Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÚSÍKTILRAUNAGESTIR þekkja vel hljómsveitina Ópíum sem þar tók þátt tvö ár í röp og stóð sig vel. Hún heitir nú Kanis og sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á dögunum, Tón- mennt fyrir byrj- endur. Keyrslan er góð í upphafslagi plötunnar, sérstaklega er trommu- leikur góður og reyndar allt sam- spil hrynparsins og svo er víða á skífunni. Hjalti Jónsson syngur líka þokkalega, helst þegar hann þenur sig, en fer ekki eins vel að syngja lágstemmt, til að mynda í Sumarstefi. Gítarar klingja og glamra mikið á plötunni, á stundum fulleinhæf gítarkeyrsla, ekki síst þar sem upphaf stórs hluta laganna er áþekkt. Oft eru lögin líka fullfyr- irsjáanleg, lítið um óvæntar uppá- komur sem gætt gætu lögin meira lífi. Vampýrur er eitt besta lag skíf- unnar; víst er ekki verið að gera neitt nýtt, sumir kaflarnir eitthvað sem maður hefur heyrt oft áður hjá öðrum, en góðir engu að síður. Í þeim má heyra hve það fer þeim Kanis-mönnum vel að djöflast í þungu rokki – hvet þá hér með til að ganga enn lengra í þá átt. Leti er líka ágætt lag og gott samspil gítara í því, Fólkið í hús- inu er skemmtilega samsett með góðum taktgrunni og svo má telja, margt vel gert á plötunni, en eins og fram kemur er sitthvað að- finnsluvert, til að mynda afleitur texti í Hefnd Tóta termíta, annars skemmtilegu lagi, og slakur fals- ettusöngur í Silfurljá, svo dæmi séu tekin. Textarnir eru veikasti hluti plöt- unnar, sumir óttalega mærðarlegir eins og til að mynda þetta brot úr Litlum dreng: „Regn götur lemur. / Ævin öll eftir. / Óvænt bíll kem- ur, / lífið flýtur burt.“ Þeir eru þó ekki alslæmir og skemmtileg teng- ing í þeim texta við texann í Omni- fix sem vitnar í magnað erfiljóð Matthíasar Jochumssonar um börnin frá Hvammkoti. („Dauðinn er lækur en lífið er strá / skjálf- andi starir það straumfallið á“ orti Matthías en Kanis-menn svo: „Dauðinn er lækur sem lífið starir á, sem strá.“) Tónmennt fyrir byrjendur er prýðilegt byrjendaverk, vel unnin plata og vönduð, en óneitanlega skortir nokkuð á frumleika. Það skrifast væntanlega að einhverju leyti á það að sveitin sé enn að mótast, þeir félagar enn að finna fjölina sína, og fróðlegt að sjá hvert þeir fara í framtíðinni. Tónlist Kanis fyrir byrjendur Kanis Tónmennt fyrir byrjendur Castor miðlun ehf. Tónmennt fyrir byrjendur, breiðskífa ak- ureyrsku hljómsveitarinnar Kanis. Kanis skipa Davíð Þór Helgason bassaleikari, Hjalti Jónsson, söngvari og gítarleikari, Hrafnkell Brimar Hallmundsson gítarleik- ari og Sverrir Páll Snorrason trommuleik- ari. Allir semja allt. Castor miðlun ehf. gefur út. Árni Matthíasson UNDIRRITAÐUR játar að hann hefur síðustu ár saknað innlendra söngvaskálda; þar sem sá geiri (kall- aður „singer/ songwriter“ á út- lensku) hefur verið í miklum blóma ytra undanfarið. Í kjölfar Jeff Buckley hafa unnvörp- um komið fram menn með blæðandi hjarta, menn eins og David Gray, Tom McRae, Damien Rice, Ed Harcourt, Elliott Smith, Damien Jurado og svo má telja. Það má leika sér að því að staðsetja þá á einhverj- um neðan/ofanjarðarskala en allir eiga þeir það sameiginlegt að leggja sig í líma við að leggja tilfinning- arnar einlæglega á borðið. Þessi safndiskur, sem er samvinnuverk- efni tímaritsins Sánd og útgáfunnar 2112, sem mun vera undirmerki 1001 nætur, bætir úr þessum skorti. Og það kom mér í opna skjöldu, hversu gæðin eru mikil hérna. Þetta er þrusupakki! Það má segja að þeir sem hægt er að setja í ofannefndan flokk (en hér eru líka hljómsveitir) taki allir mið af nýju amerísku söngvaskáldahefð- inni. Hér er ekki á ferðinni skandin- avísk/evrópsk