Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JULIAN Hewlett, organisti Kópa- vogskirkju, hefur fengist við að semja orgelverk og kórverk til flutnings við hin ýmsu tækifæri í kirkjunni. Org- elverkunum hefur hann nú safnað saman og raðað í fjórar Orgelsvítur sem hann kynnti á orgeltónleikum sínum í Kópavogskirkju. Tónleikarn- ir hófust á hátíðarmarsi Festival march sem saminn er í júlí 1994 og frumfluttur í júlí sama ár. Marsinn er lokaþáttur fyrstu svítunnar, glaður og bjartur og vel leikinn. Orgelsvíta nr. 2 (Áramótasvíta) er eins og nafnið bendir til röð áramóta- verka og er í fimm þáttum. 1) Gaml- árskvöld 1997 (samið og frumflutt 31.12. 1997). Ljómandi lokatónlist á gamlárskvöld. 2) Guð er minn Guð (1995) frumflutningur. 3) Millenium march saminn og frumfluttur (31.12. 1999. 4) Sálmur 162 (1995) frumflutn- ingur, falleg lítil sálmahugleiðing leikin á veiku registri (gömbu), 5) Unglingamars (1994–2000) frum- flutningur. Athyglisvert og gáska- fullt verk. Orgelsvíta nr. 3: Hátíðar- svíta (Kópavogssvíta) er einnig fimm þátta. 1) Hátíð 1 (2001) frumflutning- ur. Glæsilegt verk á hátíðarstund. 2) Helgistund (2001) frumflutningur. Blítt verk sem minnir á fallegan spuna, hér hefði mátt nota milda „ali- quótarödd“ t.d. Nazard 2 2/3 í sóló til að ná fram fleiri litbrigðum og mýkt. 3) Hátíð 2 samin og frumflutt 2001. Stórglæsileg fransk-inspireruð tokk- ata. 4) Offertory (2000) frumflutning- ur. Friðsælt fórnarvers sem hefði notið sín betur með mýkra raddavali. 5) Kópavogsmars (Hátíð 3) samið 2001 og frumflutt nú. Hefst með ped- alsóló í Bach stíl, minnir kanski meira á tokkötu en mars. Hér notar Julian pedalinn allnokkuð, en hingað til hef- ur hann að mestu verið notaður sem bassarödd í hljómum nema í Hátíð 2, þessi aukna og sjálfstæða pedalnotk- un lyftir verkinu óneitanlega dálítið. Orgelsvíta nr. 4: Tilraunasvíta. Þessi fimm þátta svíta er ólík hinum, hér er ekk- ert heildarþema held- ur eru verkin hvert úr sinni áttinni e.k. til- raunir eins og nafnið bendir til. 1) Celebra- tions (samið og frum- flutt 2003). Hátíðlegur og á köflum dálítið franskur þáttur. 2) In memorian (11.09. 2003) frumflutningur. Hugljúft hugleiðslu- verk. Því miður eru flautraddir orgelsins of líflausar til að þátt- urinn fengi notið sín. 3) Intermezzo (2003) frumflutningur. Hér er um eins kon- ar tokkötu að ræða þar sem heyra má ýmiss konar stílbrigði. 4) Fjórir dans- ar (Allegretto, How to practise the flute, Allegretto/Allegro, Moderado) (2003) frumflutningur og 5) Chimes (1999–2003) frumflutningur. Virðu- legt verk, töluverð notkun pedals. Á þetta stóru orgeli hefði undirrit- aður viljað fá meiri fjölbreytni í reg- istreringu verkanna. Því miður er röddun eða „intonering“ orgelsins í Kópavogskirkju af einhverjum ástæðum mjög líflaus, sérstaklega 8’ „principal“ burðarraddirnar. Þetta veldur því að „mixtúrplenum“ hljóð- færisins svo og „principalplenum“ og fullt verk verður botnlaust og laust við allan virðuleika og fyllingu. Julian er vel menntaður píanóleik- ari og bera mörg verkanna þess glögg merki. Sum eru mjög strembin og vel skrifuð fyrir