Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 55 „ÉG var valinn í 18 manna hópinn en það skýrist svo um hádegisbil á morgun (í dag) hvaða tveir detta út og fara ekki með í leikinn. Ég á svona frekar von á að fara með þar sem Lauren er tæpur og ef eitthvað fer úrskeiðis hjá honum þá er ég vonandi fyrsti valkostur,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Arsenal, við Morgunblaðið í gær en Arsenal mætir í kvöld WBA, topp- liðinu í 1. deildinni, í 8 liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Ólafur fékk að spreyta sig í fyrsta sinn með aðalliði Arsenal þegar liðið sló út Úlfana í 16 liða úr- slitum keppninnar á dögunum. Ar- sene Wenger, stjóri Arsenal, hefur gefið yngri og óreyndari mönnum tækifæri í deildabikarnum en hann hefur jafnframt notað leikina til að skerpa á leikmönnum sem hafa ver- ið að stíga upp úr meiðslum sam- anber þegar fyrirliðinn Patrick Vieira spilaði með á móti Úlfunum. Ólafur segir að í hópnum á móti WBA verði til að mynda Lauren, Martin Keown, Ray Parlour, Edu, Kanu og Sylvain Wiltord en allir þessir leikmenn hafa verið í og við- loðandi aðalliðið í ensku úrvals- deildinni og Meistaradeildinni á leiktíðinni. „Þetta verður hörkuleikur enda lið WBA sterkt og erfitt heim að sækja. Við mætum hins vegar til leiks með hörkulið svo ég reikna með spennandi leik,“ sagði Ólafur. Ólafur Ingi í 18 manna leikmannahópi Arsenal ÁRNI Gautur Arason, lands- liðsmarkvörður í knattspyrnu, er að jafna sig eftir aðgerð á öxl sem hann gekkst undir í byrjun desember. Árni sagði að aðgerðin hefði tekist vel og hann vonaðist til að geta verið kominn á stjá um miðjan næsta mánuð. „Öxlin var búin að plaga mig ansi lengi og ég ákvað að best væri að láta laga hana núna frekar en að fresta því til næsta sumars,“ sagði Árni Gautur við Morgun- blaðið. „Það er enn líklegast að ég fari til Sturm Graz en maður veit aldrei hvað gerist fyrr en hlutirnir eru komnir á hreint. Það hafa komið fyrirspurnir frá öðrum liðum en engin til- boð hafa borist nema frá Sturm. Það er enginn þrýst- ingur frá Sturm Graz að ég skrifi undir strax og við kom- umst að samkomulagi um að ræða saman strax eftir ára- mótin,“ sagði Árni Gautur. Aðgerðin tókst vel LANDSLIÐSÞJÁLFARAR Íslands í knattspyrnu, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, stóðu sameigin- lega að vali á leikmanni ársins fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, en 142 landsliðsþjálfarar víðs vegar um veröldina voru beðnir um að velja þrjá leikmenn. Sá sem var settur í fyrsta sæti fékk fimm at- kvæði, næsti þrjú og sá í þriðja sæti eitt stig. Ásgeir og Logi settu Frakkann Zinedine Zidane, Real Madrid, í efsta sætið, Tékkann Pavel Nedved, Juventus, í annað og Hollendinginn Ruud Van Nistelrooy, Manchester United, í þriðja sæti. Ásgeir og Logi völdu Zidane LISTINN yfir þá knattspyrnumenn sem hafa orðið leikmenn ársins, síð- an útnefningin hófst 1991. 2003: Zidane (Real Madrid) 2002: Ronaldo (Real Madrid) 2001: Luis Figo (Real Madrid) 2000: Zidane (Juventus) 1999: Rivaldo (Barcelona) 1998: Zidane (Juventus) 1997: Ronaldo (Inter) 1996: Ronaldo (Barcelona) 1995: George Weah (AC Milan) 1994: Romario (Barcelona) 1993: Roberto Baggio (Juventus) 1992: Van Basten (AC Milan) 1991: Lothar Matthäus (Inter) Leikmenn ársins frá 1991 Tíu efstu í kjöri FIFA ÞESSIR urðu í tíu efstu sætum í kjöri knattspyrnumanns ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sem 142 landsliðsþjálfarar stóðu að. Innan sviga má sjá hvað oft leikmennirnir voru valdir í fyrsta, annað og þriðja sætið: 1. Zinedine Zidane, Frakkland/Real Madrid.............. 264 (35-27-08) 2. Thierry Henry, Frakkland/Arsenal ........................ 186 (21-22-15) 3. Ronaldo, Brasilía/Real Madrid................................. 176 (26-11-13) 4. Pavel Nedved, Tékkland/Juventus ..........................158 (14-25-13) 5. Roberto Carlos, Brasilía/Real Madrid..................... 105 (14- 9- 8) 6. Ruud Van Nistelrooy, Holland/Man.Utd................... 86 ( 4-17-15) 7. David Beckham, England/Real Madrid .................... 74 ( 8- 7-13) 8. Raúl, Spánn/Real Madrid ............................................ 39 ( 8- 3-10) 9. Paolo Maldini, Ítalía/AC Milan ................................... 37 ( 5- 3- 3) 10. Andrei Shevchenko, Úkraína/AC Milan ................... 26 ( 2- 3- 7)  GUÐNI Ó. Guðnason, fyrrum landsliðsmaður, og Magnús Gíslason taka fram skóna á ný og leika með KFÍ í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik eftir áramótin, samkvæmt frétt á heimasíðu félagsins.  