Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ OPIN RÉTTARHÖLD Háværar kröfur eru um það í Írak að Saddam Hussein, fyrrver- andi forseti, verði strax leiddur fyrir rétt og tekinn af lífi. George W. Bush Bandaríkjaforseti segir hins vegar að Saddam muni fá sanngjarna málsmeðferð. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, segir aftur á móti að SÞ geti ekki stutt áform um að leiða Saddam fyrir dómstól þar sem sakborningurinn ætti hugsanlega yfir höfði sér dauða- refsingu. Kominn í le it irnar Eigandi kínverskrar nuddstofu í Kópavogi var sá sem auglýsti eftir manni í Fréttablaðinu á föstudag. Sá hefur látið vita af sér. Lög- reglan í Kópavogi rannsakar þjófnaðarmál sem tengist nudd- stofunni og segir eigandi hennar að maðurinn hafi stolið peningum. Kjaradei la t i l sáttasemjara Starfsgreinasambandið hefur vísað kjaradeilu sinni við rík- isvaldið til ríkissáttasemjara og kynnt SA nýja kröfugerð í lífeyr- ismálum, þar sem krafist er sam- bærilegra lífeyrisréttinda og rík- isstarfsmenn búa við. Formenn landssambanda og þriggja stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Ís- lands samþykktu áskorun um að samningar um lífeyrismál verði teknir til endurskoðunar „með það að markmiði að lífeyrisréttindi alls launafólks verði samræmd við líf- eyrisréttindi í A-deild Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins“. Meðferð stytt Meðferðartími á Stuðlum var styttur úr níu vikum í sex til að stytta biðlista. Nú er bið eftir meðferð aðeins 1–2 vikur en var áður 3–8 mánuðir. Talið er að stytting meðferðarinnar hafi ekki komið niður á árangri hennar. Mjög mikilvægt er að fá börnin sem fyrst í meðferð. Glæsi íbúðir í miðbæinn Hugmyndir eru uppi um að breyta Eimskipafélagshúsinu í glæsiíbúðir. Jón Axel Ólafsson hefur óskað eftir viðræðum við Landsbanka Íslands um kaup á húsinu. Landsbankinn hefur tekið þessu vel og skoðar málið. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 14 Minningar 36/39 Erlent 15/17 Kirkjustarf 39 Minn staður 18 Umræðan 40/43 Höfuðborgin 19/20 Bréf 48 Akureyri 20/21 Dagbók 50/51 Suðurnes 22 Staksteinar 50 Austurland 24 Íþróttir 52/55 Landið 25 Kvikmyndir 56 Listir 26/29 Fólk 56/61 Daglegt líf 30/31 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakar 62 Þjónusta 35 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að miðað við aðstæður í dag séu ekki aðrir kostir til stjórnunar í landinu en þeir tveir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn. Þetta segir forsætis- ráðherra að hafi komið bersýni- lega í ljós á Al- þingi síðustu daga við af- greiðslu eftir- launafrumvarpsins, þar sem menn hafi tekið fyrirmælum utan úr bæ með ótrúlegum hætti. Þessi ummæli lét forsætisráðherra falla í viðtali í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, þar sem hann var m.a. spurður um afgreiðslu eftirlauna- frumvarpsins. Þar var Davíð einnig spurður hvað hann tæki sér fyrir hendur þegar hann stigi upp úr stól for- sætisráðherra 15. september á næsta ári og svaraði hann því til að hann hefði ekki ennþá tekið ákvörð- un um það hvort hann yrði áfram í ríkisstjórn eða hvort hann myndi starfa sem formaður Sjálfstæðis- flokksins utan ríkisstjórnar. „Það hefur Ólafur Thors gert, Hermann Jónasson gerði það einnig utan ríkisstjórnar sem Framsókn- arformaður, þannig að allt er þetta til í þessu. Mér þykir afar vænt um að það tókst áframhaldandi sam- starf milli núverandi stjórnarflokka út þetta kjörtímabil. Ég tel að at- burðirnir sem urðu í þinginu í kringum þetta mál sem við ræddum hér fyrr hafi sýnt að það væri engin möguleg stjórnarmyndun önnur til. Við horfðum á þetta upphlaup sem varð í þinginu þar sem menn tóku fyrirmælum utan úr bæ með ótrú- legum hætti. Það segir mér það að það sé ekki í augnablikinu aðrir kostir til stjórnunar í landinu en þessir tveir flokkar. Ég er þess vegna þakklátur fyrir það að þeir skuli vera í stjórn,“ sagði forsætis- ráðherra. Davíð Oddsson forsætisráðherra Ekki aðrir kostir til stjórnarmyndunar Davíð Oddsson „KRAKKARNIR eru eiginlega á flakki þessa dagana, ég er hjá fyrr- verandi tengdamömmu eins og er,“ segir Jóna Júlía Jónsdóttir, þriggja barna einstæð móðir sem missti allt innbú sitt í eldsvoða í Breiðholti sl. föstudag. Innbúið var ekki tryggt og því er hafin söfnun til styrktar fjöl- skyldunni. „Við erum því núna á milli staða. Það er ekki útlit fyrir að ég fái húsnæði fljótlega, ég ræddi við tryggingamennina í morgun [gær] og þeir gefa sér alveg lágmark sex vikur í að laga íbúðina,“ segir Jóna Júlía. Hún segir að skemmdirnar hafi verið miklar, í fljótu bragði verði ekki annað séð en að allt innbúið sé meira og minna ónýtt. „Það þarf að skipta um allt, gólfefni, eldhúsinnréttingu og mála og líka öll raftæki. Það var öllu hent út um helgina til að við gæt- um farið að vinna strax í íbúðinni. Ég fæ örugglega sjokk þegar ég fer að flytja inn aftur og sé hvað er ónýtt og hverju hefur verið hent.