Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 30
DAGLEGT LÍF 30 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M yndlistin er gífurlega skemmti- legt viðfangsefni en stundum finnst mér að fólk átti sig ekki á því!“ segir Þórdís Alda þar sem við sitjum á skrifstofu Hjálmars H. Ragnarssonar, rektors Listahá- skóla Íslands, og ræðum reynsluna af nám- skeiðinu. Á fundinum eru, auk Hjálmars og Þórdísar, þau Halldór Björn Runólfsson, pró- fessor í listasögu við skólann, skipuleggjandi fyrirlestranna á námskeiðinu og einn fyrirles- aranna, og Sólveig Eggertsdóttir, for- stöðumaður Opna listaháskólans. Sólveig segir brosandi að þær Þórdís hafi í upphafi rætt um að reyna að koma af stað einskonar listfræðiæði, eins og Njáluæðið hef- ur verið á síðustu árum, og Þórdís bætir við: „Fólk sækir stíft námskeið um Íslendingasög- urnar, sagnfræði, ættfræði og hvaðeina en myndlistarheimurinn er einnig afar skemmti- legur. Þar er svo mikið efni sem gaman er að hugsa um. Ég velti því oft fyrir mér hversu gaman og nauðsynlegt það væri að stuðla að aukinni þekkingu fólks á myndlist, þar sem lít- ið hefur farið fyrir listsögukennslu í skyldu- námi hérlendis. Það þarf að skapa meiri áhuga og skilning á því sem er að gerast í myndlistarheiminum. Aukin þekking getur opnað augu fólks fyrir verkum þeirra myndlistarmanna sem starfa af miklum metnaði en eru að sumra áliti lítt skilj- anlegir.“ Þórdís settist niður og skrifaði bréf til vina og kunningja, þar sem hún kannaði áhuga þeirra á ítarlegu námskeiði um myndlist. Þeg- ar hún fann að baklandið var til staðar, hafði hún samband við Sólveigu og námskeiðið var skipulagt, en það er haldið af Opna listaháskól- anum í samstarfi við Menningarsjóð Pennans. Fordómar um nútímamyndlist „Stundum heyrist sagt að áhugaleysi ríki um listfræði í samfélaginu, og það sé skortur á þekkingu á listum,“ segir Hjálmar. „Að fólk kunni til dæmis ekki að lesa myndmál. En um leið er víða mikill áhuga til staðar og þetta námskeið er tilraun skólans til að koma til móts við þetta áhugafólk og efla með almenn- ingi skilning og þekkingu á myndlist.“ Þau tala um að listfræðikennsla innan skóla- kerfisins hafi verið í molum og eldri kynslóðir vanti grunnþekkingu á myndlist. Af því spretti fordómar, byggðir á þekkingarleysi, eins og í þá veru að nútímamyndlist sé leiðinleg. „Það vantar að kynna samræmið í umhverf- inu fyrir fólki, að það líti í kringum sig og skilji hvað myndlistin er ríkur þáttur í allri upp- byggingu mannsins,“ segir Halldór Björn. Hjálmar segir að Listaháskólinn sé fyrst og fremst stofnun sem sinnir skráðum nem- endum í skólann en skólinn líti líka á það sem skyldu sína að byggja upp tengsl við sam- félagið og miðla fræðslu og þekkingu. Hann segir Opna listaháskólann fyrst og fremst vera hugsaðan sem endurmenntunardeild fyrir listamenn og fólk úr þeim geira, en skólinn sé með námskeiðum sem þessu að kanna þörfina á menntun fyrir almenning. „Hér innandyra er gífurleg þekking á öllum þeim listgreinum sem hér eru kenndar og flestir kennaranna á nám- skeiðinu eru einmitt kennarar við skólann. Að miðla þekkingu er hluti af því að nýta auð- lindina, ekki með því að miðla henni bara til nemendanna og sérfræðinga, heldur líka til al- mennings.“ Kennslugögn vantar Þau eru sammála um að myndlistarkennsla hafi ekki fengið nauðsynlegan sess innan skólakerfisins. Þórdís segir Íslendinga ekki standa jafnfætis nærliggjandi þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Þar sé listsögu- kennsla víða mun meiri og nemendur hafa greiðari aðgang að heimslistinni á söfnum. „Það hefur lítil sem engin listasaga verið kennd í grunn- og framhaldsskólunum,“ segir Sólveig. „Nú er þó komið inn í Aðalnámskrá að myndlistarkennsla skuli skiptast í verklegt nám og listfræði.