Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 33 kað ef þau og tækju embættis- ríkisráðu- ndi utan- anna, fer ýskalands að reyna fa skuldir jög erfitt þegar til- m í Frakk- landi yrði í Írak og ákvörðun st nú ljá n á að af- fyrirtæki ak, jafnvel í „banda- r innrásin embættis- gði þó að ynd sem „ekki lof- áttum ðið í Bag- óska eftir ðanna við sk bráða- ð á næsta ári og efnt til þingkosninga í desem- ber 2005. Fyrri tilraunir til að tryggja einingu í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna um framtíð Íraks hafa mistekist. Bandarískir demókratar hafa þegar skorað á stjórn Bush að not- færa sér handtöku Saddams til að breyta stefnu sinni og afla sér stuðnings Sameinuðu þjóðanna. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir for- setann til að lagfæra stefnuna. Og ég vona að Bush verði göfuglyndur, leiti eftir sáttum við Sameinuðu þjóðirnar og NATO-ríkin sem studdu okkur ekki, og noti þetta tækifæri til að gerbreyta starfsem- inni í Írak,“ sagði öldungadeildar- þingmaðurinn John Kerry, sem sækist eftir því að verða forsetaefni demókrata. Nokkrir stuðningsmenn Bush úr röðum repúblikana hafa tekið í sama streng. Bandarískir embættismenn sögðu þó að enginn einn atburður gæti orðið til þess að Frakkland, Þýskaland og Rússland og fleiri ríki breyttu strax afstöðu sinni í mál- efnum Íraks. Einn þeirra sagði að handtaka Saddams gæti jafnvel orðið til þess að stuðningsmenn hans gripu til örþrifaráða og hertu árásirnar í Írak. Hann kvaðst þó vona að Evrópuríkin áttuðu sig smám saman á því að langtíma- markmið Bandaríkjanna í Írak myndu nást, féllust á að afskrifa skuldirnar og aðstoða við endur- reisnarstarfið. Herða súnnítar andspyrnuna? Fréttaskýrendur sögðu þó að Bandaríkjamenn ættu enn langt í land með að vinna marga Íraka á sitt band. Eitt af helstu vandamál- unum væri að Bandaríkjamönnum hefði ekki enn tekist að koma lífi Íraka í eðlilegt horf þótt meira en sjö mánuðir væru liðnir frá falli Bagdad. „Margir Írakar eru ánægðir með handtöku Saddams núna, en þeir muna svo að það er enn hættulegt að vera á götunum, þeir geta ekki keypt olíu, þeir hafa ekki atvinnu og lifa ekki því eðlilega lífi sem þeir þráðu og bjuggust við að Bandarík- in tryggðu þeim fyrir löngu,“ sagði Pollack. Handtaka Saddams, sem var súnní-múslími, kann einnig að verða til þess að íraskir súnnítar telji sig nú varnarlausa eftir að hafa ráðið lögum og lofum í Írak í marg- ar aldir. Bush sagði eftir handtöku Sadd- ams að „allir Írakar“ gætu nú „sam- einast, hafnað ofbeldi og byggt upp nýtt Írak“. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng og skoraði á íraska súnníta að „taka fullan þátt í nýju og lýðræðislegu Írak“. Pollack sagði að súnní-múslímar væru uggandi um sinn hag og ekki skipulagt pólitískt afl eftir hand- töku Saddams. „Þetta gefur Banda- ríkjamönnum tækifæri til að leita eftir sáttum við þá. Takist það ekki er líklegt að súnní-múslímar sam- einist og herði andspyrnuna.“ Mörgum íröskum súnnítum gramdist sú ákvörðun Bandaríkja- manna að leysa upp her Íraks og banna öllum fyrrverandi félögum í flokki Saddams, Baath, að gegna opinberum embættum – og töldu hana beinast gegn þeim, að sögn Ayads Allawis, sem á sæti í íraska framkvæmdaráðinu. Hann sagði að mjög erfitt yrði fyrir Bandaríkja- menn að fá súnníta á sitt band og koma í veg fyrir að þeir hertu bar- áttuna gegn Bandaríkjunum og írösku bráðabirgðastjórninni. Andstaðan við lýðræðisáform Bandaríkjastjórnar er sérlega mikil meðal tveggja milljóna súnníta sem búa norðan og vestan við Bagdad, á svæði sem var höfuðvígi Saddams. Þeir líta svo á að Bandaríkjamenn dragi taum sjía-múslíma sem eru í meirihluta í Írak. „Það sem gerðist um helgina er afar mikilvægt en leysir ekki helsta vandamálið, spennuna og meting- inn milli sjíta, súnníta og Kúrda. Til þess þarf að tryggja að súnnítar fallist á að taka þátt í að mynda nýja stjórn,“ sagði Amatzia Baram, sér- fræðingur í málefnum Íraks við Friðarstofnunina í Bandaríkjunum. „Það kann að vera auðveldara núna en samt ekki auðvelt.