Morgunblaðið - 16.12.2003, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
JÓN Axel Ólafsson, fyrrverandi útvarps-
maður, óskaði eftir viðræðum við Lands-
banka Íslands um kaup á húsnæði Eim-
skipafélagsins í Pósthússtræti í byrjun
október. Hann segir að fyrir honum vaki að
styrkja ímynd miðbæjar Reykjavíkur og líf-
ið í miðbænum. Hugmyndin sé að breyta
húsinu í glæsiíbúðir, enda sé húsið eitt það
fallegasta í borginni. Landsbankinn hafi
tekið þessu vel og málið sé í skoðun. Að
hans mati fari hugmyndir hans saman með
þeim hugmyndum sem Landsbankinn hefur
sett fram um að auka lífið í miðbænum.
Að sögn Jóns Axels gæti einungis verðið
sem Landsbankinn mun vilja fá fyrir hús
Eimskipafélagsins komið í veg fyrir að hug-
mynd hans um að breyta því í íbúðir geti
orðið að veruleika. Ytra byrði hússins sé
friðað og því megi ekki breyta og það sama
eigi við um afgreiðslusal á annarri hæð
hússins. Að öðru leyti en því að þetta verði
að halda sér í núverandi mynd komi ekkert í
veg fyrir að breyta megi húsinu í íbúðir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Óskað hefur verið eftir viðræðum um
kaup á Eimskipafélagshúsinu.
Eimskipa-
félagshúsið
verði lagt
undir íbúðir
STYTTING meðferðardvalar á
Stuðlum úr 9 vikum í 6 um mitt ár
2002 hefur gert það að verkum að
bið eftir meðferð er um 1–2 vikur en
var áður allt upp í 3–8 mánuðir.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, segir að ekki
hafi verið gerð úttekt á því hvort
meðferðin skili sama árangri nú og
áður en hún var stytt en segir að svo
virðist sem styttingin hafi ekki
komið niður á árangri. „Það hefur
gífurlega þýðingu að börnin komist
sem fyrst í meðferð,“ segir Bragi.
„Áður horfðum við upp á það að
krökkunum hrakaði mjög mikið á
þessum langa biðtíma. Á meðan
voru þau kannski í mikilli neyslu og
í öðru stjórnleysi. Núna getum við
gripið inn í miklu fyrr en áður var.“
Horfið til fyrra skipulags
Bragi segir að greiningarmeð-
ferð sem var við lýði áður en Stuðlar
tóku til starfa árið 1997 hafi að jafn-
aði tekið um sex vikur. Með tilkomu
Stuðla var ákveðið að tvöfalda með-
ferðarlengdina í þeim tilgangi að
fækka þeim sem þyrftu á langtíma-
meðferð að halda. „Reynsla okkar
var sú að þessu markmiði virtist
ekki hafa verið náð. Þess vegna
töldum við rétt að hverfa til skipu-
lags sem var fyrir 1997.“ En Bragi
segir að það sem vegið hafi þyngst
við ákvörðunina hafi verið að Stuðl-
ar höfðu ekki annað eftirspurninni
frá því að sjálfræðisaldurinn var
hækkaður úr 16 og í 18 ár.
Börnum sem koma á Stuðla hefur
fjölgað töluvert eftir að meðferðin
var stytt: Árið 2002 innrituðust 50
unglingar á meðferðardeild en
höfðu verið 40 árið áður. Árið 2003
hafa aldrei fleiri börn komið í grein-
ingu og meðferð á Stuðla en um 52
unglingar hafa dvalið á meðferðar-
deild í ár.
Bragi segir að á þessu ári hafi
líka dregið úr eftirspurn eftir með-
ferð. Umsóknir um meðferð voru á
bilinu 210–220 árið 2002 en verða
um 170 í ár. Meginskýringin er sú
að „falskur biðlisti“ myndast ekki
en það var raunin þegar fólk sótti
um meðferð fyrir börn til vonar og
vara þegar biðlistinn var mjög lang-
ur. Algengt var að um fjórðungur
umsókna væri dreginn til baka. Þá
sýna kannanir síðustu misseri að
dregið hefur úr neyslu yngstu
barna en þess ber að geta að neysl-
an gengur oftast í bylgjum, að sögn
Braga.