“ „Þótt í námskrá sé mjög metnaðarfull áætl- un um kennslu á þessu sviði, þá hefur minna orðið úr því en til var sáð. Meðal annars vegna þess að kennarar hafa ekkert námsefni í hönd- unum,“ segir Halldór Björn. Þórdís bætir við að kynslóð eftir kynslóð hafi þótt eðlilegt að kenndar séu bókmenntir í grunnskólunum, „en þegar kemur að mynd- listinni þá hefur hún verið olnbogabarn. Á þessum sjónrænu tímum er nauðsynlegt að hún skipi veglegri sess.“ Hjálmar segir þrjá þætti í raun eiga að vera undirstöður myndlistarvettvangsins í landinu: menntun kennara, efling fræðiþekkingar og aukin miðlun til almennings. „Við ætlum okkur að byggja hér upp alþjóðlega myndlistarhátíð og höfum metnað til að láta að okkur kveða á alþjóðavettvangi, en ekki sem einstaklingar heldur sem þjóð. Þá verða þessir þrír þættir að vera í lagi. Ef svo er ekki þá verða þetta bara skot út í myrkrið, sum hitta en önnur ekki.“ Skemmtilegra en sjónvarpið Sólveig segir lykil að því hvað þetta um- rædda námskeið sé vel lukkað, hversu fjöl- breytilegt það er. Fyrirlesararnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir og koma að efninu með margvíslegum hætti. Námskeiðið stendur í þrettán vikur og meðal fyrirlesaranna hafa verið þau Elísa Björg Þorsteinsdóttir, sem fjallaði um listina frá rómantík til tuttugustu aldar, Gunnar J. Árnason fjallaði um þýska heimspekinga, Pétur H. Ármannnsson tók fyr- ir formrænan módernisma í hönnun og arki- tektúr, Aðalsteinn Ingólfsson fjallaði um Diet- er Roth, Fluxus og hugmyndalist og séra Gunnar Kristjánsson fjallaði um tengsl trúar og listar. Og þá eru margir fyrirlestranna ótaldir. „Fólk kemur eitt kvöld í viku, hlustar á skemmtilega fyrirlestra og horfir á myndir. Þetta er ólíkt skemmtilegra en sitja heima yfir sjónvarpinu öll kvöld, af gömlum vana!“ segir Þórdís. Aðspurð segir Sólveig að lokum að Opni listaháskólinn muni að líkindum bjóða upp á svipað námskeið eftir áramót. Svo þurfi einnig að útbúa minni og afmarkaðri námskeið, meðal annars fyrir suma sem sótt hafa þetta nám- skeið; þeir séu greinilega alls ekki búnir að fá nóg. NÁM|Þarf að skapa áhuga á því sem er að gerast í myndlistarheiminum Vísir að listfræðiæði Á haustmánuðum hefur áttatíu manna hópur setið fjölbreyti- legt kvöldnámskeið í sögu myndlistar og listheimspeki 19. og 20. aldar á vegum Opna listaháskólans. Morgunblaðið/Einar Falur Þétt setinn bekkur: Þátttakendur hlýddu á Guðmund Odd fjalla um módernismann í myndlist. Skipuleggjendurnir: Hjálmar H. Ragnarsson, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Halldór Björn Runólfsson og Sólveig Eggertsdóttir. efi@mbl.is Spurning: Hvað er geislahiti og getur það haft slæm áhrif á heilsuna að búa í húsnæði sem er hitað upp með geislum? Svar: Í húsum í okkar heimshluta er að- allega um þrenns kona upphitun að ræða, ofna, lofthitun og geislahitun. Allir þekkja ofna sem eru algengasta tegund húsahitunar og sum hús eru hituð með heitu lofti sem leitt er í stokkum um húsið og blásið inn í hvert herbergi. Kostur við lofthitun er að í löndum þar sem mjög heitt verður á sumrin er hægt að nota kerfið til að blása köldu lofti og fá þannig kælingu. Raunar hafa öll þessi kerfi sína kosti og galla. Geislahitun er það kallað þegar húshitun byggist á því að loft eða gólf eru hituð með heitu vatni eða raf- magni og hitinn berst um herbergin, a.m.k. að hluta til, með hitageislun. Stundum er notuð blanda þessara hitakerfa t.d. ofnar og geislahitun í sama herbergi eða ofnar í sum- um herbergjum og geislahiti í öðrum. Geislahitun var talsvert notuð hér á landi á árunum 1950 til 1965 og var þá oftast lögð í loftin. Stundum reyndist erfitt að fá jafnan hita í herbergin og ýmsar sögur