Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanseduo og Sunna koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ocean Tiger kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fatamóttaka og fataúthlutun þriðju- daga kl. 13–18 og fimmtudaga kl. 15–18 sími. 867 7251. Bókatíðindi 2003. Númer þriðjudagsins 16. desember er 000481. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulíns- málun. Hársnyrting, fótaaðgerð. Versl- unarferð í Kringluna miðvikud. 17. des. kl. 13. Skráning í s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 14–15 dans. Föstud. 19. des. er dansað í kringum jólatréð kl. 14. Jóla- sveininn kemur í heim- sókn, Elsa Haralds- dóttir leikur á harmónikku, súkkulaði og kökur. Afa- og ömmubörn velkomin, skráning á skrifstofu fyrir fimmtud. 18. des. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðsla, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 vinnustofa, tréskurður, postulín, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð, kl. 9–12 hár- greiðsla, kl. 13.15–13.45 bókabíll. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, frjáls prjóna- stund, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 13, billj- ard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13. Miðvikud: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler- og postu- línsmálun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 mynd- list, línudans og hárgreiðsla. kl. 15 línu- dans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaað- gerðir virka daga, hár- snyrting þriðju- og föstudaga. Kl. 13.30 Jólahelgistund, Helgi Daníelsson fyrrv. lög- reglumaður og fót- boltakappi, núverandi eldri borgari, kemur í heimsókn. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11. 45 enska, 13– 16 spilað og bútasaum- ur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leik- fimi, kl. 13 handmennt og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13–16 keramik, tau- málun, almennt fönd- ur, kl. 15 bókabíllinn. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Kvenfélagið Seltjörn heldur jólafund þriðju- daginn 16 des. kl. 20.30 í félagsheimili Sel- tjarnarness. Í dag er þriðjudagur 16. desem- ber, 350. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. (Efes. 5, 8.)     Sverrir Jakobssonfjallar um handtöku Saddams Husseins á vef- ritinu Múrnum. „Æðstu menn þeirra þjóða sem hófu árás- arstríð gegn Írak í vor, þeir George Bush og Tony Blair, munu nota [hand- tökuna] til hlítar í áróð- ursstríði sínu til að verja stríðið og hernám Íraks í kjölfarið. Ekki þarf að efast um að klapplið þeirra á Íslandi er í start- holunum, líkt og svipuð klapplið um allan heim,“ skrifar Sverrir. „Hand- taka Saddams Husseins breytir hins vegar engu um réttmæti stríðsins. Hún breytir því ekki að það var tilefnislaust og brot á alþjóðalögum. Eng- inn þeirra þúsunda Íraka sem hafa fallið frá því að þetta stríð hófst verður vakinn til lífsins vegna hennar. Drengurinn sem missti fæturna í loft- árásum Bandaríkjanna fær ekki fjölskyldu sína aftur.     Bandarísku hermenn-irnir sem fallið hafa í Írak frá því í mars eru jafndauðir og áður. Bandaríska hernáms- stjórnin vonast til að því mannfalli ljúki með hand- töku Saddams Husseins. Trúlegra er þó að nú loks- ins komi sannleikurinn í ljós, að árásir á banda- ríska hernámsliðið eru ekki skipulagðar af örfá- um mönnum. Hverjum munu Bandaríkjamenn og Bretar nú geta kennt um, ef hryðjuverkaárásir halda áfram?     