Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Einhamar
ehf. í Grindavík fékk nýverið af-
hentan nýjan bát af gerðinni Cleo-
patra 38 frá Bátasmiðjunni Trefj-
um í Hafnarfirði. Þetta er fjórði
bátur þessarar gerðar sem Trefj-
ar afgreiða hér innanlands á
þessu ári. Báturinn er systurskip
Guðmundar og Hrólfs Einarssona
ÍS og Huldu Kela ÍS sem komu til
Bolungarvíkur fyrr á árinu.
Nýi báturinn hefur hlotið nafn-
ið Gísli Súrsson GK og leysir af
hólmi eldri Cleopötru-bát í eigu
útgerðarinnar. Eigendur útgerð-
arinnar eru feðgarnir Stefán
Kristjánsson og Kristján Finn-
bogason. Skipstjóri á bátnum er
Grétar Guðfinnsson.
Aðalvél bátsins er af gerðinni
Volvo Penta D12 og er 650 hest-
öfl. Siglingatæki af gerðinni Ko-
den og Max Sea-skipstjórnartölva
koma frá Radiomiðun. Báturinn
er útbúinn til línuveiða. Spilbún-
aður er frá Beiti.
Báturinn er 15 brúttótonn og er
í krókaaflamarkskerfinu. Rými er
fyrir nítján 380 lítra kör í lest. Í
bátnum er innangeng upphituð
stakkageymsla og svefnpláss fyrir
fjóra í lúkar, borðsalur fyrir
fjóra, auk eldunaraðstöðu með
eldavél, gasofni, örbylgjuofni, ís-
skáp og frystiskáp.
Gísli Súrs-
son GK til
Grindavíkur
SÍÐUSTU farmarnir á síldarvertíð-
inni berast að landi þessa dagana.
Síldarafli íslenskra skipa á árinu
er nú orðinn um 107 þúsund tonn og
því aðeins rúm 24 þúsund tonn eftir
af kvóta ársins.
Veiðin fór hægt af stað á vertíðinni
en hefur á heildina litið gengið mun
betur en í fyrra og hafa mörg skip nú
klárað kvótann sinn. Síldin hefur þó
verið fremur smá en það hentar illa í
vinnslu til manneldis og hefur því
55% aflans farið í bræðslu. Skinney-
Þinganes á Hornafirði hefur tekið á
móti mestum afla einstakra fyrir-
tækja, alls 18.200 tonnum. Síldar-
vinnslan í Neskaupstað hefur tekið á
móti 14.300 tonnum og Vinnslustöðin
í Vestmannaeyjum 13.500 tonnum.
Útflutningsverðmæti síldarafurða
verður þó ekki eins hátt og ætla
mætti út frá magni þar sem verð á
frystri og saltaðri síld hefur lækkað
nokkuð í erlendri mynt. Verð á mjöli
og lýsi hefur aftur á móti haldist til-
tölulega hátt, að því er fram kemur í
Morgunkorni Íslandsbanka í gær.
Flest nótaskip hætt veiðum
Flest nótaskipin sem stundað hafa
síldveiðar á vertíðinni eru hætt veið-
um en trollskipin eru þó enn að og
voru flest í gær að leita að síld í Hér-
aðsflóadjúpi. Þau höfðu þó ekki haft
mikið upp úr krafsinu, að sögn Sig-
urjóns Valdimarssonar, skipstjóra á
Beiti NK. „Það hafa nokkur skip
kastað hér síðasta sólarhringinn en
lítið fengið. Við fengum ágæta síld í
síðasta túr, nokkuð stærri en áður á
vertíðinni, en verðum ekkert varir
núna. Mér sýnist vertíðin smám
saman vera að fjara út. Það styttist í
að menn fari í land og taki sér
jólafrí,“ sagði Sigurjón í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Gera má ráð fyrir að síldarvertíðinni ljúki fyrir áramót, enda mörg skip-
anna langt komin með eða búin með kvóta sína, auk þess sem afli er tregur
þessa dagana.
Síldarvertíðin að fjara út
ÞAÐ SEM af er þessu ári hafa
vinnsluskip landað tæplega
16.000 tonnum af sjófrystum
uppsjávarafurðum í frysti-
geymslu Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað.