gengu um óhollustu af þessu hitakerfi svo sem þurrt loft. Á síðari árum hafa vinsældir geislahit- unar aftur farið hratt vaxandi og mikill fjöldi nýrra og nýlegra húsa eru hituð með geislahitun. Einn kostur slíkra hitakerfa er að auðvelt er að nota vatn sem er aðeins 40– 50 gráða heitt. Nú eru það oftast gólfin sem eru hituð og það er venjulega gert með plaströrum sem hlykkjast um eins og flestir hafa séð í snjóbræðslukerfum. Mikil framþróun hefur orðið í geislahitun, það er hægt að stilla hitann í hverju herbergi fyrir sig og þess er vandlega gætt að hitastigið á yfirborði gólfsins verði ekki of hátt því að þá fara sumir að finna fyrir óþægindum. Helstu kostir við geislahitun eru að hiti er góður og jafn, enginn gólfkuldi og engir ofnar sem taka pláss og safna í sig ryki. Einnig hefur komið í ljós að minna af ryki er í andrúms- loftinu í húsnæði sem hitað er með geislahit- un samanborið við hitun með ofnum. Af göll- um má helst nefna að ef óhóflega er kynt eða ef fólk stendur langtímum saman við vinnu geta þeir viðkvæmustu orðið þrútnir á fótum. Vaxandi vinsældir geislahitunar eru vegna þess að mörgum finnast kostirnir mun fleiri en gallarnir. Ef litið er eingöngu á heilsufar og vellíðan eru helstu kostir geisla- hitunar í gólfi að hún gefur þægilegan gólf- og innihita og minna ryk í lofti en aðrar teg- undir hitunar. Gallar eru hugsanlega þurrt loft í gömlu kerfunum vegna mishitunar en það á ekki við um nútíma geislahitun. Þurrt loft er vandamál í mörgum húsum, óháð hit- unaraðferð, og gildir það bæði um íbúðar- húsnæði og annað húsnæði þar sem fólk dvelur og starfar. Rakastig í húsum ætti ekki að vera undir 40% og ekki er heppilegt að það sé yfir 60% en auðvelt er að fylgjast með þessu með því að útvega rakamæli. Ef loft er of þurrt veldur það þurrki á slímhúð- um í öndunarfærum sem þá verða við- kvæmar fyrir sýkingum. Ýmsum ráðum má beita til að auka rakann þegar loftið er of þurrt en áhrifamest er að nota sérstök raka- tæki. Hvað er geislahiti?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virk- um dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréf- um eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Ef loft er of þurrt veldur það þurrki á slímhúðum í önd- unarfærum. MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Hangir allt saman „Nei, nei, ég er ekkert lærður í þessu,“ svarar Vil- hjálmur Lúðvíksson verkfræðingur, þeg- ar hann er spurður hvort hann hafi ekki nægilega góða þekk- ingu á listasögunni. „Það er svo áhuga- vert að upplifa hér og læra í hnotskurn hvernig þetta hangir allt saman. Eins og samspil myndlist- arinnar og heimspeki – það finnst mér ágætt. Sumir fyrirlestranna eru mjög vel samsettir. Það var áhugavert að heyra Gunnar J. Árnason sjóða gervalla þýska heimspeki niður í einn tíma.“ Aukið við þekkinguna „Ég starfa í listum, er í tónlistinni, og finnst áhugavert að auka við þekkinguna. Annars eru þessar stefnur og straumar í listum skemmtilega líkir,“ segir Anna Júlíana Sveinsdóttir söngkona. „Fyrirlestrarnir eru mjög upplýsandi og fyrirlesararnir einstaklega vel að sér. Ég missti af einu kvöldi og þótti það slæmt; við hjónin höfum ekki viljað missa af neinu hér.“ Setur hlutina í samhengi „Ég fór á nám- skeiðið til að fræðast pínulítið um listasög- una,“ segir Eggert Jóhannsson feldskeri. „Ég hef fengið mikið meira út úr þessu en ég bjóst við. Stór- merkilegt fannst mér að fræðast um það hvernig heimspekin setur hlutina í sam- hengi; hvernig skoðanir sem eru á sveimi um samfélagið endurspeglast á hverjum tíma í myndlistinni. Þetta er mikil stúdía.“ Hvers vegna listfræði- námskeið? Anna Júlíana Sveinsdóttir Vilhjálmur Lúðvíksson Eggert Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.