Handtaka SaddamsHusseins breytir ekki þeirri staðreynd að það voru sömu þjóðir og nú hafa handtekið Saddam Hussein sem styrktu hann til vopnakaupa og efldu til árása á Íran. Þær þjóðir bera sína ábyrgð á gríð- arlegu mannfalli í átta ára styrjöld, 1980–1988. Hins vegar vekur hún veika von, um að Saddam Huss- ein verði leiddur fyrir rétt. Þá mun hann geta skýrt frá sannleikanum um þessa bandamenn sína. Ólíklegt er þó að hernáms- stjórnin muni leyfa svipuð réttarhöld og nú eru hald- in yfir Slobodan Milosevic í Haag. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Bret- lands mega ekki við slík- um álitshnekki. Einmitt þess vegna er brýnt að krefjast nú opinna og heiðarlega réttarhalda yf- ir Saddam Hussein.     Bandaríska herstjórninhefur viðurkennt að hún hafi náð Saddam Hussein lífs og að hann sé við góða heilsu. Í því felst tækifæri til að fá nú fram sannleikann. Það verður ekki gert á meðan hann er í höndum hernámsliðsins. Einungis óháðir aðilar geta gert slíkt. Þjóðir heimsins mega ekki leyfa þeim Bush og Blair að meðhöndla Saddam Huss- ein eins og stríðsfangana sem haldið er með ólög- mætum hætti í Guant- anamo. Of mikið er í húfi til þess,“ skrifar Sverrir. STAKSTEINAR Saddam og réttarhöldin Eymdin í Reykjavík LENGI hefur umræða staðið um bága stöðu al- þýðufólks í Reykjavík, lág- ar tekjur, dýrt húsnæði og nú hefur atvinnuleysi bæst við. Niðurstöðuna má kalla lýsingu á eymd. Ráðamenn hlusta aldrei á þessa um- ræðu, hvað þá taka þeir mark á henni, en tala því meira um góðæri. Hverskonar mannskap láta flokkarnir stjórna í sínu nafni? Ein undantekn- ing sker sig úr. Forseti Ís- lands kynnti sér vandann og hefur í annað sinn talað um ástandið svo eftir er tekið. Ég hef ekki séð hon- um þakkað og geri það því hér með. Harpa Njáls gerði fyrir nokkrum árum viða- mikla könnun á þessu og birti niðurstöðuna í vand- aðri skýrslu. Vandinn er þó enn stærri en þar kemur fram því þar vantar eina meginástæðuna, þ.e. skuld- irnar. Svo eigum við Evr- ópumet í gjaldþrotum. Annað frávik frá dauðum vana er kjarabarátta ör- yrkja fyrir dómstólum. Frá því Garðar Sverrisson varð form. ÖBÍ hefur kjarabar- átta öryrkja eflst mjög. Sl. vetur handsalaði Garðar samkomulag við Jón Krist- jánsson ráðherra um 1 milljarð kr. til öryrkja. Þetta eru heiðarlegir menn og töldu handsalið nægja. Eins og oft í kjarasamning- um gleymdu þeir skattin- um. Til að standa við hand- salið þurfti tæpan einn og hálfan milljarð kr. Af því hefði hálfur milljarður orð- ið eftir sem staðgreiðsla skatta. Sagði forsætisráð- herra ekki í vor að hægt væri að lækka hér skatta um ca. 20 milljarða kr. Hvaða skatta? Alþýðan fær engar kjarabætur nema skattfrelsismörk verði lækkuð. Jón Kjartansson frá Pálmholti. Gulrótarhlaup ER ekki einhver sem á uppskrift að gulrótarhlaupi og vill miðla öðrum af þekk- ingu sinni? Ef svo er, vin- samlega hafðu samband við Eddu í síma 553 8143. Sjómannaafsláttur VAR ekki sjómannaafslátt- urinn upphaflega veittur sem áhættuþóknun í ófrið- inum mikla? Ekki veit ég til þess að það sé hætta á því að íslenskum fiskiskipum sé sökkt á þessum síðustu og verstu tímum. Bergur. Tapað/fundið Veskisbudda týndist RAUÐ veskisbudda með peningum og strætómiðum í týndist við Grímsbæ eða í Brúnalandi í Fossvogi. