Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 53 LANDSLIÐSMIÐHERJINN í körfuknattleik, Fannar Ólafsson, hefur tilkynnt félagsskipti úr Hamri í Kefla- vík. Fannar hefur leikið undanfarin ár með bandarísku háskólaliði, en hann var áður í herbúðum Keflvíkinga. Fannar lék með Hamarsmönnum á Landsmóti UMFÍ fyrir nokkrum misserum er hann var í sumarleyfi frá háskólanámi sínu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er útlit fyrir að verkfall í skóla Fannars setji skólavist hans í upp- nám og mun hann þá missa skólastyrk þann sem hann hefur fengið á hverju ári. Fari allt á versta veg í þeim efnum ætlar Fannar að koma til Íslands og leika með Keflvíkingum. Fannar átti góðan leik fyrir IUP-háskólann um síð- ustu helgi er lið hans lagði Cheyey-háskóla 76:61. Fannar lék í 31 mínútu og var stigahæstur í sínu liði með 16 stig og tók að auki flest fráköst eða 12 alls. IUP hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni en unnið fimm leiki. Fannar hefur skorað 10,6 stig að með- altali og er frákastahæstur í liðinu með 8,3 fráköst að meðaltali. Fannar í Keflavík? ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í 58. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambands- ins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Ísland fer upp um tvö sæti frá síðsta mánuði eftir jafnteflisleikinn við Mexíkóa en stendur í stað frá því um síðustu áramót. Þjóðirnar þrjár sem skipa efstu sætin eru þær sömu og fyrir mánuði. Heimsmeistarar Brasilíu tróna í toppsætinu, Frakkar eru í öðru sæti og Spánverjar í þriðja. Hollendingar fara upp um tvö sæti og eru í fjórða sæti, Argentínumenn eru í fimmta, Tékkar í sjötta, Mexíkóar falla niður um tvö sæti eftir jafn- teflið við Íslendinga og eru í sjöunda sæti, Englend- ingar og Tyrkir eru í 8.–9. sæti og Ítalir í tíunda sæt- inu. Þjóðirnar sem drógust í riðil með Íslendingum í undankeppni HM eru í eftirfarandi sætum: Svíþjóð (19), Króatía (20), Búlgaría (34), Ungverjaland (72), Malta (129). Ísland í 58. sæti á FIFA-listanum „ÉG ætla að verða atvinnumaður í knattspyrnu og taka í vörina eins og hinir meistaraflokksmennirnir. Það er kúl.“ Þetta sagði ungur knatt- spyrnudrengur við einn af þeim fjöl- mörgu sem ég hef heyrt í að und- anförnu vegna munntóbaksnotkunar knattspyrnumanna. Elmar Sindri Eiríksson, knatt- spyrnumaður og kennari á Dalvík, sendi Knattspyrnusambandi Íslands opið bréf sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar vakti hann at- hygli á því að í þætti sjónvarpsstöðv- arinnar Sýnar um Bandaríkjaferð knattspyrnulandsliðsins í síðasta mánuði hefði mátt sjá nýliða í lands- liðinu heiðraðan eftir leikinn, með út- troðna vör. Elmar spyr í bréfinu: „Er það leyfilegt að leikmenn ís- lenska landsliðsins noti tóbak inni í búningsklefum, og þá kannski fyrir leiki líka? Er KSÍ og þjálfurum liðsins ekki annt um ímynd knattspyrnunnar og ímynd íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu? Hvaða áhrif hefur það á áhorf- endur að sjá landsliðsmenn með út- troðna vör í beinum tengslum við keppni? Er búið að skipta út nammipoka Gauja fyrir „eina sprautu“ þegar skorað er og eru leikmenn verðlaun- aðir með munntóbaki þegar þeim er skipt út af?