Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 49 GOJO hreinlæti w w w . b e s t a . i s Nýbýlavegi 18 • 200 Kópavogi • Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík • Sími: 420 0000 Miðási 7 • 700 Egilsstöðum • Sími: 470 0000 Lotion sápa, Rich heilsusápa, Spa & Bath sturtusápa, Purell sótthreinsigel, Antibac sótthr. sápa. Hagkvæmt, þrifalegt og fyrirferðalítið sápukerfi. Jólagjafir frá STÆR‹IR (hxb í cm) / VER‹ 25 x 75 30.000 kr. 75 x 25 30.000 kr. 50 x 75 40.000 kr. 75 x 75 50.000 kr. HEIMUR HF, BORGARTÚNI 23, 105 REYKJAVÍK. ÁSKRIFTARSÍMI 512-7575. askrift@icelandreview.com ICELAND REVIEW ÁSKRIFT A‹ TÍMARITINU ICELAND REVIEW ER TILVALIN JÓLAGJÖF TIL VINA OG VI‹SKIPTAVINA ERLENDIS[ ] MYNDIR PÁLS STEFÁNSSONAR LJÓSMYNDARA ERU TIL SÖLU HELGIN var til- tölulega annasöm á löggæslusvæði lög- reglunnar í Reykja- vík. Nokkuð var um slagsmál og pústra í miðborginni og leigubíl- stjórar áttu margir í vandræðum með farþega sína. Tilkynnt var um 49 umferð- aróhöpp með eignatjóni um helgina. Ekki er vitað til þess að alvarleg meiðsli hafi orðið á fólki. Um helgina voru 15 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðast fór var mældur á laugardagsnóttina á Vesturlands- vegi móts við Grafarholt á 136 km hraða þar sem leyfilegur hraði er 80 km/klst. Þá voru 4 ökumenn teknir, grunaðir um ölvun við akstur. Þess ber að geta að lögregla var með eftirlit með ölvunarakstri á laugardags- kvöld og fram eftir nóttu. Vel á fjórða hundrað ökumenn voru stöðvaðir og reyndist einungis einn þeirra undir áhrifum áfeng- is. Sex brunar tilkynntir um helgina Lögreglunni í Reykjavík bár- ust tilkynningar um 6 bruna yfir helgina. Á föstudagsmorgun var bruni við Granaskjól. Eldur í eldavél var orsök brunans. Mikill eldur var í eldhúsinu og voru 5 manns fluttir á slysadeild til að- hlynningar. Eftir hádegi á föstu- dag var tilkynnt um eld í sjón- varpi í íbúð við Þórufell. Húsið var rýmt en mikill eldur var í íbúðinni þegar lögregla kom á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en miklar skemmdir urðu á íbúðinni og sót- skemmdir á stigagangi og íbúð- um í kring. Á föstudagskvöld var tilkynnt um mikinn reyk frá at- vinnuhúsnæði í Skútuvogi og fóru lögregla og slökkvilið á stað- inn. Reykurinn stafaði frá tré- spýtum sem höfðu verið lagðar á hellur og rauk úr þeim. Um mið- nætti á föstudagskvöld var til- kynnt um eld í strætóskýli við Þverholt/Álfatanga í Mosfellsbæ. Lögreglumenn slökktu eldinn en skemmdir urðu á tveimur plast- rúðum. Snemma á laugardags- morgun fóru lögregla og slökkvi- lið í útkall að húsi við Bárugötu en þar logaði eldur í herbergi á annarri hæð. Húsið var rýmt og gekk slökkvistarf vel. 25 innbrot til kasta lögreglu Tilkynnt var um 25 innbrot um helgina. Brotist var inn í 14 bíla og þaðan stolið bíltækjum, hátöl- urum og fleiru. Í einu tilvikinu var brotist inn í bílageymslu og þar farið inn í 7 bíla. Einnig var tilkynnt um brotnar rúður í bíl- um og brotna hliðarspegla þar sem engu hafði þó verið stolið. Brotist var inn í íbúð í Breiðholti á föstudag og þaðan stolið sjón- varpi, heimabíókerfi, mynd- bandstæki, skartgripum, pen- ingum og fleiru. Á föstudagskvöld var tilkynnt um þjófnað úr gám í Höfðahverfi. Stolið var vörubílahjólbörðum og jeppadekkjum á felgum. Þá var brotist inn í vinnuskúr í aust- urbænum og uppgötvaðist inn- brotið á laugardagsmorgun. Far- ið var inn um glugga og unnin skemmdarverk á skúrnum. Á sunnudagsmorgun var beðið um aðstoð lögreglu vegna slag- mála á skemmtistað í miðborg- inni. Þegar lögregla kom á stað- inn kom í ljós að þrír starfsmenn staðarins voru meiddir eftir átök við gestkomandi á staðnum. Einn var fingurbrotinn, annar skorinn á handlegg og sá þriðji marinn. Gesturinn var færður fyrir varð- stjóra til viðræðna og var að því loknu ekið til síns heima. Nokkrir leigubílstjórar lentu í vandræðum með farþega sína um helgina. Vandræðin voru af ýms- um toga, sumir farþegar neituðu að borga eða reyndu að stinga af frá reikningi, aðrir sofnuðu ölv- unarsvefni í leigubílnum og illa gekk að vekja þá og enn aðrir höfðu uppi ógnandi tilburði. Flest þessi mál tókst þó að leysa með aðstoð lögreglunnar. Úr dagbók lögreglunnar 12. til 15. desember Annasöm helgi hjá lögreglunni www.thjodmenning.is STJÓRN Kennarasambands Ís- lands hefur sent frá sér ályktun þar sem er lýst andstöðu við frum- varp sem felur m.a. í sér að stjórn- málamenn og æðstu embættismenn njóti annarra lífeyrisréttinda en aðrir opinberir starfsmenn. Stjórn- in telur að ráðherrar og alþing- ismenn eigi að hafa góð laun, en þau eigi að ákvarðast af Kjaradómi en ekki af Alþingi. „Stjórn KÍ telur að ráðherrar eigi að njóta sambærilegra lífeyr- isréttinda og aðrir opinberir starfs- menn enda greiði þeir af launum sínum í lífeyrissjóð og fái eftirlaun að afloknu starfi í takt við greiðslur í sjóðinn og laun meðan þeir gegna ráðherrastörfum. Stjórn Kennarasambands Ís- lands vekur athygli á því að al- mennt geta opinberir starfsmenn ekki farið á eftirlaun fyrr en þeir hafa náð 65 ára aldri nema að sæta verulegri skerðingu á lífeyrisrétt- indum. Frumvarpið sem nú er til af- greiðslu á Alþingi er klæðskera- saumaður starfslokasamningur fyr- ir ráðherra núverandi ríkisstjórnar og gjörsamlega úr takt við það sem ráðherrar telja eðlileg lífeyriskjör annarra opinberra starfsmanna.“ Einnig mótmælir stjórn KÍ harð- lega þeim fyrirætlunum fjármála- ráðherra að fella niður svokallaðan sjómannaafslátt án þess að vera áður búinn að tryggja að sjómönn- um verði bætt það tekjutap sem þeir verða fyrir af þeim sökum. Stjórn KÍ mót- mælir frum- varpi um líf- eyrisrétt þingmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.