ÓLAFUR Víðir Ólafsson, leik- stjórnandi handknattleiksliðs HK, fer í aðgerð á hné í dag, vegna meiðsla í liðþófa. Góðar líkur eru á að hann verði kominn í gang á ný þegar keppni í úrvalsdeildinni hefst í febr- úar.  ÓÐINN Ásgeirsson skoraði 15 stig fyrir Ulriken gegn Bærum í norsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudag. Bærum vann leikinn 80:91 og tryggði sér deildarmeist- aratitilinn. Úrslitakeppnin hefst 7. janúar en þá leika fjögur efstu liðin tvívegis gegn hvert öðru og fjögur neðstu gera slíkt hið sama.  JÓHANN Ólafsson unglingalands- liðsmaður úr Njarðvík, sem leikur með Centralia-miðskólanum í Seattle í Washington-fylki, skoraði 35 stig gegn Tumwater-miðskólan- um á föstudag. Jóhann og félagar unnu leikinn, 70:50, og var Njarðvík- ingurinn að auki með 7 fráköst og 5 stoðsendingar.  KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Kefla- víkur hefur í nógu að snúast næstu dagana. Liðið hélt til Portúgals í gær, leikur þar í Bikarkeppni Evr- ópu í kvöld, flýgur síðan til portú- gölsku eyjarinnar Madeira á mið- vikudaginn og spilar við heimamenn í sömu keppni. Að því loknu er haldið heim á leið og leikið við Hauka á Ís- landsmótinu um helgina.  PÓLVERJAR unnu Möltu, 4:0, í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór á Möltu. Jaroslaw Bieniuk, Sebastian Mila, Adrian Sikora og Marcin Burkhardt skoruðu mörk Pólverja í síðari hálfleik. Möltubúar eru með Íslendingum í riðli í und- ankeppni HM og þetta var fyrsti leikur þeirra undir stjórn Horst Heese og Carmel Busuttil, sem tóku við liðinu fyrir skömmu.  NEWCASTLE og norska liðið Valerenga mætast í UEFA-bikarn- um í febrúar en forráðamenn enska liðsins ráðleggja stuðningsmönnum sínum að bíða með að gera ráðstaf- anir með að fara til Noregs. For- ráðamenn norska liðsins hafa varað Newcastle við því að á þessum tíma geti brugðið til beggja vona með veðrið í Noregi.  IVICA Kostelic, skíðakappi frá Króatíu, sigraði á heimsbikarmóti í svigi sem fram fór í gærkvöldi í Madonna di Campiblio á Ítalíu. Tími hans var 1.33,26 og var hann næstum tveimur sekúndum á undan heima- manninum Giorgio Rocca. Þriðji í keppninni í gær varð Manfred Pran- ger frá Austurríki, 1.33,68, en aðeins 24 keppendur skiluðu sér niður brekkurnar í báðum ferðunum. FÓLK Það voru 142 landsliðsþjálfararsem greiddu atkvæði í kjörinu. Zidane, sem leikur með Real Madrid á Spáni, fékk 264 atkvæði – og var þetta í þriðja skipti sem hann er út- nefndur besti knattspyrnumaður heims – áður var hann útnefndur 1998 og 2000. Zidane fékk samtals 35 atkvæði í efsta sætið, 27 atkvæði í annað sæti og 8 atkvæði í þriðja sæti. Alls eru fjórir leikmenn úr liði Real Madrid í hópi tíu efstu á þessum lista. „Það skiptir ekki máli hvað oft maður fær þessa viðurkenningu. Það verður alltaf heiður að taka á móti út- nefningunni og þá sérstaklega þar sem það eru landsliðsþjálfarar sem sjá um valið. Það er mikill heiður fyr- ir mig að fá þessa útnefningu og ég er stoltur,“ sagði Zidane, sem er einn af lykilmönnum franska landsliðsins og Real Madrid. Zidane hóf knattspyrnuferil sinn hjá Cannes og hélt þaðan til Bor- deaux. Hann gekk til liðs við Juven- tus á Ítalíu1996 og varð Ítalíumeist- ari með liðinu tvisvar – tvö fyrstu ár sín í Tórínó. Hann varð heimsmeist- ari með Frökkum 1998 í Frakklandi og Evrópumeistari í Hollandi 2000. Zidane gekk til liðs við Real Madr- id og tryggði liðinu Evrópumeistara- titlinn 2002 með glæsilegu marki í leik gegn Bayer Leverkusen í Glasg- ow. Landslið Brasilíu var útnefnt lið ársins og stuðningsmenn skoska liðs- ins Celtic fengu viðurkenningu fyrir háttvísi. Þeir urðu liði sínu og Skot- landi til mikils sóma í Sevilla á Spáni, þar sem Celtic mátti þola tap fyrir FC Porto frá Portúgal í úrslitaleik UEFA-bikarkeppninnar. Þýska stúlkan og heimsmeistarinn Birgit Prinz var kjörin besti leikmað- ur kvenna með 268 atkvæði, en næst- ar í kjörinu voru Mia Hamm, Banda- ríkjunum, 133 atkvæði, og Hanna Ljungberg, Svíþjóð, með 84 atkvæði. Reuters Franski knattspyrnumaðurinn Zinedine Zidane, leikmaður Real Madrid, með verðlaun sín í Basel í gær. Zidane sá besti í þriðja sinn FRANSKI landsliðsmaðurinn Zinédine Zidane var í gær útnefndur knattspyrnumaður ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Kjörið var kynnt í veislu í Basel í Sviss. Landi hans Thierry Henry varð annar og Brasilíumaðurinn Ronaldo þriðji.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.