“ Bandaríkjamönnum og banda- mönnum þeirra getur þó stafað enn meiri hætta af sjía-múslímum í Suð- ur-Írak verði þeir ósáttir við lýð- ræðisáformin. Grípi þeir til vopna gæti mótspyrna stuðningsmanna Saddams bliknað í samanburði við uppreisn sjíta í suðurhlutanum, að sögn fréttaskýranda BBC, Jonat- hans Marcus. á enn flókin ir höndum aksforseti, hafi verið tekinn langt í land með að vinna sátt um pólitíska framtíð m endurreisnarstarfið. Reuters Stuðningsmenn Saddams Husseins halda á fána Íraks á mótmælafundi í Bagdad í gær. ’ Það sem gerðistum helgina er afar mikilvægt en leysir ekki helsta vanda- málið, spennuna og metinginn milli sjíta, súnníta og Kúrda. ‘ innst ka þau öll för ns á Írak náðist sað á göt- upp í ríkt hin að er í að að fólk a á borð margir ks hand- egra í sjálfu sér hve óralangan tíma það tók að finna hann. Margir hafa undrast það vegna þeirrar fúlgu sem lögð var til höfuðs honum. En sannleikurinn er sá að hvað sem harðýðgi Saddams Husseins gegn eigin þegnum og öðrum líður, er eins gott að herlið Bandaríkja- manna hafi hraðar hendur að koma þeim sem sagði til hans úr landi því ella mundu Írakar – hvort sem þeir eru andstæðingar eða stuðningsmenn Saddams Husseins – sjá um að refsa þeim einstaklingum. Það brýtur í bága við heiður Íraka að svíkja mann fyrir fé og sé það rétt að þarna hafi verið ein- hver úr fjölskyldu forsetans fyrr- verandi á ferð, þá hefur sá hinn sami drýgt synd sem er ófyrirgef- anleg í augum araba: hann hefur flekkað heiður fjölskyldunnar og á sér ekki viðreisnar von. Heiðurshugtak araba er mörg- um Vesturlandabúum illskilj- anlegt og segja má að í því rekist á tveir menningarheimar sem skilja ekki hvor annan og spurning um hve einlægur sá vilji hefur verið af beggja hálfu. Fyllast Írakar auðmýkt og þakklæti núna? Írakar eru dugleg þjóð, þeir eru klárir og vinnusamir. Þess vegna má vona að þeir taki til hendinni og nái tökum á ástandinu. Ef þeim verður þá gefið tækifæri sem byggist á skynsemi og virðingu gagnvart menningu þeirra. En það er ekki nokkur ástæða til að halda að allt gott gerist bara af því Saddam Hussein hefur verið handtekinn. Menn segja að nú muni lýðræð- isþróun eflast. Ég leyfi mér að spyrja: hvaða lýðræði eru menn- irnir að tala um? Þetta land og þessi þjóð hefur ekki búið við lýð- ræði – hvorki undir Saddam Huss- ein né fyrirrennurum hans, hvort sem það voru misgrimmir einræð- isherrar eða nýlenduþjóðin sem ríkti þar á undan. Og af hverju ættu Írakar allt í einu nú að fyllast þakklæti í garð þeirra sem gerðu innrás í land þeirra í blóra við vilja alþjóða- samfélagsins og þorra manna um allan heim? Og þessum innrás- arher hefur ekki tekist annað á þessum mánuðum en að eyði- leggja landið og sprengja það nán- ast aftur á steinöld. Enn hefur fólk ekki rafmagn nema tvær til þrjár klukkustundir á dag að sögn vinafólks míns í Bagdad sem ég talaði við á sunnu- dag. Heilu hverfin eru vatnslaus og fólk sækir sér mismunandi mengað vatn í brunna og hefur svo ekki einu