Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ er allt hægt og við ætlum okkur svo sannarlega að reyna að vinna hér annað kvöld. Ef það tekst getur ekkert lið náð okkur í riðl- inum þannig að við endum efstir. Það er markmiðið,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari körfuknattleiks- liðs Keflavíkur í samtali við Morg- unblaðið í gær, en þá hafði liðið ný- lokið æfingu í Portúgal þar sem það mætir Ovarense í kvöld. „Við unnum þá heima og erum efstir í riðlinum. Þrátt fyrir fínan árangur erum við alls ekki orðnir saddir og viljum meira. Ég sá að Eric Morales, Spánverji sem leikur með Ovarense, er á hækjum og það veikir liðið óneitanlega en hann var sterkur á móti okkur heima. Það er ekki laust við að það sé kominn talsverður spenningur í mannskapinn og þess vegna höfð- um við erfiða æfingu í kvöld þannig að menn ná að sofna og sofa vel. Síðan er létt æfing í fyrramálið og leikurinn annað kvöld,“ sagði Guð- jón, en leikur liðanna hefst klukkan 21 að íslenskum tíma. Keflvíkingar héldu til Portúgal í gærmorgun, flugu til London og þaðan til Portó. „Ferðin gekk fínt. Við urðum að vísu að hringsóla yfir London í hálftíma þannig að þegar við loks lentum urðum við að hafa hraðann á til að ná vélinni til Portó. Það tókst og allur farangurinn náði líka með þannig að við erum í fínum málum hérna,“ sagði Guðjón. Það er allt hægt og við ætlum að vinna KOLBEINN Sigþórsson, 13 ára gamall leikmaður Víkings í knatt- spyrnu, heillaði forráðamenn enska stórliðsins Arsenal á dögunum en félagið bauð Kolbeini út til æfinga og dvaldi hann í nokkra daga hjá félaginu ásamt föður sínum, Sig- þóri Sigurjónssyni. Kolbeinn, sem er án efa einn efni- legasti knattspyrnumaður landsins, lék einn leik með drengjaliði Arsen- al, skipuðu leikmönnum 14 ára og yngri og skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Arsenal sigraði Chelsea. „Menn frá félaginu hafa fylgst lengi með Kolbeini. Þeirra hlutverk er að leita eftir efnilegum leik- mönnum út um allan heim og við fengum boð frá þeim að koma út. Félögin eru farin að leita eftir yngri mönnum og þó þau geti ekki gert samninga við þá fyrr en þeir eru orðnir eitthvað í kringum16 ára aldurinn þá eru þau að leita að framtíðarmönnum,“ sagði Sigþór, faðir Kolbeins, við Morgunblaðið. Sigþór segir að Arsenal hafi boð- ið syni sínum að koma aftur út eins og fljótt og hægt er og má hann ráða því hvenær hann fer. „Kolbeinn fer aftur til Arsenal enda vill liðið fá hann aftur eins fljótt og hægt er og það vill líka fá hann í keppnisferð með drengjalið- inu í sumar. Það er því full alvara á bak við þetta enda væri liðið ekki að bjóða drengnum út nema svo væri. Þjálfararnir voru virkilega ánægðir með það sem þeir sáu til Kolbeins og strákurinn er að von- um mjög spenntur. Hver væri það ekki þegar svona stórt lið er að fylgjast með manni? Arsenal hefur spurt um Kolbein á hverju ári en það kom ekki til greina af hálfu okkar foreldranna að hann færi út fyrr en nú,“ sagði Sigþór. Kolbeinn er yngri bróðir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðs- manns, og hæfileikana hefur hann því ekki langt að sækja. Hann hefur verið yfirburðamaður í sínum ald- ursflokki frá því hann byrjaði að æfa með Víkingi og undanfarin ár hefur hann spilað með eldri drengj- um. Víkingurinn Kolbeinn Sigþórsson heillaði forráðamenn Arsenal FYLKIR og Haukar mætast í