Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 17
Við hlustum!
Áttu ekki eitthvað
sem slær í gegn
hjá kærustunni?
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
·
S
ÍA
·
2
4
9
4
6
CINDY CRAWFORD
Ef þú kaupir Cindy Crawford
Feminine ilminn færðu
snyrtitösku í kaupbæti.
T
ilb
o
ð
in
g
ild
a
ti
l 2
4.
12
. 2
00
3
-15%
jólaafsláttur af
Dermaläge
unaðskremi.
PLEASURE CRÉME
Náttúrulegt örvunar- og unaðskrem
fyrir konur.
PURITY HERBS
Gleddu þig og aðra.
Purity Herbs vörurnar
eru með jólaafslætti.
-15%
Flott
snyrtitaska
fylgir með.
jólaafsláttur
ÞRÁTT fyrir háværar kröfur, eink-
um í Írak, um að Saddam Hussein
verði strax leiddur fyrir rétt og tek-
inn af lífi, er eins víst, að yfirheyrslur
og síðan réttarhöld yfir honum geti
tekið marga mánuði og jafnvel ár. Á
þessari stundu er heldur ekkert um
það vitað fyrir hvaða dómsstól hann
verður dreginn.
Haft er eftir heimildum, að þeir,
sem yfirheyrðu Saddam eftir hand-
tökuna hafi furðað sig á því hvað
hann virtist utan við sig en eftir
reynsluna, sem bandarískir leyni-
þjónustumenn hafa af yfirheyrslum
yfir háttsettum liðsmönnum al-
Qaeda-hryðjuverkasam-
takanna, er hins vegar vitað, að
það getur tekið marga mánuði að
brjóta menn á bak aftur, andlega og
líkamlega.
Raunar voru fyrstu fréttir af Sadd-
am þær, að hann væri bara nokkuð
ræðinn en þó þverúðugur um leið.
Hefur það vakið grunsemdir um, að
þessi gamli refur hafi jafnvel verið
tilbúinn með áætlun, yrði hann hand-
tekinn.
Meðhöndlaður
sem stríðsfangi
Í yfirheyrslum Bandaríkjamanna
yfir al-Qaeda-mönnum á borð við
Khalid Sheik Mohammed, Abu Zu-
baida og Ramsi Binalshib var farið
eftir ákveðnum reglum, sem leyfðu,
að þeir væru beittir líkamlegu harð-
ræði, sviptir svefni og í einu tilfelli að
minnsta kosti neitað um nauðsynleg
lyf. Saddam á líklega ekki von á því
enda hefur Bandaríkjastjórn þegar
lýst yfir, að komið verði fram við
hann í samræmi við Genfar-sáttmál-
ann um stríðsfanga. Saddam er ekki
hryðjuverkamaður í þeim skilningi
orðsins, heldur fyrrverandi forseti
fullvalda ríkis.
Bandaríkjamenn eiga að sjálf-
sögðu margt vantalað við Saddam en
búist var við, að fyrstu spurningarn-
ar myndu snúast um vitneskju hans
um andspyrnuhreyfinguna í Írak.
Hvort hann hafi skipulagt hana eða
hvort hann hafi lifað að mestu í ein-
angrun frá því í apríl og aðeins haft
samband við þröngan hóp manna.
Gereyðingarvopnin
Því næst verður hann líklega
spurður um tilvist gereyðingarvopn-
anna, sjálfan grundvöll Íraksstríðs-
ins, og víst er, að viti einhver eitthvað
um þau, þá ætti það að vera hann.
Raunar eru fyrstu upplýsingarnar af
yfirheyrslunum þær, að hann neiti,
að þessi vopn hafi verið til, þau hafi
aðeins verið tilbúningur Bandaríkja-
stjórnar og tylliástæða til að ráðast
inn í Írak.
Haldi Saddam fast við þetta og
komi ekkert annað fram, gæti það
komið sér illa fyrir Bandaríkjastjórn.