hljómborðin en frekar auðveld í fótspili. Önnur eru auðveld og aðgengileg fyrir flesta. Julian lék þessa tónleika af miklu ör- yggi og fagmennsku og á þakkir skildar fyrir framtak sitt. Nú kemur heimsins hjálparráð Hjónin Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona og Jón Stefánsson, organisti Langholtskirkju í Reykja- vík, eiga bæði 40 ára starfsafmæli um þessar mundir. Þetta er kannski ekki svo merkilegt í sjálfu sér, en það sem gerir þetta athyglisvert er að þau hafa unnið saman í sama söfnuði í þessi 40 ár. Á þessum árum hafa þau unnið mikið saman í kórstarfinu, Jón sem söngstjóri og Ólöf sem kór- söngvari, raddþjálfari og einsöngv- ari. Þau hafa því unnið mjög náið saman, en alltaf með hóp af fólki í kring um sig. „Nú var loksins kominn tími til að gera eitthvað saman, bara við tvö ein,“ er haft eftir þeim hjónum í fréttatilkynningu og eru það orð að sönnu og verður vonandi framhald á. Tónleikarnir hófust á þremur sönglögum úr Mörike-ljóðunum eftir Hugo Wolf (1860–1903). Hugo Wolf samdi hvorki meira né minna en 53 sönglög við ljóð eftir Eudard Mörike (1804–1875). Því hefur verið haldið fram að hann hafi náð einna bestu sambandi við ljóð Mörike af þeim tón- skáldum sem reynt hafa og jafnframt að þessi lög séu bestu sönglög Wolfs. Ólöf söng Schlafendes Jesukind (Sof- andi Jesúbarn), Karwoche (Kyrra- vika) og Gebet (Bæn). Þessi lög eru hvert öðru fegurra og voru fallega túlkuð af þeim hjónum. Miðlagið var nokkuð djúpt fyrir Ólöfu en var sér- lega vel sungið á veika registrinu. Jón lék sálmforleikinn Nun komm, der Heiden Heiland (Nú kemur heið- inna hjálparráð) úr Litlu orgelbók- inni eftir meistara Bach (1685–1750) og Ólöf söng síðan á þýsku nokkur er- indi úr sálminum. Því næst lék Jón þrjá orgelkórala yfir sama lag BWV 559, 560 og 561. Þetta eru þrjár gjör- ólíkar útsetningar á sama sálmalagi sem Jón lék af öryggi og með fjöl- breyttri registreringu. Sérstaklega vil ég nefna fallegt óbósóló í BWV 559 og vel mótaðar og undirbúnar inn- komur laglínunnar í BWV 561. Þjóðverjinn Peter Cornelius (1824–1874) var afkastamikið tón- skáld, samdi mörg sönglög, óperur, messur, sálumessur og fleira. Jóla- ljóðin (Weihnachtslieder) op. 8 nr. 2 (3) sem Ólöf söng næst samdi hann 1856 en umsamdi nokkrum sinnum, síðast 1870. Þessi lagaflokkur sam- anstendur af 6 jólalögum, Christ- baum (Jólatré), Die Hirten (Hirðarn- ir), Die Könige (Vitringarnir), Simeon, Christus der Kinderfreund (Kristur, barnavinurinn) og Christ- kind (Jesúbarnið). Lögin voru vel flutt en textinn var ekki eins skýr og í lögum Wolfs. Undirritaður saknaði aðeins meiri róar og friðar í Vitring- unum, sérstaklega í niðurlaginu. Org- elið var mjög fallegt í Barnavininum og síðasta lagið var virkilega glæsi- lega flutt af Ólöfu og Jóni sem greini- lega eru bæði í fínu formi þessa dag- ana. Jól, jól, skínandi skær Það voru vel syngjandi drengir á öllum aldri sem hófu upp raust sína í Hallgrímskirkju á laugardagskvöld- ið. Karlakór Reykjavíkur hélt jóla- tónleika og bauð með sér drengjakór Neskirkju sem setti heldur betur svip sinn á tónleikana ásamt ein- söngvurum og