sinni tök á að sjóða það, því ekki er nóg með að raf- magn skorti, gaskútar eru því sem nær ófáanlegir í landinu. Sum hverfi í Bagdad sem áður voru snyrtileg eru að drukkna í sorpi vegna þess að sorphirða er lítil sem engin. Lögreglumenn og svokallaðir „íraskir ráðamenn“ sem eru ráðn- ir til starfanna af Bandaríkja- mönnum er vantreyst og kallaðir leppar innrásarmannanna. Ekki af dyggum stuðningsmönnum Saddams Husseins, heldur af venjulegu fólki, fjölskyldur við- komandi afneita þeim því með samstarfi við innrásarliðið hafa þeir flekkað heiður fjölskyld- unnar. Fólk þorir ekki út fyrir dyr þeg- ar skyggja tekur því það er dauð- hrætt um að vera rænt af íröskum larfalákum sem leika lausum hala ellegar verða byssufóður banda- rískra hermanna sem virðist líta á íraska borgara sem væntanlega morðingja sína. Ég spyr því enn fyrir hvað á þetta fólk að vera þakklátt og hverju breytir handtaka Saddams Husseins um það? Hvaða vonir hafa vaknað nú? Innrásin er jafn ólögmæt og umdeild og fyrr þó Saddam Hussein hafi verið grip- inn og engin hafa fundist gereyð- ingarvopn og engar sannanir hafa heldur fundist um að Saddam Hussein hafi haft samvinnu við öfgatrúarmenn. Sjíamúslimar hafa engu gleymt Sjíamúslimar í Írak eru 60% þjóðarinnar og margir hafa ekki fyrirgefið að þeir voru skildir eft- ir á köldum klaka þegar George Bush eldri og fyrrv. Bandaríkja- forseti hvatti þá til að rísa upp gegn Saddam Hussein 1991. Þeir gerðu það og Bush dró í skyndi her sinn úr landinu og sjíar voru leiddir til slátrunar eins og dýr. Því mætti spyrja hið þriðja sinn: Til hvers hafa Írakar að hlakka þó Saddam Hussein hafi verið dreg- inn upp úr holu sinni þar sem hann „hafði ekki einu sinni hug- rekki til að drepa sig áður“, eins og menn orða það svo óviðkunn- anlega. Molnar Írak? Það er líklegast að næsta lítil breyting verði á næstunni. Við vit- um að Bandaríkjamönnum og Bretum og þeim sem studdu inn- rásina líður betur. En mér finnst trúlegt að árásir haldi áfram á innrásarliðið þegar fagn- aðarvíman er runnin af og menn eru hættir að dansa. Það misbýður líka Írökum hvað sem afstöðu þeirra til Saddams Husseins líður ef hann verður fluttur úr landi til yfirheyrslu og réttarhalda. Þeir vilja að þau rétt- arhöld fari fram í Írak hvernig svo sem á nú að standa að því máli. Þar kemur upp nýr hausverkur. Það er opinbert leyndarmál að fyrir innrásina voru uppi hug- myndir um af hálfu svokallaðra íraskra útlaga – sem fáir Írakar treysta – og innrásarliðsins að skipta nýju Írak í þrennt. Láta Kúrda fá norðurhlutann, sunní- múslima miðhlutann og sjía suðr- ið. Kannski verði reynt að koma þessu í framkvæmd núna þó mér sé hulin gáta á þessari stundu hvernig á að framkvæma það ef íröskum mönnum verður ekki gef- ið færi á að beita sér í eigin landi á þann hátt að þjóðin trúi þeim og treysti. Og svo við spyrjum enn og fáum ekkert svar: Hvað mun breytast í Írak á næstunni? Kannski verður fækkað í hernámsliðinu. Og hvað gerist þá? Í augnablikinu sé ég ekki fram á betri daga fyrir Írak nema kúvending verði í viðhorfi Vesturlanda til þeirra og Samein- uðu þjóðirnar fái stærra hlutverk í uppbyggingu landsins. Óskandi að svo verði en allt mun það taka langan tíma. Reuters agdad í gær. Á forsíðu blaðsins Azzaman („Tíminn“) er heimsfréttin sögð. ’ Og af hverju ættu Írakar allt í einu nú að fyllast þakklæti í garð þeirra sem gerðu innrás í land þeirra í blóra við vilja alþjóðasamfélagsins og þorra manna um allan heim? ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.