Nokkrar vangaveltur hafa verið
um hverjir hafi lögsögu yfir Saddam
Hussein. Ljóst er þó, að Írakar hafa
hana og einn fulltrúi sjíta í íraska
framkvæmdaráðinu, Mouwafak al-
Rabii, sagði í gær, að hægt væri að
efna til réttarhalda yfir honum innan
fárra vikna og taka hann af lífi yrði
hann fundinn sekur. Annar tók ekki
svo djúpt í árinni og sagði, að und-
irbúningur réttarhalda yfir einræð-
isherranum fyrrverandi myndi taka
nokkra mánuði. Erlendir menn, dóm-
arar, sem komið hafa að stríðsglæpa-
réttarhöldum, segja hins vegar, að al-
þjóðlegir eftirlitsmenn verði að vera
viðstaddir hugsanleg réttarhöld yfir
Saddam í Írak og spá því, að verði
þau haldin þar, muni þau taka tvö til
þrjú ár.
Vilja vita hverjir
studdu Saddam
Hinn kosturinn er alþjóðlegur
dómstóll þótt ekki sé alveg ljóst hver
hann ætti að vera. Stjórnvöld í Íran
hafa nú þegar krafist þess, að hann
verði leiddur fyrir slíkan dómstól en
1980 réðst Saddam Hussein með her
sinn inn í Íran og stóð sú styrjöld í
átta ár. Misstu Íranir mörg hundruð
þúsunda manna í þeim hildarleik. Í
yfirlýsingu Írana segir, að í væntan-
legum réttarhöldum eigi meðal ann-
ars að upplýsa hverjir hafi stutt
Saddam í þessu stríð og dylst engum,
að þá er verið að beina spjótunum að
vestrænum ríkjum, ekki síst Banda-
ríkjunum. Þau studdu Saddam með
ráðum og dáð gegn ajatollah Kho-
meini og klerkastjórninni í Íran og
meðal annars átti Donald Rumsfeld,
núverandi varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, þá fundi með Sadd-
am í Bagdad. Á þeim tíma var vitað,
að Írakar beittu eiturgasi í stríðinu
við Írani.
Réttarhöld yfir Saddam eru sem
sagt ekki mjög einfalt mál enda kann
hann líklega frá ýmsu að segja, sem
ekki kemur öllum vel.
Vangaveltur um yfirheyrslur og réttarhöld yfir Saddam
Gætu hugsanlega
staðið í mörg ár
Upplýsingar frá
Saddam í alþjóð-
legum réttar-
höldum gætu
komið ýmsum illa
Bagdad. AP, AFP, Los Angeles Times.
Reuters
Ungur Íraki í höfuðborginni Bagdad fagnar handtöku Saddams Husseins á
sunnudag en þá þyrptust borgarbúar út á göturnar við tíðindin.
SEGJA má, að handtaka Saddams
Hussein eigi sér nokkurra vikna að-
draganda en þá ákváðu bandarísku
leyniþjónustumennirnir að stokka
alveg upp spilin í leitinni að honum.
Kasta með öðrum orðum frá sér
spilastokknum fræga með myndum
af helstu ráðamönnum fyrrverandi
stjórnar en skoða þess í stað hugs-
anlega stuðningsmenn Saddams
Hussein meðal óbreyttra borgara.
Byrjað var á því að fara aftur yfir
lista með nöfnum þeirra manna,
sem voru í öryggissveitum Sadd-
ams Hussein, yfir nánustu ættingja
hans og önnur vensl og síðast en
ekki síst var listi yfir alla fasteigna-
eigendur í Tikrit og nágrenni,
heimaborg Saddams Hussein, skoð-
aður gaumgæfilega. Allt þetta fólk
var tekið til yfirheyrslu.
Leitinni var sem sagt snúið á
haus og það fór fljótlega að bera
árangur. Ein yfirheyrslan leiddi af
sér aðra og tímamótin komu er ráð-
ist var inn í hús í Bagdad. Þar var
handtekinn maður, sem við yf-
irheyrslur gaf það, sem Banda-
ríkjamenn kalla „hinar endanlegu
upplýsingar“.
Nýjar aðferðir báru árangur
Tikrit. AP, Los Angeles Times.
Reuters
Kínverskt dagblað með mynd af Saddam, blaðið er í reiðhjólskörfu.