hljóðfæraleikurum. Kórarnir voru staðsettir á söngpöll- um í vesturendanum undir orgelinu. Eftir að karlakórinn hafði gengið á pallana fallega syngjandi ítalska lof- sönginn til heilagrar þrenningar Alta trinita beata söng hann Miskunnar- bæn (Kyrie) eftir Konstantin Türnpu. Agnus Dei og Domine eftir August Söderman fylgdu á eftir og voru tenórarnir aðeins undir tóni og úr fókus við orgelið í veiku köflunum en hífðu sig upp þegar þeir tóku á. Þetta var dálítið áberandi fyrst en hvarf þegar líða tók á tónleikana. Messuþættirnir Kyrie og Agnus Dei eftir Petr Eben voru vel fluttir með fallegu ákalli um miskunn og glæsi- legum orgelleik Lenku. Gunnar Guð- björnsson söng ágætlega Panis an- gelicus (Brauðið frá himninum) en kórinn var frekar daufur með óskýr- an texta, en annars var textinn yf- irleitt mjög skýr hjá kórnum. Friður á jörðu var mjög vel flutt af Gunnari, Kórnum og Herði og mikill friður og ró yfir flutningnum. Aðfangadags- kvöld jóla var sömuleiðis mjög gott. Jólasálmarnir Einu sinni í ættborg Davíðs og Gleðifregn hljómuðu síðan fallega í samsöng beggja kóranna með orgelleik Lenku og einsöng Gunnars í þeim síðari. Ísak Ríkharðsson er mjög ungur að árum og með tæra og tandur- hreina sópranrödd. Hann söng glæsi- lega og af öryggi bænarþáttinn Pie Jesu úr sálumessu Gabriels Fauré við orgelleik Lenku. Drengjakórinn söng síðan hreint og fallega jólasálm- inn Gleðifréttir. Karlakórinn söng þá Jól, jól, skínandi skær, Það aldin út er sprungið og Syng barna hjörð. Það síðasta með glæsilegum orgelleik Harðar Áskelssonar. Jólasálminn Fögur er foldin söng karlakórinn næst ásamt tónleikagestum í fallegri útsetningu fyrir orgel, tvo trompeta, kór og söfnuð. Útsetjara var ekki get- ið í söngskrá. Því næst söng Gunnar Guðbjörnsson stórglæsilega Ó, helga nótt ásamt kórnum við undirleik Harðar. Tónleikunum lauk síðan á að báðir kórarnir ásamt tónleikagestum sungu saman Nú gjaldi Guði þökk með orgeli og trompetum sem léku trompetraddir eftir Róbert A. Ott- ósson. Karlakórinn var góður nema í Pan- is angelicus og átti oft mjög góða spretti t.d. í Aðfangadagskvöldi Kaldalóns, Lögum Ebens og Syng barna hjörð. Gunnar Guðbjörnsson fór á kostum í Helgu nóttinni. Drengjakórinn og Ísak skiluðu sínu vel. Lenka Mátéová og Hörður Ás- kelsson stóðu að venju vel fyrir sínu á orgelið og sama gerðu Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Páls- son á trompetana. Friðrik Kristins- son leiddi sitt fólk í gegnum tón- leikana af festu og öryggi. Leikið og sungið á aðventunni Morgunblaðið/Kristinn„Karlakór Reykjavíkur var góður nema í Panis angelicus og átti oft mjög góða spretti t.d. í Aðfangadagskvöldi Kaldalóns.