“ Elmar stingur með bréfinu á kýli sem hefur farið stækkandi ár frá ári og er orðið að umtalsverðu vandamáli í knattspyrnunni, og eflaust í fleiri íþróttagreinum. Munntóbaksnotk- unin fer tæplega framhjá þeim sem eru í návígi við knattspyrnumenn. Sjálfur hef ég tekið viðtöl við lands- liðsmenn og leikmenn og þjálfara fé- lagsliða eftir leiki þar sem þeir hafa vart verið talandi vegna tóbaks- magnsins undir efri vörinni. Ég hef margoft séð knattspyrnumenn af- myndaða í andliti eftir leiki eða æf- ingar. Ekki aðeins meistaraflokks- menn, heldur einnig pilta í 2. flokki, og í þeim aldurshópi er notkun munn- tóbaks stöðugt að aukast. Verst af öllu er þegar krakkarnir sjá fyrirmyndirnar sínar, meist- araflokksleikmennina, á eigin fé- lagssvæðum með óþverrann í vörinni. Einu sinni þótti „kúl“ að reykja, en það er sem betur fer liðin tíð, og þeir sárafáu íþróttamenn sem ekki hafa vanið sig af þeim ósið fara yfirleitt laumulega með þann löst sinn. En nú er „kúl“ að troða í vörina. Áðurnefnt atvik, þar sem nýliði tekur við heið- ursmerki KSÍ, í landsliðsbúningi, úr hendi varaformanns KSÍ, í búnings- klefa A-landsliðs Íslands, frammi fyr- ir sjónvarpsmyndavél, er kornið sem fyllir mælinn. Nú er mál að linni. Knattspyrnusamband Íslands hef- ur ekki staðið sig sem skyldi. Eins og Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri segir í viðtali hér til hliðar, hafa engar reglur verið settar um munntób- aksnotkun hjá þessu stærsta sér- sambandi landsins, þrátt fyrir ábend- ingar þar um. KSÍ hefur sofið á verðinum, og hjá félagsliðunum virð- ist mest lítið hafa verið gert til að bæta ímyndina á þessu sviði. Eins og fram kemur hjá Þorgrími Þráinssyni hér til hliðar hafa nokkur sér- sambönd tekið á málinu, og þeim ber að hrósa. Boltinn er hjá KSÍ, sem er í afar sterkri stöðu til að beita sér af fullum þunga og getur sett þrýsting á félög- in. Meðal annars með því að setja ákvæði inn í leikmannasamninga um að tóbaks af hvaða tegund sem er sé ekki neytt í tengslum við æfingar, keppni eða annað á vegum félaganna og á þeirra svæðum. Geir segir að viljann skorti ekki. Munntóbaksnotk- unin er orðin svartur blettur á þessari vinsælustu íþrótt sem stunduð er hér á landi og nú er kominn tími á aðgerð- ir. Munntóbak er ekki „kúl“. Víðir Sigurðsson „Ég ætla að verða atvinnu- maður og taka í vörina“ Að sögn hans sendi Tóbaks-varnanefnd, eins og hún hét þá, áskorun til allra sérsambanda innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fyrir ári. „Þar bentum við á fyrirmyndarhlutverk íþróttamanna í landsliðum Íslands í öllum grein- um og skoruðum á sérsamböndin að beita sér fyrir því að ekki væri notað munntóbak eða annað tóbak, í keppnisferðum á þeirra vegum. Við fengum góð viðbrögð frá Skíða- sambandinu, Íshokkísambandinu, Glímusambandinu og Körfuknatt- leikssambandinu, en höfum lítið heyrt frá öðrum. Þá sendum við einstaklingum í meistaraflokkum í körfuknattleik, knattspyrnu, hand- knattleik og skíðum bréf þar sem skaðsemi munntóbaks var nákvæm- lega útlistuð. Í bæklingi um munntóbak sem við, landlæknir og fleiri aðilar gáf- um út fyrir tveimur árum kemur fram að hjarta þeirra sem nota munntóbak slær að meðaltali um 15 þúsund aukaslög á dag. Tóbakið þrengir æðarnar og þess vegna þarf hjartað að erfiða meira og dæla hraðar. Auk þess ná þeir sem nota munntóbak sér seinna af meiðslum, sökum minna blóðflæð- is.