trúbadúrastemning að hætti Harðar Torfa t.d. Miklu fremur er unnið úr jaðarsveitatón- listinni og melankólískum eyðimerk- urblús að hætti Mark Kozelek (Red House Painters), Grant Lee Buffalo og jafnvel Eddie Vedder. Platan opnar með tveimur lögum Moody Company, sem er verkefni þeirra Krumma í Mínus og Franz í Ensími. Diskurinn er skemmtilega uppsettur, lög listamanna koma í knippum og það er gaman að ímynda sér að þetta séu sjö tommur, með sitt hvoru laginu. Ahh, það ynd- islega form! Lögin tvö vinna vel á og bera með sér „spilunarvæna“ eig- inleika (fyrir útvarp þ.e.a.s.). Krummi er nálægur í söngnum og einlægur, kaflaskiptingar innan lag- anna flottar og dramatískar. Rokk og ról töffarabragurinn er einnig áberandi. Andi og ára beggja laga er afar „amerískur“ eða „útlenskuleg- ur“, eitthvað sem er einkar einkenn- andi fyrir alla plötuna reyndar. Tenderfoot er sveitalegasta sveit- in hér, jaðarsveitatónlist sem minnir á Gene Clark og The Flying Burrito Brothers og áhrif Tim Buckley eru ekki fjarri. Söngvarinn er mjög góð- ur, sérstök röddin einhvers konar blanda af áðurnefndum Buckley og Paul Heaton (Housemartins, Beautiful South). Metnaðarfullar og ríkar lagasmíðar og barasta mjög lofandi. Indigo, sem leidd er af Ingólfi nokkrum Árnasyni, á hér eitt lag. Hægt og myrkt, þar sem bregður fyrir píanói og kvenmannsrödd. Dul- úðug stemman er flott, eins og flest annað hér! Rúnar er einnig melankólískur og myrkur og affarasælast að draga fram kertið. Rúnar lék eitt sinn á gítar með Náttfara sem eru líklega hættir (snökt). Blóðdroparnir leka úr hjartanu hér, enda söngur Rún- ars vel ástríðufullur. Orgel og óræð hljóð, sem virðast koma að handan, auka á stemmuna. Rúnar er eins og týndi bróðir Grant Lee Phillips. The Flavors brjóta þetta aðeins upp, enda eins gott. Þrátt fyrir hörkugott efni má þetta ekki verða of einsleitt. The Flavors eiga líkast til aðgengilegasta efnið en um leið eitt það frambærilegasta. Fullbúin sveit, fín lög, einlægur flutningur. Margir kannast ábyggilega við lagið „Here“. Dregur nú að endalokum og enn er nammi í pokanum. Fritz sigraði í „demo“-upptökukeppni Sánd á sín- um tíma og leika frísklegt nýbylgju- rokk. Sem er – já þið giskuðuð rétt – eiginlega alveg frábært. Diskinum lýkur með framlagi frá gömlu stríðshestunum í Dr. Spock. Sæmilegasta rokkflipp sem er ein- hvers konar blanda af Red Hot Chili Peppers og Fantomas. Brýtur stemninguna þó heldur mikið upp finnst mér. Og svo ég haldi áfram að pota í diskinn þá hefði verið gama að heyra fleiri íslenska texta. Og hvar eru stelpurnar? Neko Case, Liz Phair og Cat Power þessa lands, stígið fram! Það er vel þess virði að „tékka“ á Sándtékk. Meira en vel þess virði. Það er nánast enginn byrjendabrag- ur á neinu hérna, enda vel flestir að- ilar búnir að spila sig saman og þétta á undanförnum misserum. Laga- smíðarnar hér eru nær allar furðu þroskaðar og fullt af athyglisverðu dóti í gangi. Það verður spennandi að heyra hvernig mun rætast úr þessum listamönnum á næsta ári, þegar stóru plöturnar fara vonandi að láta sjá sig. Tónlist Með nöktum Ýmsir Sándtékk Sánd/2112 Safnskífa með Moody Company, Tend- erfoot, Indigo, Rúnari, The Flavors, Fritz og Dr. Spock. Hljóðritað og -jafnað í Ice- landic Music Productions (IMP). Hljóð- maður var Úlli. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Jim Smart Krummi, söngvari Mínuss, leiðir dúettinn Moody Company ásamt Franz úr Ensími. ÞEGAR ég hlustaði á Ómar Guðjónsson á útskriftartónleikum hans frá Tónlistarskóla FÍH í vor grunaði mig ekki að ýmis lögin er hann flutti þar ættu eftir að enda í jafnglæsilegum búningi og raunin er á fyrstu geislaplötu hans: Varma landi. En ber er hver að baki nema sér bróður eigi, og það sem var þokkalegar gert þar er frábærlega gert hér. Að sjálfsögðu mátti strax heyra að lög Ómars voru mörg hver mjög góð, en samvinnan við Óskar bróður hans hefur bætt nýrri vídd í túlkun þeirra. Enda ekki ónýtt að geta leitað til jafn- reynds tónlistarmanns og Óskar er. Lög Ómars eru einstaklega söngræn og ég er viss um að lag á borð við upphafsópusinn, „Skúra“, á eftir að hljóma lengi og vísast eiga aðrir tónlistarmenn eftir að flytja það. Það er suðrænn taktur ríkjandi þar, einsog víðar á plöt- unni sem ber léttan Karíbakeim, studdur frábærum bassaleik Þórð- ar Högnasonar og ágætum trommuleik Helga Svavars. Óskar er með getzískan tón á stundum einsog Ormslev í Varmalandi sínu er hleypti nútímanum inn í ís- lenska djasstónlist. Næsta lag, „Staðið upp“, ber svip Jóns Múla þótt hrynurinn sé ættaður frá gömlu dönsku nýlendunum í Kar- íbahafinu og Þórður er sterkur á bassann. Bestur er hann þó í „Njet“; sólóinn skínandi fagur í einfaldleika sínum og Ómar er einnig lýrískur þar sem oftar. Haukur Morthens hefði vel getað sungið þetta lag og þó frekar aðra ballöðu Ómars: „Ekki meir“. Bæði í „Mori“ og „Lífsbyrjun“ er nor- rænn tónn sleginn og í því síð- arnefnda er blúsaður/rokkaður sóló Ómars príma. „Schengen“ er grípandi og þar nýtur Óskar sín vel. Þegar farið er að svinga upp á klassísku er tónninn bæði holur og mjúkur í senn; sérdeilis persónu- legur tónn sem ásamt melódískri spunagáfunni skipar honum á bekk fremstu djassleikara Íslands- sögunnar. Í „Tiger“ bætir Óskar rymjandanum við í sterku djass- stuði sem samtvinnast vel austur- evrópskum blæ lagsins. Lokaverk- ið, „Fony Ég“, er með sterkum dramatískum undirtóni, eða kannski bara dapurlegum, og er verðug lok þessar frækilegu frum- raunar Ómars Guðjónssonar þar sem lagasmíðar hans, og tenór- saxófónleikur Óskar bróðurs hans, eru í hásæti. Tónlist Frækileg frumraun ÓMAR GUÐJÓNSSON VARMA LAND Culture 21 12 Company Óskar Guðjónsson tenórsaxófón, Ómar Guðjónsson gítar, Þórður Högnason bassa og Helgi Svavar Helgason tromm- ur. Hljóðritað við Apavatn í júní 2003. Cultur 2112 Company 2112 007. Vernharður Linnet Morgunblaðið/Sverrir Varma land Ómars Guðjónssonar er „frækileg frumraun“ að mati Vernharðs Linnet. Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 27/12 kl 14 - UPPSELT, Su 28/12 kl 14 - UPPSELT Lau 3/1 kl 14 - UPPSELT, Su 4/1 kl 14, Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Su 18/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 24/1 kl 14 Su 25/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 31/1 kl 14 Su 1/2 kl 14, Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! TIL SÖLU ALLA DAGA: LÍNU-BOLIR, LÍNU-DÚKKUR **************************************************************** LÍNU-LYKLAKIPPUR, HERRA NÍELS, HESTURINN **************************************************************** GJAFAKORT Á LÍNU LANGSOKK KR. 1.900 **************************************************************** GJAFAKORT Á CHICAGO KR. 2.900 **************************************************************** ALMENN GJAFAKORT - GILDA ENDALAUST SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Forsýning fö 26/12 kl 20 - kr. 1.500 FRUMSÝNING lau 27/12 kl 20 - UPPSELT Su 28/12 kl 20, Fö 2/1 kl 20, Lau 3/1 kl 20 Lau 10/1 kl 20, Su 11/1 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20 LAU. 20/12 - KL. 15 ÖRFÁ SÆTI LAUS SUN. 21/12 - KL. 15 ÖRFÁ SÆTI LAUS MÁN. 29/12 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA SMS FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.