Langmest hefur verið landað
af frystum síldarafurðum, eða
tæplega 14.000 tonnum, um
1.400 tonnum af frystum kol-
munna hefur verið landað og
tæpum 600 tonnum af frystri
loðnu. Fjöldi vinnsluskipa nýtir
sér jafnan þá aðstöðu sem Síld-
arvinnslan býður upp á varðandi
losun og geymslu á frystum af-
urðum í frystigeymslu fyrirtæk-
isins. Þar er unnt að geyma sam-
tímis um 9.000 tonn af frystum
afurðum.
Miklu landað
hjá SVN
FRJÁLS verslun hefur útnefnt Jón
Helga Guðmundsson í Byko sem
mann ársins 2003 í atvinnulífinu.
Hann hlýtur þennan heiður fyrir
einstaka athafnasemi og mikinn
metnað við að færa út kvíarnar, að
því er segir í fréttatilkynningu.
Velta Norvikur, móðurfélags Byko,
verður um 24 milljarðar á þessu ári
og hagnaður eftir skatta um 500
milljónir króna. Hefur Jón Helgi
Guðmundsson meðal annars keypt
Kaupás á árinu. Þá á hann fjárfest-
ingafélagið Sveip ásamt tengdasyni
sínum, Hannesi Smárasyni, sem á
6% hlut í Kaupþingi Búnaðarbanka.
Norvik rekur Byko; mat-
vörukeðjuna Kaupás; raftækja-
markaðinn Elko; ullarútflutnings-
fyrirtækið Axent; timburvinnsluna
Byko-Lat í Lettlandi og versl-
unarhúsið Smáragarð. Auk þess á
það í Trésmiðjunni Akri, Fiskvélum
og Fasteignafélagi Íslands sem á
fimmtungs hlut í Smáralindinni.
Jón Helgi er kvæntur Bertu Braga-
dóttur kennara og eiga þau þrjú
börn og fimm barnabörn.
Jón Helgi maður ársins
AUGLÝSINGASTOFAN
Nonni og Manni/Ydda hefur
verið tilnefnd til verðlauna á
norrænu auglýsingahátíðinni
Scandinavian Advertising
Awards fyrir Lottó-auglýs-
ingu sem birt var á Netinu.
Hallur A. Baldursson,
framkvæmdastjóri Nonna og
Manna/Yddu, segist í samtali
við Morgunblaðið vera
ánægður með tilnefninguna.
Markmiðið með keppninni
er að sögn Halls að hvetja
auglýsingafólk á Norð-
urlöndum til góðra verka.
Stefnt er að því að sögn Halls
að halda keppnina árlega í
framtíðinni.
Alls voru 216 auglýsingar
frá öllum Norðurlöndunum
sendar inn í keppnina, þar af
18 íslenskar.
46 auglýsingar hlutu til-
nefningu.
Tilkynnt verður um verð-
launahafa á verðlaunahátíð í
Stokkhólmi 17. janúar næst-
komandi.
Lottó-auglýsingin sem til-
nefnd hefur verið til verð-
launa á Scandinavian Advert-
ising Awards.
Íslensk aug-
lýsing til-
nefnd til
norrænna
verðlauna
ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið
Moody’s Investors Service tilkynnti í
gær að lánshæfismat Kaupþings
Búnaðarbanka hefði verið hækkað.
Langtímaeinkunn bankans var
hækkuð úr A3 í A2, einkunn vegna
víkjandi lána fer úr Baa1 í A3 og ein-
kunn vegna fjárhagslegs styrkleika
hækkuð úr C í C+. Skammtímaein-
kunnin P-1 var staðfest, en það er
hæsta einkunn sem gefin er. Þá telur
Moody’s horfur fyrir mat bankans
áfram jákvæðar. Frá þessu var greint
í tilkynningu frá Kaupþingi Búnaðar-
banka til Kauphallar Íslands í gær.
Í tilkynningunni segir að það sé
mat Moody’s að hækkun lánshæfis-
matsins endurspegli velheppnaðan
samruna Kaupþings banka og Bún-
aðarbanka Íslands. Með samrunan-
um hafi orðið til leiðandi aðili á ís-
lenskum fjármálamarkaði með
dreifða tekjumyndun og traustar
undirstöður. Rekstrarárangur bank-
ans hafi verið mjög góður eftir sam-
runann og meiri en hægt sé að skýra
vegna hækkana á íslenskum hluta-
bréfamarkaði.