“ Þorgrímur sagði að brýnt væri að sérsamböndin tækju þetta mál al- varlega. „Þau sækja um styrki vegna forvarnagildis íþróttarinnar, og þá er lágmark að þau setji um leið reglur um að þeir sem koma fram sem fulltrúar Íslands í þeirra grein noti ekki tóbak. Því miður hafa þau ekki sinnt þessu hlutverki sínu nógu vel. Það var vel tekið á reykingum á sínum tíma, íþróttahús eru reyklaus og lögð er áhersla á að stúkur á knattspyrnuvöllum séu reyklausar en það er sorglegt að ekki sé betur tekið á munntóbak- inu. Við höfum reynt að vinna að því á bakvið tjöldin, án hasars, og höfum hvatt sérsamböndin til að bæta úr, og höfum rætt á jákvæð- um nótum við þá aðila sem þetta mál varðar. Ég á von á því að innan skamms komi reglugerð frá heil- brigðis- og menntamálaráðuneytum um að tóbaksnotkun verði alfarið bönnuð á íþróttasvæðum utanhúss og það mun hjálpa mikið til,“ sagði Þorgrímur Þráinsson. Þorgrímur Þráinsson, sviðsstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð „Sorglegt að ekki sé betur tekið á munntóbakinu“ ÞORGRÍMUR Þráinsson, sviðsstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, sagði við Morgunblaðið í gær að bréf Elmars Sindra Eiríkssonar til KSÍ, sem birtist í blaðinu á sunnudag, væri mjög þörf ábending um notkun munntóbaks meðal knattspyrnumanna, og íþróttamanna al- mennt. „Ég er feginn því að fleiri en við skuli sýna þessu áhuga og vona að bréfið og frekari umfjöllun í kjölfarið verði til þess að opna augu fólks betur fyrir þessu alvarlega vandamáli,“ sagði Þorgrímur. Nei, við höfum engar reglur settog ekki bannað mönnum að nota munntóbak í ferðum á okkar vegum, en höfum þó ítrekað við þá sem nota þetta að halda notkun sinni fjarri sviðsljósinu. Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir því að þetta er orðið stórt vandamál í íslenskri knattspyrnu. Spurningin er hvar og hvernig á að byrja bar- áttuna gegn því en við þurfum að skoða þetta vel og finna leiðir til að verjast þessum ófögnuði.“ Geir telur að notkun munntób- aks meðal knattspyrnumanna hér á landi eigi rætur sínar að rekja til íslenskra leikmanna sem leikið hafa erlendis. „Ég tel að munntóbakið hafi borist hingað í gegnum atvinnu- menn sem léku erlendis fyrir rúm- um áratug. Þannig varð ég fyrst var við þetta og frá þeim tíma höf- um við séð notkun þess vaxa jafnt og þétt. Það er vissulega ákvörðun hvers og eins hvort hann notar munntóbak en við getum barist fyrir því að það sjáist allavega ekki opinberlega. KSÍ fékk á sín- um tíma bréf frá Tóbaksvarna- nefnd um þetta mál, og þetta hef- ur verið rætt af stjórn KSÍ, án þess þó að gripið hafi verið til formlegra aðgerða. En það er eng- in spurning um viljann af okkar hálfu, við erum tilbúnir að berjast gegn munntóbakinu eins og við höfum gert gegn reykingunum með góðum árangri. Það verður að ráðast að rót vandans, ná sam- vinnu við félagsliðin og gera það sem hægt er til að útrýma þessu úr knattspyrnunni. ÍSÍ, Lýðheilsu- stöð og KSÍ sem stærsta sérsam- bandið þyrftu að taka á þessu máli í sameiningu og reyna að sporna gegn notkun munntóbaksins,“ sagði Geir Þorsteinsson. „Tilbúnir að berj- ast gegn munn- tóbak- inu“ KNATTSPYRNUSAMBAND Ís- lands hefur engar reglur sett um notkun munntóbaks í keppnisferðum íslenskra lands- liða. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, staðfesti það við Morgunblaðið í gær en lýsti því yfir að sambandið væri reiðubúið til að taka á vanda- málinu af fullum krafti. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ ÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.