Morgunblaðið - 16.12.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.12.2003, Qupperneq 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 25 Hólmavík | Eldri borgarar í Stranda- sýslu skoruðu nýverið á Jón Krist- insson, fyrrverandi Íslandsmeistara í skák, í fjöltefli. Átta eldri borgarar öttu kappi við Jón sem sigraði alla mót- herjana, en Engilbert Ingvarsson lék flesta leiki áður en hann beið ósigur gegn Jóni. Má Engilbert vel við þann árangur una þar sem hann kvaðst vera að dusta rykið af taflinu eftir nærri 50 ára hlé. Jón Kristinsson á að baki tvo Íslandsmeistaratitla í skák, árin 1971 og 1974, og einnig Íslandsmeistaratitla í bréfskák. Hann hætti nýverið störfum sem bankastjóri Búnaðarbankans á Hólmavík eftir 28 ára starf við þann banka. Hann sinnir nú búskap á Klúku í Tungusveit, rétt sunnan Hólmavíkur.    Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Jón Kristinsson og Engilbert Ingvarsson. Skora á fyrrverandi Íslandsmeistara Hveragerði | Bæjarbókasafnið hér í Hveragerði hefur staðið fyrir upplestri nýrra bóka fyrir jólin. Ekki var brugðið út af þeim vana í ár og var seinna upplestr- arkvöldið fyrir skemmstu. Í ár voru bæjarfulltrúar fengnir til að lesa upp úr nýútkomnum bókum, Pjet- ur Hafstein Lárusson las upp úr bók sinni, þar sem hann hefur þýtt japönsk og kínversk ljóð. Auk þeirra kom Þráinn Bertelsson og las upp úr sinni ævisögu. Kaflinn sem Þráinn las var um hans fyrstu ástarsorg, þegar hann var átta ára gamall, bráðfyndin og skemmti- leg frásögn. Margir gestir lögðu leið sína í bókasafnið og það var notalegt að sitja við kertaljós og hlusta á góðan upplestur. Sannarlega góð hvíld í jólastressinu að koma við á safninu og setjast niður með góðu fólki og hlusta. Á næsta ári verður aftur lesið, þá verða komnar margar nýj- ar bækur og bókasafnið flutt í nýja versl- unarmiðstöð sem er að rísa við Sunnu- mörkina. Bókasafnið mun verða þar sem nýlega fannst sprunga í jörðinni. Upplestur á nýjum bókum Þráinn Bertelsson Skemmtiferðaskip | Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti nýlega að fela Atvinnuþróunarfélagi Norður- lands vestra (ANV) og Markaðs- skrifstofu ferðamála á Norðurlandi að kanna möguleika á því að fleiri ferðamenn af skemmtiferðaskipum heimsæki Skagafjörð. Að sögn Þorsteins Broddasonar, atvinnuráðgjafa hjá ANV, hefur hugur ferðaþjónustuaðila í sveitar- félaginu til frekari markaðssóknar verið kannaður. M.a. hafi verið lit- ið til fjölgunar ferðamanna með skemmtiferðaskipum og hvort hægt sé að laða frekar til Skaga- fjarðar farþega sem koma til Ak- ureyrar og fara þaðan austur í Mývatnssveit. Einnig er ætlunin að kanna möguleika á að fá skipin til að sigla inn Skagafjörð og hleypa far- þegum þar í land. Þorsteinn segir að þessi vinna muni skýrast nánar á næstu mánuðum. Þórshöfn | Hér á Þórshöfn var orðin hefð að leik- félagið sá um skemmtidagskrá kringum 1. desember og voru ýmist sýnd leikrit í fullri lengd eða styttri leikþættir. Þessi hefð lá niðri í nokkur ár en var end- urvakin um síðustu mánaðamót þegar Leikfélag Þórs- hafnar og Björgunarsveitin Hafliði tóku höndum sam- an til að endurvekja þessa hefð. Leikfélagið tók að sér skemmtunina en björgunarsveitin sá um dyravörslu og jólahlaðborð. Fjölmennt var á hátíðina og að lokinni skemmti- dagskrá tók við dansleikur fram eftir nóttu þar sem hljómsveitin Afabandið lék fyrir dansi. Morgunblaðið/Líney