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 553 8688 Góð fundarlaun. Lyklar fundust TVEIR lyklar í dökkbrúnu lyklaveski fundust á göngu- stíg við Réttarbakka og Staðarbakka fimmtudag- inn 11. des. Upplýsingar í síma 557 3399 og 694 8507. Dýrahald Tara er týnd TARA fór að heiman sl. föstudag og varð fyrir bíl um áttaleytið um kvöldið og hljóp í burtu. Sást hún í grennd við Smáraskóla um kl. 1 á laugardag en hefur ekki fundist síðan. Tara virtist slösuð á fæti. Tara er blendingur af íslensku kyni og collie og er mjög blíð og mannblendin. Hennar er sárt saknað. Fólk er vin- samlegast beðið að athuga í görðum sínum í Smárahvefi í Kópavogi og hringja í síma 554 6352. Kisan okkar er týnd HÚN hvarf að heiman frá sér þriðjudaginn 9. des. í Glaðheimum og hefur ekki sést síðan. Hún er hvít og bröndótt og var með svart- an taum festan við sig, hún er mjög gæf. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 553 6264 eða 699 6264. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT 1 þekking, 8 áköf, 9 tré, 10 sótthreinsunarefni, 11 mál, 13 út, 15 hestur, 18 smávegis bólga, 21 stillt- ur, 22 jarða, 23 gróða, 24 tíbrá. LÓÐRÉTT 2 starfið, 3 afkomenda, 4 kona Njarðar, 5 land, 6 til sölu, 7 Ísland, 12 fugl, 14 þegar, 15 beitiland, 16 beindi að, 17 ólifnaður, 18 sterka löngunin, 19 klampana, 20 straum- kastið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 tjald, 4 fátæk, 7 sumar, 8 óarga, 9 tóm, 11 Anna, 13 fans, 14 gleði, 15 ráma, 17 stál, 20 ótt, 22 fælir, 23 ósatt, 24 rimma, 25 fuðra. Lóðrétt: 1 tíska, 2 auman, 3 durt, 4 fróm, 5 tarfa, 6 krans, 10 óbeit, 12 aga, 13 fis, 15 refur, 16 mælum, 18 trauð, 19 létta, 20 óróa, 21 tólf. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... Víkverji er einn af þeim fjöl-mörgu sem nýta sér eitt merkasta samgöngumannvirki landsins, Hvalfjarðargöngin. Og það nánast daglega á leið sinni úr og í vinnu. Vissulega fylgir því kostnaður og getur Víkverji átt von á því að greiða fyrir afnot sín af mannvirkinu næstu árin – allt fram til ársins 2018. x x x Það sem að vekur hins vegarathygli er að Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi í byrjun desem- ber að ef ætlunin væri að halda áfram uppbyggingu samgöngu- kerfisins hér á landi með sama hraða og hingað til á næstu árum verði að halda opnum möguleikum á sér- stakri fjármögnun verkefna sem rúmast ekki í samgönguáætlun. x x x Þar nefnir Sturla m.a. Sundabrautog áform um brýr og jarðgöng eru dæmi um stór verkefni sem rúmast ekki með viðunandi hætti innan núverandi tekjumöguleika samgönguáætlunar. Ráðherra segir að mannvirki á borð við Sundabraut þurfi jafnvel að reisa með einka- fjármögnunarforminu. x x x Víkverja líst illa á að slík fram-kvæmd verði fjármögnuð með sama sniði og Hvalfjarðargöngin. Enda greiða margir sem sækja vinnu frá Vesturlandi og á höf- uðborgarsvæðið allt að 180 þúsund kr. á ári í vegtoll. Eflaust yrði gjald- ið yfir Sundabrautina lægra en í Hvalfjarðargöngin en íbúum á Vest- urlandi þykir eflaust nóg komið þeg- ar búið verður að greiða upp lánin vegna Hvalfjarðargang- anna árið 2018. x x x Aðeins eitt samgöngu-mannvirki hefur verið fjármagnað af einkafyrirtæki til þessa með þeim hætti sem gert var með stofnun Spalar. Þeir sem fara daglega á milli staða til vinnu og nota t.a.m. Reykjanesbrautina eða veginn um Hellisheiði greiða ekki vegtolla á sinni leið og er Vík- verji í þeim hópi sem telur að sú gjaldheimta sem á sér stað í Hval- fjarðargöngunum sé óréttlát. x x x Að auki fá þeir sem sækja þurfa vinnu um langan veg ekki skatta- afslátt af þeim kostnaði sem hlýst af því að sækja vinnu. Slíkt fyr- irkomulag er til staðar á Norð- urlöndunum. Einnig er sá kostur að eiga og reka bifreið með dísilvél enn skammt á veg kominn og verður spennandi að sjá hvaða breytingar verða á þungaskattslöggjöfinni á Al- þingi á næstu misserum. Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.