Gefur möguleika
á betri kjörum
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri
Kaupþings Búnaðarbanka, segir
hækkun lánshæfismatsins ánægju-
lega. Þá sé ekki síðust ástæða til að
gleðjast yfir því að Moody’s hafi
áfram jákvæðar horfur fyrir áfram-
haldandi styrkingu á lánshæfismati
bankans.
„Þetta skiptir okkur verulegu máli
þar sem æ stærri hluti af starfsemi
Kaupþings Búnaðarbanka er erlendis
og sífellt meira af fjármögnun bank-
ans er sótt á erlenda markaði. Þetta
mun þýða lækkun fjármagnskostnað-
ar bankans og gefur möguleika á að
bjóða viðskiptavinunum betri kjör.
Þetta er því góð og mikil viðurkenn-
ing fyrir hið frábæra starf sem starfs-
fólkið hefur skilað við sameiningu
Kaupþings og Búnaðarbanka,“ segir
Hreiðar Már.
Kaupþing Búnaðarbanki
Moody’s hækkar
lánshæfismat
LANDSBANKI Íslands hefur selt
162.162.162 hluti í Hf. Eimskipa-
félagi Íslands, eða 3,65% af heildar-
hlutafé félagsins. Gengi bréfanna í
viðskiptunum var 7,4 og var sölu-
verðið því um 1,2 milljarðar króna.
Eignarhlutur Landsbankans í Eim-
skipafélaginu eftir viðskiptin er
18,97% af heildarhlutafé félagsins.
Frá þessu var greint í tilkynningu
til Kauphallar Íslands í gær.
Jafnframt var greint frá því að
Eyrir fjárfestingarfélag ehf., sem
Þórður Magnússon, stjórnarmaður
í Eimskipafélaginu, er stór hluthafi
í, hafi keypt 67.567.567 hluti í félag-
inu, eða 1,52%, á genginu 7,4. Kaup-
verðið í þeim viðskiptum var því
500 milljónir króna. Eignarhlutur
Eyris í Eimskipafélaginu eftir við-
skiptin er 2,57%.
Þórður segir að ástæðan fyrir
kaupum Eyris sé einfaldlega sú, að
þeir sem að félaginu standa líti á
Eimskipafélagið sem hagstæðan
fjárfestingarkost.
Alls námu viðskipti með Eim-
skipafélag Íslands 2.785 milljónum
króna í Kauphöll Íslands í gær og
hækkaði lokaverð þeirra um 2,1%
og er það nú 7,30.
Eyrir eykur hlut sinn
í Eimskipafélaginu VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ
Collins Stewart hefur gert tilboð í
útgáfufélagið Telegraph sem gefur
m.a. út The Daily Telegraph í Bret-
landi og Chicago Sun-Times í Banda-
ríkjunum. Telegraph-útgáfufélagið
er nú í eigu Hollinger International
fjölmiðlasamteypunnar. Í frétt BBC
segir að tilboð verðbréfafyrirtækis-
ins hljóði upp á 4–500 milljónir
punda eða sem nemur á milli 50–65
milljörðum íslenskra króna.
Hollinger-samsteypan hefur átt í
vandræðum eftir að upp komst um
óleyfilegar launagreiðslur stjórn-
enda í síðasta mánuði. Stjórnendur
eru taldir hafa dregið sér allt að 32
milljónir Bandaríkjadala, alls 2,4
milljarða króna, án leyfis frá endur-
skoðunarnefnd fyrirtækisins og sæt-
ir fyrirtækið rannsókn vegna þessa.
Í kjölfarið fékk Hollinger ráðgjaf-
arfyrirtækið Lazard til að skoða
möguleika á að selja útgáfufélag
samsteypunnar.
Talsmaður Hollinger segir í frétt
BBC að of snemmt sé að segja til um
hvort útgáfufélagið verði selt til Coll-
ins Stewart. Fastlega er búist við því
að fleiri geri tilboð í útgáfufélagið,
þeirra á meðal breska fyrirtækið
Daily Mail & General Trust.
Fyrrverandi forstjóri Hollinger,
Conrad Black, vék úr sæti sínu í kjöl-
farið en situr enn sem stjórnarfor-
maður án ákvörðunarvalds.
Boðið í Telegraph
ÚR VERINU