“ Jón Stefánsson Ólöf Kolbrún Harðardóttir Jón Ólafur Sigurðsson TÓNLIST Kópavogskirkja ORGELTÓNLEIKAR Julian Hewlett orgelleikari leikur og frum- flytur eigin orgelverk. Fimmtudagurinn 11. desember 2003 kl. 20. Langholtskirkja EINSÖNGS- OG ORGELTÓNLEIKAR Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran og Jón Stefánsson orgelleikari flytja verk eftir Hugo Wolf, J.S. Bach og Peter Cornelius. Laugardagurinn 13. desember 2003 kl. 17. Hallgrímskirkja KÓRTÓNLEIKAR Karlakór Reykjavíkur. Drengjakór Nes- kirkju. Gunnar Guðbjörnsson tenór. Ísak Ríkharðsson drengjasópran. Orgelleik- arar Hörður Áskelsson og Lenka Má- téová. Trompetleikarar Ásgeir H. Stein- grímsson og Eiríkur Örn Pálsson. Stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Flutt aðventu- og jólalög. Laugardagurinn 13. desember 2003 kl. 21. Listasafn Íslands kl. 12.10–12.40 Harpa Þórsdóttir, listfræðingur og deildarstjóri sýningardeildar safns- ins, verður með leiðsögn um sýn- inguna Raunsæi og veruleiki – Ís- lensk myndlist 1960–1980. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Lög um rafræna stjórnsýslu ásamt greinargerð nefn- ist rit sem forsæt- isráðuneytið gefur út. Með lögum nr. 51/2003, um breytingu á stjórn- sýslulögum nr. 37/1993, var aukið við þau nýjum IX. kafla undir heitinu Rafræn meðferð stjórnsýslumála. Markmið þessara lagabreytinga er að gera rafræna stjórnsýsluhætti jafngilda hefð- bundnum starfsháttum stjórnvalda að uppfylltum þeim lágmarksskil- yrðum sem lögin setja. Í riti þessu hefur frumvarpið er varð að lögum nr. 51/2003 7. apríl verið fellt í búning handbókar. Fyrst eru birt- ar almennar athugasemdir við laga- frumvarpið, en þar fyrir aftan koma lagagreinarnar í hinum nýja IX. kafla stjórnsýslulaga ásamt viðeigandi skýringum á eftir hverri grein um sig. Dreifing: Háskólaútgáfan. Ritið er 57 bls. Verð: 1.590 kr. Rit Robertino/Það allra besta nefnist ný geislaplata með söng ítalska undrabarnsins Robertino. Hann kom til Íslands ár- ið 1961 og söng í nokkur skipti fyrir troðfullu húsi í Austurbæjarbíói. Frægðarsól Robert- inos reis ótrúlega hratt. Hann breytt- ist á nokkrum vikum úr götusöngvara í Rómaborg í einn af vinsælustu söngvurum heimsins sem fyllti öll helstu tónleikahúsin. Með perlum eins og O sole mio, Mama, Torna a Surriento, Santa Lucia og Ave Maria, vann hann hug og hjarta heimsbyggð- arinnar. Á þessum geisladiski er safnað saman öllu því besta frá gullárunum 1960–1962. Öll lögin eru stafrænt hljóðjöfnuð.Þetta mun vera í fyrsta sinn sem söngvar undrabarnsins Robertinos eru fáanlegir á Íslandi á geisladiski. Útgáfa og dreifing Sonet. Klassík Tímarit Félags ís- lenskra háskóla- kvenna, 1. tölu- blað 5. árgangs, er komið út. Með- al efnis í þessu hefti er Orðræða um mansal eftir Ásu Guðnýju Ás- geirsdóttur og Staða kvenna innan skógræktar í Nepal eftir Herdísi Friðriksdóttur. Þá ritar Geirlaug Þorvaldsdóttir, for- maður félagsins, inngangsspjall en ásamt henni eru í ritstjórn blaðsins Elsa Petersen og Inga Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Auk þess að standa að útgáfu tíma- ritsins stendur Félag háskólakvenna fyrir námskeiðum á hverjum vetri og hafa leikhúsnámskeið félagsins notið mikilla vinsælda. Námskeiðin eru þannig byggð upp að þátttakendur sjá sýningar valinna leiksýninga og gefst tækifæri til að hlýða á erindi um verk- in og höfunda þeirra og taka þátt í um- ræðum við listræna stjórnendur sýn- inganna um efni verkanna og hugmyndirnar að baki sýningunum. Námskeiðin eru öllum opin. Tímarit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.