opnunarleik deildabikars karla í knattspyrnu í Egils- höllinni föstudaginn 20. febr- úar, og þá um kvöldið verða tveir aðrir leikir, KR-Njarðvík í Egilshöll og Þór-Grindavík mætast í Boganum á Akur- eyri. Deildabikarinn verður leik- inn í knattspyrnuhúsunum fram í apríl en þá bætast einn- ig við leikir á Leiknisvelli og á gervigrasinu í Laugardal. Riðlakeppni efri deildar lýkur 22. apríl, sumardaginn fyrsta, og úrslitaleikur efri deildar er áætlaður 7. maí. Í neðri deild hefst keppni 12. mars og lýkur með úrslita- leik 8. maí. Fylkir og Haukar í fyrsta leik ÍSLENSKA landsliðið leikur sex landsleiki fyrir Evrópukeppnina í Króatíu. Fyrstu æfingaleikir liðsins verða gegn Svisslendingum hér á landi 9.–11. janúar – þrír leikir, en síðan tekur landsliðið þátt 6 í fjögurra þjóða móti í Danmörku og Svíþjóð 116.–18. janúar, þar sem leikið verður gegn Dan- mörku, Svíþjóð og Egyptalandi. Evrópumótið í Slóveníu hefst 22. janúar. Sex landsleikir fyrir EM Guðmundur segist ætla að veljafjölmennan hóp í upphafi, 26 til 27 leikmenn, þar af mun helmingur hópsins ekki hefja æfingar fyrr en 2. janúar þegar hlé hefur verið gert á keppni í þýsku og spænsku 1. deild- inni í handknattleik. „Það er ljóst að í upphafi koma margir leikmenn hóps- ins frá liðum hér heima, en nokkrir leikmenn hjá erlendum félögum geta hafið undirbúning með okkur fljót- lega,“ sagði Guðmundur sem reiknar með að kalla til fyrstu æfingar í seinni hluta þessarar viku. „Það eru ennþá nokkrir óvissuþættir í þessu dæmi hjá mér og því er ég ekki klár með að gefa út hvernig hópurinn verður skipaður fyrr en upp úr miðri viku,“ sagði Guðmundur sem segir að ljóst sé að fjarvera Arons Kristjáns- sonar og Rolands Vals Eradzes setji strik í reikninginn en báðir eiga þeir við meiðsli að stríða. Þá ríki enn óvissa um Róbert Sighvatsson sem fingurbrotnaði illa í landsleik í byrj- un nóvember. Hann hefur ekkert leikið síðan. Jákvætt sé hins vegar að Patrekur Jóhannesson er kominn á fulla ferð á nýjan leik með Bidasoa á Spáni eftir slæm meiðsli. Æft verður fram að áramótum en fækkað þá í hópnum þegar leikmenn frá evrópskum félögum mæta til leiks. Morgunblaðið/Golli Patrekur Jóhannesson er kominn á fullt á nýjan leik. Hér er hann í landsleik gegn Makedóníu. EM-hópur Guðmundar Þórðar klár um miðja viku Aron og Roland verða ekki með „ÞAÐ má segja að ég liggi undir feldi um þessar mundir, ég reikna með að koma undan honum um miðja viku og tilkynna þá landsliðs- hópinn sem tekur þátt í undirbúningi fyrir Evrópumótið,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, í samtali við Morgunblaðið í gær er hann var spurður hvenær hann hygðist velja landsliðshópinn og hefja æfingar hjá íslenska landsliðinu í handknattleik fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í Slóveníu 22. janúar.  FORSVARSMENN efsta liðs ítölsku deildarinnar í knattspyrnu, Roma, hafa neitað því að enska félag- ið Chelsea sé á höttunum eftir fram- herja liðsins, Francesco Totti. Ensk- ir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea hafi boðið um 3,1 milljarða ísl. kr. í Totti sem er 27 ára gamall. Totti er samningsbundinn Roma fram til ársins 2006 og segir hann að hann hafi ekki áhuga á að fara frá lið- inu sem hann hefur haldið með frá barnæsku. Totti hefur skorað 7 mörk í ítölsku deildinni það sem af er vetri og er talinn vera einn af bestu leik- mönnum landsliðs Ítala.  