ár
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8.
KRINGLAN
Sýnd kl. 2.45, 4.50 og 6.55. Ísl. tal.
AKUREYRI
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 1.45, 3.50 og 5.55. Ísl. tal.
Sýnd kl. 1.45, 3.50, 5.55, 8, 10.10. Enskt. tal.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal.
Vinsælasta mynd ársins
í USA.
Vinsælasta teiknimynd
frá upphafi í USA.
Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc.
Kvikmyndir.com
„ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“
HJ. Mbl
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
Veistu hvað gerðist í húsi þínu,
áður en þú fluttir inn ??
HJ.MBL Kvikmyndir.isGH. Kvikmyndir.com
Frá framleiðendum Four Weddings,
Bridget Jones & Notting Hill
Frumsýning
r
ÁLFABAKKI
kl. 2. Ísl. tal.
KRINGLAN
kl. 3. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
kl. 2. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Kl. 8 og 10.15. B.i. 12.
STÓRMYND
GRÍSLA
ÁSTRÍKUR
& KLEÓPATRA
KRINGLAN
Sýnd Kl. 9 og 11.15. B.i. 16.
KEFLAVÍK
Sýnd Kl. 8. B.i. 16.
Kvikmyndir.com