Arnar Einarsson skólastjóri og aðstoðarfólk hans útbjuggu glæsilegt jólahlaðborð. Jólahlaðborð og skemmtidagskrá Búðardalur | Lionsklúbbur Búðardals hélt mikla afmælishátíð í tilefni 40 ára afmæli klúbbs- ins hinn 6. desember síðastliðinn og var hátíðin haldið í Dalabúð. Veislustjóri á hátíðinni var einn af meðlimum klúbbsins, Sveinn Gestsson. Lions- klúbbum landsins er skipt niður á svæði og er klúbburinn í Búðardal á svæði 4. og er jafnframt elsti klúbburinn á því svæði sem nær frá Reyk- hólum og vestur á Hellissand. Klúbburinn er mjög virkur og gegnir mik- ilvægu hlutverki í Dalabyggð. Fyrsta almenna fjársöfnun klúbbsins var árið 1968, en þá safnaði hann fyrir sjúkling sem senda þurfti úr landi til lækninga. Klúbburinn hefur í gegnum tíðina gef- ið stofnunum í Dalabyggð veglegar gjafir s.s Heilsugæslustöðinni peninga til tækjakaupa, andvirði einnar hjónaíbúðar þegar Dvalarheim- ilið Silfurtún var byggt, einnig hefur Grunnskól- inn í Búðardal notið góðs af gjöfum. Klúbburinn hefur aðstoðað einstaklinga sem orðið hafa fyrir meiriháttar áföllum af völdum veikinda eða bruna svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hver jól fylkja félagsmenn liði á Dvalarheimilið Silfurtún og skreyta þar fyrir jólin. Fjáröflunarleiðir klúbbs- ins hafa ekki alltaf verið hefðbundnar eins og sala á blómum, ljósaperum, jólapappír og öðru dóti fyrir jólin. Frumlegasta fjáröflunarleið þeirra í gegn um tíðina var að þurrka tað og selja. Veitti styrki á afmælishátíðinni Klúbbnum bárust margar veglegar gjafir frá öðrum Lionsklúbbum á svæðinum. Lionsklúbb- urinn í Búðardal veitti í tilefni af afmælinu eft- irtöldum aðilum myndarlega styrki. Heilsu- gæslan í Búðardal fékk blóðþrýstings- og súrefnismettunarmæli til notkunar í sjúkra- flutningum, Dvalarheimilið Silfurtún fékk sjúkralyftu, Grunnskólinn í Búðardal fékk pen- inga til kaupa á orðabókum og nýstofnað sögu- félag fékk 30 þúsund króna styrk til starfsem- innar. Margir af félögum klúbbsins voru heiðraðir en æðsta heiðursmerki Lionshreyfing- arinnar hlaut Jóhann Sæmundsson, Melvin Jon- es heiðursmerkið og skjöld sem því fylgir. Jó- hann hefur verið öflugur félagi í gegnum tíðina og vel að þessum heiðri kominn. Lionsklúbburinn í Búðardal hefur þá sérstöðu meðal annara klúbba að hann var fyrstur til að stofna deild innan klúbbsins en það er Lions- deildin á Reykhólum. Stjórnarmenn klúbbsins í Búðardal sem stóðu að þessu og formaður Reykhóladeildar fengu sérstakt heiðursmerki vegna þessa framtaks frá alþjóðarforseta Lions- hreyfingarinnar. Margir tóku til máls og óskuðu klúbbnum til hamingju með tímamótin. Annar af stofnfélögum sem var á hátíðinni, Friðjón Þórðarson, flutti m.a. ávarp þar sem hann rakti tildrög að stofnun klúbbsins. Stofnfélagar voru 16 talsins og var Friðjón fyrsti formaður klúbbs- ins. Eftir hátíðarmálsverð í umsjá Gunnars Björnssonar í Dalakjöri, lék hljómsveitin Upp- lyfting fyrir dansi fram eftir nóttu. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Guðmundur Pálmason, formaður Lionsklúbbsins í Búðardal, Einar Þórðarson umdæmisstjóri, Jóhann Sæmundsson Melvin Jones orðuhafi og Hörður Sigurjónsson fjölumdæmisstjóri. Stofnfélagar heiðraðir, Friðjón Þórðarson og Ingvi Hallgrímsson, hjá þeim stendur núver- andi formaður Lionsklúbbsins, Guðmundur Pálmason. Lionshátíð í Dölum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.