Meðferð á Stuðlum stytt úr níu vikum í sex til að stytta biðlista
Mikilvægt að fá börn-
in sem fyrst í meðferð
FJÓRIR krakkar úr Tónskóla Sigursveins
heimsóttu nautið Guttorm í Húsdýragarðinn í
gær og léku þar fyrir hann tónverkið Gutt-
orm. Að sögn Sigursveins Magnússonar skóla-
stjóra hefur tónverkið orðið til og þróast í
skólanum í tímans rás og ákváðu krakkarnir
að fara og spila það fyrir þekktasta naut
landsins. Börnin sem léku fyrir Guttorm á
selló heita Agnes Edda Guðlaugsdóttir, Hall-
björg Embla Sigtryggsdóttir, Vaka Njáls-
dóttir og Magnús Konráð Sigurðsson. Kennari
þeirra og stjórnandi er Ásdís Arnardóttir, en
krakkarnir eru í svokölluðu Suzuki-tón-
skólanámi.
Ekki fara sögur af því hvernig Guttormi lík-
aði við tónverkið en hann virtist áhugasamur,
í það minnsta sá hann ekki ástæðu til að baula
á flytjendur.
Morgunblaðið/Þorkell
Spiluðu tónverkið Guttorm fyrir nautið Guttorm
KOLBEINN Sigþórsson, 13 ára gam-
all knattspyrnumaður úr Víkingi,
heillaði forráðamenn enska stórliðsins
Arsenal þegar félagið bauð honum út
til æfinga á dögunum. Kolbeinn æfði
með drengjaliði félagsins og skoraði
eitt mark fyrir liðið í leik á móti
Chelsea og lagði upp tvö.
Honum hefur verið boðið að koma
aftur út til æfinga hjá Arsenal eins
fljótt og hægt er og þá vill félagið fá
hann með sér í æfingaferðalag næsta
sumar. Kolbeinn þykir einn efnilegasti
knattspyrnumaður landsins en Arsen-
al hefur fylgst grannt með honum und-
anfarin ár.
Arsenal hef-
ur augastað
á Kolbeini
Kolbeinn heillaði/54
HEPPILEGAST er að hrinda
sem fyrst í framkvæmd tillögum
um sparnað í rekstri Landspítala -
háskólasjúkrahúss (LSH), að sögn
Magnúsar Péturssonar, forstjóra
LSH. Hann segir unnið að því að
uppsagnir starfsfólks taki gildi í
desember og janúar. Allt að 200
starfsmenn gætu misst vinnuna á
grundvelli tillagna stjórnarnefnd-
ar LSH til að mæta minnkandi
fjárveitingum til spítalans 2004.
Spurður hvort deildir eins og
slysa- og bráðamóttakan séu til-
búnar að taka við auknum verk-
efnum á borð við neyðarmóttöku
vegna nauðgana, eins og gert er
ráð fyrir, segir Magnús að ef
rekstrarfjár sé vant verði menn
einfaldlega að bæta á sig vinnu.
„Hér á slysadeildinni er mjög
lítið svigrúm fyrir nokkra hagræð-
ingu,“ segir Jón Baldursson, yfir-
læknir á slysa- og bráðamóttöku
Landspítalans í Fossvogi „Það er
löngu búið að stíga öll þau skref
sem menn hafa mögulega getað
séð fyrir í því efni. Ef lækka á út-
gjöld hefur það í för með sér nið-
urskurð á þjónustu.“
Sagt upp fyrir lok janúar
Heppilegast/6
VARÐSKIP, þyrla Landhelgisgæslunnar og
öll nálæg skip voru kölluð til hjálpar bát sem
að kom leki vestur af Hafnabergi á Reykja-
nesi um 23:11 í gærkvöldi. Talið var að bát-
urinn væri um hálfa sjómílu frá landi er
beiðni um hjálp barst. Tveir menn voru um
borð. Ekki var þó talið að mennirnir væru í
bráðri hættu, samkvæmt upplýsingum
Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi. Þyrlan og
varðskipin fóru á staðinn með vatnsdælur.
Leki kom
að bát
♦ ♦ ♦