FORRÁÐAMENN norsku sjón- varpsstöðvanna, TV2 og NRK, stóðu frammi fyrir erfiðu vali í fyrradag er Saddam Hussein var handsamaður í Írak því á sama tíma var bein útsend- ing frá heimsbikarmóti í skíðagöngu á báðum stöðvunum samtímis. TV2 ákvað að skipta yfir á atburðina í Írak en norska ríkisútvarpið hélt áfram að sýna frá skíðagöngunni í Davos. Skiptar skoðanir eru um ákvörðun NRK og fannst mörgum að vægi skíðagöngunnar hefði verið of- metið í samhengi við atburðina í Írak.  MIKILL þrýstingur er á knatt- spyrnustjóra Liverpool, Gerard Houllier, eftir að liðið tapaði 2:1 á heimavelli gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Houllier segir að hann muni líklega ekki kaupa marga leikmenn til liðsins þegar leikmannamarkaðurinn verð- ur opnaður í janúar en enskir fjöl- miðlar greina frá því í gær að Houll- ier hafi hug á að kaupa varnarmanninn Michael Dawson frá Nottingham Forest sem leikur í 1. deild. Dawson, er tvítugur að aldri og hefur leikið með U-21 árs landsliði Englands. Er talið að Forest vilji fá um 630 millj. kr. fyrir leikmanninn, en fjárhagur Forest er ekki góður þessa stundina.  TOMMY Smith og Ian St John, fyrrum leikmenn Liverpool, sögðu í fyrrdag að Houllier hefði eytt því fjármagni sem hann hefði fengið að vinna með undanfarin ár í tóma vit- leysu. Þar nefna þeir að El Hadji Diouf, Salif Diao og Bruno Cheyrou séu ekki þess virði að hafa verið keyptir fyrir samtals um 2,5 millj- arða kr.  SIR Bobby Robson er án efa einn af dáðustu knattspyrnustjórum Eng- lands en Robson var ekki með landa- fræðina alveg á hreinu er hann tjáði sig um andstæðinga Newcastle í 3. umferð UEFA-keppninnar, en þar mætir enska liðið norska liðinu Våle- renga frá Osló.  Í viðtali við dagblað í Newcastle sagði Robson að knattspyrnan á Norðurlöndunum væri í framför og nefndi þar löndin Danmörku, Sví- þjóð, Noreg og Sviss? í því samhengi. FÓLK KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ Lýsingarbikar kvenna, 16 liða úrslit: Haukar – Keflavík B .......................... 136:23 ÍS – Hamar............................................ 78.29 NBA-deildin Toronto – Miami ................................... 89:90 Seattle – Milwaukee......................... 108:102 Philadelphia – Utah.............................. 86:94 New York – Washington...................... 89:87 Sacramento – Phoenix ..................... 107:102 HANDKNATTLEIKUR Staðan í úrvalsdeild karla þegar keppni hefst á ný eftir áramótin: Valur 6 3 2 1 162:147 8 ÍR 6 3 2 1 160:146 8 KA 6 3 1 2 172:167 7 Stjarnan 6 3 0 3 158:164 6 Fram 6 2 2 2 152:158 6 Haukar 6 2 1 3 161:161 5 HK 6 2 1 3 143:151 5 Grótta/KR 6 1 1 4 149:163 3  Hin sjö liðin, FH, Víkingur, ÍBV, Aftur- elding, Breiðablik, Selfoss og Þór, hefja keppni í 1. deild án stiga. KNATTSPYRNA HM U20 í Sameinuðu fursta- dæmunum Undanúrslit: Brasilía – Argentína..................................1:0 Spánn – Kólumbía .....................................1:0 England Bikarkeppnin, 2. umferð: Accrington – Bournemouth......................0:0  Accrington vann í vítakeppni og mætir Colchester í 3. umferð. ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan – Skallagrímur ....19.15 Laugardalshöll: Ármann/Þróttur – ÍS .....20 BLAK Bikarkeppnin, undanúrslit karla: Hagaskóli: ÍS – Þróttur R. ...................20.15 Í KVÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.