“ Jóna Júlía segist hafa bundið von- ir við að raftæki í eldhúsi hefðu sloppið en svo reyndist ekki vera. En það eru persónulegri munir sem henni finnst sárast að missa. „Allt sem var á veggjunum, myndir og annað, bráðnaði. Það er mun sárara að missa myndirnar af krökkunum til dæmis.“ Jóna Júlía segir börnin enn nokk- uð spennt eftir brunann og segist efast um að þau séu almennilega bú- in að átta sig á því sem gerðist. „Ég leyfði elsta stráknum, sem er níu ára, að sjá íbúðina en ekki þeim yngri, ég treysti þeim ekki til þess. Mér finnst eins og þau eigi eftir að koma niður á jörðina og gera sér grein fyrir þessu.“ Jóna Júlía á einnig strák sem er eins árs og stúlku sem er sex ára. Það er því ljóst að hún heldur ekki jólin í íbúðinni sinni en hún segir lík- legt að hún verði hjá móður sinni yf- ir hátíðirnar. Hafin er fjársöfnun fyrir Jónu Júl- íu og fjölskyldu hennar. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning hennar í SPRON í Smáranum: 1152-05-407000. Kenni- talan er: 140674-5169. Morgunblaðið/Jim Smart Jóna Júlía Jónsdóttir og börn hennar, Arnar Freyr, Hafsteinn Ingi og Katrín Perla Elíasbörn, misstu allt innbú sitt í eldsvoðanum. Það er sárt að missa myndirnar af krökkunum Fjársöfnun fyrir fjölskyldu sem missti innbú sitt í eldsvoða LÖGREGLAN á Keflavíkurflug- velli stöðvaði í fyrradag þrjá mis- munandi aðila sem reyndu að smygla hassi og kókaíni innvortis til landsins og í gær var einn maður stöðvaður með 80 grömm af hassi. Á sunnudag stöðvaði lögreglan við hefðbundið eftirlit samtals fimm manns þar sem grunur lék á innvortis smygli á fíkniefnum. Fyrst komu tveir menn frá Glas- gow sem reyndust vera með rúm- lega 200 grömm af hassi, sem þeir höfðu bæði gleypt og sett í endaþarm. Seinna um daginn kom maður frá Kaupmannahöfn með rúmlega 100 grömm af kók- aíni í endaþarmi og síðan voru tveir menn teknir undir miðnætti og reyndist annar vera með rúm- lega 100 grömm af kókaíni í endaþarmi. Í gær var síðan einn maður stöðvaður með 80 grömm af hassi í farangri sínum og var þá lög- reglan á Keflavíkurflugvelli búin að taka fjóra mismunandi aðila fyrir smygl á fíkniefnum á rúm- um sólarhring. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðvar smygl á fíkniefnum Fjórir teknir á einum sólarhring TVEIR voru fluttir á Landspítal- ann í Fossvogi eftir árekstur þriggja bifreiða og traktors við Ingólfshvol í Ölfusi um klukkan sjö í gærkvöldi. Bifreiðarnar skemmd- ust mikið við áreksturinn og drátt- arvélin varð líka fyrir töluverðum skemmdum. Tvær bifreiðarnar eru, að sögn lögreglunnar á Sel- fossi, taldar ónýtar. Atvikið átti sér stað þegar öku- maður traktorsins, sem var á leið vestur, ætlaði að beygja til vinstri. Tveir bílar óku á eftir honum. Talið er að ökumaður fremri bifreiðar- innar hafi hemlað með þeim afleið- ingum að sú sem á eftir kom lenti aftan á henni. Önnur hvor bifreiðin fór við þetta yfir á gagnstæðan vegarhelming og í veg fyrir aðra bifreið sem var á austurleið. Fjögur ökutæki í árekstri í Ölfusi MAÐURINN sem lýst var eftir í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag lét vita af sér í gær að sögn þess sem lýsti eftir honum og segir sá sem það gerði að umræddur maður komi fram í dag, þriðjudag. Það var eigandi kínverskrar nuddstofu í Kópa- vogi sem lýsti eftir honum og tjáði Morgunblaðinu í gær að hinn týndi hefði hringt og látið vita af sér. Rannsókn á þjófnaði Lögreglan í Kópavogi rann- sakar nú þjófnaðarmál sem tengist umræddri nuddstofu. Eigandinn tjáði Morgun- blaðinu að maðurinn hefði stol- ið lítilræði af peningum en hefði beðist afsökunar á því. Lög- reglan í Kópavogi hefur ekki yfirheyrt hinn grunaða. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er upphæðin í kring- um 500 þúsund krónur. Dóttir eigandans sagði Morgun- blaðinu að fjárhæðin væri hins vegar fáeinir tugir þúsunda króna. Týndur maður lét vita af sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.